Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Blaðsíða 2
! GENGISFELLING gjaldmiðils er fyrirbæri úr fjármálaheiminum sem venjulegt fólk hugsar ekki dagsdaglega um. Það er starf peningaspekinga í Seðlabank- anum að sjá til þess að gjaldmiðill landsins sé hraustur og að flagga viðvörunarmerki ef líðan krón- urnar fer eitthvað að hraka. Fyrir Íslend- inga nú til dags kann þetta að hljóma frek- ar fjarstætt, sem betur fer. Ég hins vegar bý yfir afar óskemmtilegri reynslu frá ní- unda áratugnum í heimalandinu mínu þeg- ar verðbólga tröllreið samfélaginu. Einn dag kostaði brauð 100 dinara, maður skrapp til útlanda í tvær vikur, kom heim og þá var brauðið komið í 10.000 dinara. Þegar verðið á brauðinu varð ein milljón voru skor- in sex núll af og brauðið kostaði 1 dinar, þangað til hann varð milljón aftur. Það var heldur óskemmtileg reynsla. Fólk hafði enga stjórn á genginu, frekar öfugt, líf manna stjórnaðist af því. Jafnvel við sem erum ófaglærð í hagfræðinni hljótum að gera okkur grein fyrir því að það þarf mikið að ganga á í efnahagslífinu áður en til gengisfellingar kemur. Það má einfalda hagfræðina og segja að því meira af pen- ingum í umferð, því verðminni verða þeir. Ég geri mér alveg grein fyrir því að með svona skrifum mun ég aldrei koma til greina sem pistlahöfundur í fróðleiks- molum viðskiptablaða. Enda fjármál ekki mín sterkasta hlið. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta dæmi er sú að svipað fyrirbæri og verðbólga og gengisfelling finnast einn- ig annars staðar. Tökum sem dæmi tungu- mál, réttara sagt orðanotkun. Í gamla daga þýddi orðið „ágæt/ur“ það besta sem hægt var að segja um einhvern. Svo var sennilega byrjað að nota orðið yfir allt mögulegt, það varð orð fyrir alla og ekki bara elítuna. Þannig byrjaði gengisfell- ingin. Í dag þráast skólarnir við að gefa sem hæstu einkunn ágætiseinkunn og eiga þeir fyrir þessa varðveislu gamals ljóma orðsins þökk skilið. En ágætis skemmtun er ekki nema aðeins betri en sæmileg skemmtun (sæmileg – annað orð sem hef- ur gengisfallið!), og stundum ekki einu sinni það. Hvernig var í fríinu? Baaara ágæætt – hljómar ekki eins og mann- eskjan sé að koma úr besta fríi lífsins. En, tungumálið er lifandi fyrirbæri og það verður stanslaust fyrir breytingum frá þeim sem nota það. Það er því óhjá- kvæmilegt að sum orð hljóta aðra eða breyta merkingu í tímans rás. Stundum komast líka sum orð eða hug- tök í tísku. Fjölmiðlar tala um sum fyr- irbæri þangað til ekkert stendur eftir af þeim. Ég man að fyrir nokkrum árum greindist helmingur af þjóðinni með vél- indabakflæði. Það var ekki hægt að opna blað eða tímarit án þess að lesa einhverja reynslusögu um sjúkdóminn. Nú er ég ekki að reyna að gera lítið úr óþægindum fólks sem þjáist af bakflæði, en yfirþyrm- andi umfjöllun um málið hafði þau áhrif á mig að ég hætti að taka mark á öllu því sem snerti þennan sjúkdóm. Þess vegna finnst mér slæm þróun að sjá sjónvarpsstöð auglýsa enskan fótbolta á hliðum strætisvagna sem „sjálfsögð mannréttindi“. Eru mannréttindi eitt af þessum orðum sem verður svo hversdags- legt að fólk mun hætta að taka mark á merkingu þess? Smitaðist orðið mannrétt- indi af verðbólgu? Ef við spyrðum Súd- anbúa frá Darfur-héraði, afganska konu og velstaddan Íslending hvað mannrétt- indi væru, myndum við fá mjög ólík svör? Ég held ekki, þó að ég efist um að svarið yrði „að horfa á fótbolta“. Ég held að fólk sé yfirleitt á sömu skoðun um hvað teljist vera sómasamlegt “norm“ samfélagsins sem allt mannkynið ætti að njóta góðs af. En munu íslensku börnin, sem heyra að það að horfa á fótbolta séu sjálfsögð mann- réttindi, geta gert greinarmun milli mik- ilvægis þess að geta horft á fótboltaleik og t.d. þeirra réttinda að búa óáreittur í faðmi fjölskyldunnar? Skortur á mannréttindum er