NT - 05.10.1985, Side 16

NT - 05.10.1985, Side 16
 5. október 1985 16 LlL Innanhús* s og utan íslenska þióðin ættiað vera stolt afullariðnaðinum - verðlaunaritgerð Bryndísar Ingvadóttur, Fjölbrautarskóla Akraness. ■ íslenski ullariðnaðurinn, saga og framtíð, er efni þeirrar ritgerðar sem hér fer á eftir. Fyrir viku síðan birtist ritgerð um sögu húsbygginga hér á landi. Báðar þessar ritgerðir eru verðlaunaritgerðir úr ritgerða- samkeppni sem Landssamband íslenskra iðnaðarmanna efndi til meðal skólanemenda, og NT fékk leyfi til að birta. Sú sem hér fer á eftir fékk þriðju verðlaun, og höfundurinn er Bryndís Ingvadóttir. Fleiri verð- launaritgerðir verða birtar á næstunni. íslenska sauðkindin ■ Höfundurinn, Bryndís Ingvadóttir. ■ Segja má að saga íslensku sauðkindarinnar sé jafngðmul fastri búsetu hér á landi, þar sem þeir landnámsmenn, sem settust hér að, höfðu með sér búfé til landsins. Er því ís- lenska sauðkindin af norskum stofni en fjarstofnar voru mjög svipaðir, á þessum tíma, á Norðurlöndunum. Voru land- kostir hérlendis hinir ákjósan- legustu fyrir sauðfé, því hag- lendi var rnikið og gott. Var því höfuðáherslan lögð á sauð- fjárbúskap, fremur en aðrar búgreinar. Sauðkindin er til margs nytsamleg og segja má að hún hafi bæði fætt og klætt þjóðina í aldir. Af sauðkindinni nýttu menn bókstaflega allt, en það helsta vár mjólk, kjöt, skinn og síðast en ekki síst ullina sem hér er ætlunin að fjalla um. íslenska ullin Ull hefur alla tíð verið mikil- vægt efni í fatnað, ekki síst hér á íslandi í hinu kalda loftslagi. Pessvegna hafa íslendingar allt frá fyrstu tíð lagt mikið upp úr ullinni og tileinkuðu sér vinnsluaðferðir. sem héldust nær óbreyttar allt fram til 18. aldar. Ullin heitir einu nafni reyfi en t flokkast síðan í tog og bel. toghárin voru löng og gróf. Þau voru notuð til hinna marg- víslegustu hluta og var ending þeirra mjög góð. Þelið, en það voru stutt hár, mjög fín og mjúk viðkomu, var haft í það allra vandaðasta. Vinnsla ullarinnar Fyrst var ullin rúin af fénu og síðan þvegin. Var það í því fólgið að sjóða ullina í vatni, sem keytu hafði verið blandað saman við. Því næst var ullin skoluð í rennandi vatni, t.d. í bæjarlæknum, og síðan breidd til þerris úti á túni. Er ullin var orðin þurr var hún tekin saman og aðgreind eftir gæðum í vinnuull og söluull. Var besta ullin tekin til heimavinnslu en lakari hlutinn seldur í kaupst- að. Nú er allt annar tíimi. Ullin er sett í poka heima á bæjunum og síðan þvegin og þurrkuð í vélum í ullarþvottastöðvum. Tóvinnan Það var kölluð tóvinna að vinna band úr ullinni og síðan flíkur eða annaö úr bandinu. Fyrst var ullin táin. Það var fólgið í því að greina ullina í sundur á milli fingra sér og jafnað úr henni. Því næst var hún kembd og síðan dregin úr kömbunum í lengju og lögð í rimlakassa, er nefndist lár. Þetta var kallað að lyppa. Næstur kom spuninn, spunnið var á snældu en síðar meir á rokka. Þegar spunnið var, var lítill endi af lyppunni festur við hnokkann, snúð hleypt á snælduna, henni síðan sleppt og hún látin snúast í lausu lofti. Þegar hæfilegur snúður var kominn á, var lyppan undin upp' á snælduhalann þangað til snældan var orðin full. Var þá bandið undið upp í hnykla ef prjóna átti úr því, en hcspað á hesputré ef vefa átti úr því eða selja það. Vefnaður Nær allt band var ofið í voðir þar til prjónar komu til sögunnar. Var nær allt ofið í hinum svokallaða kljásteina- vefstól en einnig var ofið á flosár ogspjaldvefnaður tíðkað- ist víða við gerð mjórra renn- inga eins og t.d. axfabanda og leturbanda. Að vcfa á kljásteinavefstól- inn var mjög seinlegt og erfitt. því að alltaf var staðið og gengið við vefnaðinn. Ef .