NT - 22.12.1985, Síða 18

NT - 22.12.1985, Síða 18
fjy _ ,.v v" vlrf''/v,v *.■*.*'•' /* 22 Sunnudagur 22. desember NT - Þú ferö ekki út á stuttbuxum í þessum gaddi, hvaö á ég að þurfa aö segja þaö oft? Bjössi stóö viö spegilinn og mát- aði nýja skátahattinn. Og ansaði engu rausinu í móöur sinni. Hann var í nýju skátaskyrtunni og á hana voru saumuð merkin sem sýndu aö hann var í hópi duglegustu skáta í Reykjavík, ekki nema tólf ára gamall, - prófstig fyrsta og annars flokks, öll aukaprófin, - og á skyrtu- erminni tákn þess að Bjössi var orö- inn aðstoðarflokksforingi. Hann sneri á víxl sín hvorri öxlinni aö speglinum og skoðaði stoltur merkin sem þar voru ásaumuö. Svo hag- ræddi hann hattinum, lét hann halla örlítiö útáskakk, líktog Baden-Pow- ell gerði á myndum, tosaöi hnóháa sportsokkana ofar og lagfærði finnska dálkinn á mjöðminni. - Ég skal láta þig vita þaö Björn Hrannar Kormáksson að þú ferö ekki fet á þessum stuttbuxum! Þú ert kannski búinn að gleyma blöðru- bólgunni sem þú fékkst eftir aö þú stóöst í þessum heimskulega bún- ingi í grenjandi rigningu á 17. júní niöri á Austurvelli? Ef þú ekki gegnir hringi ég á skrifstofuna til hans pabba þíns. -Ávallt viöbúinn, sagöi Bjössi, komdu þá meö þessar síöbuxur. En ég þarf enga úlpu, ég er í þykkum bol innan undir skyrtunni. - Þú ferð í úlþu! -Ég fer ekki í úlþu! - Ef þú vilt endilega liggja í lungnabólgu um jólin skaltu bara .fara úr öllu. Þaö væri saga til næsta bæjar að sonur Kormáks Bjarna for- stjóra sæist allsber á hlaupum um bæinn aö safna fyrir Vetrarhjálpina. Þaö er tíu stiga frost og byrjað aö snjóa. Viltu kannski aö fari fyrir þér eins og litlu stúlkunni með eldsþýt- urnar? Örlög litlu stúlkunnar meö eldspýt- urnar höföu engin áhrif á Bjössa þessa stundina. Hann ákvað meö sjálfum sér aö gera eins og móðir hans bauð, - og taka svo til sinna ráöa. Þaö var allt betra en láta banna sér að fara og safna peningum handa bágstöddum fyrir jólin. Skáti átti að gera minnst eitt „góðverk" á dag. Peningasöfnunin hlaut aö vera á við mörg góöverk. En þaö kom fleira til. Sá flokkur sem duglegastur yrði að safna átti aö fá aö sjá um næturleikinn á Tindilbeinamótinu í Skagavík næsta vor. Bjössi fór í rétt- stööu og kvaddi sþegilmynd sína meö glæsilegri skátakveðju. Síöan fór hann í síðbuxur og hettuúlþu og smeygöi hettunni yfir skátahattinn. - Ertu nú ánægö? - Ég er bara að hugsa um þína eigin heilsu, sagði móðirin, einhver veröur aö gera þaö fyrst þú hefur ekki rænu á þvi sjálfur. - Fæ ég pening fyrir gotti? - Þú manst hvaö hann pabbi þinn sagði. Ekkert gott nema um helgar. Við verðum aö hugsa um tennurnar. Engin hola, þú manst. Frú Bergný var komin að speglin- um og setti stút á varirnar, skrúfaöi lokið af varalitnum, hugsaði sig um andartak, sneri sér svo aö Bjössa og smellti á hann kossi. Síöan tók hún til viö aö mála sig. - Mundu aö koma ekki seint Bjössi minn. Við eigum von á fólki í mat. Passaðu þig á bílunum og mundu aö vera góöi strákurinn. Bjössi var búinn aö skella útihurð- inni á eftir sér áður en hann gat heyrt þessi síöustu orö. Hann hljóþ fyrir húshorniö, staðnæmdist viö ösku- tunnurnar og leit vel í kringum sig. Svo klæddi hann sig úr síðbuxunum og hettuúlþunni, vöðlaði hvoru tveggja saman í stranga sem hann stakk á bak við tunnurnar. Gekk svo af staö og bar höfuðið hátt, einn- tveir, einn-tveir, einn-tveir, alveg eins og í