Morgunblaðið - 26.07.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 26.07.2004, Qupperneq 22
MINNINGAR 22 MÁNUDAGUR 26. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is ✝ Jón MargeirJónsson fæddist í Stapakoti í Innri- Njarðvík 23. nóvem- ber 1916. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. júlí síðastliðinn. Foreldr- ar hans eru Jón Jóns- son frá Stapakoti, f. 22.9. 1871, d. 3.4. 1944, og Guðrún Ein- arsdóttir frá Guðnýj- arbæ í Keflavík, f. 2.10. 1871, d. 8.4. 1919. Barnsmóðir Jóns, Valgerður Grímsdóttir, f. 22.9. 1871, d. 30.7. 1914, eignaðist Jónu, f. 18.12. 1904, d. 18.7. 1939. Jón kvæntist Guðrúnu Einarsdóttur og átti hún fyrir Ólaf Bergstein Ólafsson, f. 29.10. 1911, d. 14.3. 1976. Albróðir Margeirs er Einar Norðfjörð Jónsson, f. 23.3. 1915, d. 13.7. 1976. Seinni eigin- kona Jóns er Ragnhildur Helga Eg- ilsdóttir, f. 10.7. 1895, d. 26.9. 1969. Sonur hennar, Egill Ragnar Ás- mundsson, f. 24.6. 1918, d. 29.4. 1996, var fóstursonur Jóns. Hálf- systkin Margeirs eru: Guðrún, f. 28.4. 1920, Ingibjörg Þóranna, f. ur. Áður átti Margeir einn son. 5) Valur, f. 7.2. 1949 kvæntur Birnu Sigurðardóttur, f. 21.6. 1940. Börn þeirra eru fjögur. 6) Haukur, f. 7.2. 1949, kvæntur Halldóru Ingimars- dóttur, f. 4.4. 1965. Þau eiga tvær dætur og Haukur á tvö börn fyrir. 7) Guðmundur, f. 6.5. 1952, kvænt- ur Ingibjörgu Annie Frederiksen, f. 28.6. 1960. Börn þeirra eru þrjú. 8) Arnþór, f. 6.12. 1956. Hann á einn son. Margeir stundaði umfangsmik- inn atvinnurekstur í Keflavík um langt árabil. Hann var aðaleigandi og framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Rastar hf. í Keflavík frá stofnun þess 1945 og tók þátt í rekstri síldarsöltunar- stöðva á Austurlandi og á Norður- landi á síldarárunum. Margeir starfaði mikið að félagsmálum, átti sæti í bæjarstjórn Keflavíkur og var m.a. formaður rafveitunefndar Keflavíkurbæjar. Slökkviliðsstjóri í Keflavík var hann frá 1940 til 1960. Ennfremur var Margeir mjög virk- ur í ýmsum félagsmálum atvinnu- rekenda og þá sérstaklega sjávar- útvegsins. Hann var einn af stofnendum Málfundafélagsins Faxa, var í forystu Ungmenna- félags Keflavíkur, vann að bindind- ismálum og var æðstitemplar stúk- unnar. Útför Margeirs verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 30.9. 1921, d. 22.1. 2001, Helgi, f. 29.3. 1923, d. 12.3. 1995, Halldóra Auður, f. 20.7. 1924, Kristján Hafsteinn, f. 12.6. 1926, d. 7.7. 2004, Mar- grét 29.11. 1927, Guð- jón Magnús, f. 29.6. 1929, d. 30.5. 2004, Að- alheiður Ósk, f. , f. 10.11. 1930, Sigvaldi Guðni, f. 17.10. 1932, Sigurður Hjalti, f. 16.4. 1936, d. 24.12. 1963, og Hrefna, f. 24.8. 1938, d. 4.11. 2000. Margeir kvæntist 18. nóvember 1939 Ástu Ragnheiði Guðmunds- dóttur frá Höfða á Völlum, f. 22.2. 1917, d. 20.10. 1999. Börn Margeirs og Ástu eru: 1) Jóna Ingibjörg, f. 10.7. 1940. Hún á tvær dætur. 2) Margrét, f. 27.3. 1942. Sonur henn- ar er Ragnar Ingi, f. 14.8. 1962, d. 10.2. 2002. 3) Ásta Ragnheiður, f. 31.7. 1945, gift Guðjóni Stefánssyni, f. 26.8. 1943. Þau eiga þrjú börn. 4) Margeir, f. 28.5. 1947, kvæntur Ingibjörgu Reykdal Kristjánsdótt- ur, f. 12.2. 