Morgunblaðið - 07.10.2004, Síða 2

Morgunblaðið - 07.10.2004, Síða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ RAGNHEIÐUR Ragnarsdóttir, SH, og Hjörtur Már Reynisson, KR, hefja í dag þátttöku í heimsmeist- aramótinu í sundi í 25 metra laug sem haldið er í Indianapolis í Bandaríkjunum. Ragnheiður keppir í 50 metra bringusundi í dag en hún er skráð með 30 besta tímann af 39 keppendum. Ragnheiður tekur að auki þátt í 100 metra bringusundi, 50 og 100 metra skriðsundi og 100 m fjórsundi. Hjörtur Már keppir í 100 metra flugsundi í dag en hann er með 27. besta tímann af 69 keppendum. Hjörtur tekur þátt í tveimur öðrum greinum, 50 og 200 metra flugsundi. Flest besta sundfólks heims er skráð til leiks, þar á meðal Bandaríkjamaðurinn Michael Phelps sem vann til sex gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Aþenu í ágúst. Phelps keppir í sex greinum á mótinu og ef að líkum lætur kemur þessi 19 ára gamli sundmaður til með að setja heimsmet en 22 heimsmet féllu á síðasta heimsmeistaramóti í 25 metra laug. Hjörtur og Ragn- heiður á HM í dag ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í frjálsu falli á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Á nýjum lista, sem gefinn var út í gær, er Ísland í 88. sæti og hefur fallið niður um átta sæti frá því í byrjun september og um hvorki meira né minna um 30 sæti frá áramótum. Íslendingar hafa tapað báðum leikjum sínum í und- ankeppni HM, gegn Búlgörum og Ungverjum, en fá tæki- færi til að rétta sinn hlut á listanum en Íslendingar sækja Möltu heim á laugardaginn og taka á móti Svíum á mið- vikudaginn. Af þjóðunum sem leika í riðli með Íslendingum í und- ankeppni HM eru Svíar efstir en þeir skipa 22. sæti, Króat- ar eru í 23. sæti, Búlgarir í 41. sæti, Ungverjar í 68. sæti og Möltumenn eru í 133. sæti á listanum. Heimsmeistarar Brasilíumanna eru sem fyrr í efsta sæt- inu, Frakkar eru í öðru, Argentínumenn fara upp um eitt sæti og skipa þriðja sæti, Spánverjar eru í fjórða sæti, Hol- lendingar í fimmta, Tékkar í sjötta, Englendingar í sjö- unda, Portúgalar og Ítalir eru jafnir í 8.–9. sæti og Mexíkóar eru í tíunda sæti. Ísland í 88. sæti á FIFA-listanum HANDKNATTLEIKUR Haukar – Fram 31:25 Ásvellir, Íslandsmót karla, norðurriðill, miðvikudagur 6. október 2004. Gangur leiksins: 0:1, :2, 5:2, 8:5, 11:6, 11:8, 14:11, 17:11, 17:12, 19:12, 23:17, 25:18, 25:20, 27:23, 29:25, 31:25. Mörk Hauka: Andri Stefan 8, Ásgeir Örn Hallgrímsson 8/5, Vignir Svavarsson 6, Gísli Jón Þórisson 4, Jón Karl Björnsson 2, Þórir Ólafsson 1, Gunnar Ingi Jóhannsson 1, Halldór Ingólfsson 1/1. Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 19/1 (þaraf 5 til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur og þar af fékk Magnús Magnússon rautt spjald fyrir að reka hönd í höfuð mótherja. Mörk Fram: Jóhann G. Einarsson 10/5, Guðjón Drengsson 5, Sigfús Sigfússon 4, Arnar Sæþórsson 3, Hjálmar Vilhjálmsson 2, Guðmundur Ö. Arnarson 1. Varin skot: Egidijus Petkevicius20/2 (þar af 6/1 til mótherja) Utan vallar: 18 mín., þar af Guðlaugur Arn- arsson rautt við þrjár brottvísanir. Áhorfendur: Ríflega 300. Dómarar: Guðjón L. Sigurðsson og Ólafur Haraldsson. Strangir við brottvísanir. Staðan, norðurriðill: Haukar 5 4 0 1 156:132 8 Fram 4 3 0 1 118:106 6 HK 3 2 0 1 94:89 4 KA 4 2 0 2 127:133 4 Þór 4 1 1 2 105:108 3 FH 3 0 1 2 81:93 1 Afturelding 3 0 0 3 68:88 0 Þýskaland Göppingen – Kiel .................................. 31:30 Nordhorn – Flensburg......................... 27:27 HSV Hamburg – Lemgo...................... 