NT - 25.09.1985, Blaðsíða 16
Laus staða
Staða bókafulltrúa í Menntamálaráðuneyt-
inu, sbr. 10. gr. laga nr. 50/1976 um almenn-
ingsbókasöfn, er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Þar sem fyrir dyrum stendur endurskoðun
áðurgreindra laga um almenningsbókasöfn,
verður að svo stöddu aðeins ráðið í stöðuna
til eins árs.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsferil skulu hafa borist Menntamálaráðu-
neytinu fyrir 18. október næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið
19. september 1985
Laust embætti er
forseti íslands veitir
Embætti skipulagsstjóra ríkisins er laust til
umsóknar en það veitist frá 1. desember
1985.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna
ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf sendist félagsmála-
ráðuneytinu fyrir 1. nóvember 1985.
Félagsmálaráðuneytið 23. sept. 1985
Okkur vantar starfsfólk nú þegar til almennra
sláturhússtarfa. Upplýsingar gefur verkstjóri
í síma 97-8884 og skrifstofa félagsins í síma
97-8880.
Kaupfélag Berufjarðar, Djúpavogi.
Aðalfundur
Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn
þriðjudaginn 1. október n.k. kl. 20.30 í
Lindarbæ, fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Önnur mál.
Stjórnin
BARUPLAST
Framleiðum báruplast
í ýmsum lengdum.
Vönduð vinna á hagstæðu verði.
Leitið upplýsinga.
Plastiðjan Mörk
Sími: 99-6557 Villingaholtshreppi
Miðvikudagur 25. september 1985 16
Það er óvanalegt að sjá þetta par svo glaðlegt á svipinn, enda er þetta einkamynd af Veronicu Hamel og Daniel Travanti - en
ekki af lögregluforingjanum Frank Furillo og lögfræðingnum Joyce Davenport í „Hill Street Blues“. Þau sjáum við aftur á móti á
litlu innfelldu myndinni, þar sem þau eru ásamt yfirlögregluþjóninum á stöðinni (Michael Conrad).
Lögregluforinginn og verjandinn
eru elskendur í sjónvarpsþáttunum
„Verðir laganna“
og voru það líka í einkalífinu
■ í sjónvarpsþáttunum
Verðir laganna (Hill Street
Blues) var það tilbreyting frá
eltingaleik og slagsmálum við
bófa, þegar Furillo lögreglu-
foringi (leikinn af Daniel Tra-
vanti) og verjandinn Joyce
Davenport (Veronica Hamel)
stálust frá skyldustörfunum
smátíma og ætluðu að „hafa
það huggulegt.“ Þau voru
kannski komin fáklædd upp í
rúnt og farin að láta vel hvort
að öðru, - en þá brást það ekki
að kalltækið í jakkavasa lög-
regluforingjans fór að pípa og
ástafundur varð því enda-
sleppur.
Til huggunar fyrir róman-
tískar sálir skal þess því getið
hér, að Veronica og Daniel
áttu betri og rólegri fundi þar
sem engar sjónvarpsvélar voru
til staðar. Þau voru um þessar
mundir bæði fráskilin og urðu
ástfangin hvort af öðru og
hamingjan virtist brosa við.
Síðar kom eitthvert babb í
bátinn, - surnir segja að met-
ingur um hlutverk þeirra í
sjónvarpsþáttunum hafi
skemmt sambandið, en þau
sjálf gefa í skyn, að ástarsam-
bandið hafi bara runnið út í
sandinn, en þau séu bestu
vinir enn.
Daniel Travanti segist hafa
verið alkohólisti, en hann hef-
ur ekki smakkað áfengi frá
árinu 1973. Hann býr einn,
með kettinum sínum, í fallegu
litlu húsi í Santa Monica fyrir
utan Los Angeles. Veronica
er oft gestur hans þar, og hann
segist þá vanda sig og búa til
góðan mat handa þeim, og svo
sitji þau og horfi yfir Kyrrahaf-
ið og rabbi saman.
Veronica hefur geysilegan
áhuga á að koma sér áfram og
hún hefur neitað hlutverkum
sem buðust henni, þar sem
einungis er farið fram á að hún
sýni sína löngu leggi og fagra
hár. „Þá er betra að vera í
lögguþáttunum," segir hún.
En nú hefur henni boðist hver
rullan annarri betri. Hún leik-
ur um þessar mundir stórt
hlutverk f sjónvarps-seríu sem
heitir „Kain og Abel" og þar
leikur hún á móti Sam Neill
(sem við munum eftir sem
Reilly) og líka leikur þar Peter
Strauss sem lék þann ríka í
Gæfa og Gjörvuleiki (Rich
Man Poor Man).
Veronica býr líka ein með
svarta kettinum sínum, Black,
og segist ekki hafa í huga að
breyta til með sambúðarfé-
laga!
Sú hárprúðasta í Noregi!
■ Það var tímarit í alltaf sofa með hárið í
Noregi sem gekkst fyrir fléttum, því annars yrði
samkeppni um hver það svo flókið að það
væri hárprúðasta stúlk- tæki tímann sinn á
an þar í landi. Brynhild morgnana að greiða
Hunskaar, 18árastúlka sér. „Það er ekki nema
frá Sandefjord, var sig- við hátíðleg tækifæri,
urvegari. Hárprýði svo sem á 17. maí há-
hennarmældist 1.38m! tíðahöldum, sem ég er
Brynhild var spurð með hárið slegið,“
hvað hún hefði gert fyr- sagði sigurvegarinn í
ir hár sitt til að örva keppninni um hárprúð-
hárvöxtinn, en hún ustu stúlkuna í Noregi.
sagðist ekkert gera -
annað en að lofa því að Hún fékk margt í
vaxa. Reyndar væri verðlaun, og m.a. ferð
aðeins sært neðan af til Oslóborgar, þar sem
hárinu öðru hverju, lík- hárgreiðslumeistarar
lega nokkrir sentimetr- spreyttu sig á að greiða
ar á ári. Hún sagðist hið fagra hár hennar.
■ 138 sm á sídd er fallega hárið hennar Brynhild, og hér sést
Rannveig systir hennar aðstoða við myndatökuna í Osló.