1948. Þau eignuðust fimm börn en sonur þeirra dó ung- Árið 1944 er mér minnistætt. Ekki aðeins vegna þess að það var lýðveld- isárið, heldur líka það að foreldrar mínir fluttu úr risinu á horni Suður- götu og Framnesvegar í splunkunýtt hús efst á Suðurgötunni. Pabbi minn og Einar frændi byggðu hlið við hlið þar sem þá var kallað „uppi á heiði“. Ég man að það var fjöldi af frænkum sem hjálpuðu við flutninginn, enda af nógu að taka í þeim efnum. Ég var dá- lítið öfundsjúk vegna þess að Magga systir, sem var tveggja ára, var borin í einskonar hengirúmi úr teppi sem var strekkt á milli tveggja frænkna. Foreldrar mínir voru innan við þrí- tugt og lífið blasti við á nýju tímabili í sögunni og allt var mögulegt. Ég man sérstaklega eftir því hve glæsileg þau voru íklædd sínu fínasta pússi á leið á síðkjólaball í Hjónaklúbbnum. Pabbi minn var auðvitað mestur og bestur – átti hjólreiðaverkstæði og seldi hjól og saumamaskínur, var með jólabas- ar árlega og svo var hann líka að stjórna bíósýningum. Hann var líka slökkviliðsstjóri og margt fleira. Þessi ár eru sveipuð ævintýraljóma þrátt fyrir það að erfitt var að hjóla á holóttu götunum í Keflavík. Ásta Ragnheiður kom í heiminn ári seinna og svo komu strákarnir einn og tveir í senn og litla húsið á Suður- götunni var að springa utan af okkur. Og þá fór ég að heiman og flutti stuttu seinna til Bermúda og var þar rúman aldarfjórðung. Ferðirnar heim með mína litlu fjöl- skyldu voru engu líkar. Nú var fjöl- skyldan flutt í stórhýsi í Háholtinu, uppi á hinni heiðinni í þá daga. Fjöl- skyldan tók á móti okkur með slíkum glæsibrag að aldrei gleymist. Dætur mínar tvær, Karen og Ing- rid Ásta, syrgja afa sinn sem var ein- stakur og senda okkur öllum samúð- arkveðjur. Einnig vill faðir þeirra, B. Alex Welch, sem býr í Bandaríkjun- um, votta okkur samúð. Enginn gleymir föður mínum sem einu sinni hefur hitt hann. Hann var mjög vandaður maður, heill og hóg- vær. Ég held að hann hafi verið sadd- ur lífdaga og farið fagnandi. Við get- um aðeins horft á eftir honum í gegnum tárin og geymt minningu hans í hjartanu. Jóna Margeirsdóttir. Í minningu um elskulegan tengda- föður minn. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Hvíl í friði, elsku Margeir minn. Ingibjörg Frederiksen. Margeir Jónsson tengdafaðir minn lést sunnudaginn 18. júlí sl. Við fráfall hans hrannast upp í minningunni ótal atvik frá liðinni tíð. En lengst mun þó lifa minningin um góðan félaga og vin. Ég kynntist Mar- geiri þegar ég var aðeins 17 ára ung- lingur og kom þá fyrst á myndarlegt heimili þeirra hjóna í fylgd yngstu dótturinnar. Ekki þarf að lýsa því, að þau hjón tóku mér strax einstaklega vel. Ásta tengdamóðir mín ræddi við mig um eitt og annað m.a. svona praktísk mál og persónuleg. Margeir spjallaði síðan við mig um stærri mál- in, hvað ég væri að starfa og hvað ég hygðist fyrir varðandi störf og nám, einnig hvaða hugmyndir ég hefði um ýmsa hluti sem ofarlega voru á baugi. Mér varð strax ljóst þó ungur væri að þarna var ég að hitta mann sem hugs- aði stórt og velti mörgu fyrir sér og mér þótti maðurinn strax við þessi fyrstu kynni ákaflega stór í sniðum. Það fór reyndar svo að við náðum strax mjög vel saman og mikið höfum við nú spjallað og mörg málin krufið til mergjar á þeim 43 árum sem síðan eru liðin. Margeir var í mínum huga á margan hátt sérstæður maður, hann hafði frjálsmannlega og trausta fram- komu og gekk heill að hverju verki. Athafnaþráin kom snemma fram hjá honum, því árið 1932, þá 16 ára gamall stofnaði hann reiðhjólaverkstæði Margeirs Jónssonar og rak það til ársins 1966 en seldi það þá Henning Kjartanssyni sem unnið hafði með honum og í raun annast reksturinn um árabil. Til hliðar við