ekki eitthvað sem hægt er að leysa í eitt skipti fyrir öll. Heimurinn þróast og þró- unin hefur alltaf góðar og slæmar hliðar. Sá tími er því miður ekki kominn, að við getum leyft okkur þann munað að geng- isfella orðið mannréttindi. Látum ekki henda okkur það sem kom fyrir strákinn sem kallaði „úlfur, úlfur“ þangað til að allir hættu að taka mark á honum, jafnvel þeg- ar úlfurinn loksins kom. 2 | Lesbók Morgunblaðsins ˜ 28. ágúst 2004 Ávegg í Þingholtunum má finna fag-urrauða mynd af sjónvarpskonunniVölu Matthíasdóttur sem einhverjiróknyttakrakkar hafa málað og notað til þess spreibrúsa og skapalón. Vala horfir brosandi til áhorfandans og undir myndinni stendur skrifað stórum stöfum í svörtu og rauðu: „Ég sannfæri fólk um að kaupa hluti sem það hefur engin not fyrir, fyrir peninga sem það ekki á, til að heilla aðra sem er alveg sama.“ Þetta er hörð og hressandi ádeila (eigandi veggsins væri eflaust ósammála) sem beinist gegn þeirri „innlits-útlits“-menn- ingu sem borin hefur verið á torg síðustu miss- erin. Listglæpamennirnir ganga þó of langt í síðasta hluta yfirlýsingarinnar, þó að þar komi eflaust afstaða þeirra sjálfra hvað skýrast fram. Og jafnvel þeim er ekki „alveg sama“ því þeir láta sig jú hafa það að vinna listaverkið og brjóta lög með því að mála það á húsvegg. Þetta gera þeir allt til þess að andmæla gegndarlausri neysluhyggju samtímans sem enginn þorir lengur að gagnrýna af ótta við for- pokunarstimpilinn. Í yfirlýsingunni er falin ósk- hyggja um samfélag sem heillast ekki af óþarfa, um þjóð sem steypir sér ekki í botnlausar skuldir til þess eins að halda vöku fyrir öfund- sjúkum nágrönnum. En Vala þarf ósköp fáa að sannfæra. Í bóka- búð Eymundssonar er til að mynda að finna tugi tímarita sem snúast einvörðungu um heim- ilið, húsnæði, lífsstíl, innréttingar, innanstokks- muni og fleira. Eitt þeirra er hið íslenska Hús og hýbýli en í eldhúsblaði þess frá því fyrr á þessu ári er í ritstjórnarpistli rætt um vanda- málin sem felast í því að sannfæra húsbóndann um „mikilvægi þess að eiga flottasta eldhúsið í fjölskyldunni/vinahópnum, helst teiknað af inn- anhúsarkitekt“. Samkvæmt pistlinum er jafn- framt mikilvægt að skilja (ef flutt er inn í gam- alt hús), að nýtt er „betra en gamalt, að eldhús þurfi að fylgja tískustraumum rétt eins og klæðnaður húsfreyju (og húsbónda – ef hús- freyja er vel gift)“. Í gljáfægðum og sprautlökkuðum innrétt- ingum íslenskra eldhúsa og baðherbergja spegl- ast andlit þjóðarinnar. Nú keppast landsþekktir einstaklingar við að hleypa almenningi inn á gafl hjá sér, listamenn rýna ofan í salernisskálar og sturtubotna, öðlingar úr atvinnulífinu sýna ís- skápa úr ryðfríu stáli og reykháfa úr burstuðu áli – allir slá á létta strengi og hafa það hæfilega notalegt saman. Um leið og viðmælendur benda sjónvarpsáhorfendum á ítölsku gaseldavélina frá Kokku eða Eirvík segja þeir okkur eitthvað um sjálfa sig þar sem sjálfsmynd þeirra býr að ein- hverju leyti í baðherberginu og eldhúsinu, þeim tveim „rýmum“ sem helst hverfast um búkþarf- irnar. Þetta er fólk vaska og blöndunartækja, sturtuhausa og sandblásinna spegla, í þessari smekklega lýstu veröld bera baðherbergi heið- arleika vitni og eldhúsplötur gera fólk að marm- aramanneskju eða einstaklingi með stáltaugar. Til marks um vaxandi vinsældir þessara tveggja rýma er sú staðreynd að baðherbergjum ís- lenskra heimila fer stöðugt fjölgandi og eldhúsin hafa tekið að renna saman við stofur lands- manna. (Líklega færðu Íslendingar salernið þangað líka væri það ekki fyrir rótgróna hring- vöðvalægð þjóðarinnar allrar.) Ég heyrði einu sinni sögu af íslenskum auðmanni sem eyddi 20 milljónum í að umbylta eldhúsinu og baðher- berginu hjá sér. Sá sem sagði mér söguna var á staðnum og fylgdist með ævintýrinu allt til enda. Mynstrið og fígúrurnar