NT - 22.09.1985, Blaðsíða 18
,1.9 Sunnudacjur 22. septembQr NT
„Eg hef á mér glæsilegt o
Rætt við Jón Þ. Árnason sem aldrei hefur legið á skoðunum
sínum og lokið hefur 106. greininni um „Lífríki og lífshætti“
■ „Ég hef alltaf haft ákaflega mik-
inn áhuga á stjórnmálum og þjóðfé-
lagsmálum," segir Jón t>. Arnason í
upphafi máls síns. „Og ef ég á að
segja þér frá hvernig áhugi minn á
umhverfismálum og náttúruvernd
kviknaði, sem barni, þá má vera að
það sé dálítið broslegt eftir svo mörg
ár. Ég er fæddur á Karlskála við
Reyðarfjörð, en er alinn upp á Eski-
firði frá tveggja ára aldri. A Eskifirði.
var bátur sem hét Sæfari og geröur út'
þaðan. Skipstjóri var Friörik Steins-
son. Svo var það eitt vorið að bátur-
inn, sem var línuveiðari, kom að>
landi með áttatíu skippund af fiski,
sem var skipað upp á bryggjuna, og
hver maður sem vettlingi fékk valdið
fór í aðgerð. Það var brakandi sólskin
og reið á að koma fiskinum sem fyrst
í salt. Meðal þeirra sem að þessu
unnu var faðir minn og cg sem lítill
pjakkur, átta ára, fór að færa honum
kaffi. Um kvöldið var aðgerðin búin
og ég ásamt fleiri drengjum var að
sniglast úti á bryggjunni og við urðum
mönnum samferða heim. Þeir voru
að hæla þessu mikla fiskiríi og ég
vogaði mér að grípa fram í: „En
pabbi, verður fiskurinn í sjónum
aldrei búinn?“ Það var alveg skelli-
hlegið að mér, ég var alveg hleginn
niður. En pabbi sagði: „Nei, Nonni
minn. Það er víst ekki hætta á því, en
að vísu geta konúð þannig veður og
straumar að minna veiðist af honum
þetta árið en hitt."
En ég fékk þetta ekki úr kollinum
og fannst að ef það veiddist nú
gríðarmikið, gæti komið að því að
fiskurinn yrði búinn.
Annað var það líka þarna á Eski-
firði, að þar var mjög bratt fyrir ofan
þorpið og í gegn um það renna einar
fjórar ár, sem við kölluðum svo. Að
minnsta kosti verða þær eins og
stórfljót í miklum rigningum og ryðja
niður aur og grjóti. Þær eyðileggja þá
bæði hús, upphleðslur og garða og
annað slíkt. Mest var þetta fyrir það
að ekki var hugsað um að ryðja
árfarvegina, þegar lítið var í ánum.
Ég var alltaf að hugsa um hvaða
slóðaskapur og eskimóaháttur það
væri að karlmennirnir skyldu ekki
ganga í það í sjálfboðavinnu að ryðja
farvegina ofan úr fjalli og niður í
fjöru. Eitthvað var ég að hnýta í
menn fyrir þetta, en ekkert var gert.
Svo komu snjóflóð og skriðuföll, en
ekkert var reynt að gera við neinu af
þessu.
Svo kom nú að skólagöngu og ég
fór að læra um sögu og landafræði og
eitt það fyrsta sem ég heyrði um
mannfjölda á jörðinni var það að
íbúarnir væru um tveir milljarðar
(þetta var 1930) og að þar af væru
Kínverjar fjögur hundruð milljónir
og Indverjar þrjú hundruð milljónir.
Kennarinn sagði okkur að þessum
þjóðum fjölgaði meira en okkur hvítu
mönnunum. Þarna var enn ekki kom-
in til sögu önnur trú en sú að hvíti
kynþátturinn ætti og ætti alltaf að
eiga jörðina. Ég varð ansi áhyggju-
fullur út af þessu, - að þessum
þjóðum mundi nú vaxa fiskur um
hrygg, - en kennararnir hughreystu
okkur með því að sem betur færi væri
það nú ekki fjöldinn sem réði úrslitum
um heimsyfirráðin hcldur væri það
krafturinn og klókindin til þess að ná
völdunum og halda. Evrópuþjóðirnar
væru nú það sterkar enn að ekki væri
þetta sérstakt áhyggjuefni. En aldrei
hvarflaði þetta nú frá manni.
Nú, svo kemur fasisminn upp í
Evrópu og alltaf er einmitt náttúru-
verndin ofarlega í þeirra málflutningi.
Og eftir því sem ég best veit er
Hitlers-stjórnin fyrsta ríkisstjórn í
heiminum sem skipulega tekur að
beita sér fyrir náttúruvernd.
