Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 1
2004 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
NÆR REAL MADRID SÉR Á STRIK Í MEISTARADEILD EVRÓPU? / B2
CAMERON Echols hefur
óskað eftir því að verða
leystur undan samningi
sínum við úrvalsdeildarlið
KR í körfuknattleik en
Bandaríkjamaðurinn bar
fyrir sig heimþrá og
óánægju með dvöl sína í
Reykjavík.
Þetta er annar Banda-
ríkjamaðurinn sem staldr-
ar stutt við í herbúðum
KR en Curtis King bað
einnig um að verða leyst-
ur undan samningi sínum
við félagið.
Damon Garris er enn í
herbúðum liðsins en hann
hefur leikið með liðinu frá
því á undirbúnings-
tímabilinu.
Í fréttatilkynningu frá
stjórn körfuknattleiks-
deildarinnar segir að
þetta sé í fyrsta sinn sem
leikmenn óski eftir því að
verða leystir undan samn-
ingi sínum en leit að nýj-
um leikmanni hefst á allra
næstu dögum.
Echols far-
inn frá KR
AGANEFND þýska knatt-
spyrnusambandsins hefur
úrskurðað Oliver Neu-
ville, leikmann Borussia
Monchengladbach, í
tveggja leikja bann eftir
að hann viðurkenndi að
hafa skorað mark með
handleggnum gegn Kais-
erslautern á sunnudag-
inn. Þýski landsliðsmað-
urinn sagði í
sjónvarpsviðtali eftir leik-
inn að hann hafi ekki ætl-
að að skora mark með
hendinni en dómarinn,
Uwe Kemmling, hafi ekki
séð hvað gerðist og
markið hafi því verið
dæmt gilt.
Forsvarsmenn liðsins
ætla ekki að áfrýja bann-
inu en telja að aðgerðir
knattspyrnusambandsins
séu harðar og vísa til
þess að leikmenn geti
sagt ýmislegt misjafnt um
aðra leikmenn í sjón-
varpsviðtölum án þess að
fá keppnisbann í kjölfar-
ið.
Neuville
skoraði og
fékk tveggja
leikja bann
EINAR Logi
Friðjónsson,
handknatt-
leiksmaður,
sem gekk til
liðs við þýska
2. deildarliðið
Friesenheim í
sumar frá
KA, hefur
staðið sig vel
það sem af er
keppn-
istímabilinu,
en Friesen-
heim leikur í
suðurhluta 2.
deildar. Það
er nú um miðja deild með sjö stig
eftir sex leiki. Einar Logi skoraði
fjögur mörk á sunnudaginn þegar
Friesenheim vann Hüttenberg,
27:25, á heimavelli. Í dagblaðinu
Die Rheinpfalz í síðustu viku er
stutt grein um Einar Loga og hon-
um hælt á hvert reipi fyrir fram-
göngu sína það sem af er leiktíðar.
Sagt er að hann hafi verið einn
fárra leikmanna liðsins sem hafi
staðið sig vel þegar Friesenheim
tapaði á heimavelli fyrir Kronau/
Östringen um miðja síðustu viku,
32:24. Þá skoraði Einar Logi þrjú
mörk, en þess má geta að Gunnar
Berg Viktorsson og Guðmundur
Hrafnkelsson leika með Kronau/
Östringen sem er í 2. sæti deild-
arinnar.
Einar Logi
fær hrós
Einar Logi
Viggó hyggst sjá fimm leiki í ferðsinni. Hann byrjar á leik Wallau
Massenheim og Düsseldorf föstudag-
inn 5. nóvember en með þessum liðum
leika Einar Örn Jónsson, Markús
Máni Michaelsson og Alexander Pet-
ersson. Daginn eftir sér hann leik-
Wetzlar og Minden en með þeim liðum
eru Róbert Sighvatsson og Patrekur
Jóhannesson og sunndaginn 7. nóvem-
ber ætlar Viggó að fylgjast með leik
Grosswallstadt og Göppingen en með
liði Grosswallstadt leika Snorri Steinn
Guðjónsson og Einar Hólmgeirsson.
Í vikunni þar á eftir sér Viggó Loga
Cup og sagði Viggó að engin breyting
hefði orðið á þeirri ákvörðun Ólafs.
„Hann verður ekki með okkur í Sví-
þjóð en ég bjartsýnn á að hann verði
klár í slaginn með okkur á HM í Tún-
is,“ sagði Viggó.
Sigfús á góðum batavegi
Viggó sagðist hafa rætt við Sigfús
Sigurðsson og er hann á góðum bata-
vegi en Sigfús var skorinn upp í baki
vegna brjóskloss um miðjan septem-
ber. „Það hefur verið góður bati hjá
Sigfúsi og hann er að vonast til að geta
verið með í leiknum á móti Flensburg
10. nóvember. Hann ætlar ekki að ana
að neinu og hvað landsliðið varðar ætl-
ar hann bara að bíða og sjá til hvernig
honum reiðir af,“ sagði Viggó.
Geirsson í eldlínunni með Lemgo á
móti Pfullingen og þá ætlar hann að
sjá leik Magdeburgar og meistara
Flensburg en með liði Magdeburg
leika Sigfús Sigurðsson og Arnór
Atlason.
„Ég fæ þarna gott tækifæri til að
skoða íslensku leikmennina og í kjöl-
farið eða 11. nóvember mun ég velja
16 manna landsliðshóp sem leikur á
World Cup í Svíþjóð,“ sagði Viggó við
Morgunblaðið.
Ólafur Stefánsson sagði í viðtali við
Morgunblaðið á dögunum að hann
ætlaði ekki að gefa kost á sér á World
Morgunblaðið/Golli
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari mun sjá Snorra Stein Guðjónsson í leik með Grosswallstadt.
Viggó til Þýskalands
VIGGÓ Sigurðsson, nýráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í handknatt-
leik, fer út til Þýskalands í byrjun nóvember og ætlar að fylgast með Ís-
lendingunum sem þar leika.
Viggó Sigurðsson
„JÚ, það er rétt, ég er búinn að gera starfs-
lokasamning við West Bromwich Albion og
stefnan er að flytja heim eftir jólin,“ sagði
Lárus Orri Sigurðsson í samtali við Morg-
unblaði í gærkvöldi.
Lárus Orri hefur leikið í Englandi síðan
hann fór frá Þór til Stoke árið 1994 og er því
á sínu tíunda keppnistímabili þar í landi.
Hann lék fimm fyrstu tímabilin með Stoke en
var síðan keyptur til WBA haustið 1999 og
hefur leikið þar síðan, alls hefur hann leikið
311 leiki með þessum tveimur félögum, 200
með Stoke og 111 með WBA.
Lárus Orri, sem er 31 árs, hefur verið
meiddur það sem af er þessu tímabili, meidd-
ist illa á hné líkt og í fyrra. „Ég samdi við
WBA fyrir helgina og nú verð ég bara í hvíld
næstu mánuði og tek það rólega í stað þess að
reyna að keyra mig í gang sem fyrst. Ég ætla
að ná mér góðum af þessum meiðslum í róleg-
heitunum og veða klár næsta vor,“ sagði
landsliðsmaðurinn í gærkvöldi.
Lárus Orri á
leiðinni heim