Morgunblaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 27.10.2004, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 17 MINNSTAÐUR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynn- ast í beinu flugi frá Íslandi. Kraká er fyrrum höfuðborg Póllands og því höfðu konungar þar aðsetur sitt og ber borgin þess ennþá merki enda ótrúlega margar minjar frá þeim tímum Munið Mastercard ferðaávísunina Kraká 1. nóvember í 3 nætur frá kr. 14.990 Verð kr. 14.990 Flugsæti til Kraká, 1.nóv, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. Netverð.. Netverð. Símabókunargjald er kr. 1.500. á mann. Góð hótel í boði frá 2.900 kr. per mann per nótt. Síðustu sætinMENNINGIN fyllti margar kirkjur á Suðurnesjum um helgina þegar Ferðamálasamtök Suðurnesja og söfnuðirnir á svæðinu efndu til Menningardags í kirkjum í annað sinn. Alls komu um 1.100 manns í kirkjurnar, samkvæmt upplýsingum Kristjáns Pálssonar, formanns Ferðamálasamtakanna, og er það fleira en á síðasta ári. Dagurinn var eftirminnilegur og hafa komið fram áskoranir um að efna til þriðju hátíðarinnar að ári. Ýmislegt athyglisvert kom fram að því er fram kemur í samantekt Krist- jáns eftir daginn. Ómar Smári Ár- mannsson talaði í Kálfatjarnarkirkju og sagði frá næstum því öllum leynd- armálum selstúlknanna í Heiðinni. Jón Böðvarsson sagði í Njarðvík- urkirkju að Sveinbjörn Egilsson skáld og rektor hefði verið mesti málamaður sem Ísland hefði alið og taldi hann pereat MR-inga mikið hneyksli. Magnús Þór Sigmundsson, tónlistarmaðurinn frá Höskuldarkoti, söng fyrir Gunnar Dal heimspeking í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Þá kom Rún- ar Júlíusson fram sem leynigestur með kór Keflavíkurkirkju og söng til móður sinnar í Keflavíkurkirkju. Séra Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup í Skálholti talaði í Útskála- kirkju í Garði og sagði frá fyrstu kynnum sínum af draugum en það var í Útskálum. Matthías Johann- essen skáld náði sambandi við séra Hallgrím Pétursson sálmaskáld í Hvalsneskirkju. Bjarni Ara fyllti Kirkjuvogskirkju upp í rjáfur og hjörtu gesta með Vilhjálmi Vil- hjálmssyni. Séra Jóna Kristín Þor- valdsdóttir kom íþróttafólki í sam- band við Guð við athöfn í Grinda- víkurkirkju. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Fjölmenni Hvalsneskirkja var full á menningardegi. Á fremsta bekk sitja Matthías Johannessen, Hanna Johannessen, Gunnar Kristjánsson prófastur, Kristján Pálsson, formaður Ferðamálasamtakanna, og Sóley Halla Þórhallsdóttir. Menningin fyllti kirkjurnar Vogar | KS-verktakar áttu lægsta tilboð í viðbyggingu Stóru-Vogaskóla í Vogum í útboði Eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. Fyrirtækið býðst til að byggja fyrir liðlega 194 milljónir kr. sem er tæplega 2% yfir kostnaðar- áætlun sem hljóðaði upp á 191 milljón. Vegna örrar fólksfjölgunar í Vogum á undanförnum árum hefur starf- semi skólans sprengt utan af sér húsnæðið þannig að erfiðleikar hafa skap- ast. Kristján Baldursson, tækni- og umhverfisstjóri Vatnsleysustrandar- hrepps, segir að nauðsynlegt hafi verið að stækka skólann vegna þessa og til þess að fjölgunin geti haldið áfram. Þessi áfangi viðbyggingarinnar er tæplega 1.300 fermetrar að stærð en auk þess skal verktaki vinna tilteknar breytingar á eldra húsnæðinu. Bætast við sjö nýjar skólastofur og auk þess fjölnota salur og mötuneyti. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist fljót- lega, eða strax að lokinni athugun á tilboðum og samningum við verktaka, en þeim á að vera lokið fyrir upphaf skóla næsta haust. Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. fékk fjögur tilboð og voru öll yfir kostn- aðaráætlun. Keflavíkurverktakar áttu næstlægsta tilboðið, tæpar 200 milljónir. Öll tilboð yfir áætlun SUÐURNES HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Reykjavík | Foreldrar barna sem búa við Kleppsveg og í ná- grenni hans eru margir hverjir óánægðir með verslun með hjálpartæki ástarlífsins sem opnaði nýverið á Kleppsvegi 150, þar sem áður var mynd- bandaleiga. „Ég hef heyrt af óánægju for- eldra hér í hverfinu, þetta er auðvitað íbúða- og fjölskyldu- hverfi. […] Þeir foreldrar sem ég hef heyrt í eru ekki ánægðir með þetta og fyndist eðlilegt að þessi starfsemi væri annars staðar heldur en í íbúðahverfi,“ segir Jón Daníelsson, formaður foreldraráðs Langholtsskóla. Þegar Jón er spurður hvað það sé sem veki óánægjuna seg- ir hann að foreldrum finnist óþarfi að vekja athygli