í baðherbergisflísunum voru úr skíragulli, en þar með eru kostir þeirra upptaldir. Félagi minn sýndi mér afgangsflís og þó að þrjú ár séu liðin get ég dregið fram hverja línu og ægilegt smáatriði. Eitthvað þornaði upp inni í manni frammi fyrir þessari flís. Hún hafði verið sérhönnuð fyr- ir nýríka manngerð af þeirri sort sem hagnast hefur af útgáfu og dreifingu klámblaða og það eitt að horfa á hana olli bráðri þarmastíflu og tafarlausri ristillömun. Saurugar hugsanir týndu næringu sinni, urðu eins og sólþurrkaður skítur sem gola feykir af túni. „Veggirnir virka eins og móteitur,“ sagði fé- lagi minn sem sá hvað ég var að hugsa. „Var það gestaklósettið?“ spurði ég. „Nei,“ sagði hann. „Þar valdi karlinn ódýru flísarnar. Þessar með venjulegu gyllingunni“. Ef einhver gengur með þá grillu að mestur hluti 20 milljónanna hafi farið í baðherbergið getur sá hinn sami haldið þeim hugmyndum fyrir sjálfan sig. Með framkvæmdunum í eld- húsinu hefði mátt brauðfæða heilan ættbálk í Búrkína Fasó í heilt ár og alla íbúa Rauf- arhafnar í enn lengri tíma. Ég ætla ekki að þreyta lesendur mína með lýsingu á gólfefn- unum, þeim ólíku (og sérvöldu) viðartegundum sem prýddu eldhúsinnréttinguna, eða þá á grjótinu sem borið var í gólfið. Enn og aftur voru það þó veggflísarnar sem gerðu útslagið. Þar toppaði eigandinn allt hverfið með því að kaupa hvítar keramikflísar og flytja svo tvo sér- fræðinga frá Suður-Frakklandi á staðinn sem voru tvo mánuði að handmála flísarnar með ör- smáum penslum gerðum úr úlfaldahárum. Á næstu dögum verður Gljúfrasteinn opn- aður almenningi. Þá getum við stúderað inn- réttinguna í eldhúsinu og síðan skroppið á kló- settið eins og einn góður félagi minn gerði einu sinni þegar hann vildi komast í færi við nób- elsskáldið. Hvers konar innréttingu hefði Snorri Sturluson valið? Hefði hann valið nátt- úruflísar á borðin, kvöldverðareyju úr kirsuberi eða einfaldan amerískan sveitastíl? Og hvað hefði Skúli fógeti gert? Íslenskar innréttingar Fjölmiðlar Eftir Guðna Elísson gudnieli@hi.is ’Í yfirlýsingunni er falin óskhyggja um samfélag semheillast ekki af óþarfa, um þjóð sem steypir sér ekki í botnlausar skuldir til þess eins að halda vöku fyrir öfundsjúkum nágrönnum.‘ Minimalismi eða naumhyggja er annað hugtak sem vekur kannski ekki óbragð heldur bragð-leysi. Menn sjá fyrir sér andleysi, blindgötu dauðhreinsunar, nísku og hugmyndaleysi. Enorðið segir í raun lítið um verkin, vandamálið er kannski bara það að orðin minimalismi og naumhyggja eru ekki nógu falleg. Naumhyggja í ritstíl snýst m.a. um að forðast skraut í orðfæri. En nú er það svo að skrautmikill og flúraður texti vekur oft lítil hughrif, skilar ekki því sem hann á að skila. Raymond Carver skrifaði einfaldar og fábreytilegar setningar. Eftirfarandi er dæmigerð byrjun á sögu eftir hann, upphaf sögunnar Vitamins: „I had a job and Patti didńt. I worked a few hours a night for the hospital. It was a nothing job. I did some work, signed the card for eight hours, went drinking with the nurses.“ – Málfarið er óbrotið og hversdagslegt, stundum talmálslegt. Samt er þetta frábærlega skrifað eins og flest af því sem Carver skilur eftir sig. Textar Carvers eru meira lifandi og vekja sterkari hughrif en tilkomu- og íburðarmeiri skrifum er gjarnan ætlað að gera. Per- sónur Carvers verða ljóslifandi í hugskoti lesandans enda er í sögunum lýst hversdagslegu um- hverfi, hversdagslegu fólki, raunum og áhyggjum. Carver lýsti fagurfræði sinni svo í ritgerð: „Það er mögulegt í sögu eða ljóði að skrifa um hversdagsleg atvik og hversdagslega hluti og nota til þess hversdagslegt en nákvæmt orðalag, og glæða þessa hluti – stól, gluggatjöld, gaffal, eyrnalokk – gríðarlegum áhrifamætti. Orðalagið getur verið svo nákvæmt að það virðist flatneskjulegt, en orðin virka engu að síður; ef þau eru rétt notuð hafa þau nákvæmlega tilætluð áhrif.