NT - 26.09.1985, Blaðsíða 10
Fimmtudagur 26. september 1985 10
Meðalmennskunni sagt stríð á hendur
Amadeus, bandarísk frá árinu 1984, sýnd í
Háskólabíó. Leikstjóri: Milos Forman. Handrit:
Peter Schaffer, eftir eigin leikriti. Framleiðandi:
Saul Zaentz. Aðalhlutverk: F. Murrey Abra-
ham, Tom Huice, Elizabeth Berridge, Jeffrey
Jones o.fl.
★★★★
■ Sjálfsagt hefur fárra kvikmynda veriö beöið meö jafn mikilli
óþreyju og kvikmyndar Formans um samskipti 18. aldar tónskáld-
anna Salicris og Mo/arts. Hjálpast þar margt aö, í fyrsta lagi aö
kvikmyndin hreppti vel flesta óskara við síðustu úthlutun
þessarar eftirsóttu styttu, í öðru lagi var leikritiö sýnt í
Þjóðleikhúsinu við mjög góðar undirtektir fyrir nokkrum árum,
og í þriðja lagi er fískisagan fljót að fljúga á þessum tímum
upplýsingaflæðis og fjölmiðlunar, og orðstír kvikmyndarinnar
haföi kvcikt forvitni jafnt undirritaðs sem og margra annarra
samlanda löngu áður cn nokkur von var til að við fcngjum að
njóta þessa listaverks Tékkans Formans.
Kvikniyndin hefst á því að
hirðtónskáldið Salieri gerir
mislukkaða tilraun til að stytta
sér aldur. Samtíniis Ijóstrar
hann upp leyndarmáli seni
nagað hefursál hans í áraraðir,
að hann hafi verið valdur að
dauða snillingsins Mozarts.
Það er engin tilviljun að sjálfs-
morðið misheppnast, því allt
frá þeirra fyrstu kynnum, þcg-
ar Salieri stendur Mozart að
því að skríða um á gólfinu cins
og hrút yfir fengitíma, hvísl-
andi klámfengnum athuga-
semdum aftur á hak í eyra
stúlkukindar, sem síðar átti
eftir að verða eiginkona hans,
hefur allt gengið á afturfótun-
um hjá meðalmenninu Salieri.
I kvikmyndinni útskýrir Sa-
lieri á hvaða hátt hann kom
Mozart fyrir kattarnef, auk
þess sem hann tilgreinir ástæð-
ur þess að svo fór sem fór.
Frásögnin er sett inn í ramma
skrifta fyrir ungum kierki, sem
hefur heimsótt hann á geð-
veikrahæli skömmu eftir að
fyrrverandi hirðtónskáldið
hefur náð sér eftir sjálfsvígstil-
raunina. Skriftir Salieris cru
uppgjör meðalmannsins við
sjálfan sig, guð sinn, örlög og
samskiptin við snillinginn.
Jafnframt eru þær varnarræða
meðalskussans fyrir sjálfan sig
og öll hin meðalmennin á geð-
veikrahælinu, sem eru tjóðruð
upp við vegg eða hýrast í
búrum.
Salieri er samt enginn venju-
legur meðaljón. Þó hann vcrði
að leggja allt í sölurnar og
berjast harðri baráttu til að
geta sett saman lítinn lagstúf,
sem oft á tíðum verður stirð-
busalegri en efni stóðu til, er
hann gæddur þeirri gáfu, að
þekkja og kunna að meta þann
guðlega innblástur, sem er í
verkum snillingsins Mozarts.
Því er nú einu sinni þannig
varið að yfirleitt virðast sam-
tímamenn eiga erfitt með að
þekkja hismið frá kjarnanum.
Strax í barnæsku þráði Sa-
lieri að hafa sama vald á hljóð-
færum og undrabarnið Mozart,
sem aðeins sex ára hafði ferð-
ast í fylgd föður síns, sem sá í
undrabarninu von um fé og
frama, vítt og breitt um Evr-
ópu og hafði heillað kóngafólk
við allar helstu hirðir álfunnar
með snilligáfu sinni.
Faðir Salieris er hinsvegar
jarðbundinn ítalskur kaup-
maður og bendir stráksa á að
hann hafi engan áhuga á að
sýna hann eins og sirkusfífl
eða apa í búri, en það er
einmitt það sem Salieri þráir,
að láta fólk dást að sér og
skiptir þá ekki máli hvaða
brögðum er beitt. Hann leitar
til himnaföðurins og biður
hann ásjár. Sá bregst að vonum
yfirvofandi að hin glæsilega
umgjörð kvikmyndarinnar taki,
völdin af skáldinu
Forman. en svo er ekki. Hann
teflir saman endalausum and-
stæðurn, ást og hatri, örvænt-
ingu og glensi, dýpstu lágkúru
og mestu reisn mannsandans
og allt virðist þetta falla saman
eins og tannhjól í sköpunar-
verkinu.
Samstarfsmenn Formans
eru heldur engir meðalskussar.
Aðalhlutverkin eru í höndum
tiltölulega óþekktra leikara,
þeirra F. Murray Abraham og
Tom Hulce, sem fara með
hlutverk Salieris og Mozarts.
Leika þeir af snilld á mismun-
andi strengi geðbilunar manns-
ins og nær samleikur þeirra
hámarki nóttina fyrir andlát
Mozarts, er Salieri hripar niður
hluta af sálumessunni, eftir
tilsögn Mozarts.
Þó ómögulegt sé að gera
upp á milli leiks þeirra félaga
verður að teljast eðlilegt að F.
