Morgunblaðið - 27.10.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 27.10.2004, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 5% staðgr. afsláttur Kreditkortasamningar, upplýsingar veittar í versluninni Varahluta- og viðgerðarþjónusta – Verslið þar sem þjónustan er H ön nu n: G un na rS te in þó rs so n /M ar ki ð /1 0. 20 04 Allt í heilsuræktina! Hvergi meira úrval! Hvergi betra verð!r i ir r l! r i tr r ! Trampólín Verð kr. 5.605 stgr. Boxvörur á góðu verði Boxhanskar frá kr. 3.900 Boxpúðar frá kr. 12.900 Tilboð á Þrekpöllum. Verð aðeins kr. 2.990 stgr. AB megrunarbelti. Verð frá kr. 2.375 Lyftingabekkur og járnlóð 50 kg.Tilboð kr. 27.720 stgr. Lóðasett 50 kg. frá kr.13.205 stgr. Bekkur kr. 16.055 stgr. Vönduð þrekhjól frá Kettler Verð frá kr. 38.950 stgr. Joga æfingadýnur Verð frá kr. 4.200 Handlóð margar þyngdir, Verð frá kr. 700 Borðtennisborð með neti Verð kr. 29.925 stgr. Borðtennisspaðar og kúlur Elliptical fjölþjálfi frábærar æfingar fyrir þrek, fætur og handleggi. Verð frá kr. 42.750 stgr. Kettler Astro Elliptical fjölþjálfi Verð kr. 66.405 stgr. Rafdrifin hlaupabönd frá Kettler Tilboð frá kr. 129.200 stgr. Það eru ennþá laus tvö pláss á hæðinni, strákar. Samkvæmt upplýs-ingum félagsins Ís-lenskrar ættleið- ingar (ÍÆ) fer ættleið- ingum fjölgandi en undan- farin ár hafa á bilinu 20–25 börn verið ættleidd að ut- an. Félagið hefur löggild- ingu dómsmálaráðuneytis til að annast milligöngu um ættleiðingar barna frá eftirfarandi ríkjum; Ind- landi, Kína, Kólumbíu, Taílandi og Tékklandi. Flest ættleidd börn hafa komið að undanförnu frá Kína eða 22 börn af 30 í fyrra, að sögn Lísu Yoder, formanns ÍÆ. Hún segir ættleiðingarferlið yfirleitt taka um eitt og hálft til tvö ár frá því að fólk skráir sig á biðlista, en það sé misjafnt eftir löndum og aðstæðum. Ekki er hægt að ætt- leiða fleiri en eitt barn í einu, nema upplýsingar hafi komið frá erlendum yfirvöldum um að börn- in séu systkin. U.þ.b. 400 börn hafa verið ættleidd með aðstoð fé- lagsins. ÍÆ sinnir eingöngu ættleiðing- um frá útlöndum. Guðrún Ó. Sveinsdóttir, starfsmaður ÍÆ, segir afskaplega lítið um frumætt- leiðingar innanlands í raun og veru, þ.e. ættleiðingar þar sem fólk ættleiðir barn sér óskylt. Þær eru engar sum árin og ein til tvær önnur ár. Rekstur skrifstofu ÍÆ hófst ár- ið 1988 og eru þar veittar upplýs- ingar um allt sem viðkemur ætt- leiðingum og aðstoðað við undirbúning umsókna. Ennfrem- ur sér félagið um fræðslu fyrir umsækjendur og kjörforeldra. Áður var allt félagsstarf unnið á heimilum stjórnarmanna en þegar ættleiðingar frá Indlandi hófust gerðu þarlend stjórnvöld kröfu um að skrifstofa væri rekin og væri þar miðlað upplýsingum til umsækjenda og gengið frá um- sóknum. Rekstur skrifstofunnar var ákaflega erfiður fjárhagslega fyrstu árin, enda var ekki um neina styrki til félagsins að ræða. Síðustu ár hefur félagið árlega fengið styrk frá Alþingi til starf- semi sinnar. Lísa segir hið opinbera ekki styrkja kjörforeldra sem ættleiði börn frá útlöndum. Hún segir börnin að vísu fara inn í kerfið þegar þau eru komin hingað til lands, þannig að foreldrar fá sitt fæðingarorlof og önnur réttindi þeim tengd eftir það. Fram að þeim tíma er enga styrki að