NT - 26.09.1985, Qupperneq 5
Fimmtudagur 26. september 1985
Viðskiptafræðin sprengir af sér Háskólann:
Örtröðin eins og á
fótboltalandsleik
- er á fjórða hundrað nemar bítast um sæti
■ Örtröðin í andyri Háskóla
íslands á morgnana líkist ein-
na helst því sem gerist þegar
um landsleik í fótbolta er að
ræða. Nemendur ryðjast hver
um annan þveran og hámarki
ná þrengslin þegar hátt á
fjórða hundrað viðskipta-
fræðinemar bítast um plássið í
hátíðasalnum sem engan veg-
inn rúmar allan þennan fjölda.
„Okkur gengur bölvanlega
að hýsa allt þetta fólk og
okkur vantar tilfinnanlega
bæði fleiri og stærri kennslu-
stofur,“ sagði Halldór Guð-
jónsson kennslustjóri þegar
haft var samband við hann.
Viðskiptadeild Háskólans hef-
ur aldrei verið fjölmennari en
í ár en nemendur í deildinni
verða á sjöunda hundrað í
vetur. Mestu munar um þá
sem eru að byrja á fyrsta ári í
viðskiptafræði en þeir eru nú
urn 320 og kemur sú tala að
öllum líkindum til að hækka.
„Viðskiptafræðin er tískufagið
í dag,“ eins og einn starfs-
manna Háskólans orðaði það.
„Nemendur eru næmir á and-
ann í samfélaginu og hann
speglast í þessari miklu aukn-
ingu nemenda í deildinni."
Annar starfsmaður skólans
sem rætt var við sagði að ef
nemendum í viðskiptadeild
héldi áfram að fjölga eins og
verið hefur undanfarin ár end-
aði með því að taka yrði
Háskólabíó undir kennsluna í
deildinni. Enginn salur skól-
ans rúmar slíkan fjölda.
Á skrifstofu deildarinnar
fengust þær upplýsingar að
menn hefðu séð fyrir þessa
fjölgun og því hefði meðal
annars verið gripið til þess að
hækka lágmarkseinkunn eftir
fyrsta ár og nýliðum gert að
ljúka því að fullu áður en þeir
fengju að hefja nám á öðru
ári. Þessar ráðstafanir virðast
þó lítil áhrif hafa haft því
stöðugt fjölgar nýliðunum.
Halldór Guðjónsson sagði
að trúlega ætti ástandið enn
eftir að versna því byggingar-
áform skólans til aldamóta
gerðu ekki annað en rétt að
halda íhorfinu. Húsnæðið sem,
ætlað er að reisa á næstu
fimmtán árum þyrfti að kom-
ast í gagnið miklu fyrr eða á
næstu þremur til fjórum árum.
■ Dr. Gylfi Þ. Gíslason, deildarforseti viðskiptadeildar kennir fyrir pökkuðum sal nemenda. Komust
ðllir að? N1 mynd Róbert.
Kristskirkja:
Manuela Wiesler með I pr'®Ía. 5*es?£
tónleika í kvöld I laxveiðiarið
Þáttur hafbeitarstöðva stærstur
■ Manuela Wiesler er komin
til íslands í stutta heimsókn og
mun halda einleikstónleika á
vegum Tónlistarfélags Krists-
krikju í kvöld. Tónleikarnir
verða í Kristskirkju, Landa-
koti, og hefjast kl. 20.30.
Manuela var búsett hér á
landi í rúm 10 ár og tók þann
tíma mjög virkan þátt í ís-
lensku tónlistarlífi, hélt ótal
tónleika þar sem hún flutti ein
eða með öðrum öll helstu
flautuverk sögunnar. Manuela
er talin jafnvíg á allar gerðir
tónlistar, klassíska, rómant-
íska eða moderne. Hún hefur
tekið þátt í mörgum tónlistar-
keppnum, oft sem fulltrúi
íslands, og hefur unnið tii
fyrstu verðlauna í þeim
flestum.
Nú er Manuela búsett í
Vínarborg og heldur einleiks-
tónleika og kemur fram með
sinfóníuhljómsveitum um alla
Evrópu. Hún er með allra
bestu flautuleikurum í heimi
hvað snertir flutning nútíma-
verka og leikur hennar talinn
vera í algjörum sérflokki.
Tónlistarfelag Kristkirkju er
nýstofnað og það er mikill
fengur fyrir félaga að fá Man-
uelu til að leika á fyrstu tón-
leikum félagsins. Félagið
hyggst halda minnst sex tón-
leika á hverjum vetri og hafa
þegar verið ákveðnir fernir
tónleikar á þessu starfsári. Þeir
eru auk tónleikanna með Man-
uelu, Miðaldatónlist með
franska trúbadornum Jean
Bclliard, tríósónötur eftir
Bach og Hándel með Helgu
Ingólfsdóttur, Camillu Söder-
berg og Ólöfu Sesselíu Óskars-
dóttur og eftir nýárið hafa
verið ákveðnir tónleikar með-
Ragnari Björnssyni orgel-
leikara með orgelverkum eftir
Franz Liszt. Ymislegt annað
er á döfinni og verður sagt frá
því síðar.
