Morgunblaðið - 27.10.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 27.10.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 23 sem sögu Hrafna-Flóka verði gerð skil og ætl- unin sé að fara fram á styrk frá fjárveitingavald- inu vegna uppbyggingarinnar. Reikna megi með að kostnaður við bygginguna verði undir 20 millj- ónum króna. Einnig sé mikilvægt að ráðast í byggingu á u.þ.b. 25 herbergja hóteli á Patreksfirði. Skortur sé á gistingu fyrir stærri hópa og góður hótel- kostur forsenda þess að hægt verði að byggja upp ferðaþjónustu á Suðurfjörðum. Að sögn Guð- mundar eru forráðamenn fiskvinnslufyrirtækis- ins Odda á Patreksfirði m.a. að kanna möguleika á því að hótelið verði til húsa í gömlu sláturhúsi í eigu fyrirtækisins en einnig sé möguleiki á að reist verði límtrésbygging undir það eða það byggt í tengslum við Félagsheimilið þar sem fyrir er margháttuð aðstaða. Að sögn Guðmundar liggja tillögurnar fyrir atvinnumálanefnd Vest- urbyggðar sem mun fara yfir þær og hafa til hlið- sjónar í starfi nefndarinnar í vetur. Már Erlingsson, sveitarstjóri Tálknafjarðar, segir að búið sé að fara yfir tillögur Árna og að þær séu, sem stendur, vinnuplagg hjá sveitar- stjórninni. „Sumt í þessu hefur komið upp áður og annað er nýtt, en það er gott að fá þetta og það hreyfir við mönnum án þess að ég vilji tjá mig al- mennt um einstakar tillögur,“ segir hann. Hann segir að margar hugmyndanna séu góðar en kanna þurfi nánar kostnað við framkvæmd þeirra. vannýtt ðamenn kristjan@mbl.is „Við þekkjum það úr sögu for- setakosninga að þegar sitjandi for- seti er að fá minna en 50% í könn- unum dagana fyrir kosninguna sjálfa þá tapar hann venjulega,“ sagði Alan I. Abramowitz, stjórn- málafræðingur við Emory-háskóla í samtali við Los Angeles Times. Enn einn óvissuþátturinn er svo framboð neytendafrömuðarins Ralph Naders. Enginn veit í rauninni hversu mikil áhrif forsetaframboð Naders er líklegt til að hafa. En það er ljóst að demókratar hafa af því tals- verðar áhyggjur að hann geti orðið til þess að forsetaembættið renni þeim úr greipum. Engar líkur eru á því að Nader, sem er sjötugur, fái jafn mörg at- kvæði nú og fyrir fjórum árum. Fyrir fjórum árum fékk Nader 2,7% af heildarfjölda atkvæða en mestu máli skipti þó að hann fékk meira en 97 þúsund atkvæði í Flór- ída-ríki. Þegar haft er í huga að Bush fékk aðeins 537 atkvæðum meira en demókratinn Al Gore í Flórída, og að sigur í Flórída réði á endanum úrslitum, þá virðist blasa við að framboð Naders varð til þess að Bush fluttist í Hvíta húsið en ekki Al Gore. Og demókratar óttast að í ein- hverjum þeirra ríkja, þar sem mjótt er á munum nú, muni Nader geta haft sambærileg áhrif. Að að- eins nokkur hundruð atkvæði sem greidd verði honum geti skipt sköp- um fyrir Kerry. Fylgi Naders nú mælist raunar ekki nema um 1% á landsvísu en skoðanakannanir sýna hins vegar að um helmingur þeirra sem ætla að kjósa Nader myndu kjósa Kerry ef Nader væri ekki í framboði. Að- eins um 20% myndu kjósa Bush og afgangurinn einhverja aðra fram- bjóðendur (sjá fylgifrétt). Ef ein- hvers staðar munar ekki nema nokkur hundruð eða þúsund at- kvæðum gæti þetta 1% Naders skipt máli. Eru þessir