Morgunblaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.07.2004, Blaðsíða 21
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2004 21 ✝ Guðbjörg Bárð-ardóttir fæddist í Gröf í Grundarfirði 25. maí 1917. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Eir í Reykjavík 21. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Bárður Þorsteinsson oddviti, f. í Gröf í Grundarfirði 6.6. 1882, d. 16.3. 1962, og Jóhanna Magnús- dóttir húsfreyja, f. á Saurbæ í Dölum 27.1. 1889, d. 5.1. 1931. Systkini Guðbjargar voru Unnur húsfreyja, f. 16.8. 1914, d. 21.1. 1944, Þorsteinn skipstjóri, f. 13.4. 1915, d. 29.3. 1990, Oliver, f. 26.6. 1921, d. 15.10. 1922, og Oli- ver vélstjóri, f. 21.7. 1922, d. 6.8. 2000. Guðbjörg ólst upp í Gröf í Grundarfirði en fór ung til Reykja- víkur til ýmissa starfa. Þar kynnt- ist hún Sigurgísla Melberg Sigur- jónssyni matreiðslumanni, f. í Hafnarfirði 29.6. 1919, d. 21.10. 2001. Foreldrar Sigurgísla voru Kumini tölvufræðingi, f. 14.5. 1972. Börn þeirra eru Alexander Kristian Melberg, f. 1.10. 1999, og Viktorie Karoline Melberg, f. 1.4. 2003; 3) Gíslína Melberg sjúkraliði, f. 22.6. 1943. Áður gift Karli Peter Jespersen verkfræðingi, f. 9.10. 1939. Barn þeirra er a) Eva Mel- berg rekstrar- og markaðsfræð- ingur, f. 16.5. 1965. Áður gift Ingv- ari Berg Steinarssyni flugstjóra, f. 6.4. 1965. Börn þeirra eru María Lind, f. 19.10. 1985, og Gísli Karl, f. 28.4. 1991; 4) Unnur Melberg, húsmóðir, f. 11.11. 1950, gift Pétri Æ. Óskarssyni blikksmið, f. 9.9. 1946, dóttir þeirra er Diljá Huld, f. 23.7. 1992. Áður átti Pétur börnin Sigurbjörn Agnar, f. 1973, Bryn- hildi Sædísi, f. 1975, og Arnheiði Melkorku, f. 1984; 5) Bára Melberg svæðanuddari, f. 16.10. 1957, gift Páli. E. Halldórssyni verkfræð- ingi, f. 2.9. 1959. Börn þeirra eru: a) Sigurgísli Melberg stúdent, f. 29.12. 1981, b) Svavar Melberg stúdent, f. 22.6. 1984, c) Sandra Melberg, f. 28.8. 1986, d) Sigurpáll Melberg, f. 13.9. 1996. Guðbjörg og Sigurgísli hófu bú- skap í Reykjavík og bjuggu þar alla sína hjúskapartíð að undan- skildum árunum 1993 til 2001 er þau bjuggu í Mosfellsbæ. Útför Guðbjargar fer fram frá Mosfellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sigurjón Lárusson sjómaður, f. á Ný- lendu við Stafnes 10.2. 1897, d. 1921, og Gísl- ína Sigurveig Gísla- dóttir húsfreyja, f. í Hafnarfirði 29.9. 1896, d. 26.1. 1975. Þau Guðbjörg og Sig- urgísli gengu í hjóna- band árið 1940. Börn þeirra eru: 1) Svavar Símonarson sjómaður, f. 14.8. 1937; 2) Jó- hanna Melberg, hús- móðir í Danmörku, f. 30.10. 1940, gift Svend Madsen verkfræðingi, f. 31.8. 1940. Börn þeirra eru: a) Karina Melberg verkfræðingur, f. 19.6. 1968, gift Henrik Hansen tölvu- fræðingi, f. 26.12. 1964. Börn þeirra eru Kasper Melberg, f. 10.4. 1999, og Kristine Melberg, f. 28.12. 2000, b) Annika Melberg leikskóla- kennari, f. 19.4. 1970. Áður í sam- búð með Niels Vestergaard leik- skólakennara, f. 28.2. 1968. Barn þeirra er Lukas Melberg, f. 7.1. 1999, c) Kristina Melberg svæðis- stjóri, f. 12.1. 