Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 4
CAMERON Echols, banda-
rískur körfuknattleiks-
maður í herbúðum úrvals-
deildarliði KR, ákvað í
fyrradag að hætta við að
fara frá félaginu, en Echols
tilkynnti stjórn félagsins sl.
sunnudag að hann vildi rifta
samningi sínum við félagið.
Í fréttatilkynningu frá KR
segir að Echols hafi séð að
sér og rætt við Herbert Arn-
arson, þjálfara liðsins, og
stjórnarmenn. Echols verður
því með KR gegn Njarðvík á
fimmtudaginn er liðin eigast
við í Intersportdeildinni.
Echols
hætti við
að hætta
DAGUR Sigurðsson og lærisvein-
ar hans í austurríska meistaraliðinu
Bregenz lentu gegn danska liðinu
AaB þegar dregið var til 3. umferðar
í EHF-keppninni í handknattleik í
gær. Bregenz leikur fyrri leikinn á
heimavelli.
SKJERN frá Danmörku sem Aron
Kristjánsson þjálfar og Ragnar Ósk-
arsson leikur með mætir rússneska
liðinu Dynamo Astrakhan og fer
fyrri leikurinn fram í Rússlandi.
MAGDEBURG sem leikur undir
stjórn Alfreðs Gíslasonar og þeir
Sigfús Sigurðsson og Arnór Atlason
leika með dróst gegn franska liðinu
Paris Handball og fer fyrri leikurinn
fram í Frakklandi.
GUÐJÓN Valur Sigurðsson og fé-
lagar hans í þýska liðinu Essen
mæta Redbergslid frá Svíþjóð og fer
fyrri leikurinn fram á heimavelli
Essen.
DYNASTYKEPPNIN, fór fram í
fyrsta sinn fyrir 19 mánuðum, en það
er golfkeppni á milli Asíu og Japans í
anda Ryderkeppninnar sem fram fer
annað hvert ár á milli Evrópu og
Bandaríkjanna. Tilraunin þótti tak-
ast vel og verður mótið á dagskrá á
ný á stærsta golfvallasvæði Kínverja
og fer mótið fram í apríl.
ASÍA vann fyrsta mótið nokkuð
örugglega, 16 ½ vinningar gegn 7 ½.
Bandaríska golfgoðsögnin Jack
Nicklaus hannaði golfvöllinn sem
heitir Mission Hills og er við borgina
Shenzhen - rétt utan við landamæri
Hong Kong.
JAPANIR hafa lagt hart að Shig-
eki Maruyama og Hidemichi Tan-
aka að taka þátt en þeir leika á PGA-
mótaröðinni í Bandaríkjunum og sáu
sér ekki fært að vera með í fyrstu
keppninni. Hsieh Min-nan frá Taív-
an er fyrirliði Asíuliðsins en Isao
Aoki er fyrirliði japanska liðsins.
FRANSKI landsliðsmaðurinn
David Trezeguet, sem leikur með
Juventus, verður frá æfingum og
keppni næstu þrjá mánuðina.
Frakkinn gekkst undir skurðaðgerð
á öxl í gær sem var óumflýjanleg þar
sem hann hefur þrívegis farið úr axl-
arlið á undanförnum misserum.
GRINDVÍKINGAR skoruðu 134
stig gegn sameiginlegu liði Hamars/
Selfoss í úrvalsdeild karla í fyrra-
kvöld en samtals skoruðu liðin 245
stig. 134:111. Rúnar Birgir Gíslason
fyrrum körfuknattleiksdómari segir
að hæsta stigaskor í úrvalsdeildar-
leik hafi verið í rimmu Hauka og
Tindastóls árið 1997. Sá leikur var
þríframlengdur og endaði 141:134,
fyrir Hauka. Samtals 275 stig. Árið
1997 vann Keflavík lið Tindastól
149:79, eða með 70 stiga mun.
FÓLK
FRAMKVÆMDANEFND heims-
meistaramótsins í knattspyrnu
sem fram fer í Þýskalandi árið
2006 hefur hafið leit að 15.000
sjálfboðaliðum til þess að starfa á
meðan keppnin fer fram. Þörf er
á 1.000 sjálfboðaliðum á öllum 12
keppnisstöðunum og segir Franz
Beckenbauer góð þátttaka sjálf-
boðaliða sé lífsnauðsynleg fyrir
mótshaldið. „Sjálfboðaliðarnir
skipa það stóran þátt í skipulagi
keppninnar að án þeirra getum
við ekki framkvæmt mót af slíkri
stærðargráðu. Markmið okkar er
að bjóða alla velkomna í stærstu
knattspyrnuveislu sögunnar sem
stendur yfir frá 9. júní til 9. júlí
árið 2006. Við höfum þörf fyrir
fólk með víðtæka þekkingu og
reynslu, túlka, bílstjóra og aðra
sem geta hjálpað ferðamönnum
og gestum á meðan keppnin
stendur yfir,“ sagði Beckenbauer.