útreikningar skýr- ingin á því hvers vegna demókratar hafa lagt jafn mikla áherslu á það og raun ber vitni að koma í veg fyr- ir að nafn Naders verði á kjör- seðlum. Eru þeir sakaðir um að hafa á nokkrum stöðum skemmt fyrir tilraunum fylgismanna Nad- ers til að safna nægilegum undir- skriftum fyrir því að Nader yrði á kjörseðlinum. Demókrötum tókst hins vegar ekki fyllilega ætlunarverk sitt; nafn Naders er á kjörseðlinum í um 30 ríkjum, m.a. í sumum þeirra sem mestu máli munu skipta á þriðju- dag; Nýju Mexíkó, Minnesota, Iowa, Wisconsin og Flórída. Segir tveggja flokka kerfið ógnun við lýðræðið Sumir sem studdu Nader seinast hafa nú snúið við honum baki, telja mestu máli skipta að koma George W. Bush frá völdum. Þar er m.a. um að ræða þrýstihópana The Nad- er Factor og The Unity Campaign en í forystu síðarnefnda hópsins er fólk eins og Óskarsleikkonan Susan Sarandon og málfræðingurinn Noam Chomsky. Nader hefur sjálfur ítrekað hafn- að beiðni leiðtoga demókrata að hætta við framboð. Hann segir markmið sitt að brjóta upp tveggja flokka kerfið sem gnæfi yfir öllu í Bandaríkjunum og sem hann segir að sé „ógnun við lýðræðið í land- inu“. sjónvarpsfréttastöðina og dag- blaðið USA Today, sýndi að vísu að Bush hefði 51% fylgi meðal skráðra kjósenda og Kerry 46%. Skekkju- mörkin og hið flókna kjörmanna- kerfi valda því hins vegar að ekki er víst hvernig fer og könnun The Washington Post í gær sýndi að Kerry hefði tekið forystu, 49% gegn 48%. Könnun Los Angeles Times mældi fylgi beggja 48%. Í þessu sambandi má rifja upp að athygli hefur nýverið verið vakin á því að þeir sem bíða mjög lengi með að ákveða sig í forsetakosningum velja gjarnan áskorandann, en ekki sitjandi forseta. Menn fylgist af þeim sökum mjög grannt með því hvort fylgistölur Bush forseta séu yfir 50% síðustu dagana fyrir kjör- dag eður ei, sú tala sem hann fái í þessum könnunum sé nefnilega lík- lega sú sem á endanum kemur upp úr kjörkassanum, á meðan áskor- andinn, Kerry, bæti líklega heldur við sig. helstu hryðjuverkaleiðtogum heimsins – s.s. Osama bin Laden eða Abu Mussab al-Zarqawi – yrði handsamaður skyndilega, eða þá að umfangsmikið hryðjuverk yrði framið einhvers staðar í heiminum. Þá eru margir jafnframt viðbúnir því að einhverjar upplýsingar komi óvænt fram sem sýnt gætu annan hvorn frambjóðendanna í mjög nei- kvæðu ljósi. Bæði Bush og Kerry hafa reynd- ar talað um að þeir hyggist ljúka kosningabaráttu sinni á jákvæðum nótum. Í gær voru þó fáar vísbend- ingar um þetta, nýjustu sjónvarps- auglýsingar sem úr herbúðum Kerrys og Bush koma eru meira að segja heldur í neikvæðari kantin- um, að sögn The Washington Post. Hvaða áhrif hefur Nader? Með öllu er útilokað að spá fyrir um hvor þeirra Bush eða Kerry fer með sigur af hólmi. Ný Gallup- könnun, sem gerð var fyrir CNN- Gríðarleg spenna einkennirendasprett kosningabar-áttunnar í Bandaríkjun-um en nú eru ekki nema sex dagar þangað til Bandaríkja- menn ganga að kjörborðinu og velja sér forseta til næstu fjögurra ára. Skoðanakannanir sýna að stað- an er mjög tvísýn; George W. Bush Bandaríkjaforseti og frambjóðandi Repúblikanaflokksins hefur líklega enn ofurlítið forskot á demó- kratann