ungra barna og unglinga á hjálpar- tækjum ástarlífsins. Ekki sé um það að ræða að fólk vilji ekki að svona verslanir séu til heldur finnist því að þessi verslun mætti vera annars staðar. Jón segir dæmi um að ung börn hafi spurt um þessa verslun og ung- ir drengir sérstaklega reynt að komast þar inn. „Ég hef heyrt óánægjuradd- ir, en hef svo sem ekki orðið var við að það sjóði upp úr ennþá. Þetta er náttúrulega nýkomið og fólk er að átta sig á þessu. Ég hef ekki heyrt í neinum foreldr- um sem hafa lýst yfir neinni ánægju með þetta. Þeir foreldr- ar sem ég hef talað við hafa ver- ið frekar óhressir út af þessu. Fólk er að bræða það með sér hversu mikil óánægjan sé og hversu útbreidd hún sé,“ segir Jón. Rætt á fundi foreldraráðs Jón segir að minnst hafi verið á þetta mál á síðasta fundi for- eldraráðs Langholtsskóla, og á hann von á að rætt verði um málið á næsta fundi ráðsins sem verður 16. nóvember. Hann segir að rætt hafi verið um að halda hverfisfund með íbúum vegna málsins, en það hafi ekki verið gert enn. Foreldrarnir hafa ekki kannað hvaða laga- legu úrræða sé hægt að skír- skota til, en Jón segir að ef fjöl- mennur íbúafundur álykti um málið, eða ef safnað verði miklu magni undirskrifta geti það hugsanlega haft einhver áhrif. „Það er hugsanlegt að borg- aryfirvöld myndu taka eitthvert mark á því, en ég þekki ekki þeirra lagalegu úrræði úr því sem komið er. Það má kannski segja að það hefði mátt kynna þetta fyrir íbúunum áður en þessi starfsemi var leyfð, ég geri ráð fyrir því að hún hafi verið leyfð, án þess að ég viti það heldur hvort það þarf annað leyfi en verslunarleyfi fyrir svona rekstur,“ segir Jón. Foreldrar óánægðir með verslun með hjálpartæki ástarlífsins Ætti ekki að vera í íbúðahverfi ÚTFARARTÍMI í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæma – í Reykjavík, Kópavogi og Sel- tjarnarnesi – breytist frá og með næstu mánaðamótum, og verður jarðað kl. 11, 13 og 15 frá 1. nóvember. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að þessi breyting hafi verið talsvert lengi í farvatninu, og sé tilkomin vegna óska aðstandenda og út- fararstofa. Rætt hefur verið um að gera þessar breytingar í einhver ár, en nú hefur ákvörð- un loks verið tekin. „Það er meiningin að jafna tímann á milli þessara útfarartíma þannig að það verði léttara fyrir einstaklinga og þá sem starfa við útfarir að geta verið við tvær útfar- ir sama daginn, sem reyndar kemur oft upp,“ segir Þórsteinn. Fram til þessa hafa útfarir farið fram kl. 10:30, 13:30 og 15, og segir Þórsteinn að sér- staklega hafi verið erfitt að komast á milli útfara á seinni tímunum. Auk þess segir hann að aðstandendur hafi kvartað talsvert vegna vandræða sem stundum hafi orðið þegar athöfn sem hófst kl. 13:30 dróst á langinn og aðstandendur og gestir sem ætluðu að vera við athöfn kl. 15 voru farnir að bíða. „Mörgum þótti líka hálfellefu tíminn drungalegur yfir vetrartímann, þegar verið var að safnast saman í kirkjuna í myrkri. Þetta er þó snöggtum skárra klukkan 11, þótt það sé ekki nema hálftími,“ segir Þórsteinn. Ekki hefur tíðkast að jarða á laugardögum í Reykjavík eins og algengt er á landsbyggð- inni, og segir Þórsteinn að því verði væntanlega ekki breytt í bili. „Hér hafa prestarnir lagst alfarið gegn því,“ segir Þórsteinn, og segir hann presta vilja hafa laugardaginn til að undirbúa messu á sunnudögum, auk þess sem mikið sé um giftingar á laugardögum. Breyta útfarartíma í Reykjavíkurprófastsdæmum Útfarartíma breytt Aðstandendur og starfsmenn hjá útfararstofum hafa rýmri tíma til að komast í tvær útfarir sama daginn. Tíminn milli athafna jafnaður KIRKJUR í Kjalarnesprófastsdæmimunu væntanlega ekki fylgja for- dæmi Reykjavíkurprófastsdæma með útfarartíma, enda hafa tíma- setningarnar ekki verið samræmdar hingað til, segir sr. Gunnar Krist- jánsson, prófastur í Kjalarnespró- fastsdæmi. „Við lögum okkur að því sem er gert hjá Kirkjugörðum Reykjavík- urprófastsdæma þegar útfarir fara fram þar, en þegar þetta er í sóknar- kirkjunum er þetta bara á hefð- bundnum tímum. Tímasetningarnar fara eftir ýmsu, og oft er jarðað á laugardögum á minni stöðum,“ segir Gunnar. „Það er mjög algengt að það sé jarðað klukkan hálftvö, og ég sé ekki fram á að því verði breytt. Það eru allt önnur lögmál sem gilda á minni stöðum og í dreifbýlinu. Við höfum aldrei haft neina samræmda stefnu í því í prófastsdæminu.“ Hafa ekki samræmt tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.