Leita að 15.000 sjálfboðaliðum
Í E-riðlinum verður forvitnilegt aðsjá hvernig Arsenal reiðir af gegn
Panathinaikos en Englandsmeistar-
arnir urðu að sætta sig við 1:1-jafn-
tefli við Rosenborg á dögunum. Ars-
enal er efst í riðlinum með 4 stig,
PSV og Panathinaikos hafa 3 og Ros-
enborg er með 1 stig. Patrick Vieira,
fyrirliði Arsenal, getur ekki leikið
með sínum mönnum vegna meiðsla
og Dennis Bergkamp er fjarri góðu
gamni en eins og flestir vita ferðast
Hollendingurinn „fljúgandi“ ekki
með flugvélum.
Getum lagt hvaða lið
sem er að velli
„Við höfum ekki náð að spila af
sama styrkleika í Meistaradeildinni
og í ensku úrvalsdeildinni. Því þurf-
um við að breyta og gera andstæð-
inga okkar hrædda þegar þeir mæta
okkur,“ segir Thierry Henry, fram-
herjinn frábæri í liði Arsenal.
„Við getum lagt hvaða lið að velli í
Evrópu sem er. Það er ekki vanda-
mál fyrir okkur að skora mörk en í
Evrópukeppninni þurfum við að
spila meira sem ein liðsheild og verj-
ast betur,“ segir Henry en lið Arsen-
al hefur ekki þótt mjög sannfærandi
í fyrstu tveimur leikjum sínum í
keppninni á sama tíma og það hefur
farið á kostum í úrvalsdeildinni.
Í Þrándheimi taka margfaldir
Noregsmeistarar Rosenborg á móti
PSV og þar dugar Rosenborg ekkert
nema sigur til að eygja möguleika á
að blanda sér í toppbaráttu riðilsins.
100. Evrópuleikur Chelsea
Chelsea tapaði sínum fyrsta leik á
tímabilinu þegar það lá fyrir Man-
chester City og spurning er hvernig
sá ósigur leggst á lærisveina Jose
Mourinho þegar þeir mæta CSKA
Moskva á Stamford Bridge. Rúss-
arnir eru með fjögur stig í H-riðl-
inum og geta með sigri skotist í topp-
sætið. Eiður Smári Guðjohnsen
verður nær örugglega í byrjunarlið-
inu en hann og Mateja Kezman eru
einu framherjarnir sem Mourinho
hefur völ á. Didier Drogba er meidd-
ur og Adrian Mutu er búinn að mála
sig út í horn af ýmsum ástæðum.
Chelsea og CSKA hafa aldrei mæst
áður í Evrópukeppni og leikurinn er
sá fyrsti sem rússneska liðið spreytir
sig á gegn ensku liði. Leikurinn á
Stamford Bridge verður 100. Evr-
ópuleikurinn í sögu Chelsea og þar
eru taldir með leikir í Super-Cup.
Chelsea er fimmta enska liðið sem
nær þriggja stafa tölu hvað fjölda
Evrópuleikja varðar. Liverpool á
flesta, 228 talsins, Manchester Unit-
ed 217 og Arsenal og Leeds 148.
Sannkallaður stórleikur verður
háður í Mílanó þegar AC Milan tek-
ur á móti Barcelona en margir hafa
spáð því að þessi tvö félög geti farið
alla leið í Meistaradeildinni í ár. Lið-
in eru efst og jöfn í F-riðli með 6 stig
en Shakhtar Donetsk og Celtic, sem
eigast við í Úkraínu, eru án stiga.
Frank Rijkaard þjálfari Börsunga
fær eflaust hlýjar kveðjur frá stuðn-
ingsmönnum AC Milan en Rijkaard
átti góðu gengi að fagna með Míl-
anóliðinu, sem og Carlo Ancelotti
þjálfari Milan, og var í miklum met-
um hjá fylgismönnum félagsins.
„Ég býst við afar spennandi leik
og ég veit það fyrir víst að Rijkaard
fær góðar móttökur. Ég get ekki
sagt að Barcelona sé besta lið Evr-
ópu í dag en svo mikið er víst að lið
Börsunga er feikilega sterkt og spil-
ar frábæra knattspyrnu,“ segir
varnarmaðurinn sterki í liði AC Mil-
an, Alessandro Costacurta. Löngu
uppselt er á leikinn en völlurinn tek-
ur 80.000 áhorfendur.
Inter Mílanó getur farið langt með
að tryggja sér farseðilinn í 16 liða úr-
slitin, takist liðinu að leggja Spán-
armeistara Valencia á þeirra heima-
velli, Mestalla. Inter er efst með 6
stig, Werder Bremen og Valencia
hafa 3 en Anderlecht, sem tekur á
móti Bremen, er neðst án stiga.
Reuters
Clarence Seedorf, Hollandi, Andriy Shevchenko, Úkraínu, og Brasilíumaðurinn Kaká, leikmenn AC Milan, fagna eftir að þeir höfðu
komið knettinum í netið í leik gegn Lazio í deildarleik á Ítalíu. Þeir taka á móti Barcelona í sannkölluðum stórleik í kvöld.
Risaslagur á San
Síró í Mílanó
EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea-liðinu verða í
eldlínunni í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld en Chelsea
tekur þá á móti CSKA Moskva á heimavelli sínum, Stamford Bridge.
Hið „ósigrandi“ lið Arsenal mætir Panathinaikos í Grikklandi en
stórleikur kvöldsins verður þó aðteljast viðureign AC Milan og
Barcelona, tveggja efstu liðanna í F-riðlinum sem mætast á San
Síró í Mílanó.