NT - 21.12.1985, Blaðsíða 5
Föndur
tíminn
Veistu þaö að hendurnar eru til svo ótal margra hluta
nytsamlegar. Þú getur klappað með þeim. Þú getur
búið til hluti með höndunum og þú getur haldið með
þeim.
Legðu aðra höndina á blað og dragðu línu eftir
hendinni.
1. Höndin þín getur orðið að tré sem má teikna fugla
á.
2. Teiknaðu furðuleg andlit á fingurna. Segðu sögu
um leið og þú hreyfir hvern fyrir sig.
3. Krepptu hnefann og teiknaðu á hann andlit.
Hreyfðu þumalfingurinn og þá talar brúðan
t’BAUj. 70
Það eru 6 atriði sem
ekki eru eins á báðum
myndunum þó að í fljótu
bragði virðist þær vera ná-
kvæmlega eins! Athugaðu
hvað þú ert fljótur að finna
þau!
Sendu síðan lausnina til:
Barna-Tímans,
Síðumúla 15,
Reykjavík.
Erathyglin ílagi?