því auðsætt að mikið vinnuafl hef- ur þurft til, því vaðmál voru ekki aðeins unnin til heima- nota heldur í stórum stíl til útflutnings. Vaðmál voru einn hclsti gjaldeyrir Islendinga í langan tíma og má bví nærri géta að mikið hafi verið um vefnað. Þóf Þegar búið var að vefa var voðin þæfð. Ýmsar aðferðir voru notaðar til þess að þæfa. Vaðmál voru þæfð á hurðum undir handleggjum, undir fót- um eða undir bringunni sem var sjaldgæfara og erfiðara. Algengt var, þegar um stórar voðir var að ræða, að þæfa í tunnum. Var þá tekin stór tunna, sleginn úr henni botninn, lögð á hliðina, skorð- uð og voðin látin inn í. Að þessu unnu ætíð tveir menn og lágu þeir við sinn hvorn enda tunnunnar með lappirnar inn í og þæfðu voöina á milli sín með iljunum. Var þóf mjög erfitt og þreytandi verk og þurfti til þess þrekmikla karlmenn. Prjónles var einnig þæft. Sokkar, vettlingar og annað smávegis var þæft milli hand- anna, en það sem stærra var, var þæft undir höndunum í trogi. Prjón Á síðari hluta 16. aldarlærð- ist íslendingum sú stórmerki- lega nýjung, að prjóna. Náði þessi list strax skjótri út- breiðslu. því að prjónar voru léttir í meðförum og auðlært var að prjóna. Þegar prjón kom til sögunnar dró nokkuð úr vefnaði og ekki leið á löngu þar til prjónles var orðinn veigamikill þáttur í útflutningsverslun íslendinga. Áhöld Kambar Langt er síðan kambarnir komu til sögunnar. Fyrstu kambarnir, togkambar, munu hafa borist hingað til lands með landnámsmönnum. Tog- kambarnir líktust hrífuhaus og kom stutt skaft út úr í miðju. Hausinn og tindarnir voru úr járni, en skaftið úr tré. Tog- kambar voru notaðir til þess að fá togið hreint og laust við styttri ullarhár. Ullarkambar komu til sögunnar á 18. öld. Þeir voru með vírtennur festar í skinn, sem neglt var á fjöl með áföstu skafti. Snældur Til þess að spinna ullina var snældan notuð þar til rokkar komu til sögunnar. Snældan var oftast gerð úr snúð af beini eða tré, og með tréhala, sem var sívöl spýta mjórri í annan endann. Snúðurinn var í laginu eins og hálfkúla og var gat gert á snúðinn og halinn rekinn þar í. Var síðan hnokki, sem var lítill krókur úr beini eða járni, festur í halaendann í miðjum snúð og var þá snældan tilbúin. Rokkar Á 18. öld tóku rokkar að berast hingað til lands og út- rýmdu þeir fljótlega snæld- unni. Þeir náðu fljótt almenn- um vinsældum því að vinnu- sparnaður var mikill af því að nota rokka í stað snælda. Rokkurinn var margri konunni kær gripur, því hann létti af henni miklu erfiði og myndað- ist oft á tíðum sterkt samband milli konunnar og rokksins. Eru til ótal frásagnir af því, að margar konur undu sér hvergi betur en við rokkinn. Kljásteinavefstóllinn Kljásteinavefstóllinn er tal- inn hafa borist hingað með fornmönnum, sennilega um árið 1000. Voru þeir mjög frumstæð verkfæri, uppréttir og lágu þræðirnir í stólnum upp og niður, lóðrétt en ekki lárett eins og í vefstólum af nýrri gerð. Héngu kljásteinar, sem voru slípað fjörugrjót með klöppuðu gati, niður úr til þess að strengja uppistöðurnar. „Eftirfarandi vísu skrifaði séra Þorvaldur Jakobsson upp eftir Ólöfu Guðmundsdóttur, sem uppalin var í Hergilsey." Rifur, hleinar, skilfjöl, sköft skeið, meiðmar, hræll og þoll- ar tveir. spjálk, steinar og hælar höft, halavindur- og svo ei meir. (Hundrað ár í Þjóð- minjasafni, bls. 51) Á kljásteinavefstólinn var allt ofið sem ofið var fram á 18. öld en þá fóru öðruvísi og tæknilegri vefstólar að koma til sögunnar. Þó var ofið á kljásteinavefstólinn langt fram á 19. öld, því margir voru fastheldnir og vildu ekki breyta um, enda hafði kljásteinavef- stóllinn verið eina tegund vef- stóla hér á landi og haldist nær óbreytt. Á átjándu öld urðu miklar breytingar