Morgunblaðið - 26.07.2004, Síða 20

Morgunblaðið - 26.07.2004, Síða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Elsku amma langa, hér sitjum við í sveitinni og hugs- um um þig, og hve gott það er að þú sért komin til guðs, því þú varst orðin svo þreytt. Þú varst alltaf svo fín og vel til höfð. Það var svo gott að heimsækja þig, því þú varst svo blíð og góð og alltaf feng- um við eins mikið af súkku- laðirúsínum og við vildum. Elsku amma langa, guð geymi þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín Rósa Líf, Hilda Sól, Eggert Rafn, Einar Andri og Alexandra. HINSTA KVEÐJA ✝ Ingveldur Dag-bjartsdóttir fæddist í Syðri-Vík í Landbroti 23. októ- ber 1913. Hún and- aðist á hjúkrunar- heimilinu að Vífilsstöðum 14. júlí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Dagbjartur Sveins- son frá Holti á Síðu og Guðlaug Magnús- dóttir frá Hruna í Fljótshverfi. Hún var níunda í röð tólf systkina. Ragnhildur Dagbjartsdóttir lifir systkin sín. Ingveldur var gift Einari Sig- urðssyni skipstjóra frá Steinabæ, d. 25.11. 1977. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Guðrún húsfreyju, f. 11.1. 1936, gift Gottskálki Eggertssyni forstjóra, börn þeirra eru Einar Sigurgeir, Ragnhildur Sesselja, Inga Krist- rún og Eggert Þor- steinn. 2) Sigurður Geir skipstjóri, f. 18.5. 1944, kona Kristín Jónsdóttir. Dóttir Sigurðar er Inga Huld. Sonur Kristínar er Þor- björn. 3) Guðbjartur Rafn skipstjóri, f. 28.12. 1946, kvænt- ur Önnu Sigur- brandsdóttur, dæt- ur þeirra eru Sigrún Lilja og Ragnhildur Inga. 4) Stefán Einarsson skipstjóri, f. 13.5. 1948 kvæntur Kristrúnu Sigurðardóttur, dætur þeirra eru Ragnheiður Sóley og Inga Björg. Barnabörnin eru tuttugu og eitt, barnabarnabörn eru tvö. Útför Ingveldar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín Ingveldur Dag- bjartsdóttir hefur fengið hvíldina sem hún þráði og friður sé með henni. Hún var af þeirri kynslóð sem hefur lifað flestar mestu breytingar 20 aldarinn- ar. Hún lifði fyrri heimstyrjöldina 1914-1918. Hún sá og upplifði Kötlu- gosið 1918, Spænsku veikina 1918, seinni heimsstyrjöldina, og svona mætti lengi telja. Hún bar þess merki að það þurfti mikið til að raska ró hennar. Ég kem inn í fjölskylduna ár- ið 1953, er ég fer að gera hosur mínar grænar fyrir einkadóttur hennar og Einars Sigurðssonar skipstjóra og út- gerðarmanns að Lágholtsvegi 9 vest- ast í vesturbænum. Ég var að verða 19 ára gamall og ekki svo öruggur um ár- angur í þessu máli, svo til frekara ör- yggis fannst mér að ég ætti að kanna málið betur og fór því niður á höfn, nánar tiltekið niður á Loftsbryggju þar sem mér var sagt að Einar á Aðal- björgu kæmi oftast að, og það reynd- ist vera rétt. Ég sá og heyrði í mínum tilvonandi tengdaföður þegar hann lagði að, og var að landa aflanum, þetta var þegar karlmenn voru karl- menn og allir voru ánægðir. Einar Sigurðsson eiginmaður Ingu var heið- ursmaður í orðsins fyllstu merkingu, auk þess að vera mjög fengsæll fiski- maður hafði hann fengið eina æðstu orðu sem Breska heimsveldið veitti fyrir að bjarga hundruðum manna úr sjávarháska, einnig fékk hann orðu ís- lenskra sjómanna. Ég var með hnút í maganum, þegar ég bankaði uppá en var svo heppinn að hurðin var opnuð af glæsilegri konu, Ingveldi Dagbjartsdóttur, hógværri í framkomu og með góða nærveru og