NT - 22.09.1985, Page 9

NT - 22.09.1985, Page 9
NT Sunnudagur 22. september 9 Stærsti tuddiíheimi? ■ Stæöilegur er hann bolinn á myndinni. og eins gott aö hann er ekki mannýgur! Hann heitir Meet Urbino og er fjögurra og hálfs árs gamall og engin furða aö hann er frægastur allra bola í heimalandi sínu, Ítalíu. Tvívegis í röö hefur hann unnið til fyrstu verð- launa á sýningum nauta af kyni sínu, Chianina-nautgripum, en af þessum stofni eru stærstu og þyngstu naut í heimi. Hann mælist 1,85 m frá klauf- um uppá herðakamb og er orðinn 1498,4 kíló og á mikið eftir að þyngjast enn. Hver veit nema hann nái heimsmetinu en það á bolinn Donnetto, sem var 1740 kíló, þegar hann brá sér á vigtina árið 1955 í Arezzo. Meet Urbino hefur kelft svo marg- ar kýr um sína daga að það hefur reynst nauðsynlegt að setja hann í kynferðislegt bindindi, svo ekki hljót- ist úrkynjun af vegna sifjaspella. Tuddi er því um þessar mundir notað- ur til þess að sjá nautgripabúgörðum í Perú fyrir frystu sæði. Samtakanú:„Brosið!" ■ Þeir kunna að sitja fyrir hjá Ijósmyndara litlu blettatígurs-kettlingarnir á myndinni. Þeir fæddust í dýragarðinum í Cincinnati í Bandaríkjunum, og voru hálfaumingjalegir við fæðingu. Með góðri meðferð og dekuraðbúnaði fór þeim þó fljótt fram, og þykja nú hin skemmtilegustu dýr sem alltaf eru að leika sér. Ljósmyndari nokkur raðaði þeim upp til myndatöku, og hér sjáum við árangurinn. Fyrst voru ungarnir ósköp alvarlegir og allt að því hræddir á svip, en svo lifandi yfir þeim og þeir brosa allir í einu eins og alvanar fyrirsætur! SVEITARFÉLÖG - ÁHALDAHÚS! Við bjóðum þrælsterkar plastkistur undir saltið og sandinn í vetur. • Veggir kistanna eru sérstaklega styrktir • Lokin eru þung og tvöföld. • Lokin leggjast niður að bakhlið kistanna • Kistunum má stafla hverri ofan í aðra íslensk gæðavara á góðu verði VESTURVÖR 27, KÓPAVOGI - SlMI: (91) 46966. BORGARPLASTl NÝTT FRÁ MITSUBISHI! TREDiA 4WD Árgerð '86 FOLKSBILL MEÐ ALDRJF jafnvígur í snjó, hálku og aurbreytu — á malarvegum og malbiki ► Tregðumismunadrif ► Aflstýri ► 14 ' felgur ► Rafstýrðir útispeglar ► Miðstýrðar hurðalæsingar ► og margt fleira BÍLARNIR, SEM SELJAST MEST, ERU FRÁ MITSUBISHI. Verö frá kr. 577.000. Samkv. skýrslu Hagstofu íslands [hIheklahf I I Laugavegi 170-172 Sími 21240 PRISMA

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.