Morgunblaðið - 27.10.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 27.10.2004, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 9 FRÉTTIR „ÞAÐ verður fljótlega sem ég byrja að reka inn nefið,“ segir Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla sem hefur verið ráðinn í starf skóla- stjóra Verslunarskóla Íslands. Sölvi tekur við starfinu næsta haust en mun í vetur setja sig inn í rekstur skólans auk þess sem hann mun vinna með afmælisnefnd skól- ans sem nú er að hefja störf vegna 100 ára afmælis VÍ á næsta ári. Þorvarður Elíasson, skólastjóri VÍ, lætur af störfum í ágúst á næsta ári eftir aldarfjórðungsstarf við skólann. Ekki er enn ljóst hve- nær Sölvi lýkur störfum við Fjöl- brautaskólann við Ármúla (FÁ), um það á hann eftir að semja við menntamálaráðherra. Það verður þó líklega fljótlega. Sölvi Sveinsson fæddist 10. maí 1950 á Sauðárkróki. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1970 og BA-prófi í íslensku og sögu frá Háskóla Ís- lands 1975. Þá lauk hann cand. mag.-prófi í sögu 1980 frá HÍ og uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla. Hann starfaði hjá Alþingi og síð- an við kennslu í Hagaskóla, Lauga- lækjarskóla og Fjölbrautaskólan- um við Ármúla frá stofnun hans og hefur verið skólameistari þar frá árinu 1998. „Ég er búinn að vera í þessum skóla í 25 ár. Ég verð 55 ára á næsta ári og ef maður ætlar að skipta um starf þá er það núna. Síðan eru spennandi tímar fram- undan sem er stytting framhalds- skólanáms. Mér finnst ögrandi að takast á við það á nýjum vett- vangi,“ segir Sölvi þegar hann er spurður að því hvers vegna hann sótti um starfið. Það hafi þó verið erfið ákvörðun enda böndin við FÁ sterk. Sölvi Sveinsson ráðinn skólastjóri Verslunarskóla Íslands „Það eru spennandi tímar framundan“ Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla. HALLDÓR Ásgrímsson forsætis- ráðherra og Þórólfur Árnason borgarstjóri áttu fund í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, þar sem þeir ræddu ýmis samskiptamál ríkis og borgar. Nú stendur yfir kjördæma- vika Alþingis en forsætisráðherra, sem jafnframt er þingmaður Reyk- víkinga, átti frumkvæði að fund- inum. Þeir ræddu m.a. fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélaga en ekki síður einstök sameiginleg verkefni. Má þar nefna byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, sam- göngumál, samstarf í ferðamálum, uppbyggingu hjúkrunarheimila og málefni Landsvirkjunar en ríki og borg eiga samtals um 95% í fyrir- tækinu. „Þetta var afar jákvæður fundur,“ sagði Þórólfur Árnason borgarstjóri eftir fundinn, „enda mikilvægt að samskipti ríkisvalds- ins og höfuðborgarinnar séu sem allra best.“ Morgunblaðið/Golli Ræddu samskipti ríkis og borgar UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur mælst til að Tryggingastofnun ríkis- ins (TR) taki mál konu fyrir að nýju vegna eingreiðslu örorkubóta sem TR reiknaði henni. Í kjölfar aðgerðar sem konan gekkst undir sótti hún um bætur vegna örorku sem hún taldi sig hafa orðið fyrir. TR samþykkti bótaskyldu og mat örorku konnunar vera 49%. Sé örorka metin minni en 50% er TR heimilt að greiða í einu lagi örorku- bætur sem þá jafngilda lífeyri við- komandi um tiltekið árabil. 6% afvöxtun framtíðarbóta Þetta gerði TR í máli konunnar og miðaði við 71 árs lífslíkur og 6% af- vöxtunarhlutfall [því hærri sem af- vöxtunarstuðullinn er því lægri verð- ur eingreiðslan]. Samkvæmt þeim útreikningi nam eingreiðslan til kon- unnar 1.7188 þúsund krónum og innti TR hana af hendi. Konan kærði ákvörðun TR til úr- skurðarnefndar almannatrygginga og krafðist þess að henni yrðu greidd- ar fullar og óskertar bætur. Byggði hún kæruna á því að ekki væri fyrir hendi lagaheimild til þess að skerða bætur með þessum hætti. Umboðs- maður telur að afvöxtunarstuðullinn, 6%, sem TR notaði hafi ekki verið í samræmi við lög og beinir þeim til- mælum til úrskurðarnefndarinnar að hún taki mál konunnar fyrir að nýju. Jafnframt beinir hann þeim tilmæl- um til heilbrigðisráðherra að hann meti hvort ástæða sé til þess að taka ákvæði reglna um eingreiðslu til end- urskoðunar með það í huga hvort fyr- irmæli um 6% vaxtafót (afvöxtunar- stuðul) séu þar sett fram með of fortakslausum hætti. Málið mun nú vera til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneytinu. Gerir at- hugasemd við af- greiðslu TR AÐGANGUR á Netinu að gömlum eintökum Morgunblaðsins, frá 1913 fram á mitt ár 1964, er öllum opinn og hægt að fara í gagnasafn Morg- unblaðsins, www.mbl.is/gagnasafn, og smella á fyrstu forsíðu blaðsins sem birtist vinstra megin á síðunni. Í framhaldi er hægt að velja tímabil og einnig er hægt að slá inn leitarorð til að þrengja leitina frekar. Einnig er hægt að skoða gömul eintök á vefn- um hvar.is. Til að skoða gömul blöð þurfa not- endur að hlaða niður forritinu DjVu. Sú þjónusta er boðin í fyrsta sinn sem smellt er á fundna síðu. Að inn- setningu lokinni nægir að loka og opna vafrann að nýju og þá er hægt að skoða síðurnar að vild. Hægt að skoða gömul blöð á Netinu Fréttasíminn 904 1100 ♦♦♦ ♦♦♦ NÍTJÁN ára piltur var í gær dæmdur í þriggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir ýmsa þjófnaði í borginni. Eitt desemberkvöld í fyrra braust hann ásamt öðrum félaga sínum inn í tíu bíla sem stóðu í bif- reiðageymslu við Engjasel. Með brotunum rauf hann skilorð vegna dóms sem hann hlaut vegna þjófn- aðar og fíkniefnabrota. Pilturinn játaði brot sín greiðlega og tók héraðsdómur tillit til þess, sem og ungs aldurs, þegar refsingin var ákveðin. Ingveldur Einarsdóttir kvað upp dóminn. Kári Hrafn Kjartansson sótti málið f.h. lögreglustjórans í Reykjavík. Braust inn í tíu bíla sömu nóttina Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 www.ljósmynd.is Tilboðsmyndatökur Jólamyndatökur Hefðbundnar myndatökur Barnamyndatökur Verslið við fagmenn Str. 36-44 www.feminin.is Bæjarlind 12, Kópavogi • sími 544 2222 Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Töff föt 30% kynningarafsláttur frá 27. okt. - 3. nóv. Súrefnistæmdar umbúðir til að næringarefnin varðveitist. Fæst í apótekum Yfirburðagæði og styrkleiki Þú finnur muninn! Vottað lífræ nt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.