bauð andlegan styrk, sem mér veitti ekki af. Í núna 50 ár er ég búinn að vera tengdasonur Ingu, og þegar árin liðu kynntist ég fjölskyldu Ingu frá Syðri-Vík í Landbroti, þau voru Skaft- fellingar í húð og hár. Traust fólk, ag- að tilbúið til hjálpar, vinnusamt og áreiðanlegt. Mörgum árum seinna þegar undirritaður hafði byrjað að versla með byggingavörur, vantaði upplýsingar um Skaftfelling sem vildi fá hluta af úttekt sinni á víxil til nokk- urra daga, hringdi ég til Sparisjóðsins í Vík, og spurði um öryggi þessa Skaftfellings, hvort það væri öruggt að lána honum? Svarið frá sparisjóðs- stjóranum í Vík var stutt og laggott, „Það fellur aldrei víxill á Skaftfelling.“ Inga var lista-hannyrðakona, allt varð að list í höndum hennar, það fór aldrei hátt, en hún sagði stundum, sjáðu hvað ég var að gera, hvernig finnst þér þetta. Lítillætið og hófsem- in var í öllu, og ekki var talað meira um það, hlutir voru gerðir ef hægt var að gera þá vel, annars látið ógert. Inga og Einar eignuðust fjögur börn, eina stúlku og þrjá drengi. Ég var svo láns- samur að giftast dótturinni, og eignast þrjá ævivini í sonum Ingu, og er ég ávallt þakklátur fyrir það. Inga mín, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur öll, alla þína alúð og gæsku, þú ert stór í minningu okkar allra. Þinn tengdasonur. Gottskálk Þ. Eggertsson. Raunsæi, yfirvegun, æðruleysi og seigla, allt eru þetta eiginleikar sem komu að góðum notum í þínu lífi. Sem barn misstir þú mikla sjón á öðru auganu og 1935 smitast þú af mænu- veiki, þá þunguð af þínu fyrsta barni. Eftir langa og erfiða sjúkralegu var um varanlega lömun á öðrum fæti að ræða. Á síðari árum lengdist sjúkra- skráin, en á hverjum morgni fram á síðasta dag skyldi hárið sett, barm- næla, men, lokkar, armband og hringar á sinn stað. Þú tókst á við hvern dag með stolti og reisn. Þú varst ákveðin í að „brölta“ með prik- ið. Fyrir vikið sýndir þú gríðarlegan sjálfsaga í mataræði allt þitt líf því hvert gramm skipti máli í að „halda sér uppi“ eins og þú orðaðir það. Iðinn fagurkeri eru líka orð sem lýsa þér vel og bera hannyrðir þínar, fagurt heimili og meðvitund þín um hvað var „móðins“ þess glöggt vitni. Útsjónarsöm varstu, nýtin og fórst vel með. Minningar af Lágholtsveg- inum eru margar en með glettni minnist ég þess hversu dugleg þú varst að virkja okkur frænkurnar þegar við vorum hjá þér. Þvo glugga, reyta arfa, slá flötina og hlúa að jarð- arberjajurtunum. Þetta var gert með gleði og að launum beið heitur hrís- grjónagrautur, sem enginn gerði bet- ur en þú, eða heimabökuð jólakaka, pönnukökur og köld mjólk. Þegar stelpuskarinn var innandyra sökum veðurs var heldur ekki setið auðum höndum. Það þurfti að færa til hluti, pússa, endurraða í hillur og gera fínt. Já, þú þreyttist seint á því að hafa fínt í kringum þig og var unun að fylgjast með herberginu á Vífilsstöð- um taka á sig smámynd heimilis. Á þeirri tæpu öld sem þú dvaldir í þessari jarðvist lifðir þú ólíka tíma og hve vænt mér þykir um samtöl okkar um uppvaxtarár þín, fyrstu árin í Reykjavík, kynni þín af afa, ykkar fyrstu hjúskaparár og nóttina þegar Skeena strandaði við Viðey. Ég minnist einnig ökuferðar okkar fyrir um fimmtán árum þegar ég sótti þig austur á Klaustur, æskuslóðir þínar, eftir að vinskapur hafði tekist með þér og Jóni Björnssyni. Við þau