John Kerry á lands- vísu en eins og menn þekkja segir það ekki alla söguna, og auk þess er munurinn innan skekkjumarka. Þeim dögum sem eftir lifa af kosningabaráttunni hyggjast bæði Bush og Kerry verja í þeim ríkjum Bandaríkjanna þar sem sérstak- lega mjótt er á munum og sem skipt gætu sköpum um úrslitin þeg- ar öll atkvæði hafa verið talin; þ.e. um það hvor þeirra Bush og Kerry tryggir sér þá 270 kjörmenn sem þarf til að ná kosningu sem forseti. Bush hitti kjósendur í Wisconsin og Iowa í gær. Kerry var sömuleið- is í Wisconsin og Iowa en lagði einnig leið sína til Nevada og Nýju Mexíkó. Öll eiga þessi ríki það sam- eiginlegt að óljóst er talið hvor þeirra Kerry og Bush muni fara þar með sigur. Deilt um týnd vopn í Írak Frambjóðendurnir tveir hafa undanfarna daga beint beittum spjótum hvor að öðrum. Kerry gerði sér til að mynda á mánudag mat úr þeirri staðreynd að 380 tonn af mjög öflugu sprengiefni virðast hafa horfið í Írak eftir að Banda- ríkjamenn steyptu stjórn Saddams Husseins þar af stóli. „George W. Bush talar digurbarkalega, hann hreykir sér af því að hann hafi tryggt öryggi Bandaríkjanna. En hann hefur enn einu sinni brugð- ist,“ sagði Kerry. „Hryðjuverka- menn gætu notað þessi vopn til að drepa hermenn okkar, okkar fólk, sprengja upp flugvélar og jafna byggingar við jörðu,“ bætti Kerry við og sagði þessar nýjustu fregnir – sem hann telur til marks um að Bandaríkjaher hafi ekki lagt nægi- lega áherslu á að hafa eftirlit með umræddum hergögnum – enn ein mistökin sem stjórn Bush hefði gert sig seka um í Íraksmálunum. Forsetinn vék ekki beint að týnda sprengiefninu í Írak í um- mælum sínum á mánudag en þess- ar fréttir, sem og þær að 49 íraskir lögreglumenn hefðu verið drepnir um helgina, ollu þó því að hann þurfti að verja framgöngu stjórnar sinnar í Írak. Rifjaði Bush upp að John Kerry hefði ítrekað kallað gjörðir Bandaríkjanna í Írak mis- tök. „Strax í kjölfarið segist hann svo rétti maðurinn til að vinna stríðið,“ sagði Bush forseti og bætti síðan við: „Þú getur ekki unnið stríð sem þú ekki telur rétt að heyja.“ Voru viðbrögð Kerrys á mánu- dag til marks um að í báðum her- búðum fylgjast menn grannt með fréttum, ef ske kynni að þar leynd- ist eitthvað sem nota má í kosn- ingabaráttunni til að koma höggi á andstæðinginn. Kosningarnar eru taldar svo jafnar að menn eru ávallt viðbúnir því að eitthvað óvænt gerist, sem hugsanlega gæti orðið til þess að hreyfing kæmist á fylgið. Horfa menn einkum til Íraks í þessu efni en jafnframt til þess að einhver af Fréttaskýring | Demókratar óttast að þau atkvæði sem Ralph Nader fær í ríkjum þar sem sérstaklega mjótt verður á munum í bandarísku forsetakosningunum kunni að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þeirra mann, John Kerry. Davíð Logi Sigurðsson fjallar hér um stöðuna eins og hún er nú, sex dögum áður en Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu. Demókratar óttast áhrif framboðs Naders Reuters Nader hefur ítrekað hafnað óskum demókrata um að hætta við framboð. david@mbl.is er að r sem t í Selár- opið an- bókahilla, rsmíðað- úsinu, inn- hann. Þá m Ómar gerði um nu. í gær- kynni sín af Gísla sem birtust í ítarlegu