Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.10.2004, Blaðsíða 4
TVEIR keppendur sem tóku þátt í maraþonhlaupi í Peking í Kína létust í miðri keppni og 11 voru fluttir á sjúkrahús en frá þessu er greint í Peoples Daily. Alls tóku 25.000 þátt í hlaupinu og lést tvítugur há- skólanemi eftir að hafa hlaup- ið 17 km., og eldri maður sem tók þátt í hlaupinu lést einnig. Margir sem tóku þátt í hlaupinu kvörtuðu yfir því að ekki væru nógu margar drykkjarstöðvar á hlaupaleið- inni en vegalengdin er um 42 km. Tveir hlaup- arar létust í Peking  SIGURÐUR Þorvaldsson, leik- maður Snæfells og íslenska lands- liðsins í körfuknattleik, gerði sér lítið fyrir og hitti úr öllum 6 tilraunum sínum fyrir utan 3-stiga línuna í við- ureign liðsins gegn Íslands- og bik- armeistaraliði Keflavíkur í fyrra- kvöld. Sigurður skoraði 22 stig í 87:82 sigri liðsins.  AÐEINS fjórir leikmenn komust á blað hjá tveimur úrvalsdeildarliðum í körfuknattleik á sunnudaginn. Nik- ola Cvjetkovic, Svavar Birgisson og Bethuel Fletcher skiptu á milli sín 56 stigum fyrir Tindastól af alls 58 stigum liðsins gegn Haukum. Jovan Zdravevski, Clifton Cook og Ragnar Steinarsson skiptu á milli sín 70 stig- um af alls 74 stigum Skallagríms gegn KR.  HEIMIR Guðjónsson var útnefnd- ur leikmaður ársins og Emil Hall- freðsson sá efnilegasti á lokahófi Ís- landsmeistara FH í knattspyrnu sem haldið var um nýliðna helgi. Sama niðurstaða og í kjöri leikmanna úr- valsdeildar sem kynnt var á lokahófi KSÍ fyrr í þessum mánuði.  STEFÁN Gíslason var kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildarliðs Keflavíkur í knattspyrnu á lokahófi félagsins um síðustu helgi. Ingvi Rafn Guðmundsson var valinn efni- legasti leikmaðurinn. Guðný P. Þórðardóttir var valin besti leik- maður kvennaliðs félagsins sem sigraði í 1. deild í sumar, og Mist Elí- asdóttir var valin sú efnilegasta.  GUNNAR Berg Viktorsson skor- aði eitt mark og stóð sig einkar vel í vörninni þegar Kronau/Östringen vann HSG Gensungen/Felsberg, 32:25, í suðurhluta þýsku 2. deildar- innar í handknattleik um liðna helgi. Guðmundur Hrafnkelsson, lands- liðsmarkvörður, fékk fá tækifæri í leiknum þar sem Maros Kolpak að- almarkvörður liðsins er mættur í slaginn á ný eftir níu mánaða fjar- veru vegna meiðsla. Kolpak lék að- eins í síðari hálfleik og varði alls 16 skot. Það er því ljóst að Guðmundur mun eiga við ramman reip að draga á næstu mánuðum í samkeppni við hinn sterka slóvakíska markvörð.  ALEXANDER Shamkuts, fyrr- verandi línumaður Hauka, skoraði eitt mark þegar Stralsunder vann Bernburg, 26:19, í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknatt- leik. Stralsunder er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig að loknum sjö leikjum.  RAFAL Ulatowski, knattspyrnu- þjálfari frá Póllandi, sem hefur verið aðstoðarþjálfari Þróttar í Reykjavík undanfarin ár, hefur tekið við starfi aðstoðarþjálfara hjá pólska félaginu Lech Poznan. Lið hans er í níunda sæti í efstu deild í Póllandi. FÓLK FINNLAND gerði sér lítið fyrir og sigraði Rússland nokkuð óvænt, 1:0, í fyrri úrslitaleik þjóðanna um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvennalandsliða í knattspyrnu sem fram fór í Jakobstad í Finnlandi á laugardaginn. Laura Kalmari, leik- maður Umeå í Svíþjóð, skoraði eina mark leiksins. Liðin mætast aftur í Moskvu á morgun. Rússar