NT - 25.09.1985, Blaðsíða 3

NT - 25.09.1985, Blaðsíða 3
 [W Miðvikudagur 25. september 1985 C LlL Fréttir Togarauppboð: Fiskveiðasjóður kaupir Sigurfara Tillögur Hafrannsóknarstofnunar: 300 þús. tonna aflamark ■ Tillögur Hafrannsóknarstofnunar um aflamark á þorski næstu árin gera ráö fyrir 300 þús. tonnum á ári, en með því móti er talið að veiðistofninn muni vaxa nokkuð. í skýrslu stofnunarinnar segir: „Hafrannsóknarstofnunin telur nauðsynlegt að afli verði ekki aukinn þótt góðir árgangar séu væntanlegir í veiðistofninn heldur verði þeir nýttir til frekari endurreisnar hans.“ Um hádegisbilið í gær kynnti Hafrannsóknarstofnunin fyrir sjávarútvegsmálaráðherra niðurstöður rannsókna sinna á ástandi og framtíðarnýtingu fiskistofnanna við landið. Yfir skýrslu þessari hafði hvílt nokk- ur leynd, en hún var kynnt fjölmiðlum og hagsmunaaðilum í sjávarútvegi síðdegis í gær. í þessari skýrslu er einkum fjallað um þorskinn þar sem stofnun- inni vannst ekki tími til að ganga endanlega frá niðurstöð- um varðandi aðrar fisktegundir. Á föstudaginn kemur verður þessum aðilum þó fengin í hend- ur nánari greinargerð, þar sem meðal annars verður einnig fjallað um ástand þörunga og átu í sjónum í kringum landið. í tillögum Hafrannsóknar- stofnunarinnar um aflamark á þorski kemur fram það sjón- armið að stefna beri að svoícall- aðri kjörsókn, en það þýðir að dregið verði úr sókn miðað við stofnstærð í ákveðinn tíma eða þar til stofninn geti staðið undir svipuðu aflamagni, en aldurs- dreifing aflans verði dreifðari. Tillögur Hafrannsóknar- stofnunarinnar um aflamark hinna ýmsu tegunda fyrir árið 1986 éru í eftirfarandi töflu bornar saman við tillögur stofn- unarinnar frá því í fyrra. Tillögurumanamark Þorskur Ýsa Ufsi Karfi Grálúða Skarkoli Síld Humar Hörpudiskur Tillögur um hámarksatla á rækju eru svipaðar og í fyrra, nema að nú er Kolluáll samein- aður Breiðafirði sem kvóta- svæði, sem er nýmæli. í útreikningum sínum styðst Hafrannsóknarstofnunin við nokkuð breyttar forsendur frá því sein áður var, en út frá þeim spáir hún um stofnstærð út frá þremur mismunandi aflamörk- um 350 þús. tonn, 300 þús. tonn og 250 þús. tonn. Ef veidd verða 350 þús. tonn hefur það 1985 200 þús. tonn 45 - - 60 - - 90 - - 25- - 10 - - 50 - - 2.300 tonn 15.000 tonn þau áhrif að veiðistofninn mun haldast óbreyttur árið 1987 en stækka nokkuð 1988. Hrigning- arstofninn myndi hins vegar fara minnkandi bæði árin. Séu að- eins 250 þús. tonn veidd munu veiði- og hrygningarstofn stækka talsvert bæði árin, en við 300 þús. tonna aflamark má reikna með hægfara vexti þorskstofns- ins í heild. 1986 300 þús. tonn 50 - - 60 - - 85 - - 25 - - 10 - - 50 - - 2.500 tonn 14.200 tonn ■ Það var Hugh Ivory sem stýrðifundinumþarsemblaða- menn spurðu David Emery í Washington D.C. um stefnu Reagan-stjórnarinnar í afvopnunarmálum. Mynd - iióben.' ■ Sérfræðingar Hafrannsóknarstofnunarinnar kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í gær. (NT-mynd: Árni Bjarna) ■ Togarinn Sigurfari var í gær sleginn Fiskveiðasjóði ís- lands á 187 milljónir króna. Uppboðið í gær var annað uppboðið sent