Morgunblaðið - 26.07.2004, Side 17

Morgunblaðið - 26.07.2004, Side 17
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2004 17 Þau mistök urðu í umfjöllun um Íslandsmót yngri flokka fyrir viku að í texta var sagt að Rakel Nathalí hefði sigrað bæði í tölti og fjórgangi en í úrslitaupp- talningu kom hins vegar fram að Viktoría Sigurðardóttir hefði sigrað í fjórgangi, sem er hið rétta. Þá féll út nafn Rósu Birnu Þorvaldsdóttur sem varð önnur í fjórgangi ungmenna á Byl frá Kleifum. Ennfremur var Júpíter frá Stóru-Hildisey sagður frá Litlu-Hildisey og leiðréttast þessar misfærslur hér með og hlutaðeigendur beðnir velvirðingar. Viktoría sigraði í fjórgangi HESTAMANNAFÉLAGIÐ Máni á Suðurnesjum hélt Íslandsmót árið 1982 með miklum myndarbrag á þeirra tíma mælikvarða. Nú, tuttugu og tveimur árum seinna, halda þeir sitt annað Íslandsmót og má segja að á milli þessara tveggja móta sé þó himinn og haf í gæðum í öllum skiln- ingi, nýafstöðnu móti að sjálfsögðu í vil. Keppnin nú var hörkuspennandi þar sem keppt var að sjálfsögðu í öll- um greinum hestaíþrótta, í opnum flokki og meistaraflokki. Með réttu er hægt að segja að mótið sé enn einn vitnisburðinn um hina stöðugt vax- andi breidd þar sem unga fólkið lætur æ meira til sín taka. Nýtt nafn verður nú skráð á tölt- bikarinn eftirsótta en það vekur at- hygli að enginn knapi hefur unnið hann oftar en tvisvar. Það kom engum á óvart að Björn Jónsson, bóndi á Vatnsleysu í Skaga- firði, skyldi sigra eftir glæstan sigur á landsmótinu á dögunum. Ekki var við neina aukvisa að eiga og vildu margir meina að þetta hefðu verið öflugustu töltúrslit sem fram hafa farið á Ís- landi. Það segir sína sögu þegar kepp- andi í sjötta sæti er með yfir átta í ein- kunn, sem einhvern tíma hefði dugað til sigurs. Jón hetja Mánamanna Jón Olsen í Mána hélt uppi heiðri heimamanna og sigraði í tölti opins flokks á Núma frá Miðsitju og var sá sigur að því er virtist aldrei í hættu. Olil Amble mætti galvösk til leiks með Suðra frá Holtsmúla en þau sigr- uðu nokkuð örugglega eins og í fyrra. Fengu að vísu ekki tíu fyrir brokk eins og í fyrra en hins vegar gaf einn dómarinn þeim tíu fyrir stökk. Olil hefur án efa sterkar taugar til Mána- grundar því hún vann sinn fyrsta Ís- landsmeistaratitil á mótinu 1982 en þá sigraði hún í tölti á Fleyg frá Kirkjubæ, þá kornung og lítt þekkt í heimi hestamennskunnar. Suðri er um margt sérstakur hestur og eink- um er það brokkið sem vekur alltaf athygli fyrir mikið svif og hreyfingar en einnig hversu erfitt það virðist ásetu og vafalaust ekki nema á færi snjöllustu knapa að sitja það svo vel fari. Sigurður Sigurðarson komst næst því að veita Olil einhverja keppni á landsmótssigurvegaranum Pyttlu frá Flekkudal. Mágur Sigurðar, Þorvarður Frið- björnsson, sigraði hins vegar í fjór- gangi opins flokks á lánshesti frá Sig- urði, Hyllingu frá Kimbastöðum. Má þar segja að Þorvarður hafi farið Krýsuvíkurleiðina að sigrinum því hann þurfti að sigra í B-úrslitum til að komast í A-úrslitin. Ekki var kálið sopið þótt þangað væri komið og þurfti Þorvarður að hafa mikið fyrir sigrinum í harðri keppni við bæði Bylgju Gauksdóttur á Hnotu úr Garðabæ og Snorra Dal á Vöku úr Hafnarfirði sem er afar athyglivert hross. Töltið og skeiðið skóp sigur Hinriks og Skemils Keppnin var ekki síður tvísýn og spennandi í fimmgangi