■ 1985 var þriðja besta
laxveiðiár frá upphafi hér á
landi. í hcild veiddust
67.000 laxar. Fjöldinn
skiptist þannig eftir veiði-
greinum: Stangveiðin var
51%, netaveiði 20% og haf-
beitarstöðvar fengu 29%.
Árið 1978 er besta ár sem
sögur fara af, en þá fengust
alls um 80.000 laxar. Árið
1974 veiddust 74.000 laxar.
Ástæðan fyrir því hversu
vel árið kemur út, er sú að
um 200% aukning varð í
heimtum í hafbeit frá 1984.
Aukning í stangveiði var
45% frá því í fyrra og
netaveiði bætti við sig 19%.
Eins og NT hefur skýrt frá
þá hefði netaveiði getað
verið mun meiri, en hún
brást á Ölfusár-Hvítár-
svæðinu, þannig að hún
varð í heildina minni en í
fyrra. Netaveiði í Hvítá í
Borgarfirði bætti þetta upp,
en í Hvítá varð veiðin 65%
betri en í fyrra.
Meðaltal heildarlaxveiði
í landinu árin 1971-1980 var
64.000 laxar. Veiðin í ár er
því um fimm af hundraði
betri en áður nefnt meðal-
tal.
Meðalþyngd lax sem
veiddist í ár er nálægt 7
pundum.
■ Manuela
leikari.
Wiesler flautu-
Sjólastöðin:
Bannað að
kaupa togara
■ Sjólastöðinni í Hafnarfirði
stóð til boða að kaupa níu ára
gamlan togara frá Danmörk,
en sem kunnugt er brann Sjóli
togari fyrirtækisins, fyrr í sum-
ar og var talinn gjörónýtur.
Kaupverð danska togarans var
60 milljónir en vátryggingar-
verð Sjóla var 84 milljónir.
Þótt allir aðilar væru sammála
um að hér væri um mjög gott
tilboð að ræða fékkst ekki
leyfi frá yfirvöldum til að
kaupa togarann.
Haraldur Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Sjólastöðvar-
innar, sagði við NT í gær að
hvorki sjávarútvegsráðherra
né viðskiptaráðherra hefðu
viljað veita leyfi til kaupanna,
hinsvegar væri möguleiki á að
fá að kaupa nýtt skip erlendis
frá en fyrirtækið réði ekki við
slíkt. Danski togarinn, sem er
níu ára og mun stærra skip en
Sjóli, var svo selt öðrum aðil-
um í síðustu viku.
Haraldur sagði að verð á
nýjum togara erlendis frá væri
um 150 milljónir, og fyrirtækið
hefði ekki bolmagn til að ráð-
ast í slík kaup. Sömu sögu væri
að segja um innlend skip. Þau
sem hentuðu stöðinni væru
allt of dýr.
Það gerist næst í þessu máli
að Sjólastöðin mun í þessari
viku senda skipasmíðastöðv-
um útboðsgögn í sambandi við
tilboð í viðgerðir á Sjóla. Þeg-
ar þau tilboð hafa verið skoð-
uð verður svo tekin endanleg
ákvörðun um hvort það borgi
sig að gera við skipið.
in nær
landinu
■ Loðnuveiðin hefur verið góð að undan-
förnu og horfur á að svo verði næstu daga.
Síðasta sólarhring voru 19 bátar á veiðum
og fengu þeir samtals 12.900 tonn. Megin
breytingin frá því sem verið hefur, er að
loðnan er komin nær landinu, og er nú út
af Norðurlandi. Næstu hafnir eins og
Raufarhöfn og Siglufjörður, eru í um tólf
til þrettán tíma siglingu frá miðunum, en
þessir staðir hafa ekki getað tekið við öllu
því magni sem hefur veiðst, þennig að
margir bátar hafa orðið að fara lengra með
aflann.
Búið er að veiða um 100 þús. tonn af
loðnu, en kvótinn er 500 þús tonn og ætti
ekki reynast erfitt að ná honum ef áfram
heldur sem horfir.
Bátar hafa það sem af er mánuðinum
verið að tínast á loðnu jafnóðum og þeir
verða klárir, og má reikna með að af þeim
48 bátum sem leyfi hafa, verði um 40
komnir á veiðar upp úr helginni.
SK0VAL
VID ÓDINSTOMO
býður eitt fjölbreyttasta úrval af kven- og
barnaskóm og=núgetur konan tekið eigin-
manninn með því karlmannaskór fást orðið í
úrvali.
Komið og sannreynið áratuga lipra þjónustu
afgreiðslufólksins.
Við tökum daglega upp nýjar gerðir af haust-
og vetrarskóm.
Skóval hefur skó fýrir alla fjölskyiduna.
spariskó - götuskó -
leðurstígvél - vinnuskó -
íþróttaskó - inniskó
SKÓVAi
VIÐ ÓÐINSTORG
ÓÐINSGÖTU 7, SÍMI 14955