NT - 22.12.1985, Síða 6

NT - 22.12.1985, Síða 6
6 Sunnudagur 22. desember NT Nú leggjum við í þriðja sinn hinn kristilegan spurningaleik fyrir lesendur. Hann gerist nú æ jólalegri því nær sem dregur jólum og er það í fullu samræmi við þá kristilegu þanka er sækja á menn í hátíðarundirbúningnum. Séra Kolbeinn Þorleifsson hefur enn á ný hlaupið undir bagga og séð um spurninga- smíð. Þær eru nú sem fyrr úr kirkjusögu, gamla testamentinu svo og því nýja. Geta því lesendur dustað rykið af barnalærdóminum og þreytt prófið, en svörin er að finna á blað- síðu 28. Þrautin er í gamalkunnu formi er síðast var nefnt Kollgáta í sjónvarpinu. Hún er eins og menn muna fólgin í því að fyrst er gefin ein vísbending, síðan önnur léttari og að síðustu er gefin ein enn léttari fyrir þá sem ekki hafa hitt á rétt svar þá þegar. Þá er ekkert eftir annað en að þakka séra Kolbeini aðstoðina og óska lesendum góðrar skemmtunar. 1 a) Maður þessi er mesti sálmasögufræðingur ís- lendinga. b) Hann kynntistfræðum sín- um hjá séra Þorsteini Bri- em á Akranesi. c) Hann var lengi prestur í Saurbæ á Hvalfjarðar- strönd. 1 a) Þessi listakona gerði glugga í Skálholtskirkju, og einn þeirra fjallaði um dauða heilags Þorláks þann 23. desember. b) Hún var dóttir tónskálds. c) Um hana hefur nýlega ver- ið skrifuð bók. II 1 a) Þjóðsaga segir, að jóla- sálmur þessi hafi orðið til vegna þess að mýs átu gat á orgelbelg í sveitakirkju. b) Á íslandi var hann fyrst sunginn í morgunsöng í Lærða skólanum. c) Þýðandi var rektor Lærða skólans. II / a) Árið 1947 braut geitasmali suður í Palestínu krukku, sem geymdi merkilegt handrit. Hvaðeru handritin frá þessum stað kölluð. b) Handritin eru talin tilheyra trúflokki, sem ekki er getið í biblíunni. c) En í 300 ár hafa menn haldið, að Jóhannes skír- ari hafi verið einn af þeim. 1 a) Jesaja spámaður kvað upphaflega orð þau, sem aftansöngur á aðfanga- dagskvöld hefst á. b) Fyrir 20 árum söng Sav- anna-tríóið gamalt jólalag úr Grallaranum um þetta efni. c) Við syngjum venjulega danskan jólasálm um þetta efni: „í Betlehem er...“. \ a) Gyðingakonungur þessi var í miklu áliti sem söng- maður góður. b) Við hann er kennd heil sálmabók. c) Josef í jólaguðspjallinu var „af ætt og kyni“ þessa konungs. V II a) Nafn þetta merkir á hebr- esku „sjávarlöður" (lat. stilla maris). b) í miðaldabókmenntum ís- lendinga merkir það „flæð- ar stjarna" (lat.: stella maris). c) Meðal þeirra kvenna, sem þetta nafn hafa borið var systir Móse og móðir Jesú. VI III a) Á gömlum prédikunarstól- um í kirkjum er Jesús stundum sýndur með veld- issprota og ríkisepli, sem er þrískiptur hnöttur. Hvað heitir betta mvndefni á latínu b) Nafnið merkir á íslensku bæði „lausnari“ og „græð- ari“ (læknir). c) Latneski orðstofninn er oft notaður um græði- smyrsl af ýmsu tagi. 1) ( a) íslenski jólasálmurinn: „í dag er glatt í döprum hjörtum“ er saminn við lag eftir frægt tónskáld, sem m.a. nefndist „Ástvinur Guðs“. b) Lagið er úr ævintýraóperu, sem fjallar um töfraflautu. c) Kvikmynd um þetta tón- skáld vann Óskars-verð- launin í ár. X a) Nafn þessa rómverska keisara er dregið af orði, sem merkir að aukast eða vaxa og í yfirfærðri merk- ingu: Upphafinn, heilagur. b) Hann var frændi Júlíusar Sesars. c) Nafn hans er fyrsta nafnið í jólaguðspjallinu.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.