rekstur reið- hjólaverkstæðisins drýgði Margeir tekjurnar með öðrum störfum s.s. innrömmun á myndum, smíðaði leik- föng, gerði við saumavélar, lagði mið- stöðvarlagnir í hús, smíðaði fiskihaka ofl. Rak líka um tíma, samhliða reið- hjólaverkstæðinu, jólabasar, seldi einnig bensín og olíur fyrir BP. Þá var hann á þessum árum sýningarstjóri í kvikmyndahúsinu Nýja bíói. Árið 1945 stofnaði Margeir ásamt 5 öðrum hlutafélagið Röst og tók hann að sér framkvæmdastjórn félagsins. Þeir félagar létu fljótlega smíða m/b Reykjaröst sem fór til síldveiða fyrir Norðurlandi. Síldin brást að mestu og hélst svo næstu árin. Útgerðin var því erfið fyrstu árin og minntist Margeir oft þessarar eldskírnar í útgerðinni. Betri tíð tók síðar við og fyrirtækið efldist og þroskaðist og varð að mjög myndarlegu útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki, vel tækjum búnu og með myndarlega verbúð fyrir starfsfólk sem oft kom langt að til að starfa við fiskvinnsluna yfir vetrarmánuðina. Margeir var svo um tíma þátttakandi í rekstri síldarsöltunarstöðva á Aust- urlandi og Norðurlandi. Mál þróuðust svo þannig að Mar- geir keypti félaga sína út og rak fyr- irtækið einn lengst af. Hann hætti svo fiskverkun árið 1985 og fór þá að hægja nokkuð á. Fyrstu árin eftir að ég hafði lokið skóla vann ég á kvöldin og um helgar með Margeiri við bókhaldið í Röst- inni, uppgjör á aflahlutum og annað sem til féll og hann þurfti aðstoðar við. Ég kynntist því þá að hann bjó yf- ir yfirgripsmikilli þekkingu á öllu sem laut að útgerð og fiskvinnslu, var einnig mjög fær bókhaldari og fljótur með ýmiskonar útreikninga. Rekstr- arfræðin lágu greinilega vel fyrir hon- um. Vinnulag hans einkenndist af því að kynna sér málin vel, gera nauðsyn- lega útreikninga og brjóta mál til mergjar áður en ákvörðun var tekin. Þekkingar og menntunar aflaði hann sér með ýmsum hætti þrátt fyrir að skólaganga hans hafi verið stutt á nú- tíma mælikvarða, þ.e. 4 ár í barna- skóla og síðar 2 vetur við iðnskóla sem þá var kvöldskóli. Við Margeir áttum margar ánægjustundir saman á langri sam- leið. Við stunduðum m.a. saman gönguferðir um Njarðvíkurheiðina, einkum á vorin, en Njarðvíkingurinn var alltaf ofarlega í honum og þetta voru slóðir sem hann sóttist sérstak- lega eftir að ganga um þó þær væru frekar erfiðar yfirferðar. Margeir var mikill útivistarmaður og naut þess að vera úti í náttúrunni, einkum vor og sumar. Hann var reyndar mikill sum- armaður, hlakkaði alltaf til vorsins og að fá að njóta sólarinnar, var sóldýrk- andi mikill. Í nokkra vetur sótti ég með honum fundi í Guðspekifélaginu á sunnudög- um. Það voru mjög eftirminnilegar stundir sem við minntumst oft á seinna á lífsleiðinni. Mér þóttu þessir fundir ákaflega forvitnilegir, en stundum óþægilega langir og erfiðir vegna þess að það vildi sækja svefn bæði að mér kornungum manninum og ekki síður þeim reyndustu þegar teygðist á fundunum. Ég man að mér þótti ákaflega neyðarlegt þegar það henti að menn sváfu undir fyrirlestr- um. Seinna lærðist mér það að þegar fundir verða of langir, þá er ekkert betra gert en að láta sér renna í brjóst. Að mínu mati voru tveir þættir mjög sterkir og áberandi í fari Mar- geirs, þ.e. annarsvegar athafnaþráin og svo feiknalegur félagsmálaáhugi, en hann var mjög virkur í fjölda fé- laga og valdist víða til forystu á þeim vettvangi. Margeir starfaði í forystusveit Ungmennafélags Keflavíkur um ára- bil, vann