NT


NT - 22.09.1985, Qupperneq 4

NT - 22.09.1985, Qupperneq 4
4 Sunnudagur 22. september NT ■ Það er óhætt að fullyrða að myndasafn hvers dagblaðs sé ein af slagæðum þess. Á hverjum einasta degi eru birtar tugir mynda og öllum er þeim haldið til haga á safni blaðsins auk allra þeirra mynda sem teknar eru en ekki eru notaðar. Þar að auki hleðst upp aragrúi mynda sem aðeins eru til á filmum sem síðar má grípa til ef þörf kefur. Á myndasafni NT ráða ríkjum þær Eygló Stefánsdóttir og Linda! Róbertsdóttir. Allan liðlangan daginn eru þær á þönum milli skjalaskápanna að tína til myndir sem nota þarf eða koma í geymslu til varðveislu. Ekki eru til neinar áreiðanlegar tölur yfir allar þær myndir og filmur sem safnið hefur að geyma en þær skipta milljónum. Heimildir þessar spanna áratugi aftur I tímann. Þær Eygló og Linda fengu það verkefni nú I vikunni að tína til myndir úr safninu sem sýndu heimsfrægt fólk sem á einhvern hátt tengdist íslandi eða Islendingum og afraksturinn af því starfi gefur að líta hér á opnunni. JÁÞ Tarsis nýkominn af deild sjö ■ „Jú jú þetta er hin aldna kempa Valery Tarsis, frægur rithöfundur og andófsmaður," sagði Tómas Karlsson sendifulltrúi hjá utanríkis- ráðuneytinu. Myndina tók Kári Jónasson en ég hafði verið beðinn um að hafa viðtal við Tarsis fyrir Tímann. Tarsis var þá nýkominn til Bretlands frá Sovétríkjunum og geysilega umsetinn af fjölmiðlum en hann varfrægurfyrirárásirsínar og gagnrýni á hið sovéska kerfi. Indriði G. Þorsteinsson ritstjóri hafði mikinn áhuga á þessu máli og hafði reyndar látið birta sögu Tarsis, Deild sjö sem framhaldssögu í Tímanum. Ég man eftir þvi að við vorum að gantast með það við Kári að okkur fyndist Tarsis líkjast Indriða, þeir minntu báðir á skagfirska gæðinga en þú hefur þetta að sjálfsögðu ekki eftir mér. Þetta var í febrúar árið 1966 og kalt í Lundúnum þennan vetur. Við Kári höfðum báðir unnið á Tímanum en ég var kominn í nám í alþjóðasamskiptum við lagadeild Lundúnaháskóla en Kári var við tungumálanám. Það var mikil taugaveiklun í kringum Tarsis og hann var geysilega umsetinn. Skömmu áður hafði honum tekist að smygla handritum að bókum sínum til Vesturlanda og var um þessar mundir einhver hvassyrtasti og án efa áhrifamesti gagnrýnandi á stjórnarfarið í Sovétríkjunum. Á blaðamannafundi sem Tarsis hafði haldið skömmu áður en við hittum hann voru hátt á annað hundrað blaðamenn mættir þannig aö mál hans vakti óhemju athygli og bækur hans runnu út eins og heitar lummur. Karlinn þekkti vel til íslands pg kom reyndar hingað seinna. Ég man eftir þvi að við ræddum nokkuð um þýðingar á bókum Laxness í Sovétríkjunum og hann lét móðan mása um það hversu slæmar þær væru. Hann fylgdist vel með því hvar sögur hans hefðu verið birtar og vissi að saga hans frá geðveikra- hælinu hefði verið birt í Tímanum. Það hefur sjálfsagt verið það sem gerði útslagið að við fengum þetta viðtal því okkur var kippt framfyrir á listanum yfir viðtalsbeiðnir sem var víst ærið langur. Tarsis kom skemmtilega fyrir en þvermóðskan leyndi sér ekki í máli hans og fasi.“ Þekktfólk heima og heiman ■ Hver man ekki eftir þeim Nínu og Friðrik? Hún var dönsk og hann hollenskur barón sem hittust í veislu í Kaupmannahöfn og fóru að raula saman og úr varð heimsþekkt þjóðlagapar sem lagði heiminn að fótum sér. Þau komu til íslands og kona og húsmóðir en þau áttu seinna eftir að fella hugi saman og eignuðust börn og buru. Ætli það hafi ekki verið út af þessum kunn- ingsskap við þau að ég var fenginn til að aðstoða þau hér á landi þegar þau komu. Myndin er aftur á móti þessumtímameð þeim. Þaubjuggu á Hótel Borg og þar var setið og sungið langt fram á nætur. Seinna settust þau að í Lundúnum og við héldum sambandi í mörg ár. Á endanum skildu þau að skiptum og hún fór til Bandaríkjanna til að Nína, Jónas og Friðrik héidu marga hljómleika en Jónas Jónasson útvarpsmaður var hjálp- arhella þeirra hér á landi. „Ég kynntist þessu ágæta fólki í Kaupmannahöfn nokkru áður en þau komu hingað,“ sagði Jónas þegar við slógum á þráðinn til hans norður til Akureyrar. Ég hafði verið að vinna að þáttagerð í Danmörku fyrir ríkisútvarpið og fékk þau í viðtal til mín. Friðrik kom of seint í þáttinn og Nína skammaði hann alveg eins og hund. Hún var þá gift tekin þegar þau voru að fara héðan. Ég hef alltaf verið hálf feiminn við fjölmiðla þótt ótrúlegt megi virðast og ætlaði mér ekki að vera með á neinni mynd. Nínatók' þá í hendina á mér og hélt mér föstum á meðan Sveinn Sæmundsson smellti af. Þau voru bæði stórglæsileg og greind. Hann var menntaður bæði í Moskvu og á Indlandi en faðir hans var sendiherra víða um heim. Nína var enginn eftirbátur hans heldur og ég á skemmtilegar minningar frá reyna fyrir sér í kvikmyndaleik. Þau Nína og Friðrik komu fram bæði í Austurbæjarbíói og í Fram- sóknarhúsinu gamla sem síðar hét Glaumbær. Jónas fékk þau líka til að koma með sér upp á Vífilsstaði en þar sungu þau og spiluðu fyrir sjúklinga sem þar dvöldust. Þau nutu m'ikjlla vinsælda hér heima ’ eins og annars staðar en ég minnist þeirra fyrst og fremst sem Ijúfmenna sem gáfu mér af list sinni og vin- fengi.“

x

NT

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.