fá. Kostnaður t.a.m. við ættleiðingu barns frá Kína hleypur á rúmri milljón króna og þurfa kjörfor- eldrarnir að greiða þann kostnað úr eigin vasa. „Okkur finnst það vera brýnt réttlætismál, ef fólk velur t.d. þessa leið til að stækka sína fjölskyldu eða eignast börn, að það eigi ekki að þurfa að horfa í kostnaðinn,“ segir Lísa og bendir á að fyrstu mánuði barns eftir meðgöngu hérlendis séu mæðra- skoðanir, fæðingar- og ungbarna- eftirlit fólki að kostnaðarlausu. Slíkt sparist hérlendis í tengslum við ættleiðingar vegna þess að flest ættleiddu barnanna séu yf- irleitt um árs gömul þegar þau koma til landsins. Hún segir kjör- foreldra á Norðurlöndunum hljóta styrki en það sé misjafnt eftir löndum. Hefur slíkt fyrirkomulag tíðkast lengi í flestum þeirra. Færeyingar eru með hæsta styrk- inn eða um 50 þúsund danskar krónur, sem nemur um 590 þús- und íslenskum krónum, fyrir hvert ættleitt barn og það muni heldur betur um slíkan styrk. Lísa segir það ekki eðlilegt að hár kostnaður geti sett fólki stólinn fyrir dyrnar bæði hvað varðar þá sem ætla sér að ættleiða sitt fyrsta barn eða þá þær kjörfjöl- skyldur sem vilja ættleiða sitt annað barn. Lísa segir félagið hafa sent er- indi til forsætisráðuneytisins fyrir um tveimur árum sem fór á milli ráðuneyta, en engin lausn hafi fundist þá. Í fyrra var svo lögð fram þingsályktunartillaga á Al- þingi um styrkveitingar. Tillagan var sett í nefnd en ekkert hefur enn komið út úr því. Félagið skrif- aði forsætisráðherra því aftur bréf til þess að vekja enn athygli á þessu máli. Lísa segir að það vanti að finna þessu máli stað í kerfinu, t.a.m. hvort það eigi heima í al- mannatryggingakerfinu, hjá fé- lagsmálaráðuneytinu o.s.frv. Hún segir að það sé misjafnt hvernig málum sé háttað hjá hinum Norð- urlöndunum, kerfin séu mismun- andi. Aðspurð hvort fjölskyldurnar sem hafa ættleitt í gegnum Ís- lenska ættleiðingu haldi góðu sambandi, segir Lísa svo vera. „Einkanlega þegar börnin eru yngri. Það eru jólaböll, foreldra- morgnar, útilegur og svona ýmis- legt gert. Fólk hefur alltaf tengsl við félagið og hittist. Þetta er í leiðinni félagsskapur kjörforeldra og barna,“ segir Lísa og bætir því við að félagið sé vettvangur fyrir kjörforeldra til þess að hittast og hafa samskipti, ekki síður en að hafa milligöngu um ættleiðingar. Lísa segir félagið hafa hug á að láta kanna hvernig ættleiddu börnunum hafi vegnað hér, en slíkt hafi aldrei verið gert á Ís- landi. „Það eru nokkur svona verkefni kannski að fara af stað og það er mjög spennandi,“ segir Lísa. Fréttaskýring | Hundruð barna ættleidd gegnum Íslenska ættleiðingu Ættleiðingar ekki styrktar Kostnaður við ættleiðingu hleypur á rúmri milljón króna 22 kínversk börn voru ættleidd í fyrra. Vilja að kjörfjölskyldur fái ættleiðingarstyrk  Félagið Íslensk ættleiðing hef- ur starfað síðan 1978 og hefur löggildingu fyrir milligöngu um ættleiðingar barna af erlendum uppruna til íslenskra kjörfjöl- skyldna. Helsta baráttumál fé- lagsins núna er að kjörfjöl- skyldur fái styrki til ættleiðingar eins og tíðkast hefur á Norður- löndunum síðustu 10–12 ár. Upp- lýsingar um félagið er að finna á vefsíðunni www.isadopt.is. jonpetur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.