Morgunblaðið - 27.10.2004, Side 6

Morgunblaðið - 27.10.2004, Side 6
UNGUR maður hefur játað að hafa stolið allt að 30 bílum á undanförnum vikum og mán- uðum og hefur verið sendur í afplánun í fangelsi vegna dóms sem hann hafði áður hlotið. Lögreglan í Reykjavík rannsakaði málið í samstarfi við Kópavogslögregluna og handtók manninn á mánudag. Játaði hann nytjastuldina við yfirheyrslur. Bílarnir sem hann stal voru einkum af gerðinni Nissan en einnig stal hann Subaru og fleiri bíltegundum. Bílana gat hann ræst með því að stinga lyklum í slitna svissa og keyrði síðan milli staða að vild og skildi bílana eftir þar sem hon- um datt í hug. Maðurinn er fæddur árið 1982 og hefur áð- ur komið við sögu lögreglu fyr- ir auðgunarbrot. Játar þjófnað á tugum bíla GUÐFRÍÐUR Lilja Grétarsdóttir, forseti Skák- sambands Íslands, hlýtur jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs árið 2004, en þetta er í þrettánda skipti sem viðurkenningin er veitt. Í rökstuðningi fyrir veitingunni segir að Guð- fríður Lilja hafi þegar á unga aldri vakið mikla at- hygli fyrir skákhæfileika sína og orðið kornung al- þjóðlegur meistari, auk þess sem hún hafi ellefu sinnum orðið Íslandsmeistari kvenna í skák. „Á síðustu árum hefur Guðfríður Lilja unnið af mikilli ósérhlífni og með stórkostlegum árangri að því að efla skákiðkun kvenna og stúlkna á Íslandi. Hún endurvakti kvennalandslið Íslands í skák ár- ið 2000 og safnaði þá bæði liði og fé, svo Íslend- ingar gætu rekið af sér það slyðruorð að vera án kvennalandsliðs í skák, einir þjóða Vesturheims. Guðfríður Lilja hefur leitt landslið Íslands, sem náð hefur æ betri árangri á síðustu árum,“ segir síðan. Þá segir að hún hafi líka látið sig uppeldisstarf miklu varða. Hún hafi haldið ótal skáknámskeið fyrir stúlkur og haldið úti skákskóla fyrir stúlkur á heimili sínu auk þess sem hún hafi stofnað fyrir eigið fé sérstakan afrekssjóð stúlkna í skák innan Taflfélagsins Hellis. Þá hafi hún skipulagt vel heppnaða viðburði, meðal annars fjöltefli þar sem hátt á annað hundrað kvenna úr öllum áttum hafi teflt við stúlkurnar í kvennalandsliðinu. „Nú í vor braut Guðfríður Lilja svo blað í skák- sögu Íslands þegar hún var kjörin forseti Skák- sambands Íslands, fyrst kvenna. Undir hennar forystu hefur Skáksamband Íslands kynnt nýja og metnaðarfulla stefnu sem kallast „Finnur fjór- ir“. Hluti þeirrar stefnu er „Femínistagambít- urinn“ sem felur í sér skýr og ákveðin markmið varðandi aukningu skákiðkunar stúlkna og kvenna á næstu árum. Að því verði stefnt að árið 2022 verði jafnmargar íslenskar konur orðnar stórmeistarar í skák og karlar. Að mati Jafnréttisráðs hefur Guðfríður Lilja Grétarsdóttir unnið framúrskarandi störf á liðn- um árum að því að efla skákiðkun kvenna og stúlkna á Íslandi og hefur jafnframt metn- aðarfulla framtíðarsýn á því sviði. Hún er því vel að viðurkenningu ráðsins komin,“ segir síðan. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fær jafnréttisviðurkenningu Morgunblaðið/Árni Torfason Foreldrar Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur tóku við jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs 2004 fyrir hennar hönd, þar sem hún er að tefla á ólympíuskákmótinu á Mallorka. Á myndinni afhendir Árni Magnússon félagsmálaráðherra Sigrúnu Andrewsdóttur, móður Guðfríðar Lilju, viðurkenninguna, en auk þeirra er á myndinni Fanný Gunnarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs. 6 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR URRRRRANDI SPENNA! M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN LJÓNADRENGURINN Á SKILIÐ AÐ MENN REKI UPP FAGNAÐARÖSKUR NÝ BÓK UM LJÓNADRENGINN CHARLIE ASHANTI - The Guardian SAMKVÆMT upplýsingum frá emb- ætti ríkissaksóknara var sakavottorð sem gefið var út vegna ákæru á hend- ur manni sem í liðinni var dæmdur fyr- ir árás á eiginkonu sína, en refsingu hans frestað haldi hann skilorð, gefið út í samræmi við gildandi reglur. Í Morgunblaðinu í gær kom fram að maðurinn var árið 1990 dæmdur fyrir líkamsárás gegn fyrrverandi eigin- konu sinni en þess dóms var ekki getið í sakavottorði. Í fréttatilkynningu frá ríkissak- sóknara segir: „Í fréttinni kemur fram að reglugerð frá 1999 kveði á