1972, gift Martin Sárt er að sjá á bak ástvini en all- ir upplifa það á lífsleiðinni. Enginn hefði getað hugsað sér betri tengdamömmu en hana Guggu. Al- veg frá fyrsta degi tók hún á móti mér eins og ég væri endurheimti sonurinn sem kominn væri aftur í leitirnar. Hvort sem Gugga og mað- urinn hennar voru í heimsókn hjá okkur eða við hjá þeim þá passaði hún alltaf að hugsað væri vel um mig og ef dóttir hennar var ekki tilbúin með kaffibollann handa manninum sínum þá fékk hún orð í eyra frá móður sinni. Það mun ávallt taka stóran sess í minningunum hversu mikið hún lifði fyrir að geta aðstoðað börnin sín á einn eða annan hátt. Hún elsk- aði mikið barnabörnin sín og var ekki síður mikið elskuð af þeim fyr- ir þá hjartahlýju sem ávallt geislaði frá henni í þeirra átt. Við hjónin fórum utan til náms og upplifði maður sérstaklega þá hvað börnin söknuðu ömmu sinnar sem ævin- lega var tilbúin til þess að leika við þau og hugga ef þau áttu bágt. Þeg- ar við komum frá námi voru þau hjónin ávallt tilbúin að aðstoða okk- ur á allan þann hátt sem mögulegt var og var mikils virði að finna þá umhyggju. Gugga hafði ævinlega prjóna við höndina og passaði alltaf að barna- börnin hefðu nóg af vettlingum og ullarleistum í vetrarhörkunum. Einnig passaði hún að tengdasyn- irnir hefðu góða sokka í veiðiferð- irnar. Þótt aldurinn færðist yfir þá vildi hún aldrei sleppa prjónunum og var hún með þá hjá sér alveg fram á síðasta dag. Ef tala átti um hvernig heilsan væri hjá henni eyddi hún því oftar en ekki og vildi heldur heyra fréttir af því hvernig ættingjarnir hefðu það. Ég vona að sem flestir fái að upp- lifa hvað er að eiga að slíka tengda- mömmu og kveð hana með söknuði í huga því þótt hún hafi fengið að lifa langan aldur þá vildi maður gjarnan hafa fengið að hafa hana eitthvað lengur. Þó til huggunar harmi þá veit maður að hún er kom- in á góðan stað, við hlið mannsins síns sem hún svo sárt saknaði. Megir þú hvíla í friði, elsku Gugga mín. Páll. Kæra amma, tengdamamma og langamma. Við í Danmörku höfum alltaf fylgst með þér í gegnum heimsókn- ir eða fréttir frá fjölskyldunni en á seinni árum hafa þó fylgt með áhyggjur af líðan. Við vitum að á síðustu árum áttir þú erfiða tíma, að hluta til vegna fráfalls mannsins þíns og að hluta til vegna sjúkdóms þíns. Nú ert þú farin frá okkur og þar með síðasta tengingin við þær mörgu minningar sem við eigum um þig. Við hugsum um þau mörgu skipti sem við heimsóttum ykkur á Íslandi, blikið í augunum þínum þegar við töluðum dönsku og þú skildir augljóslega ekkert, en blikið sagði okkur samt að þú hefðir skilið allt. Við hugsum um ferðirnar þeg- ar þið komuð til okkar, ógleyman- legu ferðirnar í Danmörku og frá- bæru tímana í sumarhúsinu. Minninganna getum við ekki lengur notið saman en þær hverfa ekki frá okkur og við munum ávallt góðu tímana á Íslandi með þér og ekki síst ferðirnar til Þingvalla, Skaftafells og allra hinna staðanna. Umhyggja þín fyrir okkur var ávallt til staðar og sýndi sig sér- staklega í þessum ferðum þar sem það gat verið vandamál að koma okkur öllum fyrir í bílnum því þú þurftir alltaf að passa upp á að nóg væri af teppum þannig að engum yrði kalt. Það er erfitt fyrir okkur að vera svona langt í burtu þegar þú hefur sofnað svefninum langa en við vit- um að þú hefur ekki lengur neina verki og hefur sameinast þínum elskaða manni. Við getum huggað okkur við það. Við samhryggjumst fjölskyldunni á Íslandi og sendum þér okkar hinstu kveðju. Heiðruð sé minning þín. Karina, Annika, Kristína, Svend og barnabörn. Þó svo að erfitt sé að horfa upp á einhvern sem er manni kær hverfa á braut þá eigum við samt svo margar góðar minningar. Efst í huga okkar úr æsku er þegar amma sat ófáar stundirnar prjónandi sokka og vettlinga og sá hún til þess að engu af okkur barnabörn- unum væri kalt á veturna. Hún var dugnaðarforkur, því