Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.2004, Blaðsíða 15
Lesbók Morgunblaðsins ˜ 28. ágúst 2004 | 15 Sheri Holman fjallar á írónískanmáta um bandarísk sam- tímastjórnmál í bók sinni The Mammoth Cheese, eða Risaosturinn eins og heiti hennar gæti útlagst á íslensku. Bókin hefst í smábæ í Virg- iníu þar sem Manda Frank hefur ný- lokið við að fæða ellefu börn og ligg- ur örmagna í tjaldi á meðan fjölmiðla- svermurinn sveimar í kringum hana. Meira að segja forsetaframbjóðand- inn Adam Brooke kemur í heimsókn. En svo deyja ungbörnin eitt af öðru og fögnuðurinn sem bæjarbúar fundu til vegna frægðarinnar sem barnamergðinni fylgdi breytist í sorg, ráðaleysi og andúð. Að mati gagnrýnanda Guardian er The Mammoth Cheese einkar áhugaverð lesning er sýnir Holman sem frum- legan höfund sem taki á málefnum á sinn einstaka máta og hristi upp í lesandanum á sama tíma og sagan sé fyndin og veki væntumþykju gagn- vart sögupersónunum.    Nýjasta bók Justins Cartwrights,The Promise of Happiness eða Loforð um hamingju, fær góð viðbrögð hjá gagnrýnanda Daily Telegraph sem segir upphafslínur sögunnar kynna lesandann fyrir þokkafullu öryggi höfundarins gagnvart texta sínum sem endist bókina á enda. Sagan segir frá Judd-fjölskyld- unni, virðulegri miðstéttar- fjölskyldu sem við upphaf bókarinnar bíður þess að elsta dóttirinn losni úr bandarísku fangelsi eftir að hafa tekið þátt í listaverkasvindli ásamt kærasta sín- um. Sá viðburður hafði sett fjöl- skylduna alla á annan endann og vakið spurningar um traust og þá vissu sem meðlimir fjölskyldunnar annars töldu sig búa við. Cartwright nær að vinna úr þessum átökum á einkar fallegan máta og dregur fram mynd af vonum og væntingum er reynast illsku og sorg sterkari.    Spennusagnahöfundurinn SueGrafton, sem getið hefur sér gott orð fyrir feminískar spennusög- ur auk þeirrar sérstöðu að láta heiti bóka sinna feta sig niður eftir staf- rófinu, er nú komin að stafnum „r“. R is for Ricochet er nýj- asta bók Grafton og situr hún þessa dagana of- arlega á met- sölulista New York Times. Þar segir frá kaliforn- ísku leyni- lögreglukonunni Kinsey Millhone, sem lesendur Grafton hafa kynnst áður, og að þessu sinni þarf Millhone að hafa gætur á Rebu Lafferty, dótt- ur efnaðs öldungs, sem er nýsloppin úr fangelsi. Ýmsar flækjur gera þó að sjáfsögðu vart við sig og að sögn gagnrýnanda New York Times nær Grafton að skapa spennuþrungið andrúmsloft milli þeirra Millhone og Lafferty.    Nýjasta bók Johns Prestons,Kings of the Roundhouse, er eins konar hefnd aulanna þar sem sviðið er Camden í London á átt- unda áratugnum. Bókin hefst á róstumiklum tímum í bresku þjóð- félagi. Fjöldaverkföll eru víða og hippadraumsýnin um betri heim er liðin undir lok. Aðalsöguhetjan er Endmund Crowe, rétt rúmlega tví- tugur drengur sem býr í ókræsilegu herbergi, líður sálarkvalir fyrir að hafa ekki enn tapað sveindómnum og keyrir um á skærgrænum bíl sem foreldrar hans gáfu honum. Kings of the Roundhouse fær góða dóma hjá gagnrýnendum Daily Telegraph sem segja umhverfis- og mannlýs- ingar Prestons minna á ekki ómerk- ari höfund en sjálfan Charles Dickens. Erlendar bækur Justin Cartwright Sue Grafton S agnfræðingur sem sér- hæfir sig í rússneskri sögu ásamt því að hafa áhuga á samtímabók- menntum er fljótur að grípa titil sem þennan: Stalín góði. Það kann þó að valda les- endum vonbrigðum að nýjasta skáld- saga hins þekkta rússneska rithöf- undar, Viktors Jerofejev, fjallar ekki um Stalín, sem seint kæmi til með að bera viðurnefnið góði, heldur er hún þroskasaga ungs forréttindamanns í Sovétríkjunum á árunum eftir síðari heimsstyrjöld