Árið 1937 kom hingað til lands
Þjóðverji og hafði hér viðdvöl og ég
fór með hann um, til þess að sýna
honum það helsta í bænum, en ég var
þá í Verslunarskólanum. Þetta var
náttúrufræðingur og hafði áhuga á
öllu, þar á meðal byggingum og
skipulagi bæjarins. Ég fór með hann
inn að Elliðaám, til þess að sýna
honum Rafstöðina, og þar var í
Sogamýrinni verið að grafa fyrir húsi
eða öðru mannvirki. Þar voru verka-
menn sem mokuðu moldinni upp á
bíla, sem svo óku henni burtu. „Hvað
er gert við þessa mold?“ spurði Þjóð-
verjinn. Og ég svaraði eins og ég best
vissi að henni væri bara ekið í sjónn
eða upp á hauga og látin vera þar.
Þjóðverjinn var alveg hissa og spurði
hvort ekki væri látið gera grein fyrir
hvað gert væri við moldina! Ég spurði
þá auðvitað aftur hvað gert væri við
mold íÞýskalandi. Þeirvoru þáfarnir
að leggja hraðbrautirnar og ég hugs-.
aði með mér að þaðan hlyti að koma
mikill uppgröftur. Hann sagði mér þá j
að allir sem fengjust við byggingar
eða mannvirkjagerð yrðu að gera
grein fyrir hverri steinvölu og hverri
torfu, sem ekki mætti ráðstafa nema
samkvmt þeim reglugerðum sem þeir
höfðu sett. Þetta þótti mér einkar
athyglisvert og fór að hugsa um eins
og á Eskifiröi að einhvern tíma gæti
orðið skortur á jafnvel þessu líka."
Ekki síst á íslandi, þar sem svo
áríðandi er að halda utan um sín efni
og varla er nóg af neinu nema ef til
vill grjótinu ennþá. Ég fór því að
kynna mér þetta betur og kornst að
því að í Þýskalandi voru til miklir
lagabálkar sem snertu náttúruvernd.
bæði í tengslum við þeirra miklu
landbúnaðarframkvæmdir og nýrækt
alls konar. Enn í dag veit ég til dæmis
ekki annað en að dýraverndunarlög
Himmlers séu í gildi, en þau voru sett
1935. Ég lield að hin lögin séu það
líka með endurbótum og viðaukum,
enda er ekki vanþörf á því nú, þegar
allir skógar eru í hættu þar í landi og
stóreyðilagðir.
Já, þetta var sem sagt kveikjan að
mínum náttúruverndaráhuga og síð-
an hef ég reynt að komast að eins,
miklu og ég hef getað um þessi efni
og á seinni árum, einkum eftir að
„Club of Rome“ gaf út sína fyrstu
skýrslu, „Takmörk vaxtar,“ sem ég
held að hafi komið út á íslensku. Þá
áleit ég að ef þetta væri ekki komið á
ystu nöf, þá væri það að komast það.
Ég hef viðað að mér miklu magni af
ritum og sérstaklega haft áhuga á að
vita hvort ég fyndi ekki einhvern
fræðimann sem gæti leitt rök að því
að hægt væri að komast út úr þessu.
En þrátt fyrir lestur tuga bóka og
hundruða tímaritagreina, þá hef ég
ekki rekist á neitt sem gæti kveikt þá
trú með mér. Ef ég ætti að dæma út
frá mínu leikmannsviti og þeirri þekk-
ingu sem ég hef á þessu, þá tel ég að
þessu sé ekki við bjargandi. Þetta má
kalla svartsýni, en ég kalla þetta
raunsýni. Eftir að vítissprengjumar
komu til sögunnar hefur þetta svój
magnast um allan helming. Ég er á
sömu skoðun og bróðir forseta V-
Þýskalands, Carl Friedrich Weizsáck-1
er, sem er mjög þekktur vísindamað-
ur, - að það sé ekki aðeins tíma-
spursmál hvenær þessu verði dembt
yfir, enda hnigi öll söguleg rök að því
að svo muni fara. Ekki veit ég hvað;
er skelfilegt, ef ekki þetta.
Nú er ekki vitað hvort einhvers
staðar í geimnum er til byggt ból eða
M Þegar þetta er skrifaó hefur hann nýlega gengið frá hundruðustu og sjöttu grein sinni með
nafninu „Lífríki og lífshættir" handa Morgunblaðinu og hann notarsér tölvu við skriftirnarsem
á vel við hann. Með nútímatækninniá hann hægara með að ná fram þannig frágangi á handriti
að hvergi sér misfellu, hvað þá stafabrengl eða útstrikanir. Prófarkalesarar og setjarar eru
samdóma um að snyrtilegri plögg berist ekki í prentsmiðju. Slík alúð í vinnubrögðum kemur
raunar vel heim við persónu hans að öðru leyti, því meira prúðmennis og hatursmanns hvers
kyns ófágunar getur varla.