um að hafi viðkomandi, þ.e. sá sem sakavott- orð varðar, hlotið tvo eða fleiri fangels- isdóma beri að færa þá alla í sakavott- orð, þótt aðeins einn þeirra sé innan tíu ára tímamarka, sem þar eru til- greind. Tekið skal fram að samkvæmt 11. gr. reglugerðar nr. 569/1999 um saka- skrá ríkisins miðast tíu ára tímamörk- in við lok afplánunar fangelsisrefsing- ar. Ekki kemur fram í fréttinni að við- komandi hafi hlotið fangelsisdóm eða lokið afplánun fangelsisrefsingar inn- an tíu ára tímamarkanna sem um ræði en þar er hins vegar nefndur dómur frá árinu 1990. Samkvæmt áðurnefndu ákvæði reglugerðar um sakaskrá ríkisins miðast tíu ára tímamörk m.a. við lok réttindasviptingar eða endurveitingu réttinda, t.d. ökuréttinda, þ.e. telja ber tíu ára frestinn frá lokum rétt- indasviptingar eða endurveitingu réttinda en ekki frá þeim degi er dómur var kveðinn upp. Á sakavott- orði manns sem hefur með dómi verið sviptur ökurétti ævilangt 2. janúar 1985 og 2. janúar 1988 en hlotið end- urveitingu 2. janúar 1995 færast því upplýsingar um sviptingardómana allt til 2. janúar 2005.“ Sigríður J. Friðjónsdóttir, sak- sóknari hjá ríkissaksóknara, segir að þar sem afplánun refsingar hafi lokið fyrir meira en tíu árum hafi, sam- kvæmt reglugerð, ekki átt að tiltaka fyrrnefndan dóm í sakavottorði. End- urveiting ökuréttinda valdi því ekki að tiltaka þurfi alla dóma sem við- komandi hafi lokið afplánun á, lendi þeir utan fyrrnefndra tímamarka. Segir sakavottorðið í samræmi við reglur „MÉR finnst þetta óskaplega mikill heiður og er mjög þakklát fyrir þetta fyrir hönd allra ís- lenskra skákkvenna. Ég lít á þetta sem við- urkenningu fyrir okkur allar sem höfum þraukað í skákheim- inum allan þennan tíma,“ sagði Guðfríður Lilja í sam- tali við Morgunblaðið í gær af þessu tilefni. Hún sagði að það væri meira en að segja það að þrauka sem skákkona á Ís- landi. Alla vega hefði það ver- ið þannig í mjög langan tíma. Þetta væri alveg ótrúleg saga. Kvennalandslið í skák hefði ekki verið til í meira en sextán ár og það hefði verið meiriháttar átak að búa það til árið 2000. „Það eru bara fjögur ár lið- in og við höfum í rauninni komist alveg ótrúlega langt á skömmum tíma. Þetta er auð- vitað hvatning til dáða fyrir okkur allar og fyrir okkur öll, því það eru líka góðir menn sem hafa lagt hönd á plóginn, eins og Hrafn Jökulsson og fleiri,“ sagði hún ennfremur. Mikill heiður Guðfríður Lilja Grétarsdóttir NORÐMENN hafa fengið athuga- semdir frá Evrópusambandinu vegna nýs útlits á skráningarplötum bíla, en sams konar plötur hafa verið teknar upp hérlendis. Auk númers- ins er mynd af þjóðfána á plötunum og skammstöfun á landsheitinu, IS eða N. Karl Ragnars, forstöðumaður Umferðarstofu, segist ekki vita til þess að athugasemdir hafi verið gerðar við íslensku plöturnar. Á vefsíðu norska blaðsins Verdens gang kemur fram að norska sam- gönguráðuneytið hafi fengið boð um að númeraplöturnar sem teknar voru í notkun á árinu séu ekki í sam- ræmi við reglur ESB. Plöturnar verði að hafa mynd af ESB-merkinu, gular stjörnur á bláum fleti. Þar sem reglugerðir Evrópska efnahags- svæðisins falli undir ESB eigi núm- eraplöturnar að vera í samræmi við ESB-reglur. Kemur og fram í frétt- inni að þessar fréttir hafi komið Ís- lendingum á óvart. Karl Ragnars segir það rétt að númeraplötur bíla í ESB-löndum eigi að hafa mynd f Evrópufánanum með gulum stjörnum auk skamm- stöfunar á landsheiti. Hann segir að íslensku plöturnar sem teknar voru upp í sumar séu eins og þær norsku og því ekki með ESB-merkinu. Kveðst hann ekki hafa frétt af nein- um athugasemdum við íslensku út- gáfuna. Nú sé hins vegar ekki lengur heimilt að merkja bílnúmerin með auðkennum sveitarfélaga eins og verið hefur lengi. Allir nýskráðir bílar bera númerin með nýja útlitinu en Karl telur ólíklegt að amast verði við númerum með sveitarfélaga- merkjum á eldri bílum. Fari menn hins vegar til útlanda með bíla sína sé réttara fyrir öku- menn að verða sér úti um límmiða með fánamynd og IS-merkinu og setja á viðeigandi stað fremst á núm- eraplötuna séu bílarnir ekki þegar með nýju plöturnar. Númeraplötur ekki í sam- ræmi við ESB-reglur? Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.