NT - 05.10.1985, Síða 13
5. október 1985 13
Hlýtt, bjart og
gott að búa í
- íbúar einingahúss teknir tali
inu vera til fyrirmyndar, sérstaklega erum við ánægð með panelklæðninguna í loftinu, en húsið er líka að öllu leyti hlýtt og
■ Helga Stefánsdóttir ásamt sonunum Guðmundi, Stefáni og Magnúsi í
nýju eldhúsinu.
NT-myndir: Kóbeirt.
■ „Við erum afskaplega ánægð
með allan frágang á húsinu, og
hefur það raunar farið fram úr bestu
vonum, bæði að útliti og að búa í
því,“ sögðu hjónin Sveinn Kjartans-
son og Helga Stefánsdóttir en þau
fluttu í byrjun júlí inn í hús í
Grafarvoginum frá Húseiningum á
Siglufirði, en í Grafarvoginum hefur
nú á skömmum tíma sprottið upp
mikill fjöldi einingahúsa af mörgum
gerðum.
„Þegar við ákváðum að fá okkur
einingahús vildum við eindregið
hafa það á einni hæð, en samt vel
rúmt. Þannig teiknuðu þeir hjá Ein-
ingahúsum þetta hús eiginlega sér-
staklega fyrir okkur en þetta er það
stærsta sem þeir hafa sett upp hing-
að til á einni hæð, 201 fm eða
nokkuö á þriðja hundrað fermetra
eins og við segjum stundum í gríni.
Það tók um fjóra mánuði að reisa
húsið, og hefði getað tekið skemmri
tíma, en það gekk bara ekki nógu
vel að selja húsnæðið sem við vorum
að flytja úr. Þá sýndu Húseiningar
hf. mikinn sveigjanleika, fannst
okkur, bæði með greiðslur og fleira.
Það kostaði um 1.550 þús að setja
upp húsið en það bættust bara við
50 þúsund þegar bílskúrinn var
byggður. Að fá bílskúr á 50 þúsund
krónur finnst okkur It'ka býsna gott
verð.
Síðan lagðist auðvitað á annar
kostnaður, eins og lóðarverð, vinna
við sökkul, innréttingar og hita og
ratlagnir en þrátt fyrir það teljum
við okkur hafa fengið þetta á sérlega
góðu verði. Þar skiptir tíminn
kannski mestu, húsið var komið
upp á svo skömmum tíma að við
losnuðum við að lenda í skuldafeni,
sem fólk lendir oft í þegar það er í
rnörg ár að byggja sér þak yfir
höfuðið, af því að það er svo seinleg
og dýr vinna.
Varðandi einangrun á húsinu, þá
er hún alveg til fyrirmyndar. Húsið
er hlýtt og þétt, og við höfum a.m.k.
ekki hingað til þurft að eiga við
vandamál eins og leka. Viðurinn í
því er líka gagnfúavarinn, þannig
að við þurfum ekki að hafa áhyggjur
af því að timbrið fúni á komandi
árum. Okkur finnst líka einkar
þægilegt að búa í timburhúsi, það
má segja að þau andi með íbúunum,
en það gera steinhús hins vegar
ekki.
í stuttu máli teljum við að það sé
langþægilegasti byggingarmátinn í
dag, að fá sér einingahús, það er
fljótlegt, ódýrt og traust. Okkar
reynsla af þeim er a.m.k. einstök.
Iljónir króna en þegar lóðaverð, rafmagns- og hitalagnir °g innréttingar bætast við