og fram til þeirrar stund- ar er hann kemur fram sem andófsmaður og rithöfundur í lok áttunda áratugarins. Sagan er sögð í fyrstu persónu og sögumað- urinn er sonur háttsetts manns í sov- éska valdakerfinu, fyrst sem túlkur Stalíns og síðar sem áhrifamaður í utanríkisþjónustu Sovétríkjanna. „Þegar öllu er á botninn hvolft drap ég föður minn“ segir sögumað- ur í upphafi bókarinnar (7). Morðið var þó ekki raunverulegt heldur póli- tískt – starfsferill sonarins varð föð- urnum að falli í landi þar sem vald yfir hinu prentaða orði var gulls ígildi. Í bók Jerofejevs er faðirinn hinn góði Stalín og samband föður og sonar er uppistaða bókarinnar. „Faðir minn ól mig að sjálfsögðu ekki upp til að verða andófsmaður, það hefði hann ekki einu sinni í sín- um verstu martröðum dreymt um, en hann sýndi mér heiminn og það nægði. Ég varð aldrei Sovétmaður“ (313). Faðir og sonur reyndust báðir hugsjónamenn, þeim þótti óumdeil- anlega vænt hvor um annan, en hug- myndafræðin sem þeir aðhylltust var óásættanleg og olli því óyfirlýstu stríði þeirra á milli. Bókin fjallar jöfnum höndum um mikilvægi rússneskrar menningar og aðgang að ólöglegri vestrænni menningu. Hinu góða og stöðuga í rússneskri menningu er hampað – ekkert fær haggað gildi vináttunnar, hlýju vodkans og mætti bönjunnar (gufubaðsins) – ekki einu sinni frönsk tímarit og bandarískar bíó- myndir. Auðveldur aðgangur sögu- hetjunnar að erlendu menningarefni hefur þó gríðarlega mikil áhrif á hana – sem og foreldrana sem þrátt fyrir kraftmikla þátttöku í menning- arlífi Parísar verja alltaf Sovétkerfið og allt sem það stóð fyrir. Síðar kem- ur þó í ljós að faðirinn var ekki ein- ungis menningarfulltrúi Sovétríkj- anna í París, hann var einnig njósnari fyrir öryggislögregluna, KGB, og því mikilvægt fyrir hann að vera í góðu sambandi við háttsetta Frakka. Söguhetjan skilur þó ekki sem ungur maður hvernig þau gátu bæði notið forboðinna ávaxta og var- ið stjórnvöld sem fordæmdu vest- rænan lífsstíl. Parísardvölin verður til þess að söguhetjan vaknar einn góðan veð- urdag upp við það að hafa svikið heimalandið – án þess að hafa tekið eftir því. Henni reyndust þó þessi svik auðveld – hún tapaði ekki Moskvu barnsáranna, heldur ein- faldlega tengslunum við föðurlandið. Sem unglingur og ungur maður gekk söguhetjan um í frönskum föt- um og leðurjakka og naut for- réttinda þess að hafa sovéskan diplómatapassa. Hann naut þannig góðs af starfsferli föðurins en þrátt fyrir að áhrifin beini syninum á aðr- ar hugmyndafræðilegar brautir reynast þeir feðgar eiga ýmislegt sameiginlegt og meðal annars er ljúf frásögn af kynnum þeirra feðga af Íslandi. Faðirinn stoppar stutt á Íslandi í síðari heimsstyrjöld en sonurinn kynnist íslenskri konu í Moskvu, Ástu, sem vinnur fyrir íslenska sendiráðið. Til þess að komast óáreittur inn í íbúð hennar þarf hann að virka útlenskur – og í frönsku múnderingunni tekst honum að blekkja verðina. Hann kemst inn til Ástu, lærir ýmislegt um íslenska siði – og gleymir aldrei fallega ávarpinu „elskan mín.“ Samskipti við útlend- inga og frjáls ferðalög um Evrópu leiddu til þess að söguhetjan kynnt- ist menningar- og hugmyndaheimi óvinarins og myndaði sér þar af leið- andi sterkar skoðanir á heimalandi sínu. Smám saman fæddist and- ófsmaður og rithöfundur. Viktor Jerofejev sjálfur er fæddur árið 1947 og faðir hans starfaði í ut- anríkisþjónustu Sovétríkjanna. Líkt og söguhetjan lagði Jerofejev stund á bókmenntanám og varð meðlimur í rithöfundasambandi Sovétríkjanna árið 1979. Hann var rekinn úr rithöf- undasambandinu nokkrum mán- uðum síðar vegna andsovésks athæf- is en fékk inngöngu