34:23 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild kvenna Grindavík – KR.................................... 65:55 Gangur leiksins: 10:6, 12:11, 14:15, 16:21, 22:25, 24:28, 32:30, 41:33, 45:41, 57:45, 64:50, 65:55. Stig Grindavíkur: Erla Þorsteinsdóttir 21, Erla Reynisdóttir 13, Ólöf Pálsdóttir 11, Sólveig Gunnlaugsdóttir 9, Svandís Sigurð- ardóttir 5, Erna Magnúsdóttir 2, Petrún- ella Skúladóttir 2, Jovana Stefánsdóttir 2. Fráköst: 18 í vörn - 11 í sókn. Stig KR: Katie Wolfe 15, Georgia Kristi- anssen 11, Halla Jóhannesdóttir 10, Gréta Grétarsdóttir 7, Helga Þorvaldsdóttir 6, Hanna Kjartansdóttir 4, Lilja Oddsdóttir 2. Fráköst: 25 í vörn – 9 í sókn. Villur: Grindavík 16, KR 21. Dómarar: Þröstur Ástþórsson og Jón Guð- mundsson. Áhorfendur: Um 150. Njarðvík – Keflavík............................. 49:81 Stig Njarðvíkur: Jaime Woudstra 17, Helga Jónasdóttir 9, Ingibjörg Vilbergs- dóttir 9, Díana Jónsdóttir 5, Sigurlaug Guð- mundsdóttir 4, Margrét K. Sturludóttir 3, Erla M. Guðmundsdóttir 2. Stig Keflavíkur: Reshea Bristol 24, Rann- veig Randversdóttir 13, María Ben Er- lingsdóttir 10, Bára Bragadóttir 8, Bryndís Guðmundsdóttir 7, Anna María Sveinsdótt- ir 6, Marín Karlsdóttir 5, Halldóra Andr- ésdóttir 5, Svava Ósk Stefánsdóttir 3. ÚRSLIT Real Madrid á flesta leikmenn afþeim sem koma til greina, alls sjö talsins, en flestir sparkspekingar spá því að Thierry Henry, framherji Arsenal, hreppi hnossið. Leikmennirnir 35 sem koma til greina eru: Adriano (Brasilía), Roberto Ayala (Argentína), Michal Ballack (Þýska- land), Milan Baros (Tékkland), Dav- id Beckham (England), Gianluigi Buffon (Ítalía), Cafu (Brasilía), Cris- tiano Ronaldo (Portúgal), Deco (Portúgal), Didier Drogba (Fíla- beinsströndin), Samuel Eto’o (Kam- erún), Steven Gerrard (England), Luis Figo (Portúgal), Ryan Giggs (Wales), Thierry Henry (Frakk- land), Zlatan Ibrahimovic (Svíþjóð), Oliver Kahn (Þýskaland), Kaka (Brasilía), Frank Lampard (Eng- land), Henrik Larsson (Svíþjóð), Roy Makaay (Holland), Paolo Maldini (Ítalía), Pavel Nedved (Tékkland), Alessandro Nesta (Ítalía), Michael Owen (England), Robert Pires (Frakkland), Raúl (Spánn), Roberto Carlos (Brasilía), Ronaldinho (Brasilía), Ronaldo (Brasilía), Wayne Rooney (Eng- land), Andriy Shevchenko (Úkr- aína), Ruud van Nistelrooy (Hol- land), Theodoros Zagorakis (Grikk- land), Zinedine Zidane (Frakkland). SÉRSTÖK nefnd á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, hefur valið 35 leikmenn sem koma til greina í kjöri á knattspyrnu- manni ársins en kjörinu verður lýst í óperuhúsinu í Zürich í Sviss hinn 20. desember. Landsliðsþjálfarar víðs vegar um heiminn greiða at- kvæði í kjörinu og nöfn þriggja efstu verða birt í næsta mánuði en þetta verður í 14. sinn sem FIFA stendur fyrir kjöri á leikmanni ársins. Sjö útnefndir frá Real Madrid Stabæk á eftir að mæta tveimurefstu liðunum, Rosenborg og Vålerenga, á útivelli og Molde á heimavelli svo staðan lítur ekki beint út fyrir Veigar og félaga. „Ég tel þokkalegar líkur á að við höldum okkur uppi. Stabæk hefur haft mjög góð tök á Rosenborg og ef okkur tekst að vinna meistarana og Molde þá tel ég líklegt að við björg- um okkur,“ sagði Veigar við Morg- unblaðið. Ef illa fer hjá ykkur, varla ert þú þá tilbúinn að spila með Stabæk í norsku 1. deildinni? „Eiginlega ekki en svo er ég ekki alveg sáttur vegna stöðu minnar í liðinu. Ég hef fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu en persónulega finnst mér ég eiga að vera í liðinu. Ef Sta- bæk fellur og klásúla er í samningi mínum um að ég get losnað þá mun ég örugglega nýta mér það. Ég hef hins vegar ekkert verið að spái í þessi mál heldur hugsa ég bara um að við