að bindindismálum, átti sæti í Bæjarstjórn Keflavíkur fyrir Fram- sóknarflokkinn og var lengi formaður Rafveitunefndar Keflavíkurbæjar. Slökkviliðsstjóri var hann í Keflavík á árunum 1940-1960. Hann var einn af stofnendum Mál- fundafélagsins Faxa og virkur í starfi þess og einnig félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur. Þá sat Margeir í ótal ráð- um og nefndum fyrir atvinnurekend- ur og þá sérstaklega á sviði sjávar- útvegs. Einnig var hann bankaráðsmaður í Landsbanka Ís- lands um tíma. Margeir sagði sjálfur að hann teldi að um helmingi af sínum starfstíma hafi hann varið í félagsmál. Þegar tek- ið er tillit til umfangs þeirra starfa sem hann hafði á hendi og þess mikla tíma sem fór í margskonar störf að fé- lagsmálum að auki, þá má ljóst vera að þunginn af því að reka stórt heimili með 8 börnum og annast þann rekst- ur og þá útgerð alla, hvíldi á herðum húsmóðurinnar. Verkaskipting þeirra hjóna var að mínu mati mjög skýr. Ásta tengdamóðir mín sá um allan rekstur heimilisins og það af mikilli röggsemi og dugnaði. Ungum mönn- um í dag mundi líklega þykja sem Margeir hafi búið við mikinn service heima fyrir, eða hátt þjónustustig. Margeir hafði enda stundum orð á því að bæði atvinnureksturinn og fé- lagsstarfið hefði orðið með talsvert öðrum hætti og minna í sniðum ef ekki hefði komið til kraftur, hagsýni og útsjónarsemi konu sinnar. Þau hjón báru virðingu fyrir störfum hvort annars og höfðu ekki mikil af- skipti af starfsháttum eða skipulagi hjá hvort öðru. Ég man þó oft eftir umræðum þeirra á milli um atvinnu- reksturinn og hafði Ásta þá stundum athugasemdir fram að færa þegar henni þótti ekki fyllstu hagkvæmni gætt í rekstrinum. Það var alltaf líflegt og skemmti- legt að koma á heimili þeirra hjóna, það var stutt í húmorinn hjá Margeiri og hann sagði skemmtilega frá og var mjög minnugur á sögur af mönnum og málefnum og óþreytandi að deila þeim með öðrum. Margeir var ósérhlífinn og alltaf reiðubúinn að leggja góðum málum lið, hann gekk heill að hverju verki, var baráttumaður sem vildi sjá árang- ur verka sinna. Langri ævi er nú lokið og glæsi- legur ferill að baki. Mér er nú efst í huga þakklæti fyrir allar samverustundir okkar, allar reynslusögurnar sem hann miðlaði mér af, ótaldar gamansögur af ýms- um viðburðum á langri ævi sem hon- um fórst svo vel að segja frá. Þakklæti fyrir hlýhug og umhyggju fyrir mér og fjölskyldu minni. Fjölskyldan geymir safn ljúfra minninga um ástríkan föður og afa. Ég votta öllum afkomendum Mar- geirs, systkinum hans og fjölskyldum innilegustu samúð. Guðjón Stefánsson. Sæll vinur, eru þeir að fiska fyrir vestan? Þannig heilsaði Margeir þeg- ar við hittumst. Margeiri kynntist ég árið 1992 er ég kom inn í hans fjöl- skyldu. Við náðum strax vel saman og oftar en ekki ræddum við um afla- brögð og það sem var að gerast í sjáv- arútveginum á hverjum tíma. Mar- geir fylgdist mjög vel með og var vel inni í öllum málum. Það var afar gam- an að ræða við Margeir eða frekar að hlusta á hann því yfirleitt fóru okkar samræður þannig fram að þegar ég var búinn að segja honum frá afla- brögðum, þá tók hann við og sagði mér frá hinu og þessu sem á hans daga hafði drifið. Margeir var útsjón- arsamur og ákaflega duglegur að bjarga sér og strax á unglingsárum þurfti hann að sjá fyrir sér sjálfur. Hann var athafnasamur og hug- myndaríkur. Í mínum huga var Mar- geir einn af merkustu