Morgunblaðið - 18.04.2004, Blaðsíða 4
að þar sem við erum í skóla rétt hjá. En það var bara ósköp lítið í gangi þar.
Maður hittir alltaf haug af skólakrökkum þar, vegna þess að Kringlan er eig-
inlega svona hang-out fyrir unglinga, en nú voru allir einhvers staðar annars
staðar, ude på landet eða í útlöndum. Við ráfuðum um og mátuðum rosalega
mikið af skóm og fötum, en náðum ekki stemmningunni. Ákváðum að fara nið-
ur á Laugaveg til að skoða nýja búð þar, Rounder. Vinkona mín keypti sér bol
og peysu, röltum svo upp í KRON, þar sem eg keypti mér skó. Rosalega lítið af
fólki í bænum. Greinilega ekki búið að markaðssetja Reykjavík sem stað þar
sem þú átt að eyða páskafríinu. Samt er nóg af öllu þar. Við enduðum laug-
ardagskvöldið í bíóinu í Álfabakka þar sem við sáum Hidalgo, flotta og vel
gerða hestamynd með nýjasta sex-symbolinu Viggo Mortensen. Kannski dálít-
ið hot gæi fyrir kerlingar – en, vá maður... Jú, auðvitað verða þær að hafa sín
goð, en við vorum rosalega fegnar að myndin var textuð vegna þess að það
skilst ekkert sem hann segir. Muldrar bara og muldrar. Gerði það nú líka í Lord
of the Rings en þá vorum við bara að horfa á Orlando Bloom og var alveg
sama.
Páskadagur, glataðasti dagur ársins. Sporðrenndum páskaeggi númer 5 frá
Nóa/Síríus. Fengum niðurgang og vorum sloj fram eftir degi, náðum þó hinu
hefðbundna páskalambi í kvöldmat áður en við drifum okkur aftur á bíó. Sáum
The Whole Ten Yards. Skemmtileg.
Ýkt framför að bíó skuli vera leyfð um páskana í Reykjavík.
Eru allir svona trúaðir í þessu pleisi? flugan@mbl.is
Væntanlegur brúðgumi, Guðjón Finnur
Drengsson, í steggjabúningi.
Aron Palomares, Fjölnir Ólafsson , Harpa
Guðbjartsdóttir og Jóna Kristín Hauksdóttir.
L
jó
sm
yn
di
r:
G
ol
li
Greinilega ekki búið að markaðssetja Reykjavík sem stað þar sem þú átt að eyða páskafríinu.
FLUGAN
Jóhannes Nordal
og Marta Nordal.
S
ko. Að vera táningur í Reykjavík er ekki alltaf jafn skemmtilegt. Til
dæmis ekki um páska. Hvað á maður eiginlega að gera við allt þetta frí.
Ég og vinkona mín tókum að okkur að gera eitthvað skemmtilegt til frá-
sagnar yfir páskahelgina. Vorum heldur betur til í það og héldum að allt væri á
fullu. Ætluðum í leikhús og tónleika og búðir og allt – en glætan maður.
Leikhúsin eru í fríi yfir páskana!
Halló – er ekki allt í lagi? Hefur þetta leikhúslið aldrei heyrt talað um það
að fullt af fólki kemur til Reykjavíkur um páskana afþví að það er svo langt
frí. Amma og frændfólk mitt var til dæmis hér alla helgina útaf ferming-
arveislum í fjölskyldunni og ætlaði svoleiðis að nýta helgina til að sjá allt og
við ætluðum með þeim, en sorríííí... menningin er ekki páskadæmi.
Það eina sem við fundum voru tónleikar í Langholtskirkju á föstudag-
inn langa. Þar var verið að flytja Requiem eftir Mozart, svo við drifum okk-
ur þangað, um tuttugu manns. Tónleikarnir hófust klukkan 17.00 og við
vorum komin tuttugu og fimm mínútum áður til þess að fá sæti – en, ég
meina það, það var þegar orðið fullt út úr dyrum. Við urðum að sitja á víð og
dreif. Lenti með vinkonu minni og tveimur frænkum í því að bíða í tuttugu
mínútur, sitjandi fyrir framan einhverjar kerlingar sem töluðu allan tímann um
það hvað gluggarnir í kirkjunni eru hrikalega ljótir. Fyrst vorum við sammála
þeim en þær héldu bara áfram og áfram og áfram, þangað til við vorum orðnar
svo þreyttar á þessu einhæfa neikvæða umræðuefni að okkur fannst þeir bara
sætir.
Ógeðslega flottir tónleikar. Verkið alveg magnað og góðir einsöngvarar,
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Bergþór Pálsson, Gunnar Guðbjörnsson og
Nanna Cortes. Þetta er svona tónlist sem fer alveg inn í bein á manni, sér-
staklega þegar þessi svaka kór tekur sig til sko. Eins og ég sagði, kjaftfullt út úr
dyrum. Sáum Garðar Thor Cortes, flottur gaur, dálítið svona choko gæi og svo
einhver með honum sem er að verða alveg eins, líklega litli bróðir hans. Pabbi
hans, Garðar Cortes, var þarna líka og leikarinn Erling Jóhannesson, Gunnar
Snorri Gunnarsson ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu og amma benti mér
á Jóhannes Nordal fyrrum seðlabankastjóra. Amma, vel upp alin dama utan af
landi, átti samt ekki orð yfir útganginum á fólkinu. Obbosla margir voru
klæddir eins og þeir væru að fara í bíó á venjulegum miðvikudegi, í gallabuxum
og úlpum. Eins og hún sagði: Þetta er kirkja, það er föstudagurinn langi. Þetta
er virðingarleysi. Hún var drellifín, kann sig sko og hafði skipað okkur hinum
að klæða okkur eins og fólk. Við vorum fínust í þessu partíi.
Hluti af páskafjörinu var að fara í Kringluna. Auðvelt. Kunnum hana utan
L
jó
sm
yn
di
r:
G
ol
li
Menningardauf höfuðborg
Bræðurnir Garðar Thór Cortes
og Aron Axel Cortes.
Mæðgurnar
Sigurbjörg
Gestsdóttir og
Guðrún Geirs-
dóttir.
Í LANGHOLTSKIRKJU flutti Kammersveit
kirkjunnar Requiem eftir W. A. Mozart.
Ólafur Vigfússon, gjaldkeri Lang-
holtskirkjukórsins, og Jón Helgi
Þórarinsson, kórmeðlimur og
sóknarprestur í Langholtskirkju.
Í KRINGLUNNI og Smáralindinni var
nóg til af öllu sem og á Laugaveginum.
Elfa Gunnarsdóttir, Laufey
Sigrún Hauksdóttir og
Þórný Þórarinsdóttir.
Védís Einarsdóttir,
Gyða Sveinsdóttir og
Sigrún Óskarsdóttir.
Sigríður Helgadóttir, Unnur Ragnarsdóttir
og Fríða Bonnie Andersen.
Í TJARNARBÍÓI var hátíðarsýning sl. miðvikudags-
kvöld í tilefni 20 ára afmælis áhugamannaleikfélags-
ins Hugleiks á svart/hvíta gamanleikritinu Sirkus, sem
fjallar um kalda stríðið og landvarnir Íslands.
L
jó
sm
yn
di
r:
J
im
S
m
ar
t