reynum að halda sæti okkar. “ Veigar hefur tekið þátt í 15 leikj- um Stabæk af 23 í deildinni og skor- að tvö mörk en hann hefur aðeins verið níu sinnum í byrjunarliðinu. Veigar Páll ekki sáttur hjá Stabæk Reuters Þessir þrír leikmenn Real Madrid koma til greina sem leik- maður ársins – David Beckham, Ronaldo og Luis Figo. VEIGAR Páll Gunnarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sem er á mála hjá norska úrvalsdeildarliðinu Stabæk, segist ekki hafa kynnt sér til hlítar hvort í samningi hans séu ákvæði um að hann verði frjáls ferða sinna fari svo að Stabæk falli úr deildinni. Þegar þremur umferðum er ólokið eru Veigar og félagar hans í fallsæti. Stabæk er næstneðst með 24 stig eins og Molde, Fredrikdstad og Bodö/Glimt hafa 26 stig en Sogndal er neðst með 18 stig. Það var greinilegt á leik KR-ingaað þær söknuðu Hildar Sigurð- ardóttur en sóknarleikur þeirra var bágur lengstum í leiknum. Bæði lið spiluðu fína vörn lengstum og það var ekki oft sem einhver fékk frítt skot. Grindvíkingar mættu með mikið af nýjum leik- mönnum í fyrsta leik Íslandsmóts- ins og er ekki annað hægt að segja en þær hafi allar staðið sig með ágætum. Það má segja að úrslitin hafi ráðist í upphafi á síðasta leik- hlutanum þar sem bestu menn vall- arins fóru fyrir Grindvíkinga – þær Ólöf Helga Pálsdóttir og Erla Þor- steinsdóttir sem afgreiddu gestina með stórleik í fjórða leikhluta og reyndar í þeim þriðja líka. KR-ingar réðu illa við Erlu í sókninni og Ólöf sá um að loka á Katie Wolfe sem átti erfitt uppdráttar allan tímann. Best í liði KR var Halla Jóhann- esdóttir en hún hitti vel og spilaði fína vörn í fyrri hálfleik á Erlu Þor- steins en lenti í villuvandræðum í þeim seinni. „Ég er mjög ánægður með sig- urinn og það er alltaf gott að byrja á sigri. Við sýndum fínan karakter eftir að hafa átt slakan fyrri hálf- leik. Vörnin vann leikinn fyrir okkur en við spiluðum frábæra vörn, sér- staklega í seinni hálfleik. Þetta er jöfn deild þannig að það er enginn leikur gefinn fyrir fram. Vendipunktur í þessum leik var byrjunin á seinni hálfleik. Það var erfitt fyrir þær að ráða við Erlu Þorsteins inn í teig í þessum leik. Liðið á eftir að slípast betur saman og stelpurnar geta bara orðið betri. Ég er sérlega ánægður með barátt- una í leiknum,“ sagði Örvar Krist- jánsson, þjálfari Grindavíkur.  Keflavík vann auðveldan sigur í Njarðvík, 81:49, eftir 47:29 í hálf- leik. Njarðvík minnkaði muninn í tvö stig um tíma í öðrum leikhluta en síðan dró í sundur með liðunum á ný. Reshea Bristol skoraði 24 stig fyrir Keflavík og Jaime Woudstra, systir Brandons sem lék með karla- liði Njarðvíkur í fyrra, gerði 17 fyrir Njarðvík. „Spiluðum frábæra vörn“ GRINDAVÍK vann öruggan sigur á KR, 65:55, í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í körfuknattleik í gærkvöld en leikurinn fór fram í Grindavík. KR yfir í hálfleik, 28:24, en Grindvíkingar náðu undirtök- unum strax í byrjun síðari hálfleiks og létu þau ekki af hendi. Guðlaugur Arnarsson, fyrirliði Fram, fær hér mikið högg á nefið Garðar Vignisson skrifar KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Intersportdeildin: Borgarnes: Skallagrímur – ÍR.............19.15 Grafarvogur: Fjölnir – Haukar............19.15 Selfoss. Hamar/Selfoss – KR ...............19.15 Njarðvík: Njarðvík – KFÍ ....................19.15 Sauðárkrókur: Tindastóll – Keflavík...19.15 1. deild kvenna: Ásvellir: Haukar – ÍS ............................19.15 Í KVÖLD ÚRSL sæti í knatt leiku dagin í Osló úr þe fram Þa íslens verið L S UN 19 un gæ Hj og þrj lei sn se me lið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.