göngunni á sumardaginn fyrsta. Þeir Kalli hittust í Valdasjoþpu. Kalli hafði greinilega ekki fengiö aö fara út á stuttbuxum. Hann haföi heldur engan hatt, var meö asnaleg- an bát á höfðinu, undir hettunni á úlpunni sem hann var í utanyfir skáta- skyrtunni. Bjössa fánnst báturinn allavega asnalegur. Kalli hafði ekki af eins mörgum merkjum og státa og Bjössi. Hann gat sosum þess vegna verið í úlþu. Kalli var ekki aðstoðar- flokksforingi. - Fékkstu aur fyrir gotteríi? spuröi Kalli. - Nei, kellingin tímdi ekki aö spreöa neinu, sagði Bjössi. Fékkst þú þening? - Nei, mín segist vera blönk. Þaö er tóm della. Kallinn kom alveg rok- fiskaður úr seinasta túr. Faðir Kalla var skipstjóri á togara. Bjössi ætlaöi aö veröa skipstjóri þegar hann yröi stór. Ekki samt á togara. Þar var enginn einkennis- búningur. Hann ætlaði aö veröa skipstjóri á fragtara eöa risastóru farþegaskipi í útlöndum. Þar voru notaöir flottir búningar. Líka kom til greina að veröa flugstjóri á risaþotu. Verst aö það var enginn her á ís- landi. Þá heföi hann getað oröið herforingi meö fullt af merkjum. Kalla fannst það asnaleg hugmynd. Hann sagöi að herforingjar væru alltaf að hugsa um að drepa. Kalla langaöi heldur ekkert á sjóinn. Honum fannst fúlt aö hafa pabba sinn alltaf hangandi úti á sjó. En þaö sagöi hann Bjössa ekki. Kalla fannst það líka vera spennandi tilhugsun aö vinna í búningi. Hann gat alveg hugsaö sér að ganga í brunaliðið, - eða veröa lögga. Verst aö þurfa þá alltaf aö hitta fyllibyttur í vinnunni. Samt sem áöur: Ávallt viöbúinn! slökkviliösmaöur var þó betra. Þaö fannst Bjössa líka. Þeir ákváöu aö byrja söfnunina í glæsihverfinu í Ásnum upþaf Valda- sjopþu. Þar bjó næstum eingöngu fólk sem átti peninga. Þeirra flokkur varð aö vinna keppnina um nætur- leikinn á Tidilbeinamótinu. Þaö var næstum eins og aö skipuleggja skæruhernað. Enginn drepinn í al- vöru samt. En nú var það söfnunin. Ávallt viöbúinn! Eftir rúman klukku- tíma mundu þeir hittast aftur í Valda- sjoppu. Þar ætluðu þeir aö telja pen- ingana og ákveða hvert næst ætti aö fara. Tjúllivúlli-tjúllivúlli-tjú-tjú! Tjúllivúlli-tjú! Tjúllivúlli-tjúllivúlli-tjútjú! Tindilbeinahrópiö olli því aö Valdi í Valdasjoþpu hrökk í kút þar sem hann grúföi sig yfir Séö og lifaö í kompunni bak við búðarboröiö. Hann rauk út aö glugganum og sá á eftir Tindilbeinunum tveimur sem höföu rekiö upp þetta org í kór og stefndu nú skiptu liði í átt á glæsi- hverfið. - Djöfuls krakkaormar, tautaöi Valdi oní bringuna á sér og hélt áfr- am aö lesa Séð og lifað. Bjössa varö fljótlega svakalega kalt. Frostiö var að vísu ekki tíu stig lengur, hitamælirinn haföi veriö aö þokast upp að frostmarkinu frá um morguninn, en hann var að ganga í suðaustan og fyrstu snjóflygsurnar límdu sig fastar á andlitið á honum og bera hnjákollana. Söfnunin gekk ekki nærri eins vel og hann haföi ver- ið búinn aö reikna með. Þaö var aö vísu aðeins á einum stað sem strax haföi verið skellt á nefið á honum, en fæstir vildu gefa meira en fimmtíu krónur. Sumir gáfu hundrað og aö- eins á einum staö hafði hann fengið fimm hundruö krónur. Yfirleitt höföu konur komið til dyra en það var feitur karl sem rétti honum fimmhundruð- kallinn út um gættina. Karlinn var meö svaka vindildrjóla í trantinum og vildi ekki sjá kvittun, var greini- lega aö flýta sér. Hurðin small aftur að stöfum. Fimmhundruökall dugöi senni- lega ekki