athafnamönn- um Íslands á 20. öldinni. Ekki var nóg með það að hann sinnti sínum rekstri, heldur tók hann mikinn þátt í fé- lagsstörfum. Margar skemmtilegar sögur sagði hann mér frá þessum tíma og hvernig hann bjargaði sér úr hinum ýmsa vanda. Ein saga er mér minnisstæð en þannig var að hann framleiddi gorma fyrir rúmdýnur og seldi. Einn stór viðskiptavinur gat ekki borgað í peningum, sá fram- leiddi leikföng fyrir börn. Margeir þurfti að borga sínum birgjum og nú var ekki gott að fá ekki borgað. Hann samdi því við leikfangaframleiðand- ann um að hann borgaði sér í leik- föngum sem og hann gerði. Þegar þetta gerðist voru að koma jól og brá Margeir á það ráð að setja upp jóla- markað og selja leikföngin þar og tókst það með ágætum. Þessi saga sýnir hversu útsjónarsamur Margeir var og hversu duglegur hann var að bjarga sér. Nú er Margeir allur en eftir lifir minning um stórbrotinn mann sem með dugnaði og elju kom mörgum góðum málum til leiðar. Elsku Rabbý mín og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blesssuð sé minning Margeirs Jóns- sonar. Kristinn Jónasson. Þegar barnið skynjar fegurð lífs- ins, verða augu þess stór. En með þeim augum leit ég ávallt á hjónin Ástu Guðmundsdóttur móðursystur mína og eiginmann hennar Margeir Jónsson. Nú hafa þessi heiðurshjón sameinast á ný. Eftir standa góðir og heiðarlegir afkomendur sem bera munu foreldrum sínum fagurt vitni. Stórum kafla í lífi fjölskyldunnar er lokið en þau hjón mörkuðu þar stór og fögur spor. Ég vil þakka alla þá góðmennsku er mér og mínu fólki var sýnd og óska öllum afkomendum þeirra blessunar. Á kveðjustund minnist ég orðtaks Margeirs sem sagði ávallt og jafnframt síðast þegar við töluðum saman: Blessi þig. Jónína H. Jónsdóttir. Með Margeiri Jónssyni er fallinn frá mikill drengskaparmaður og einn af helztu forystumönnum íslenzks sjávarútvegs- og fiskiðnaðar um ára- tugaskeið. Við fráfall Margeirs er margs að minnast. Það er þó ekki ætlun mín að rekja hér viðburðaríkan og farsælan æviferil hans, enda munu aðrir til þess hæfari. Ég vildi því aðeins koma á framfæri nokkrum kveðjuorðum með þakklæti fyrir langt og farsælt samstarf og áratuga trygga vináttu. Kynni okkar Margeirs hófust í byrjun sjötta áratugar síðustu aldar er hann var kjörinn einn af fulltrúum síldarsaltenda í stjórn Síldarútvegs- nefndar, en því starfi gegndi hann um langt árabil. Mér er það ennþá sérstaklega minnisstætt hve fljótur Margeir var að setja sig inn í öll hin flóknu og margvíslegu mál, sem vörðuðu hina ýmsu þætti framleiðslu-, sölu- og markaðsmála saltsíldarinnar, en eins og kunnugt er var enginn atvinnu- grein okkar Íslendinga lengi vel talin jafn óörugg og tvísýn og saltsíldar- iðnaðurinn, enda var oft haft á orði að enginn tvö ár væru lík þar sem síldin ætti hlut að máli. Landsmenn höfðu t.d. hvað eftir annað upplifað margar kollsteypur vegna stórfelldra og óvæntra breyt- inga á göngum síldarinnar og jafnvel hrun heilla síldarstofna, sem lagði í rústir atvinnulíf heilu byggðarlag- anna og ógnaði jafnvel efnahagslegu sjálfstæði landsins. Í því sambandi má nefna að skömmu eftir hrun Norðurlandssíldarstofnsins í lok sjö- unda áratugarins hófst til viðbótar þriggja ára bann við veiði Suður- landssíldarinnar, þannig að byggja þurfti á ný upp alla markaði fyrir sunnlenzku saltsíldina, sem kostaði mikil og margvísleg átök í fram- MARGEIR JÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.