NT - 05.10.1985, Síða 10
5. október 1985 10
KOMIÐIMAT
Matseðill frá Mið-
Austurlöndum
■ Matarboö sem baldin eru um eitthvaö visst þema eru álltaf mjög
skemmtileg og gera máltíðina tilbreytingaríkari. Maturfrá Mið-Austurlöndum
er alltaf að verða vinsælli og ef þú hefur aldrei reynt hann áður er þetta mjög
góöur matseðill til að spreyta sig á. Það er auðvelt að fá efnin í flesta réttina
og þar sem notað er lambakjöt í aðalréttinn er þetta alls ekki dýr matseðill.
Eggaldinsalatið er borið fram með pita-brauði eða og grænmetisstönglum.
Uppskrift fylgir að pita-brauðinu þar sem það fæst yfirleitt ekki. Einniger mjög
auðvelt að búa til sesammaukið í uppskriftinni. Þá er l/2 bolli af sesamfræi
settur í blandara og þau marin með dálítilli matarolíu.
Venjulega er lambalæri frá þessum heimshluta boriö fram með núðlutegund
sem heitir „orzo“ og er mjög lík hrísgrjónum að lögun en þar sem þessi
núðlutegund fæst ckki hérna eru notuð hrísgrjón í staðinn. Gulrótasalatið
eykur svo á litagleöi matarins þar sem hvorki lambalærið eða hrísgrjónin eru
mjög litrík.
Eftirrétturinn er svo hunangslegin kaka og það er hægt að búa hana til allt
að 2 vikum áður þar sem hún geymist mjög vel.
Eggaldinsalat
Steikt lambslæri með
hrísgrjónum
Austurlenskt gul-
rótarsalat
Heslihnetu-hunangs-
kaka
Eggaldinsalat
2 eggaldin
3 hvítlauksbátar, fínsaxaðir
4 vorlaukar, fínsaxaðir
]h bolli seasammauk
safi úr 2 sítrónum
I tsk oregano
V5 bolli olífuolía
Vi bolli vatn
salt og pipar.
Skraut:
Saxaður vorlaukur
Forhitið ofninn upp í 200°C Pikkið
eggaldinið og leggið á bökunarplötu.
Bakið í ofni í um það bil 30-40
mínútur eða þangað til það er meyrt.
Snúið því einu sinni. Kælið eggaldin-
ið, afhýðið það og saxið. Látið renna
vel af því allan vökva.
Búið til sesamkrem með því að
setja Vi bolla af sesamfræi í blandara
ásamt dálitlu af matarolíu og blandið
þangað til mjúkt. Þá er bætt við í
blandarann hvítlauk, hvíti hlutinn af
vorlauknum (græni hlutinn er geymd-
ur til skrauts) sítrónusafa og oregano
og blandið saman þangað til allt er
jafnt. Bætið út í olíu og vatni og
blandið öllu vel saman. Ef blandan
ætlar að skilja sig bætið þá út í 1 msk
af volgu vatni og blandið aftur.
Endurtakið ef með þarf. Bætið út í
eggaldininu og blandið vel saman.
Kryddið með salti og pipar.
Látið í haug á flatan disk og stráið
söxuðum vorlauk yfir. Pita brauðið er
rifið í litla bita og raðað í kring.
Arabískt Pita-brauð
1 msk þurrger
1 msk sykur
3 bollar volgt vatn
1 msk salt
1 msk matarolía
5 bollar hveiti
3'A bolli heilhveiti
]h bolli hveitiklíð
Blandið saman í litla skál geri,
sykri og vatni og látið standa þangað
til það er farið að freyða eða í um það
bil 5 mínútur. Látið báðar hveititeg-
undirnar í skál ásamt hveitiklíðinu og
gerið holu í miðjuna. Hellið ger-
blöndunni þar í og blandið henni
saman við hveitið. Blandið og hnoðið
þangað til allt helst vel saman. Þá er
deigið sett á borð og hnoðað vel.
Látið í skál og látið hefast í um það
bil klukkutíma. Þá er deigið slegið
niður og því skift í um það bil 20
hluta. Þeir eru flattir út í litlar kökur
um það bil 14-15 cm í þvermál. Látið
brauðin á smurðar plötur og breiðið
stykki yfir þau. Þau eru síðan látin
hefast aftur í um það bil 1 klukkust-
und. Bakið neðst í 240°C heitum ofni
þangað til brauðið byrjar að brúnast
að neðan, þá er platan færð efst í
ofninn og brauðið brúnað að ofan.