fyrir nema fimm svona sverum vindlum eins og sá feiti haföi uþp í sér. Bjössa fannst aö hann heföi vel getað gefið þúsundkall. Hann var viss um að hann hafði séö myndir af þessum digra manni í blöðunum. Gott ef hann var ekki í ríkisstjórninni. Hann átti ábyggilega nóga seöla, hlaut að vera svellmúr- aöur. Bjössa minnti aö hann hefði einhversstaðar séð aö hann væri vinur litla mannsins. Litli maöurinn hlaut aö hafa fengið meira en fimm- hundruðkall. Þaö var ekki nema á einstaka staö sem Bjössi fékk aö koma innfyrir meöan rótaö var í buddum og fisk- aðir upp tíkallar eöa fimmtíu og hundraökrónuseölar. Hann var orð- inn svo krókloppinn aö hann gat varla haldiö á blýantinum þegar hann krotaöi kvittanirnar og var far- inn aö sjá eftir að hafa skilið strang- ann eftir á bak viö öskutunnurnar. Það var líka erfitt aö ganga uþþrétt- ur, snjókoman fór vaxandi, - hálf- gildings slydda, - blautur snjór sem klesstist við mann og fyllti vitin, þannig aö best var aö ganga í keng og setja undir sig hausinn. Bjössi reyndi þó aö standa teinréttur á þreþinu meöan hann beið eftir aö komið væri til dyra. Þá setti hann uþp glaöbeittan svip og heilsaöi með skátakveðju, þrír beinir fingur námu viö harðfrosna hattbrúnina. Ávallt viðbúinn! Tennurnar glömruöu í muninum á Bjössa þegar þeir Kalli hittust á um- sömdum tíma aftur í Valdasjoþpu. Hann fann varla lengur fyrir fótleggj- unum og í hvert sinn sem hann sneri til höfðinu særöi gaddfreðinn grænn skátaklúturinn hann á hálsinum. Kalla var líka orðið ansi kalt. Þó var hann í hlýrri hettuúlpu og hafði farið í fööurland innanundir síöbuxurnar, þrátt fyrir að klæjaði óskaplega undan. Bjössi fékk ekkert að vita um föðurlandið, honum heföi áreiðan- lega þótt þaö hallærislegt. Tjúllivúlli-tjúllivúlli-tjú-tjú! Tjúllivúlli-tjú! Tjúllivúlli-tjúllivúlli-tjútjú! Tindilbeinahróþiö bergmálaöi aft- ur í Valdasjoþpu. Vinirnir heilsuðust að hætti skáta og fóru svo aö bera saman bækur sínar um söfnunina. Bjössi haföi þrjú hundruð krónur framyfir það sem Kalli var búinn að safna. Valdi sjoppueigandi hafði rok- iö upp viö hrópiö, kom f ram og spuröi hvort þeir ætluðu ekkert aö kaupa. Ef þeir versluöu ekki gætu þeir bara staöiö úti. - Ofsalega væri gott að fá sér heitt kakó núna, sagði Kalli, og kannski þylsu líka. Þaö væri ekki nema rétt- látt aö „hjálpin“ borgaöi þaö, bætti hann við á lægri nótunum. - Við megum ekki taka af þening- unum, hvíslaði Bjössi, þar að auki höfum við gefið kvittanir, það verður allt aö passa. Þetta er góöverk, þú manst. Við eigum ekkert aö fá borgað. En þaö var einn kall sem vildi ekki kvittun. Vinur litla mannsins, þú veist. Viö gætum kannski... Valdi var kominn framfyrir til aö fara að stjaka strákunum út. Honum líkaði ekki við stráka sem héngu inni f sjopþunni án þess aö kauþa nokkuö. Svo var honum einhverra hluta vegna verr viö stráka í skáta- búningi en aðra stráka. Hann grun- aði þá um aö vera merkilegir með sig. Valda var alveg sérstaklega uþpsigað viö alla sem hann hélt að þættust vera eitthvað merkilegri en aðrir. Þegar kennararnir úr skólan- um rétt hjá sjoþpunni komu að versla lét hann þá alltaf bíöa drjúga stund. Fór á bak viö og rótaði í hillum þar til hann heyröi aö farið var aö banka í borðið meö tíkalli. Fór þá fram og sþuröi hvaöa læti þetta væru eigin- lega, - hvort fólk kynni enga manna- siöi eöa hvaö. - Viö ætlum aö fá tvær pylsur og tvö