kynni yngdist þú um mörg ár. Ferðin reyndist mér mikill fjársjóður, þú gafst mér innsýn í fortíð þína og þína fyrstu ferð til Reykjavíkur rúmum fimmtíu árum áður. Eins og ávallt varst þú orðvör en lýsingar á útbún- aði, fatnaði ferðalanga, hvar náttað var, hvernig farið var yfir fljót og ár voru ómetanlegar. Ferðalagið tók þig fjóra daga en við blússuðum í bæinn á fjórum tímum. Þú barst hag barna og barnabarna þinna ávallt fyrir brjósti og varst hreykin af hópnum þínum sem fór sí- stækkandi og naut velgengni. Þú gladdist innilega þegar ég sýndi þér frumburð minn í fyrra. Stuttu síðar þegar ég sagði að von væri öðru barni, varðstu ánægð með þá stefnu sem ég hafði tekið. Þú efaðist strax um að þú mundir „tóra“ eins og þú orðaðir það, en sagðir strax hvers kyns barnið væri og hvað það myndi líklega heita. Það gladdi mig að geta samsinnt þér og rætt þessi mál við þig því ég vissi að ég nyti þagmælsku þinnar, eins og ætíð. Elsku Inga amma, Guð og góðar vættir fylgi þér á næsta áfangastað. Sigrún Lilja. Elsku amma. Þá er komið að kveðjustund. Ein af okkar fyrstu minningum er frá Lág- holtsveginum, þar sem þið afi byrj- uðuð ykkar búskap – þú að sinna hús- verkum; afi og strákarnir að koma af sjónum. Við í eldhúsinu að borða ýs- una með HP-sósunni enda var fisk- urinn alltaf bestur hjá þér. Ég sat við snyrtiborðið þitt og mátaði aftur og aftur eyrnalokkana, armböndin og hringana, strákarnir slógust og þú og Ragna frænka reynduð að stilla til friðar. Það leið ekki á löngu þar til Stebbi var kominn í fangið á þér að suða um skellinöðru. Dúkkurnar mín- ar voru alltaf í flottustu kjólunum enda heklaðir þú þá. Þú varst sann- kölluð listakona. Allt sem þú gerðir var vel gert. Ein af góðu minningun- um er þegar við sátum og hlustuðum saman á „Óskalög sjómanna“ í út- varpinu. Þegar þú smurðir nestið okkar, hlökkuðum við alltaf til að opna nestispakkana. Það fylgdist enginn eins vel með tískunni og þú; þú vildir fá sama snið á buxunum þín- um og voru á mínum, vildir fá svona skræpótta boli eins og við systurnar vorum í. Elsku amma, síðustu árin voru þér erfið. Þú varst vön að gera hlutina sjálf og vildir hafa það þannig. Þú uppskarst eins og þú sáðir, strák- arnir þínir og stelpan þín skiptu þig öllu máli. Þegar kom til tals að þú færir á elliheimili heyrðum við þig stundum segja: „Ég á fjögur börn og þau hugsa um mig“, enda varð það raunin. Elsku amma, það var falleg og dýrmæt reynsla að fá að vera með þér og börnunum þínum þegar þú kvaddir þetta líf. Takk fyrir allt. Minningu þína geymum við í hjörtum okkar þín Hilda og Einar. Hún amma Inga er dáin. Ég hafði náð að fara og kveðja hana en það breytti litlu um söknuðinn sem um mig fór. Hún elsku amma er farin og tárin falla og þau eiga eftir að verða fleiri því fallegar minningar streyma fram og þær eru ljúfsárar. Ég er nefnilega ein af þeim heppnu, ég átti alvöru ömmu, svona ömmu sem mað- ur les um í bókum og sér stundum í bíómyndum. Hún amma mín var alveg frábær, hún átti nammiskáp og þegar ég var lítil leyfði hún mér að setja kanilsyk- ur á hafragrautinn. Þegar ég hugsa um ömmu kemur fyrst upp í hugann hversu stolt hún var alltaf af manni og hversu innilega hún samgladdist mér á mínum stóru hamingjustund- um. Alltaf hafði hún tíma til að hlusta og alltaf hélt hún ró sinni. Fyrir mörgum árum