Endurtakið með brauðið sem eftir er.
Látið brauðin kólna á handklæði.
Steikt lambslæri
með hrísgrjónum
1 stórt lambalæri
3 saxaðir hvítlauksbátar
safi úr 2 sítrónum
1 msk söxuð persilla
1 stk oregano
1 tsk salt
2 msk sinnep
3 laukar í sneiðum
2 bollar vatn
V/2 bolli löng hrísgrjón
]h bolli hvítvín
3.tómatar, afhýddir og marðir niður
salt og pipar
Hitið ofnin upp í 175°C. Skerið í
burtu alla aukafitu á lærinu. Blandið
saman sítrónusafa. persillu, oregano,
salti og sinnepi. Smyrjið yfir lærið.
Leggið lauksneiðarnar í botninn á
ofnskúffunni og látið síðan lærið á
ristina ofan á ofnskúffuna. Steikið
lærið í hálftíma, bætið þá út í vatni og
steikið í um það bil 1 Vi klukkustund
í viðbót.
Meðan steikin er að steikjast er
suðan látin koma upp á 1 lítra af
söltuðu vatni. Látið hrísgrjónin út í
og sjóðið þau í 15-20 mínútur eða
þangað til þau eru meyr en ekki
mauksoðin. Látið renna vel af þeim
og geymið.
Þegar lærið er orðið steikt er það
tekið af ofnskúffunni og því haldið
heitu. Takið um 3-4 msk af feitinni
sem hefur safnast í ofnskúfuna og
hendið hinu. Látið feitina í pott og
bætið víninu út í, látið suðuna koma
upp á því og hellið í ofnskúffuna og
skrapið upp alla bitana af lauknum
sem eftir eru í ofnskúffunni. Hellið
aftur í pottinn og bætið tómötunum
og hrísgrjónunum út í . Sjóðið við
meðalhita í um það bil 15 mínútur.
Kryddið með salti og pipar eftir
smekk. Skerið lærið í sneiðar og
berið fram með hrísgrjónunum.
Austurlenskt gulrótarsalat
8 stórar gulrætur
3 grænar paprikur, saxaðar
3 tómatar, saxaðir
1 laukur, fínsaxaður
Salatsósa:
]A bolli edik
1 tsk paprika
1 msk malað koriander
1 msk malað kúmen
ögn af Cayenne
1 hvítlauksbátur, saxaður
1 tsk salt
Vi bolli ólífuolía.
Skrapið gulræturnar og skerið í
sneiðar Vi cm þykkar. Gufusjóðið
þær eða sjóðið í vatni í um það bil 5
mínútur eða þangað til þær eru meyr-
ar. Skolið gulræturnar í köldu vatni.
Blandið saman gulrótum, grænni
papriku, tómötum og lauk.
Blandið saman efnunum í salatsós-
una og blandið í blandara. Hellið yfir
gulræturnar, blandið vel saman og
leyfið salatinu að standa í nokkra
klukkutíma til að jafna sig.
Heslihnetu-hunangskaka
5 egg aðskilin
3/4 bolli sykur
rifið hýði af 1 appelsínu
1 bolli malaðar heslihnetur eða
möndlur
V/2 bolli malað vanillukex
1 tsk kanell
]h tsk möluð kardimomma
ögn af salti.
Síróp:
Vh bolli vatn
1 bolli sykur
]h bolli hunang
3 msk appelsínulíkjör eða appelsínu-
safi.
Hitið ofninn upp í 175°C. Smyrjið
ferkantað form 20x20 cm stórt.
Effco þurrkan gerir ekki við
bilaða bíla
En hún hjálpar þér óneitanlega að halda bílnum
þínum hreinum og fínum, bæði að innan og utan
einhver sullar eða hellir niður. En
það gerir ekkert til þegar Effco
þurrkan er við hendina.
Já, það er fátt sem reynist Effco
þurrkunni ofraun.
ifiEffco-pumon
yUUK & STERK
ÍHÉ
Það er meira að segja svolítið
gaman að þrífa með Effco þurrk-
unni. Því árangurinn lætur ekki á
sér standa. Rykið og óhreinindin
leggja bókstaflega á flótta. Þú getur
tekið hana með í ferðalagið eða
sumarbústaðinn. Það er aldrei að
vita hverju maður getur átt von á.
Oft er svigrúm lítið í tjaldi eða
sumarbústað, má þvr ekki mikið út
af bera til þess að allt fari á flot, ef
Effco-þurrkan fæst á betri bensínstöðvum
og varahlutaverslunum.