NT - 21.12.1985, Blaðsíða 8

NT - 21.12.1985, Blaðsíða 8
Barna-Tíimnn Kæru Ásta og Kristín. Viö þökkum fyrir bréfið og brandarana. Það er rétt hjá ykkur að maður skrifar bara þeim sem auglýsir eftir pennavini og kynnir sig. Síðan halda bréfa- skriptin áfram. Bestu kveðjur, Barna-Tíminn I I I 200 Kæru krakkar! Vinningshafar fyrir þrautir í 17. tbl. eru: 58. þraut: 6 atriöi. Guöný Elíasdóttir, Furugrund 10, Akranesi. 59. þraut: Hrærigrautur Ingibjörg Magnúsdóttir, Lundarbrekku 4, Kópavogi. 60. þraut: 1. Jón Thoroddsen 2.1973 3. Kartafla 4. Hallgrímur Pétursson 5. Gulur, rauöur, grænn og blár 6. Sem, Kam og Jafet 7.37 8. Tík % 9. Litli fingur, baugfingur, langatöng, vísifingur 7/ og þumall 7/ 10. Kollafiröi o/ Helga Bára Bragadóttir, Suöurgötu 108, 7/ 300 Akranesi. Kæri póstur. Ég vil byrja á því aö þakka fyrir skemmtilegt blað. Mig vantar pennavini, bæöi stráka og stelpur á aldrinum 12-16 ára. Ég er sjálf 12 ára. Áhugamál er aö dansa, Madonna, bréfaskriftir og fleira. vy/ Utanáskriftin er: Inga Birgitta Árnadóttir, Brúnagerði 1, 640 Húsavík. Kæri póstur. Mig vantar pennavini á aldrinum 13-16 ára. Ég er sjálf 13 ára. Áhugamál mín eru aö ferðast, Duran Duran, bréfaskriftir og fleira. SigríöurÁ.Hólmsteinsdóttir, Höfðavegi 18, 640 Húsavík. Kæri Barna-Tími! Mig vantar pennavini á aldrinum 10-12 ára. Ég er sjálf 11 ára. Áhugamál mín eru hestar, lestur og margt fleira. Mynd fylgi með fyrsta bréfi ef hægt er. Sigurbjörg Níelsdóttir, Torfum, Hrafnagilshreppi, Eyjafiröi, 601 Akureyri. Kæri póstur. Viö sendum hér lausnír og brandara og líka nú- tímaverk. Hjá sálfræðingi: - Mér líður alltaf eins og ég sé hundur. Sálfræðingurinn: - Hvaö hefur þér liöið svona lengi? Sjúklingurinn: - Alveg frá því aö ég var hvolpur. Frúin: - Mig vantar lítinn, tryggan kjölturakka. Sölumaöur: - Þessi er mjög tryggur. Ég hef selt hann tíu sinnum og hann kemur alltaf aftur. - Af hverju íerðast nornir á kústum? - Af því að ryksugur eru of þungar. - Þjónn, það er fluga í súpunni. - Það var skrýtið. Flugurnar hafa hingaö til ekki sýnt áhuga á þessari súpu. - Sigurður, Siguröur! Palli gleypti kveikjarann m'inn. - Róleg, þaö eru eldspýtur hérna á borðinu. Og svo langar okkur aö spyrja að einu: Ef einhver auglýsir eftir pennavinum í Barna- Tímanum, skrifar maöur þeim sama bara bréf ef mann langar að skrifast á viö hann? Bless, bless, Ásta og Kristín, Jaðri, Bæjarsveit, 311 Borgarfirði. Kæri Barna-Tími. Ég hef gaman af aö leysa þrautirnar í Barna- Tímanum og líka finnst mér gaman aö senda bréf og brandara. Hér kemur því einn. - Veistu af hverju svertingjar hafa svona klesst nef? - Af því aö Guö hélt á þeim á nösunum þegar hann málaöi þá. Og nú hef ég skrifað einn brandara sem er hneyksli fyrir svertingja en í raun og veru átti það ekki aö vera þannig. En ég vil óska Barna-Tímanum gleðilegra jóla. Bless Bjöggi. e ju Qiei (a uunsejd Q|A B|B} qb J9 unH (V : ujn;nBJC| ? Jiusnen

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.