Murray Abraham fengi óskar
fyrir Salieri þar sem hlutverk
hans er mun viðameira en
hlutverk Tom Hulce sem
Mozart. Alls fékk kvikmyndin
átta óskara, eiginlega fyrir flest
annað en tónlistina. Ástæðan
fyrir því er einfaldlega sú að
höfundur hennar hefur legið í
óþekktri gröf í hartnær 200 ár.
Tónlistin hefur stórt hlut-
verk í Amadeusi, sem vonlegt
er. Fá áhorfendur að njóta
brota úr ýmsum óperum Moz-
arts og er atriðið úr Don Gi-
ovanni vafalítið eitt áhrifarík-
asta óperuatriði, sem nokkurn
tímann hefur veriðfilmað. Það
var tekið upp í Tyl leikhúsinu
í Prag, á sama sviði og það var
frumflutt undir stjórn höfund-
ar árið 1787.
Með Amadeusi hverfur Mi-
los Forman aftur á heimaslóðir
en kvikmyndin var að mestu
leyti tekin í Tékkóslóvakíu.
Eins og kunnugt er flúði Form-
an vestur þegar innrás Sovét-
manna var yfirvofandi árið
1968. í kjölfar innrásarinnar
kom kúgunin, sem bitnaði
hvað harðast á skapandi ein-
staklingum þjóðarinnar. Með-
almennska og þýlyndi var það
eina 'sem nýju valdhafarnir
skildu. Tæpum tuttugu árum
seinna snýr Forman aftur og
skáldar óð sinn gegn þessum
sömu fyrirbærum. Það er von-
andi að það tákni betri tíð.
Sáf.
vel við og faðir Salieris kafnar
yfirsteikinni. Strákurinn tekur
það sem teikn að ofan og
ákveöur að helga sig tónlistar-
gyöjunni, sern liann hefur þráð
um all langt skeiö. Vegnar
honum all vcl og hefur hreiðr-
að um sig við hirð keisarans í
Vín þegar snillingurínn birtist.
ítalski heimsmaðurinn Salieri
botnar ekkert í því að drottinn
almáttugur skuli hafa valið
þetta klámfengna, ruddalcga
ungmenni, sent Mozart er, til
að iniðla heiminum af guö-
dómlcgu tónaflóöi sínu, en
hann eins og flcstir samtíma-
menn trúði því að tónlistin
væri ættuð frá Guði. Þrátt fyrir
illan bifur á Mozart strax,
skynjar hann þó snilldina og
gerir sitt til þess að Mozart fái
sín notið við hirðina, semur
nteira að segja hátíðarmars til
■ Mozart spilar fy rir J ósep 11
Austurríkiskeisara. Snillingur-
inn var klámfenginn ruddi í
öllu dagfari en tónlist hans
fáguð og guðdómleg. Hann
var yfírleitt ekki í húsum hæfur
við hirðir hátigna, nema við
hljóðfærið.
■ Salieri var gefið það fram yfir aðra meðaljóna að skilja og skynja snilligáfuna.
heiðurs honum og þakkar
Mozart fyrir sig með því að
gera púragrín að laginu í
áheyrn keisarans.
Smánt saman nær Itatrið yfir-
höndinni yfir virðingunni Itjá
Salicri. í kolli hans fæðist
djöfulleg Itugmynd. í dular-
gervi bankar hann upp á hjá
Mozart og falast eftir sálu-
messuogbýðst tilaðgreiða vel
fyrir. Ætlun Salieris er að kála
snillingnum þegar hann hefur
lokið við sálumessuna og láta
leyti á sögulegum staðreyndum
meira að segja frásögnin af
dularfulla manninunt sem
pantar sálumessuna. Sam-
kvæmt þjóðsögunni á það að
hafa verið Salieri en flest bend-
ir þó til að svo hafi ekki verið,
hcldur hafi greifi að nafni,
Franz von Walsegg, pantað
hana og ætlað að gefa út undir
eigin nafni. En það er auka-
atriði og skiptir þá sögu, sem
þeir Schaffer og Forman eru
að rekja, engu.
los Forman gert kvikmynd,
sem mun lifa lengi í hugum
þeirra sem á horfa. Efnið er
ásækið og lætur áhorfandann
ekki í friði, því kvikmyndin
fjallar ekki einvörðungu um
þetta uppgjör 18. aldar tón-
skáldanna, heldur ekki síður
um meðalmennskuna á öllum
tímum, sem drepur allt í
dróma, ekki hvað síst nú á
okkar tímum þegar hismið er
langt komið með að kæfa
kjarnann. Kvikmyndin Am-
flytja tónverkið yfir kistu hans,
og þykjast sjálfur hafa samið
honum til heiðurs.
Auðvitað mistekst þessi
áætlun en Mozart deyr engu að
síður og er jarðsettur í fátækra-
grafreit.
Saga þessi byggir að mestu
Þó svo að áætlunin mistækist
ásakar Salieri sjálfan sig það
sem eftir er, að hann meðal-
mennið hafi orðið til þess að
snillingurinn dó, en ekki finnur
hann samt til iðrunar.
Úr þessum efnivið hefur Mi-
adeus er stríðsyfirlýsing gegn
þessari meðalmennsku.
Forman spilar djarft í Am-
adeusi, enda er slíkt frum-
forsenda þess að snilldarverk
verði til. Samtímis spilar hann
vel úr því sem hann hefur á
hendi. Sú hætta er stöðugt