á ný árið 1988. Fyrsta bók hans, Rússnesk fegurð, hefur verið þýdd á 27 tungumál og ásamt því að skrifa skáldsögur og styttri prósa skrifar hann reglulega í rússnesk, bandarísk og þýsk dagblöð og tímarit. Stalín góði er greinilega byggð að miklu leyti á lífshlaupi Jerofejevs en hann tekur þó skýrt fram í upphafi að allar persónur bókarinnar, sögu- maður meðtalinn, séu uppspuni. Söguhetjan veltir því fyrir sér af hverju rithöfundar skrifi yfirleitt sjálfsævisögur og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé rithöfundum nokkurs konar krankleiki sem stafi af sömu hvötum og fái fólk til að skera upphafsstafi sína í trébekki. Það sé ekki nóg að skilja eftir sig skáldverk, höfundurinn þurfi einnig að koma fram og útskýra sig. Jerof- ejev segir þó að lesendur skuli lesa þessa bók líkt og hún sé píanó. Text- inn sé opinn til túlkunar og sérhver lesandi megi lesa út úr honum sitt eigið tónverk. Mörk skáldskapar og veruleika eru oft óljós og sérstaklega í Stalín góði þar sem rithöfundurinn fjallar um rithöfundinn og þar sem vald orðsins er grundvöllur tilveru bæði söguhetjunnar og höfundarins. Skáldskapurinn snertir bæði hið op- inbera líf söguhetjunnar sem Sovét- borgara og einkalíf Jerofejevs sem rithöfundar – í báðum tilvikum er raunveruleikinn óáþreifanlegur: „Bókmenntir eru ekki annað en uppspuni, en Sovétríkin voru heims- veldi máls og mynda. Útlendingar eiga erfitt með að skilja að lífið í þessu landi, fram til dagsins í dag, þrátt fyrir miklar breytingar, er að- allega til í höfðinu, í undirmeðvitund- inni, í myndrænu kerfi orðsins og ekki í raunveruleikanum, eins og í öðrum löndum. Tungumálið er eina röksemdin fyrir tilveru Rússlands. Flokknum var lífsnauðsynlegt að viðhalda einokun orðsins, líkt og ein- okun á vodka. Hver árás á einok- unina var skilin sem afþrýsting valdsins. Í desember árið 1977, þá þrjátíu ára gamall, fékk ég þá vit- stola hugmynd að setja fram bók- menntalega kjarnorkusprengju“ (325). Það er einmitt þessi bókmennta- lega kjarnorkusprengja sem veldur því að faðir Jerofejevs missir mann- orðið og vinnuna. Árið 1979 birti Jerofejev í félagi við aðra unga rit- höfunda Sovétríkjanna almanak, Metropol, sem var af stjórnvöldum talið and-sovéskt. Olli það brott- rekstri Jerofejevs úr rithöfunda- sambandinu og varð til þess að hann gat fyrst birt skáldverk sín á síðustu árum Sovétveldisins. Eins og Jer- ofejev segir sjálfur var það ekki tungumálið sjálft heldur vald Flokksins yfir því sem máli skipti. Í raunveruleikanum, og í skáld- skapnum, varð hin bókmenntalega kjarnorkusprengja til þess að ferill föðurins var dauðadæmdur og hann settur í fánýtt skrifstofustarf við að lesa flokksdagblöðin. Faðir sögu- hetjunnar tekur þessari breytingu göfugmannlega, í raun fórnar hann sér fyrir son sinn og krefst þess ekki af honum að hann biðjist opinberlega afsökunar á „and-sovésku“ athæfi sínu. Í stað þess að fórna bæði mann- orði föður og sonar gefur faðirinn, hinn góði Stalín, eftir: „Ef þú skrifar bréfið, þá erum við báðir fallnir.“ Hann sjálfur átti enga möguleika á uppreisn æru en Jerofejev stóð óveðrið af sér. Faðirinn verður aðal- fórnarlambið. Þar sem bókin segir frá því hvern- ig „forréttindastráklingur“ verður rithöfundur og andófsmaður kemur Jerofejev margoft inn á hlutverk rit- höfundarins og þá sérstaklega stöðu hans í landi eins og Rússlandi þar sem rithöfundurinn er einnig í hlut- verki samfélagsgagnrýnanda og sið- ferðispostula. Hann bendir á hvernig rússneskir rithöfundar nota oft kyn- slóðabilið sem leið til að koma sam- félagsádeilu sinni á framfæri – „bylt- ingarsinnaði sonurinn og afturhaldssami