í vefnaðar- tækni á íslandi. Þá kom til sögunnar hinn svokallaði danski vefstóll og breyttist þá vefnaður allnokkuð. Heimilisiðnaður- verksmiðjuiðnaður Áður fyrr var ullariðnaður- inn hreinn heimilisiðnaður. Bókstaflega allt var gert heima á bæjunum. Það er ekki fyrr en um miðja 18. öld, með innrétt- ingum Skúla Magnússonar, að tilraun var gerð til verksmiðju- iðnaðar. Áttu Innréttingarnar að auka verkkunnáttu og efla atvinnuvegi. Var megin áhersla lögð á ullariðnað og var, til þess að fá nægilegt hráefni, sett á stórt fjárbú. En ekki gekk allt sem skyldi, því ýmislegt kom uppá, verksmiðjuhús brunnu og fjárkláði geisaði, sem aflagði fjárbúið. Einnig mættu Inn- réttingarnar harðri andstöðu einokunarkaupmanna og varð það til þess að þær liðu undir lok. Fyrirtækjum sem fram- leiða ull til útflutnings hefur fjölgað rnjög á undanförnum árum og útflutningur aukist að sama skapi. Nú er heimavinna úr ull orðin rnjög lítil og þá fyrst og fremst tengd Iistiðnaði. Áftur á móti er þó nokkuð prjónað úr lopa, einkunt peys- ur, sokkar og er töluvert af því flutt út. Útflutningur Á fyrstu fjórum öldum ís- landsbyggðar var ullarfram- leiðslan mun meiri en nauðsyn- legt var til þess að fullnægja þörf landsmanna fyrir vaðmál. Varð það því aðalútflutnings- vara fslendinga og var raunar einnig notað sem verðmælir. Á fjórtándu öld féll vaðmál í verði á Evrópumarkaði og hætti það þá að vera aðalkaup- eyrir íslendinga í viðskiptum við útlönd, í þess stað kom sjávarvara og hefur hún verið aðalútflutningsvara íslendinga síðan. Þegar prjónar komu til sögunnar var farið að flytja prjónles út, en um 1900 hafði sá útflutningur stórminnkað en í stað þess var farið að flytja meira út af óunninni ull. Framtíðarhorfur Rétt fyrir síðustu aldamót urðu þáttaskil í ullariðnaði á íslandi, er tóvinnuvélar komu til sögunnar. Léttu þær verkin stórum þó þær hafi ekki verið neitt í líkingu við þær vélar sem tíðkast nú í dag. Ekki hefur tölvuvæðingin látið ullar- iðnaðinn óáreittan fremur en annan iðnað og eru flestar hinna stóru ullarverksmiðja orðnar tölvuvæddar. Þýðir það að nú gerir manns- höndin aðeins örlítinn part af því sem hún gerði hér á öldum áður. En hvað vitum við hvað framtíðin ber íbrjósti sér? Það er ógjörningur að segja til um það, því að síðustu áratugi og þá sérstaklega nú á þessum áratug hefur tækninni fleygt svo ört fram að margt er næst- um því úrelt þegar það kemur á markað. Nú í dag þarf ullar- iðnaðurinn allavega ekki að kvarta, því að markaðshorfur erlendis eru ágætar. Það er eins og við íslending- ar kunnum ekki að meta ullina sem skyldi og er það orðin frekar sjaldgæf sjón að sjá fólk klætt vörum unnum úr íslenskri ull, nema þá ullar- sokkum og vettlingum sem er sígilt. íslenskar ullarafurðir eru mjög góð landkynning fyrir ísland og þegar gott hráefni og falleg hönnun fer saman ætti árangurinn að verða mjög góður. íslenska þjóðin ætti því að vera stolt af sínum vandaða og fjölbreytta ullariðnaði. Akrancsi 13. nóvember 1984 Bryndís Ingvadótitár Heimildaskrá 1. Þorkell Jóhannesson: „Ullariðnaður," Iðnsaga ís- lands 2, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, Reykjavík, 1943. 2. Inga Lárusdóttir: „Vefnað- ur, prjón og saumur,“ Iðnsaga íslands 2, Iðnaðarmannafélag- ið í Reykjavík, Reykjavík, 1943. 3. Halldóra Bjarnadóttir: Vefnaður, Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélags- ins, Reykjavík 1966. 4. Jónas Jónasson: íslenskir þjóðhættir (önnur útgáfa) Jón- as og Halldór Rafnar, Reykj- avík 1945. 5. Kristján Eldjárn: Hundrað ár í Þjóðminjasafni, Bókaút- gáfa Menningarsjóðs, Reykja- vík 1964. ■ Nýjasta framlciöslan.

x

NT

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.