glös úr kakóvélinni, flýtti Bjössi sér aö segja þegar Valdi fór aö reyna aö stugga þeim félögum á undan sér í átt aö dyrunum. - Þaö er naumast aö þiö eruö múraöir núna, rumdi geðvonskulega í Valda. - Engu líkara en hann heföi lítinn áhuga á viöskiptunum. Svo fór hann aftur á bak viö borðið og fiskaði pylsurnar upp úr pottinum, slengdi þeim í brauöin, handlék sprautu- brúsa meö tómatsósu, sinnepi og remúlaði eins og æföur diskakastari í jólasirkus í sjónvarpinu. - Þetta er ekki kakó, sagöi Valdi, þetta er heitt súkkulaöi, ekta súkku- laði! Spuröi svo hvort þeir vildu ís ofan á súkkulaðið. Báöir vildu þaö. Félögunum var aðeins fariö að hlýna og voru fljótir að sporörenna pylsunum. Þeim kom saman um aö þeir gætu bætt á sig öðrum skammti og fylgdust svo hugfangnir með sirk- ustilburöunum viö rafmagnsþottinn. Valdi var oröinn ögn mýkri á manninn. Þegar þriöja pylsan á mann var pöntuö og annar skammt- ur af súkkulaði varð hann næstum hlýlegur í viðmóti og spuröi hvort þeir heföu unnið í getraununum. Strákarnir gáfu ekkert út á þaö. Þeim kom saman um aö reyna aö fara í nokkur hús til viöbótar í tveim götum í Sundunum. Þar bjó aö vísu ekki ríkt fólk, en þaö var ekki víst að verr gengi fyrir þaö. Síðan ætluðu þeir beinustu leiö hvor heim til sín. Best aö hittast á morgun og fara saman aö skila af sér. Ávallt viðbú- inn! Bjössa varð fljótlega aftur mjög kalt. Þaö snjóaöi og snjóaöi og var enn aö hvessa. Snjórinn var ekki eins blautur lengur. Aftur var tekiö aö kólna. Bjössi reyndi aötreinatímann meðan hann fór í tvær blokkir sem stóðu í slakkanum ofan viö Sunda- hverfiö. Allsstaöar var horft á hann undrunaraugumsvonabúinn. Síöan tók viö löng gata meö trjám á báða vegu sem skýldi aðeins fyrir fjúkinu. Gamlar konur sem komu til dyra sumsstaðar sögðu aö ósköp væri að sjá Bjössa og tvær þeirra gáfu hon- um brjóstsykur. Allir létu eitthvaö af hendi rakna. Aöeins á einum staö í þessu hverfi kom kona til dyra sem sagðist ekkert vilja gefa til Vetrar- hjálþarinnar. Þetta var þreytuleg kona, hvorki ung né gömul, á blárós- óttum innislopp með skuplu á höföi og skrúbb og skúringartusku í höndum. Hún hvessti augun á Bjössa þegar hann hafði borið upp erindiö: - Ertu aö betla af mér peninga? Veistu handa hverjum þú ert aö betla? Vetrarhjálþinni? Þaö var þá! Réttast væri aö ég fengi þaö sem þú ert búinn aö safna. Þá kæmu pening- arnir þó í góðar þarfir. Það væri sannkallaö góöverk. Nei, farðu ekki, þú ert blár af kulda. Komdu innfyrir, - ég skal segja þér frá Vetrarhjálþinni. Bjössi ætlaði að hlauþa niöur þrepin frá húsinu, en konan náöi aö fleygja frá sér skrúbbnum og þrífa í öxlina á honum. Bjössa var kippt inn- fyrir dyrnar og hurðinni skellt aftur. Avallt viðbúinn! - Þú deyrð úr kulda ef þú ferð strax út aftur. Þaö er eitt og annað sem mig langar að segja þér. Drott- inn minn, aö sjá útganginn á þér, hverskonar f ígúruverk er þetta eigin- lega? Ekkert skil ég í fólki aö hleypa börnum út svona klæddum. Bjössi fylgdi konunni auðmjúkur í eldhúsið. Þar var bökunarilmurenda ekki nema vika til jóla. Tvö smábörn léku sér þar á gólfi og Bjössa sýndist þremur stærri krökkum bregöa fyrir í herbergi innaf eldhúsinu þar sem oþið var inn í hálfa gátt. Konan lok- aöi dyrunum þangaö inn, dró fram stól og bauð Bjössa að fá sér sæti. íbúðin var lítil og eldhúsið þröngt.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.