vorum við systurnar í pössun hjá henni á Lágholtsveginum þegar kviknaði í Lýsi sem var alveg við hliðina á húsinu hennar. Amma var ein með okkur og var vakin um nóttina við það að fyrir utan stóð maður sem sagðist vera í slökkvilið- inu og hann tilkynnti henni að það yrði að rýma húsið. Hann varð nú að tilkynna henni þetta í gegnum bréfa- lúguna því ekki ætlaði hún amma að opna fyrir bláókunnugum manni um miðja nótt. Hún vakti okkur systurn- ar, sagði okkur að klæða okkur og setja dótið okkar í poka og koma síð- an fram í eldhús. Þessu hlýddum við og þegar foreldrar okkar komu á hlaupum að sækja okkur stóð amma við pottinn og við sátum í úlpunum og borðuðum hafragraut. Þannig var hún amma mín, hélt ró sinni og gætti okkar. Þegar hún passaði okkur sagði hún okkur sögur og það var hún sem gaf mér dýrmætustu gjöf sem nokkur getur gefið, hún kenndi mér bænirn- ar mínar, þessar sömu og ég fer með enn í dag. Hún gaf mér einnig hafsjó yndislegra minninga sem ég mun ylja mér við um ókomin ár. Með þessum örfáu orðum vil ég kveðja elsku ömmu mína. Elsku Jóni vini hennar, Dúnu, Sigga, Bubba og pabba ásamt öðrum aðstandendum sendi ég mínar samúðarkveðjur. Ragna Sóley. Nú þegar elsku amma er farin þá koma upp í huga okkar margar minn- ingar. Við munum eftir henni í eld- húsinu að elda góðan mat eða að baka ljúffengar kökur. Amma var mikil húsmóðir, rösk og skipulögð og af þeirri kynslóð sem var alltaf til stað- ar. Við gátum alltaf komið á Lág- holtsveginn, þar var ávallt gott og þægilegt að vera. Amma var sjómannskona, heimilið var myndar- legt og þar var regla á hlutunum. Þar var oft erilsamt og hún með margt á sínum herðum. Heimilinu var stjórn- að af miklum myndarskap. Þó svo mikið væri að gera var hún alltaf vel til höfð, hárgreiðslan var óaðfinnanleg og neglurnar fínar. Hún fylgdist líka vel með tískunni og var alltaf „smart“, eins fylgdist hún mjög vel með okkur barnabörnunum og lét það óspart í ljós ef henni fannst við við ekki líta nógu vel út. Hún var mik- ill listamaður í höndunum og eru til eftir hana ótal útsaumaðar myndir og listmunir. Amma hefur átt langa ævi og man tímana tvenna, þar sem ævi hennar spannar nærri heila öld. Seinni árin hafa verið henni erfið og löng. Elsku amma, nú ert þú komin á betri stað. Við geymum þig í minn- ingu okkar, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Inga, Eggert og fjöskyldur. Elsku Inga amma mín. Þegar ég hugsa til þín og hugurinn reikar rifjast upp margar ljúfar og dýrmætar minningar, bæði úr bernsku minni sem og frá síðari ár- um, sem ég mun varðveita sem fjár- sjóð um ókomna tíð. Fyrir unga konu sem er að stofna fjölskyldu og takast á við lífið á eigin spýtur er dýrmætt að kynnast lífsviðhorfum heilsteyptr- ar og réttsýnnar manneskju sem hafði kynnst lífinu af eigin raun á langri ævi. Fyrir það er ég ævinlega þakklát. Það er margt sem glepur og ögrar í hraða nútímans en það er svo sannarlega ekki allt gull sem glóir. Á þinn yfirvegaða og hlýja hátt komst þú því svo vel til skila. Þitt einstaka jafnaðargeð, seigla, réttsýni, þolinmæði, staðfesta, tryggð og reisn eru meðal eiginleika þíns sterka persónuleika sem þroskast hafði svo vel á lærdómsríkri ævi. Eig- inleikar sem ég reyni að taka mér til fyrirmyndar með misjafnlega góðum árangri þó. Hér hvílir væn og göfug grein af