við- tali á síðum Morgunblaðsins á átt- unda áratugnum, en nokkrum ár- um síðar gerði Ómar Ragnarsson þátt um Gísla í Sjónvarpinu. Uppsalir standa nú opnir veðri og vindum en húsið er nánast óskemmt og segir Árni að með því að skipta um glugga í húsinu og setja nýtt bárujárn á þakið megi koma því í sama ástand og þegar Gísli flutti þaðan. Hann, og Ómar Ragnarsson séu reiðubúnir að hrinda verkefninu af stað og afla til þess fjár í samráði við minja- vörð Suðurfjarða. framan Uppsali, bæ Gísla. Gísla í Uppsölum eldið byggist á 500 tonna rannsókn- arkvóta sem sjávarútvegsráðu- neytið úthlutaði árið 2002 til fimm ára en hugmyndin er sú að að þeim tíma liðnum taki seiðaeldið við en þá er fiskurinn alinn úr 100 grömm- um upp í 5 kílóa sláturstærð, sem tekur um þrjú ár. Að sögn Jóns Arnars skapast störf fyrir 15 manns í þorskeldinu þegar það verður komið á fullan skrið en miðað við vinnslu á aflan- um skapast störf fyrir um 50–60 manns. Búið er að slátra um 40 tonnum af þorski á þessu ári, en slátrað er frá september og fram í mars og er reiknað með að slátrað verði um 250 tonnum í vetur. Fiskurinn er seldur til Þórsbergs og Odda og er miðað við að hann sé ávallt ódýrari en væri hann keyptur á fiskmörk- uðum. Gert er ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 50 milljónum á þessu ári. gist í dag meldi á r fiskur, í hálft ár Áfram- rskeldi Pétursson mdastjóri ður, nsen. JAFNVEL þó að Earl Dodge nái kjöri sem forseti nk. þriðjudag þá mun ekkert áfengi verða haft um hönd til að fagna árangrinum; Dodge er nefnilega forsetaframbjóðandi Áfengisbannsflokksins. Það eru ekki bara þeir George W. Bush og John Kerry sem vilja gera Hvíta húsið í Washington að heimili sínu. Ýmsir aðrir eru í framboði í þessum forsetakosningum, þ.á m. Dodge sem aldrei hefur bragðað áfengi og sem verið hefur frambjóðandi Áfengisbannsflokksins í öllum forsetakosningum frá árinu 1984. Það skerðir því miður möguleika Dodges í þessum kosningum að klofningur kom nýlega upp í flokki hans; nú kenna tveir forseta- frambjóðendur sig við Áfengisbannsflokkinn, Dodge og Gene nokkur Amondson. Klofningsframboðið varð til vegna óánægju með Dodge. Hann var semsé útnefndur forsetaframbjóðandi flokksins á flokksþingi sem níu manns sóttu; þ.e. aðeins þeir sem sérstaklega hafði verið boðið. Óánægð- ir flokksmenn boðuðu í kjölfarið sitt eigið flokksþing og útnefndu þar Amondson, landslagsmálara frá Washington-ríki. Hann valdi í kjölfarið Leroy Pletten frá Michigan varaforsetaefni sitt; og hafði þó aldrei hitt manninn. „Um tíma töluðum við símleiðis einu sinni til tvisvar í viku,“ sagði Pletten í samtali við dagblaðið The Grand Rapids Press. „Núna ræðumst við aldrei við, við höfum ekkert að tala um. Sennilega munum við aldrei hittast.“ Ýmsir fleiri eru í framboði í þessum forsetakosningum og flóran býsna fjölbreytt. Allir eiga það sameiginlegt að hafa átt erfitt með að koma nafni sínu á kjörseðlana – Amondson hinn alsgáði er þó raunar á kjör- seðlum í Colorado og Louisiana – og fæstir Bandaríkjanna fá því tæki- færi til að greiða þessum frambjóðendum atkvæði sitt. Ætla að fagna úrslitunum allsgáðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.