ekkert þótti henni meira hressandi en að fara út að spássera um göturnar þegar veður leyfði eða fara í sund og höfð- um við mjög gaman af því að fá að fara með henni þegar svo bauðst. Heimsóknirnar til ömmu og afa voru okkur alltaf sérstaklega hjart- fólgnar þar sem þau tóku alltaf á móti okkur opnum örmum og aldrei brást það að annaðhvort væri til kaka eða að amma lumaði einhvers staðar á gómsætum nammimola. Já hún amma gleymdi sko aldrei barnabörnunum þó svo að við vær- um mörg. Þá munum við aldrei gleyma þeim yndislegu jólum sem við áttum með ömmu og afa og það á eftir að vanta mikið næstu jól þegar ömmu vantar en við huggum okkur við það að hún verður þar í anda. Þar sem við sitjum hérna saman systkinin og skrifum þessi orð finn- um við fyrir þakklæti fyrir þær stundir sem við höfum fengið með ömmu gegnum árin. Munum við ávallt varðveita þær og minnumst hennar með hlýjum hug. Guð geymi þig elsku amma. Sandra, Svavar og Sigurgísli. GUÐBJÖRG BÁRÐARDÓTTIR Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BJARGAR GUNNLAUGSDÓTTUR, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, áður til heimilis í Melgerði 12, Reykjavík. Innilegar þakkir færum við starfsfóki á deild A3 á Grund fyrir frábæra umönnun og umhyggju. Sérstakar þakkir færum við Hrönn Sigurðardóttur, djákna á Grund Hilmar Þórisson, Guðlaug I. Ólafsdóttir, Þorbjörg Þórisdóttir, Ari H. Ólafsson, Benedikt Þórisson, Elínborg B. Sturlaugsdóttir, Steinunn Þórisdóttir, Eyjólfur Brynjólfsson, Herdís Þórisdóttir, Guðmundur Ragnarsson, Gunnlaugur Þórisson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓHANNES ÁGÚST GUÐMUNDSSON bóndi, Syðri-Þverá, síðar á Illugastöðum, Vatnsnesi, verður jarðsunginn frá Tjarnarkirkju miðviku- daginn 28. júlí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Auðbjörg Guðmundsdóttir, Jónína Ögn Jóhannesdóttir, Guðmundur Jóhannesson, Bjarney G. Valdimarsdóttir, Árni Jóhannesson, Anna Ólsen, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐLAUGUR ELÍS GUÐJÓNSSON, Nordeidestølen 39C, Bergen, Noregi, sem andaðist á Fjórðungsjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn 20. júlí sl., verður jarðsunginn frá Grensáskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði. Þorbjörg Erla Jensdóttir, Davíð Þór Guðlaugsson, Björg Guðlaugsdóttir, Hanna Laufey Guðlaugsdóttir, Auður Ester Guðlaugsdóttir og aðrir aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN SIGURÐSSON, Gilsbakkavegi 7, Akureyri, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðju- daginn 27. júlí kl. 13:30. Helga Helgadóttir, Sigurbjörg Marteinsdóttir, Helgi Snorrason, Marteinn Helgason, Guðrún María Jóhannsdóttir, Guðni Helgason, Dania Heinesen, Viðar Helgason, Sunna Valgerðardóttir, Kári Marteinsson, Pétur Orri Guðnason. Föðursystir okkar, PÁLÍNA BETÚELSDÓTTIR frá Höfn í Hornvík, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 28. júlí kl. 13.30. Betúel Betúelsson, Ingibjörg Betúelsdóttir, Jóna Lísa Guðbjartsdóttir, Kristján Ólafsson, Andrés B. Sigurðsson, Svandís Sigurðardóttir, Marta Sigurðardóttir, Auðun Sigurðsson, Anna María Sigurðardóttir, Esther Sigurðardóttir, Elías Sigurðsson, Elísa Sigurðardóttir. Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR HALLDÓRA BJÖRNSDÓTTIR, frá Dal, andaðist fimmtudaginn 22. júlí. Jarðsett verður frá Grenivíkurkirkju fimmtu- daginn 5. ágúst kl. 14. F.h. vandamanna, Börnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.