NT - 22.12.1985, Blaðsíða 2

NT - 22.12.1985, Blaðsíða 2
2 Sunnudagur 22. desember NT Hvaö sem menn segja er þaö nú svo að jólin ýta viö einhverju í hug- skoti mannsins, sem oft er gleymt og grafið í amstri hversdagsleikans. Menn fá löngun til að vera góöir, gefa einhverjum, muna eftir þeim sem þeir hafa gleymt svo sorglega lengi. Glaumurinn, glysiö, óhófiö í gjöfum og mat, spilla jólunum fyrir mörgum og grunur minn er sá að margur sem læt- ur berast meö straumnum, eigi minn- ingu um bernskujól sem voru kannski svo fátækleg á veraldarvísu aö það er ekkert hægt að tala um þau mitt í alls- nægtunum. Þaö er ekki hægt aö ætl- ast til að þeir sem eru ungir í dag og standa varla upp úr gjafaflóðinu skilji þaö. En samt er eitthvað Ijúft við þessa minningu og það er hægt aö komast í afkima og eiga hana einn ef ekki vill betur. En þrátt fyrir gylling- JÓI una, skrautið og prangiö sem ein- kennir lífiö í dag, þá skulum viö ekki gleyma því aö „fátæka" höfum við jafnan hjá okkur. Þaö eru til einstæð- ingar sem ekki geta notið jólanna af því enginn sýnir þeim hlýju. Það eru til mæöur sem ekki treysta sér til aö horfa framan í börnin sín af því þær geta ekki veitt þeim þaö sem önnur börn fá. Það eru líka til börn sem fela óskalistann vegna þess að þau vilja ekki særa mömmu og þau vilja ekki aö neinn sjái að ósk þeirra var andvana fædd. Svo eru til heimili sem eru ógæfu merkt svo að jafnvel þó aö þar séu allsnægtir er ekkert pláss fyrir jólin. En jólin koma og fæstir vilja án þeirra vera. En hvaöa bæn skildi stíga hæst á þessum jólum? Hvers þarfn- ast mannkynið mest? Ég hygg að þaö sé friður. Svo undarlegur er maöur- inn að þó hann skilji þaö ekki aö fyrsta skref til friðar er að vera sáttur við sjálfan sig og umhverfi sitt, þá blundar í flestum þrá eftir friði. Ágirndin og valdagræðgin kæfa þessa þrá og því berast menn á banaspjótum. Hvern varðar um hungur eða sviðna jörð, sem einblínir á auðinn og valdið. Nú er kvennaáratug að Ijúka, þó hægt hafi gengið í jafnréttisátt í heiminum hafa konur verið áberandi, þær hafa líka gert meira af því en oft áður að þoka sér saman í baráttu fyrir friði. Stríð er viðurstyggð og ætti að flokk- ast undir brjálsemi. En enga leikur það verr en konurnar og börnin. Ef konur gætu sameinast um að vera á móti vopnum hver sem þau ber, hver sem smíðar og selur, hvað það væri dýrlegur dagur. Við búum í friðsælu iandi eða er ekki svo? Ekki berum við vopn. En við eigum í þrengingum tímabundnum a.m.k. Af hverju? Af því að við höfum flýtt okkur of hratt og við setjum ójöfnuð og ágirnd í öndvegi í stað nægjusemi og jöfnuðar. Við erum mörg, allt of mörg sek í þessum efnum, annars værum við ekki þar á vegi stödd sem við erum. Jólin eru hátíð Ijóss og friðar. Við höldum þau í minningu friðarhöfðingjans sem aldr- ei bar á menn vopn, sem boðaði að hver sá sem ætti tvær skikkjur gæfi þeim aðra sem enga hefði. Hvað langt ná þau orð inn í hjörtu okkar. Hversu lengi gleymum við að deila og hvað lengi finnum við varanlega löngun til að skifta jafnar því sem við eigum. Að spyrja sjálfan sig fyrst er gullin regla. Ég sendi öllum sem gefa sér tíma til að lesa þessi orð, ósk um gleðileg og friðsæl jól. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.