Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.08.2004, Qupperneq 16
Höfuðborgin | Suðurnes | Akureyri | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Refum fjölgar | Mikið er um ref og mink í Fjarðabyggð í ár. Þrátt fyrir að vel hafi ver- ið staðið að veiðum undanfarin ár virðist dýrunum fjölga, og kemur fram á vef Fjarða- byggðar að mildir vetur síðustu ára eigi örugg- lega mikinn þátt í því að dýrin komist frekar á legg. Að sögn veiðimanna er mikið um að þeir finni greni á nýjum stöðum. Það sem af er þessu ári hafa veiðst 63 minkar, 32 refir og 48 yrðlingar í Fjarðabyggð, og er kostn- aður við veiðarnar kominn í 1,5 milljónir króna. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Umhverfisátak að hefjast | „Hreinn bær betri bær“ er yfirskrift umhverfisátaks í Reykjanesbæ sem fer formlega í gang um hádegi á morgun, föstu- dag, og lýkur 3. sept- ember. Síðustu tvö ár hefur Reykjanesbær, í samvinnu við Hringrás hf, Njarðtak hf, Sorp- eyðingarstöð Suð- urnesja, Bláa herinn, fyrirtæki og íbúa Reykjanesbæjar staðið fyrir sérstöku umhverf- isátaki í sveitarfélaginu. Markmiðið með umhverfisátakinu er að gera Reykjanesbæ að hreinni bæ með því að hreinsa málma og annað rusl. Þjónustu- miðstöð bæjarins mun taka á móti ábend- ingum um hvar rusl er að finna, í síma 421- 1152, auk þess sem gámar sem fyrirtæki geta nýtt sér verða settir upp vegna átaks- ins á lóð Hringrásar í Helguvík. Sérhönnuð menningarkort | Á Menn- ingarnótt verður margt um að vera í miðbæ Reykjavíkur, allt frá því að Reykjavíkur- maraþonið hefst á hádegi og fram á nótt. Nú býður Reykjavíkurborg upp á þá hent- ugu nýjung að þeir sem hyggjast taka þátt í Menningarnótt búi til sitt eigið kort með helstu atburðum sem þeir hyggjast sækja. Þetta er gert á sérstöku gagnvirku korti sem finna má á vef Reykjavíkurborgar. Þá verða að sjálfsögðu hefðbundnir dag- skrárbæklingar bornir út á fimmtudaginn með öllum helstu upplýsingum um dagskrá Menningarnætur. Sænskir fornleifa-fræðingar fundu1100 ára gamla gröf með tveim beina- grindum í samfarastell- ingum. Þetta var talið mikið undur. Friðrik Steingrímsson í Mývatnssveit orti: Hún er þyngri en nokkrum taki tárum sú tregafregn er yfir hafið fló um par sem fyrir 1100 árum eðlaði sig og við þá iðju dó. Í vikunni var endur- birtur vísnaþáttur und- irritaðs, þar sem kom fyrir vísa Sigrúnar Haraldsdóttur, sem hún orti á göngu við Rauða- vatn. Ólafur Stefánsson orti af því tilefni: Vegur Sigrúnar vex og dafnar, vísur birtast í endurtekt. Blaðamaður því besta safnar, bullið gerir hann afturrekt. Ganga við Rauðavatn pebl@mbl.is Reykjavík | Fermingarbörn í Dómkirkjunni í Reykjavík fóru í óvissuferð í gær og litu m.a. inn hjá Landhelgisgæslu Íslands og fræddust um starfsemina, en fermingarfræðslan í Dómkirkj- unni hófst með stuttu námskeiði sem stendur lungann úr þessari viku áður en skólinn hefst í næstu viku. Sr. Hjálmar Jónsson, sókn- arprestur í Dómkirkjunni í Reykjavík, segir að reynt sé að nota góða veðrið og fara út um hvippinn og hvappinn. Í gær var byrjað á sögusýningu í Perlunni og svo í heimsókn til Landhelg- isgæslunnar. „Krakkarnir fengu mjög góða kynningu á störfum gæslunnar, bæði daglegum störfum og svo eftirlitsþætti og björgunar- aðgerðum. Það er óhætt að segja að þau hafi verið mjög áhugasöm um þetta,“ segir sr. Hjálmar. Hann segir að reynt sé að hafa fræðsluna þannig að krakkarnir finni sig í þessu og þeim finnist þetta vera í takt við lífið í kring. Morgunblaðið/Árni Sæberg Í óvissuna til Gæslunnar Fræðsla SJÁLFSTÆÐISMENN í borgarráði vilja að útitaflið við Lækjargötu verði endur- reist til fyrri sæmdar. Lögðu þeir til á fundi borgarráðs að umhverfi útitaflsins verði fegrað og snyrt og gert við skemmd- ir. Þá leggja þeir til að komið verði á föstu skáklífi á útitaflinu í samstarfi við skák- félög borgarinnar svo íbúar og