haldið var og var Fiskveiðasjóður eini aðil- inn sem lagði fram tilboð á uppboðunum. Það var að beiðni sjóðsins sem uppboðið fór fram. Jóhannes Árnason sýslu- maður í Snæfells- og Hnappa- dalssýslu sagði í samtali við NT í gær að Fiskveiðasjóður hefði krafist útlagningar sem ófullnægður veðhafi, sem þýðir að sjóðurinn gerir boð í skipið, sem ekki er eins hátt og sú krafa sem hann á í skipið. Gunnar ívarsson hjá Fisk- veiðasjóði íslands sagði í sam- tali við NT í gær að ekki væri venja hjá sjóðnum að gefa þriðja aðila upp skuldir við sjóðinn, þegar hann var inntur eftir því hve há skuld hvíldi á togaranum. Hvað verður gert við togar-x ann? „Það hefur ekki verið ákveðið. Ég reikna með því að það verði ákveðið þegar búið verður að skoða skipið og sjá hvað gera þarf,“ sagði Gunnar. Missa Grundfirðingar togar- ann í dag? „Ég veit nú ekki hvort hann er að veiðurn, en togarinn verður ekki kallaður inn úr veiðitúr. En fljótlega eftir að hann lýkur veiðum. Enda hafa þeir lítið að gera við skip sem þeir eiga ekki lengur," sagði Gunnar. Braust inn hjáborgar- fógeta ■ Brotist var inn á skrif- stofu borgarfógeta í Reykjavík í fyrrinótt. Lögregla fór á staðinn og var þá maður fyrir utan húsið. Um leið og hann varð var við lögreglu stakk hann sér inn um glugga á byggingunni. Lögreglu- nienn réðust til inngöngu í húsið og náðu að hand- sama manninn innandvra. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögregl- unnar vegna afbrota af svipuðu tagi. ■ Böðvar Bragason næsti lögreglustjóri í Reykjavík. Næsti lögreglustjóri í Reykjavík verður: Böðvar Bragason ■ Böðvar Bragason sýslumað- ur í Rangárvallasýslu hefur ver- ið skipaður lögreglustjóri í Reykjavík, frá og með 1. des- ember næstkomandi. NT hafði samband við Böðv- ar á heimili hans á Hvolsvelli í gærkvöld. Böðvar vildi sem minnst tjá sig um breytingar eða væntanleg verkefni hjá lögregl- unni í Reykjavík. „Það er hins- vegar ljóst að í gangi hefur verið athugun á þessu embætti, sem fór í gang að undirlagi lögreglu- stjóra, og ég býst við að fyrsta verkefnið verði að sjá hvaða niðurstöður koma úr þeirri at- hugun,“ sagði Böðvar. Böðvar benti á að hann myndi skoða málin út frá þeirri niður- stöðu sem úttekt norskra aðila á embættinu myndi skila. „Það verður gert þegar þar að kemur. Athuguninni er ekki lokið, eftir því sem ég best veit.“ Áttirðu von á að fá starfið? „Það er náttúrlega alltaf þannig að þegar maður sækir um starf þá gerir maður sér einhverjar vonir.“ Blaðamannafundur á „beinni línu“: „Nauðsynlegt að halda áfram samningsleiðina“ - segir aðstoðarforstjóri afvopnunarstofnunar Bandaríkjanna ■ „Við bíðum í eftirvæntingu agan-stjórnarinnar í Afvopnun- eftir fundi Reagans og Gorbac- armálum. í svörum sínum við hevs í Genf oggerum ráðfyrirþví einstökum spurningum gerði Emery síðan nánari grein fyrir afstöðu ba.ndarískra stjórnvalda að þar verði rædd þau mál er varða almennt sambúð ríkjanna tveggja en ekki einvörðungu afvopnun,“ sagði David Emery, aðstoðarforstjóri ACDA (U.S. Arms Control And Disarma- ment Agency) á blaðamanna- fundi sem var haldinn í Menn- ingarstofnun