urðu fyr- ir ofan Íslendinga í riðlakeppninni sem lauk í haust. Ísland mætir Noregi í sömu keppni 10. og 13. nóvember og Ítalía leikur við Tékkland. Sig- urvegararnir þrír komast í úr- slitakeppnina í Englandi ásamt Frökkum, Svíum, Dönum, Þjóð- verjum og Englendingum. Þær finnsku lögðu Rússa SAM Allardyce, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðs-ins Bolton, hefur framlengt samning sinn við félagið um fimm ár en félagið er sem stendur í fjórða sæti deild- arinnar. Phil Gartside, stjórnarformaður félagsins, til- kynnti í gær að Allardyce hefði samið á ný við félagið en hann hefur stjórnað liðinu undanfarin fimm ár og svo skemmtilega vildi til að hann heldur upp á fimmtugs- afmælið um þessar mundir. „Við sögðum að það tæki félagið 10 ár að festa sig í sessi í efri hluta deildarinnar. Og Allardyce sagði við mig fyrir 5 árum að hann vildi hætta með liðið þegar hann væri 55 ára gamall. En ég er viss um að honum snýst hugur eftir fimm ár til viðbótar og heldur áfram að vinna hjá félaginu,“ sagði Gartside. Allardyce kom til liðsins frá Notts County árið 1999 og félagið tryggði sér sæti í úrvalsdeild á næstu leiktíð með því að vinna Preston í umspili í Cardiff. Á síðustu leiktíð lék liðið til úrslita í deildabikarkeppn- inni gegn Middlesbrough en á undanförnum misserum hef- ur liðið náð góðum árangri í úrvalsdeildinni en Bolton telst ekki vera stórt félag á enskum mælikvarða. Sam Allardyce Allardyce samdi við Bolton á ný Grace Park frá S-Kóreu var meðþriggja högga forskot á Sör- enstam fyrir síðasta hringinn en hin 34 ára gamla Sörenstam náði að jafna við Park með því að vippa ofaní á 15. holu þar sem hún fékk örn eða tvo undir pari. Þetta er fimmti sigur Sörenstam á þessu keppnistímabili og alls hefur hún landað 54 sigrum á ferli sínum til þessa. „Ég sagði við sjálfan mig að líklega væri þetta erfiðara högg en ég hélt í fyrstu,“ sagði Sörenstam er hún lýsti vippinu sem sneri taflinu henni í vil á lokadeginum. „Boltinn þurfti að rúlla niður í móti og ég hafði ekki lesið brotið í flötunum nógu vel fram að þessu höggi. Ég var að hugsa um að ná fugli þannig að niðurstaðan kom mér skemmtilega á óvart.“ Sörens- tam lék síðari 9 holur vallarins á 32 höggum og samtals á 5 undir pari eða 67 höggum sem var besta skor loka- dagsins. „Það er alltaf sérstakt að koma á óvart á lokadegi – og maður verður að leika vel til þess að eiga möguleika gegn 20 bestu kvenkylf- ingum heimsins,“ sagði Sörenstam en hún býr rétt við völlinn og þekkir því aðstæður nokkuð vel. Park hafði leikið gríðarlega vel fyrstu þrjá dagana en hún lék á 62 höggum fyrsta keppnisdaginn en hún hefur aðeins unnið eitt mót á keppnistímabilinu. En átta sinnum hefur hún endað í öðru eða þriðja sæti. „Ég er gríðarlega ósátt við hvernig ég lék á síðustu holunum. Ég náði ekki að gera það sem gera þurfti á meðan Sörenstam gerði engin mis- tök,“ sagðin Park en hún lék á 73 höggum síðasta daginn og var þrjá yfir pari á síðustu 6 holum keppn- innar. Annika Sörenstam var með stáltaugar SÆNSKI kylfingurinn Annika Sörenstam náði að landa sigri á óopinberu heimsmeistaramóti atvinnukvenna í golfi, Samsung World Championship, sem lauk á sunnudaginn í Palm Desert í Bandaríkjunum. Reuters Annika Sörenstam sýndi mikinn styrk á mótinu í Palm Desert í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.