meistara þar sem Hinrik Bragason tryggði sér sig- urinn með meistaralegum skeið- sprettum Skemils frá Selfossi í úrslit- unum. Lengi vel leit úr fyrir sigur Sigríðar Pjetursdóttur á Þyti frá Kálfhóli sem leiddi keppnina alla úr- slitakeppnina eða þar til kom að skeiðinu. En þar tókst ekki alveg nógu vel til og höfnuðu þau í fjórða sæti á eftir Sigurbirni Bárðarsyni á Sörla frá Dalbæ og Atla Guðmunds- syni á Tenór frá Ytri-Skógum. Í opna flokknum var það hins vegar Sindri Sigurðsson sem sigraði eftir jafna keppni við Karenu Líndal Mar- teinsdóttur á Ögra frá Akranesi. Í skeiðgreinum mótsins voru það Sigurbjörn Bárðarson og Logi Lax- dal sem skiptu á milli sín gullinu í kappreiðagreinum 150 og 250 metr- um. Logi á Þormóði ramma á 15,22 sek. en Sigurbjörn á Óðni frá Búð- ardal á 23,59 sek. í 250 metrunum. Í gæðingaskeiði meistara var Logi einnig atkvæðamestur á Feykivindi frá Svignaskarði. Í opna flokknum var það hins vegar Ævar Örn Guð- jónsson, á Bergþóri frá Feti, sem kvaddi sér hljóðs sem upprennandi keppnismaður. Áhorfendastæði samkvæmt þörfum Mánagrund reyndist vel á þessu móti enda tiltölulega nýbúið að end- urgera svæðið og hefur greinilega tekist vel til. Eitt vekur sérstaka at- hygli en það er áhorfendasvæðið. Í fyrsta skipti virðist áhorfendasvæði hannað með það fyrir augum að fólk geti setið í bílum. Með fram annarri langhlið eru bílastæði á tveimur hæð- um, sem sé einmitt það sem á við hér á Íslandi. Fólk þarf að geta setið inni þegar horft er á keppni hesta í mis- jöfnu veðri – þetta er löngu kunn stað- reynd. Vel var staðið að framkvæmd móts- ins enda vaskir menn og konur sem ráða ríkjum í Mána þar sem hefur verið mikil uppsveifla undanfarin ár á flestum sviðum og gleggsta dæmið þar um afar góð frammistaða Mána- félaga í yngri flokkum. Hið nýja tölukerfi LH, mótafengur og kappi, var notað á þessu móti og brást það á ýmsa lund eins og á fyrri mótum sem það hefur verið notað á. Ljóst er að fara verður gaumgæfilega ofan í saumana á kerfinu fyrir næsta keppnistímabil og sníða af þá skav- anka sem á því eru. Það er gaman að vera hestaáhuga- maður á Íslandi og fylgjast með þeirri miklu uppsveiflu sem á sér stað í hestamennskunni í dag. Ljóst er að hinir villtustu draumar Gunnars Bjarnasonar, fyrrverandi hrossa- ræktarráðunautar, eru komnir vel af stað með að rætast. Heildarúrslit birtast síðar í blaðinu. Íslandsmótið í hestaíþróttum var haldið á Mánagrund í Reykjanesbæ um helgina Ný nöfn á töltbikarinn eftirsótta Eftir tuttugu og tvö ár héldu Suðurnesja- menn Íslandsmót á nýjan leik með miklum myndarbrag á Mánagrund. Valdimar Kristinsson fór suður með sjó og fylgdist með úrslitum. Morgunblaðið/Vakri Það var mál manna á mótsstað að úrslit töltsins í meistaraflokki séu þau jafnbestu sem getið hefur að líta til þessa. Óumdeilanlega besta tölthross landsins í dag, Lissý frá Vatnsleysu, og Björn Jónsson, Íslandsmeistari tölti. Olil Amble og Suðri vörðu titilinn í fjórgangi af miklu öryggi. Jón Olsen sá til þess að heimamenn fengju einhvern skerf af gullinu en hann sigraði í tölti opins flokks. Hér kætist hann með þeim Jóni Albert Sig- urbjörnssyni, formanni LH, og Margeiri Þorgeirssyni, formanni Mána. Gott tölt og frábært skeið var það sem öðru fremur tryggði Hinriki Bragsyni og Skemli sigur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.