Bandaríkjanna að Neshaga í gær. Emery svaraði spurningum viðstaddra í gegn- um síma beint frá Washington D.C. Stofnun sú er hann veitir forstöðu er opinber og stendur að baki afvopnunarstefnu bandarísku ríkisstjórnarinnar á hverjum tíma. Af þessu leiðir að spurningarnar snérust fyrst og fremst um afvopnunarmál. Blaðamannafundurinn stóð í rúma klukkustund og honum stýrði Hugh Ivory, forstöðu- maður menningarstofnunarinn- ar, en í upphafi fundar var sýnt myndband með ávarpi Emery þar sem hann skýrði starfsvett- vang ACDA og sjónarmið Re- til vopnatakmarkana og af- vopnunar. Emery byrjaði með því að segja að þó svo að hægt væri að benda á dæmi þess að Sovét- menn hefðu ekki farið nákvæm- lega eftir fyrri afvopnunarsamn- ingum, þá væri það nauðsynlegt að halda áfram að reyna samn- ingsleiðina í trausti þess að báðir aðilar geri sér grein fyrir því um hvað er að tefla. Þess vegna væri á allan hátt rétt- lætanlegt að gefast ekki upp. Þar að auki benti Emery á að það væru til margir samningar Bandaríkjamanna og Sovét- manna sem báðir aðilar hefðu séð sér hag í því að halda og því væru samningsrof ekki einhlít. Emery lagði áherslu á að allar getgátur um árangur af fundum samninganefnda risaveldanna sem eru að hefjast um þessar mundir og svo af fundi þeirra Reagans og Gorbachevs, væru gagnslausar. Hann sagði einnig að almenningur mætti ekki láta blekkjast af muninum á raun- hæfum tillögum um afvopnun- armál og þeim sem mætti flokka undir áróður. Að sögn Emery verður að sjá hvað setur þegar að beinum samningum kemur. Aðspurður um geimvopna- áætlun Bandaríkjamanna (SDI) og hugsanleg áhrif hennar á samningaviðræður í Genf, þá sagði Emery að um væri að ræða rannsóknaráætlun sem alls ekki væri hægt að jafna við framkvæmd. Það kæmi ekki til greina, og hefði aldrei komið til greina að nota slíka áætlun sem peð í fyrrnefndum samningavið- ræðum. Hann bætti því við að ef til framkvæmdar kæmi þá gæti varnarkerfi í geimnum orð- ið til þess að minnka hættuna sem mannkyni öllu stafar af stórum kjarnorkueldflaugum er ná heimsálfa í milli (ICBM). Er umtalsverð flotauppbygg- ing Sovétmanna á N-Atlantshafi og hugsanleg notkun þess flota á kjarnorkuvopnum barst í tal sagði Emery að hann gæti ekki tiltekið hvort um kjarnorkuvíg- búnað tiltekinna sovéskra flota- deilda væri að ræða, en hins vegar mætti ætla að einstakar skipategundir væru búnar kjarnorkuvopnum. Hann bætti því við að N-Atlantshafið og þá sérstaklega hið svokallaða GIUK-hlið væru án efa mikil- vægasta hafsvæði í heiminum séð frá sjóhernaðarlegu sjónar- miði. Af þeim sökum yrði að huga vel að því er lyti að vígbúnaði rísaveldanna á norðurslóðum. David Emery lagði mikla áherslu á það að í komandi samningaviðræðum um afvopn- un yrði tvennt að vera tryggt. í fyrsta lagi raunveruleg og ná- kvæmt ákvæði um takmark'anir og niðurskurð. í öðru lagi trú- verðugt eftirlit samningsaðila með hversu vel gerðum samn- ingum er fylgt. Án þessa væri um tóm orð að ræða. ítarlcg úttekt á svörutn Em- ery við spurningum blaðamanna mun birtast í NT innan skamms.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.