faðirinn“ er síend- urtekið þema í rússneskum bók- menntum en í bókinni dæmir sögu- hetjan ekki föður sinn heldur setur hegðun hans í samhengi við sov- éskan veruleika. Sagan er á allan hátt vel skrifuð og spurningin hvað er skáldskapur og hvað veruleiki skiptir í raun ekki miklu máli í pælingum Jerofejevs. Bókin er full augljósra ögrana (sem hefjast strax með titlinum) og bókin stendur fyllilega fyrir sínu sem skáldævisaga. Jerofejev dregur upp mjög raunhæfa mynd af lífi sovésks forréttindafólks og forðast áfell- isdóma og einfaldar niðurstöður. Hann spyr föður sinn margoft að því hvort hann hafi elskað Stalín og hann fær alltaf mismunandi svör. Í byrjun játaði faðir hans því en síðar talaði hann um segulmagnaða persónu- töfra Stalíns og hversu aðlaðandi vald hans reyndist honum, hann neit- ar spurningunni aldrei alveg. Án þess að afhjúpa goðsögnina um Stalín, þá ályktar höfundurinn sem svo að hylli Stalíns meðal almennra rússneskra borgara sé skýrt merki um afturhaldssemi og þjóðinni sé nauðsynlegt að horfa fram á veginn og að trúa á sjálfa sig og draga mátt stjórnvaldsins í efa: „á allt og alla hafa Rússar trúað – nema sjálfa sig“ (11). Nánast öll umfjöllunarefni bók- arinnar; Stalín, rússneskur þjóðar- karakter, unglingavandamál, útlönd, andófsmenn, flutningur fólks úr landi og samskipti við útlendinga al- mennt voru tabú í sovéskum bók- menntum. Jerofejev tekur þau öll fyrir og bók hans er þannig ekki bara uppgjör sonar við föður sinn og fjölskyldu heldur er hún uppgjör rithöfundarins við Rússland og Rússa. Líkt og forverar hans frá nítjándu öld tekur Jerofejev einnig að sér hlutverk samfélagsgagnrýnanda og siðapostula. Hann leysir ekki Rúss- landsgátuna en hann er ósérhlífinn og ann greinilega landi sínu. Jerofej- ev trúir á Rússa og Rússland fram- tíðarinnar. Það er þó spurning, hvort Rússar líta enn til rithöfunda sinna sem siðapostula – í samræðum mín- um við kunningja um bókina sagði einn að Jerofejev væri einmitt svona höfundur sem útlendingum fyndist góður en Rússar sjálfir væru orðnir þreyttir á siðapredikunum. Það er þó oft einkenni stórbókmennta að þær endurspegla þjóðarsálina – og ber- skjalda þannig lesendur sína meira en þeir sjálfir vildu óska. Undir lok bókarinnar, þegar Jer- ofejev íhugar goðsögnina um Stalín í fortíð og nútíð, segir hann Rússland eiga góðan Stalín skilið. Leiðtoga sem fólk getur litið upp til sem föð- urímyndar og sem reynist þegar upp er staðið traustsins verður. Á kápu bókarinnar er þetta sett myndrænt fram – brosandi myndarlegur ungur maður með son sinn á háhesti stend- ur fyrir hið persónulega en í bak- grunni er mynd af Stalín. Föð- urímyndin og alltumlykjandi alræðisvaldið – gömul og ný stef í rússneskum bókmenntum sem ef- laust verður viðhaldið um ómunatíð. Stalín góði Sovésk tabú Nánast allt umfjöllunarefni bókarinnar; Stalín, rússneskur þjóðar- karakter, unglingavandamál, útlönd, andófsmenn, flutningur fólks úr landi og samskipti við útlendinga almennt, var tabú í sovéskum bókmenntum. Nýjasta bók rússneska rithöfund- arins Viktors Jerofejevs nefnist Khoroshi Stalin eða Stalín góði og er þroskasaga ungs forréttinda- manns í Sovétríkjunum á árunum eftir síðari heimsstyrjöld og fram til þeirrar stundar er hann kemur fram sem andófsmaður og rithöf- undur í lok áttunda áratugarins. Bókin er sjálfsævisöguleg en í henni er hinn góði Stalín faðir sögumannsins sem er áhrifamaður innan sovéska kerfisins en missir starfið vegna andófs sonarins. Eftir Rósu Magnúsdóttur rosa@email.unc.edu Höfundur leggur stund á doktorsnám í sagnfræði.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.