“ […] Í vor kom út hjá Bjarti síðasta bók Carvers, Sendiferð, í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar. Í ís- lensku þýðingunni heitir bókin eftir sögunni Errand, sem lýsir síðustu dögum og dauða Antons Chekhovs, líklega með töluverðu skáldaleyfi. [...] Það er sérkennilegt að handfjatla þessa litlu bók eftir að hafa lesið hana nokkrum sinnum og hugsa til þess að líklega er hún meðal helstu meistaraverka í bókmenntasögu 20. aldar. Hér á nefni- lega við eins og stundum áður að snilld og mikilfengleiki þurfa ekki að fara saman. Ágúst Borgþór Sverrisson Kistan www.kistan.is Morgunblaðið/ÞÖK Milli vita? Naumhyggja Carvers I Vís leið til að koma sér í vandræði í NewYork er að glápa á förunaut sinn í neðan- jarðarlestinni, einkum ef hann er af öðrum kynþætti. Það mun ekki líða langur tími uns spurningin vaknar: Á hvað ert þú að glápa? Skyn- samlegt svar á ekki eftir að bjarga málum. Eina leiðin til að komast úr klípunni er að standa upp og færa sig um set yfir í næsta vagn og fara síðan út á næstu stöð. Önnur vís leið til að koma sér í vand- ræði í borginni er að kalla ókvæðisorð um svarta eða aðra kynþætti í neðanjarðarlest- inni. Viðkomandi getur enga björg sér veitt, hann er dauðans matur. Enn ein vís leið til að koma sér í vandræði í þessari stórkost- legu borg er að syngja þjóðsöng Bandaríkj- anna mjög illa og helst með röngum texta í neðanjarðarlestinni. Maður gæti hugsanlega sloppið lifandi með það. II Fjölmenning er eitt af lausnarorðumsamtímans. New York er fjölmenning- arlegt samfélag. Borgin hefur verið kölluð suðupottur eða deigla. Allajafna gengur sambúðin vel en stundum – og kannski oftar en ekki – sýður upp úr. Hugmyndin á bak við fjölmenninguna var í upphafi samlögun eða sambræðsla ólíkra þjóða, kynþátta og hópa, en eins og Neal Ascherson bendir á í ágætri grein í veftímaritinu Butterflies and Wheels þá er nú frekar farið að tala um einhvers konar hræring enda samlögunin fullmikil bjartsýni. Að mati Ascherson felur hug- myndafræði fjölmenningarinnar hins vegar í sér ákveðna tengingu við þjóðernishyggju eða hóphyggju, hún gerir ráð fyrir að þjóðir eða hópar sem eigi sameiginlega menningu eigi hver og einn að fá að njóta sín í einhvers konar samkrulli. Ascherson telur að þessi hugmynd hafi ekki gefið góða raun og næsta skref sé að móta grundvöll fyrir því að menn- irnir geti lifað saman í samfélagi á grundvelli þess sem sameinar þá, það er að segja á grundvelli einstaklinganna og vilja þeirra. III Það er sannarlega rétt hjá Aschersonað fjölmenningin er í raun íhaldssöm hugmyndafræði. Hún byggist á úreltum hugmyndum um að þjóðir og aðrir hópar eigi sér sameiginlega sjálfsmynd sem sé jafnvel æðri eða mikilvægari en sjálfsmynd eða sér- kenni hvers einstaklings. Hún byggist á hug- myndum um að einstaklingurinn tilheyri ákveðnum hópi sem hann skuli fylgja að mál- um. Það er hins vegar vitað að þjóðir og aðrir hópar eru tilbúningur, sögulegur eða hug- myndafræðilegur tilbúningur. Að mati Ascherson eigum við fyrir höndum að skapa þjóðfélag sem byggist á algerri blöndun, þjóðfélag einstaklinga sem tilheyra engum hópum og engri menningu. Þegar það verður unnið munum við standa frammi fyrir mjög pólitískum veruleika þar sem einstaklingar munu takast á um lýðræði og á lýðræð- islegan hátt. Þetta er vissulega afar rómantísk hug- mynd hjá Ascherson en hún vekur hollar spurningar um alla þá áherslu sem lögð er á menningu eða sameiginleg einkenni þjóða og hópa. Neðanmáls Lesbók Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Þröstur Helgason, throstur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. Gengisfelling orðanna Eftir Tatjönu Latinovic tlatinovic@ ossur.com

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.