gömlum, sterkum hlyni; hún lokaði augum hugarhrein með hvarm mót sólar skini. Hún dæmdi ei hart, hún vildi vel, í vinskap, ætt og kynning. Hún bar það hlýja holla þel, sem hverfur ekki úr minning. Hún unni list í máli og mynd, sú mennt var hennar stjarna; þar heyrði hún tala tæra lind á tungu engilbarna. Ef blað hún tók og batt sín orð, var blærinn hreinn og fagur; en hógvær sat hún hússins borð, því hátt skein æðri dagur. Allt metur rétt hin mikla náð um manna hug og vilja; eitt hjartans orð um eilífð skráð á orku, er himnar skilja. Nú les hún herrans hulin ráð um hlut og örlög þjóða, þar sést í lífbók sérhver dáð hins sanna, fagra og góða. (Einar Ben.) Með hjartans þakklæti og tár í aug- um kveð ég þig, elsku Inga amma mín. Þín Ragnhildur Inga. Í kærri þökk biðjum við fyrir þér, elsku yndislega amma og langamma. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. Höndin þín, Drottinn, hlífi mér, þá heims ég aðstoð missi, en nær sem þú mig hirtir hér, hönd þína eg glaður kyssi. Dauðans stríð af þín heilög hönd hjálpi mér vel að þreyja, meðtak þá, faðir, mína önd, mun ég svo glaður deyja. Minn Jesús, andlátsorðið þitt í mínu hjarta eg geymi, sé það og líka síðast mitt, þá sofna eg burt úr heimi. (Hallgrímur Pétursson.) Almáttugur Guð geymi þig og varðveiti. Þín Eggert, Erna, Alexandra Ólöf og Gottskálk Þorsteinn. Elsku Inga langaamma, það var alltaf svo notalegt að koma í heim- sókn til þín, þú varst alltaf svo góð við okkur. Bauðst okkur alltaf gotterí úr fallegu skálinni þinni, stundum bráðnaði það í litlu lófunum. Þú hafðir mikla ánægju af söngnum okkar og ekki höfðum við síður ánægju af að syngja fyrir þig. Nú ert þú fallegur engill hjá Guði sem hjálpar honum að vaka yfir okkur. Okkur langar að senda þér fallegu bænina okkar sem við sungum stundum fyrir þig áður en þú fórst að sofa og syngjum alltaf með bænunum áður en við förum að sofa. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá. (Steingrímur Thorsteinsson.) Guð geymi þig, elsku langaamma. Þín Erlen Anna og Guðbjartur Ingi. Hefðarkonan Ingveldur Dag- bjartsdóttir er látin. Ingveldi hef ég þekkt frá mínum unglingsárum. Ég man hana fyrst þegar hún kom til Reykjavíkur til að giftast unnusta sínum Einari Sigurðssyni skipstjóra, miklum dugnaðarmanni og afreks- manni sem síðar var heiðraður vegna björgunar margra skipbrotsmanna á stríðsárunum. Stuttu fyrir brúðkaup þeirra veiktist Inga af mænusótt sem þá gekk og lamaðist hún alvarlega og þurfti ávallt síðar að nota staf og háði það henni mikið alla tíð. Inga og Ein- ar eignuðust fjögur börn, þrjá syni og einkadóttur, Guðrúnu, sem er mikil vinkona mín. Inga hugsaði afburða vel um börn sín og heimili. Hún átti fallegt heimili enda mjög listræn og allt lék í höndum hennar. Þegar Inga var orðin ekkja bjó hún ein og svo vildi til að hún keypti sér íbúð í húsi því sem ég bý í. Við Inga bjuggum saman hvor á sinni hæðinni í góðu yfirlæti sem aldrei bar skugga á. Inga átti því láni að fagna að eiga afburðabörn og tengdabörn sem allt vildu fyrir hana gera og dáðist ég oft að því hvað þau öll sem eitt önnuðust hana af mikilli natni og kærleika. Nú þegar Inga er öll vil ég þakka henni samveruna og bið henni Guðs bless- unar. Hvíli í friði. Þóra Guðjónsdóttir. INGVELDUR DAGBJARTSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.