En ýmsir hafa samt hrokkið við þegar farið er að rýna í textann. Þar koma fram sjónarmið
sem mörgum þykja ekkert minna en öldungis blöskranleg og hvorki sparar hann hvöss orð
né háð. En hvað sem mönnum þykir um skrif hans þarf mikinn vilja til þess að neita því að
pennanum kann hann að beita og þá er hann hvassastur þegar hann dregur upp myndina
af því hjákátlega og neyðarlega. „Fasisti", segja margir og yppa öxlum og stekkur síður en
svo bros. En Jón Þ. Árnason kippist nú ekki við þótt hann heyri þannig nokkuð og skrifar
ótrauður áfram. Sjónarmið hans eru honum ekki meira launungarmál nú á sjötugsaldri, en
þegar hann átján ára stóð í ræðustóli við Miðbæjarskólann á fundum Þjóðernissinna. Af
hillunni ofan við skrifborðið horfir brjóstmynd af Adolf Hitler fjarrænum augum yfir
vinnustofuna. Hér þekja hillur veggi, hlaðnar uppsláttarritum, ævisögum, ritum af heimspeki-
legum toga og um sagnfræði, og ef til vill er síðasttaldi flokkurinn viðamestur. En Jón þarf
líka á góðum bókakosti að halda, því greinar sínar geirneglir hann með ívitnunum og
sögulegum staðreyndum. Já, hann gaf raunar á sínum tíma út blað með því nafni, -
„Staðreyndir“. Hann leggur nefnilega höfuðáherslu á að fara ekki rangt með í samræmi við
þann ástetning að standa við hvert orð. Það hefur hann líka gert.
Við fórum fram á viðtal við þennan umdeilda mann og því varð hann við, - að vísu eftir
nokkra umhugsun. En þegar hann á annað borð hafði á það fallist var ekki töluð nein
tæpitunga né svarað út og suður. Það hefði heldur ekki verið neinn Jón Þ. Árnason. Hann er
einn hinn einarðasti af öllum umhverfisverndarmönnum og það var að þessu áhugamáli sem
viðbáðum hann að víkja fyrst.
líf nema hér, þótt ótrúlegt sé að svo
sé ekki. En ef manneskjan ætlar að
gjöreyðileggja þetta allt saman, hvað
þá. Eg hugsa aldrei fram yfir atóm-
stríðið."
Hvernig líst þér þá á herstöðvarnar
hér?
„Strax og það komst á dagskrá
1950 að hér yrðu Bandaríkjamenn
. með herstöð, þá var ég einn af þeim
fáu, held ég, sem var alveg ákveðinn
með því. Afstaða mín til herstöðva-
málsins er nefnilega nokkuð óvenju-
leg og ég hef aldrei verið grunaður
urn neina aðdáun á Bandaríkjamönn-
um eða vinsemd í þeirra garð, eftir að
Roosevelt komst til valda. Eg er þó
mjög hrifinn af mörgu í bandarískri
sögu fyrir þann tíma.
En ég var með herstöðinni. Var ég
orðinn Kanasleikja, eða hvað? Ég
held nú síður. En ég sagði: „Ef engar
hervarnir eru hér, þá er hugsanlegt að
við sleppum lifandi, þegar atómstyrj-
öldin skellur á. En ef herstöðin er
hér, þá lifir enginn íslendingur at-
ómstríð af, - og það er það sem ég'
vil. Mér er ekki svo illa við nokkurn
mann að ég óski honum þess að hann
lifi af atómstyrjöld. Þetta er mitt
viðhorf. Nú veit ég að það viðhorf er
uppi að með því að hafa herstöðina
hér aukist líkurnar á að við lifum af
því að það tryggi friðinn. Égskal ekki
dæma um það. Ég held að það spilli
friðarlíkunum ekki neitt, en auki þær
ekkert heldur.“
Þú hefur viðrað þín sjónarniið í
Morgunblaðsgreinum þínum og ekki
hafa allir verið þér sammála?
„Já, ég fór þess á leit við þá
ritstjóra Morgunblaðsins að ég fengi
að birta greinarnar „Lífríki og lífs-
hættir“ þar og þeim fannst þetta það
áhugavert að þeir féllust á það, þrátt
fyrir mína fortríð, en ég hef á mér
glæsilegt orð fyrir illyrmislegan fas-
isma, sem ég ætla síst að bera af mér
né gera lítið úr. Já, hundraðasta og
sjötta greinin kemur næst.