gestir í Reykjavík geti gengið að því vísu. Í tillögu sjálfstæðismanna segir að slíkar breyting- ar verði skemmtilegt og kærkomið krydd í miðborgarlífið. Sjálfstæðismenn segja útitaflið hafa ver- ið í sorglegri niðurníðslu mörg undanfarin ár. Taflmennirnir, sem Jón Gunnar Árna- son myndhöggvari hannaði af mikilli list, hafi ekki sést opinberlega í bráðum tutt- ugu ár og hafi þeir verið hætt komnir í bruna nýlega. Vilja fegra og endurreisa útitaflið VESTURBYGGÐ mun styrkja Patreks- fjörð og Bíldudal um 200 þúsund krónur hvort um sig til að mæta þeim kostnaði sem af því gæti hlotist að koma upp send- um fyrir útsendingar Skjás eins í þessum bæjarfélögum. Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti þennan styrk á fundi sínum í gær, en eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa íbúar á Patreksfirði sett af stað söfnun til að greiða fyrir senda fyrir Skjá einn. Heildarkostnaður við slíkan sendi er um 1,8 milljónir, og hefur Íslenska sjónvarps- félagið, sem rekur Skjá einn, boðið ákveðnum sveitarfélögum að ef þau safni fyrir helmingnum af þeim kostnaði muni Íslenska sjónvarpsfélagið greiða afgang- inn og koma sendinum upp. Fram kemur í fundargerð bæjarráðsins að safnast hafi um 650 þúsund krónur á Patreksfirði, og vantar Patreksfirðinga því einungis um 50 þúsund krónur til að fá sendi. Ekki er vitað til þess að sam- bærileg söfnun sé í gangi á Bíldudal. Íbúar á Fáskrúðsfirði hafa nú einnig hafið söfnun til að fá sendi fyrir útsend- ingar Skjás eins í bæjarfélaginu. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, staðfestir að hópur fólks frá Fáskrúðsfirði hafi haft samband við stöðina, og segir hann söfnun í fullum gangi. Magnús segir að upphaflega hafi Íslenska sjónvarps- félagið boðið ákveðnum sveitarfélögum á Vestfjörðum að fá útsendingar Skjás eins gegn því að íbúarnir standi undir helm- ingi kostnaðar við uppsetninguna, en áhugi virðist vera til staðar víðar á land- inu. Styrkja send- ingar Skjás eins ♦♦♦ BORGARSKÁKMÓTIÐ fór fram í gær á afmælisdegi Reykjavíkur- borgar, og var hart tekist á á skák- borðunum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þetta er í 19. skipti sem mótið fer fram og tóku margir af sterkustu skákmönnum landsins tóku þátt, enda mótið iðulega eitt best sótta skákmót hvers árs. Árni Þór Sig- urðsson, forseti borgarstjórnar, setti mótið í gær og lék fyrsta leikn- um, en á myndinni er hin 11 ára Hallgerður Þorsteinsdóttir að tefla við Pétur Jóhannesson. Morgunblaðið/Ómar Teflt á borgarafmæli       Risavaxin marglyttafestist á þurrulandi í fjörunni í Steingrímsfirði þegar flæddi út á dögunum, og rakst Guðbrandur Sverr- isson á ferlíkið í fjörunni. Hann mældi skepnuna, og reyndist þvermál hennar 101 sm. „Ætli það hafi ekki verið hálffallið út þegar hún festist,“ segir Guðmundur, sem hefur aldrei séð marglyttu sem nálgast þennan risa í stærð. „En ég held að nokkrar af þeim sem voru í fjörunni þarna hafi verið stærri en nokkrar sem ég hef séð áður.“ Guðmundur segir að óvenju mikið sé um mar- glyttur í Steingrímsfirð- inum þessa dagana, hvort sem um er að kenna hit- anum, straumum eða öðru. Þær hafa m.a. farið talsvert langt upp í ósinn á Selá, enda var sunnan- átt og streymdi upp í ós- inn. Marglyttan stóra mun hafa verið svokölluð brennihvelja, sem er önn- ur af tveimur hveljuteg- undum sem einkum finn- ast hér við land. Ástþór Gíslason, sjávarlíffræð- ingur hjá Hafrannsókn- arstofnun, segir að þessi marglytta sé sennilega al- veg í stærsta lagi, fræðin segi að þær verði allt að 100 sm í þvermál. Þær eru ekki hættulegar, þó þær geti brennt þá sem þær snerta eins og nafnið gefur til kynna. Brenni- hveljur lifa á dýrasvifi, og halda sig nálægt strönd- um eða á grunnsævi. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Risavaxin marglytta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.