Já, ég var í Þjóðernissinnaflokki
íslands og tel mér heiður að, enda
held ég að allt sem gérst hefur síðan
hafi staðfest þao-sem við vorum að
segja. Þetta var ágætur félagsskapur
og ég hef haldið sambandi við þessa
menn síðan, þótt bílaplágan geri það
að verkum að menn sjást sjaldnar. En
ég veit ekki um neinn sem hefur
snúist hugur. Þótt þetta hafi nú verið
kallað nasistaskríllinn á sínum tíma,
þá er það nú ekki meiri skríll heldur
en það að þessir menn hafa allir
komist ákaflega vel áfram. Eitt kjör-
tímabil voru fjórir menn á þingi sem
voru félagar í Félagi ungra þjóðern-
issinna, sem ég var formaður í. Þeir
voru á þingi fyrirþrjá flokka. Einn er
hæstaréttardómari. Einn er seðla-
bankastjóri og tveir eru ambassador-
ar. Ég veit um sjö sýslumenn og þrjá
bæjarfógeta. Tvo lögreglustjóra höf-
um við haft og yfirflugmálastjórinn,
Bogi Þorsteinsson er nýbúinn að
segja af sér. Agnar Kofoed Hansen
var fyrsti fánaliðsforingi hreyfingar-
innar. Guttormur Erlendsson og Sig-
urjón Sigurðsson voru fyrir stúdent-
unum og þarna voru tveir yfirlæknar,
dr. Bjarni Jónsson og dr. Snorri,
Hallgrímsson. Já þarna var fjöldi'
manna sem urðu læknar, því í hreyf-
ingunni voru held ég enn fleiri úr
læknadeild en úr lögfræðideild. Þeir
gáfu út Mjölni."
Þú hefur li'ka haft ákveðnar
skoðanir á trúmálum?
„Já, og það á einnig rætur að rekja
til minnar bernsku á Eskifirði. Ég
fékk þá strax andúð á kristindómi.
Mér fannst þetta strax vera einhvers'
konar kommúnismi eða jafnaðar-
mennska, einhver smælingjatil-
beiðsla. Ekki síður vegna þess hve
mér fannst það koma greinilega fram
að maðurinn hefði ótakmarkaðan
rétt til þess að níðast á náttúruríkinu.
Það er eins og Guð hafi skapað öll dýr
jarðarinnar. allan gróðurog allt, bara
til þess að maðurinn gæti grætt á því
peninga. Enda er lang mest áhersla
lögð á það í öllum predikunum krist-
innar kirkju að biðja! Það er alltaf
verið að biðja Guð að gera hitt og
þetta fyrir sig, eins og hann sé ein-
hverskonar húsþjónn! En það er
minna hirt urn að þakka honum, -
þetta á allt að vera sjálfsagt. Þetta
fannst mér sérlega fráhrindandi og
þegar átti að fara að ferma mig, þá
neitaði ég því. Og ég hef styrkst í
þessu síðan. Eins og ég sagði fékk ég
mjög snemma áhuga á pólitík og
fannst sjálfsagt að vera sjálfstæðis-
maður og var það frá því ég var barn.
Þar af leiddi að maður hataði náttúru-
lega kommúnisma. Ég tók snemma
að óttast það að kommúnisminn og
kristindómurinn mundu ná saman,
því ég leit alltaf á þetta sem tvær
greinar á sama stofni. Þó með þeim
reginmun að kristnir eru það greindari
að þeir lofa okkur himnaríki eftir
dauðann, en kommúnistar fyrir dauð-
ann. Sko, kristnir menn hafa alltaf
útgöngudyrnar þarna, - þótt okkur
líði illa núna þá er það ekkert, okkur
líður bara svo vel seinna. En komm-
únistarnir verða að sýna það strax og
þeir ná völdum og þeir hafa nú gert
það með þeim árangri sem við
þekkjunt.
Ég hef þá trú að menn búi ákaflega
lengi að fyrstu gerð og ég hef ekki
mikla trú á þessum afturbata komm-
únistum. Þeir sjá aðeins gjaldþrot
stefnunnar og bregða sér þá í aðra
flokka, þar sem þeir hrærast saman
við frjálslynda, sem alltaf eru með
kápuna á báðum öxlum, annað hvort
til leigu eða sölu."
Hvernig lá leið þín til fylgis við
fíokk Þjóðernissinna?
„Ég varð formaður í Félagi ungra
sjálfstæðismanna á Eskifirði, þegar