Morgunblaðið - 27.10.2004, Side 27

Morgunblaðið - 27.10.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 27 MINNINGAR ✝ Jón Hilmar Ólafs-son fæddist á Ísa- firði 2. nóvember 1927. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 18. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ólafur Ingvar Þor- steinn Ásgeirsson, f. í Ísafjarðarsýslu 14.12. 1894, d. 21.12. 1977, og kona hans Freyja Kristín Rósantsdótt- ir, f. í Strandasýslu 22.7. 1902, d. 18.1. 1998. Systkini Hilmars eru Ásthild- ur Sigurrós Ólafsdóttir, f. 5.7. 1921, d. 15.10. 1999, og Sigurður Rósant Ólafsson, f. 5.6. 1941. Hilmar eignaðist son með Þor- björgu Valgeirsdóttur, Garðar, f. 13.8. 1951. Maki hans er Sigríður Benediktsdóttir og eiga þau þrjár dætur, Helgu Björgu, Lindu og Benediktu. Hinn 1. september 1955 kvæntist fluttist til Reykjavíkur til að læra prentiðn eftir að hafa lokið gagn- fræðaprófi 1944. Hann stundaði iðnnámið í Iðnskólanum í Rvík og í Ísafoldarprentsmiðju en starfaði að námi loknu hjá prentsmiðjunni Leiftri til ársins 1967. Hann skipti þá um starfsvettvang, starfaði sem skrifstofumaður hjá byggingarfyr- irtækinu Breiðholti hf. og síðar hjá Lífeyrissjóðnum Framsýn (áður líf- eyrissjóður Dagsbrúnar og Fram- sóknar) þar til hann fór á eftirlaun 1999. Hilmar var útivistar- og íþrótta- maður, hafði gaman af því að veiða, stundaði hestamennsku og spilaði bridge. Á Ísafirði stundaði hann íþróttir með Knattspyrnufélaginu Herði. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur gekk hann til liðs við Knattspyrnufélagið Fram og iðkaði þar fyrst bæði knattspyrnu og handknattleik en sneri sér síðar al- farið að handboltanum og lék yfir 300 leiki með meistaraflokki félags- ins á 18 ára tímabili. Hann tók líka að sér þjálfun bæði í kvenna- og karlaflokkum og starfaði í stjórn félagsins. Útför Hilmars verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Hilmar Ólöfu Ragn- arsdóttur. Hún fædd- ist í Stykkishólmi 1.12. 1926. Foreldrar henn- ar voru Ragnar Hinrik Einarsson, f. í Stykk- ishólmi 15.8. 1901, d. 29.9. 1948, og kona hans Sólveig Þor- steina Ingvarsdóttir, f. á Búðum Snæfellsnesi 10.6. 1901, d. 7.6. 1972. Börn Hilmars og Ólaf- ar eru: 1) Ragnar Geir, f. 26.6. 1955, og á hann þrjú börn, Ólöfu, Hilmar og Guðrúnu Miru. 2) Sigur- laug, f. 4.2. 1958, maki Ómar Torfa- son og eiga þau þrjár dætur, Söndru, Sif og Örnu. Unnusti Söndru er Jörundur Ragnar Blön- dal. 3) Freyja, f. 6.4. 1959, og á hún eina dóttur, Hrund. 4) Ólafur, f. 12.5. 1964, maki Hrefna Ingv- arsdóttir, og eiga þau þrjá syni, Arnór, Örvar og Jökul Inga. Hilmar ólst upp á Ísafirði en Hann afi minn var mikill dýravin- ur. Hann stundaði hestamennsku og þar sem ég hafði mikinn áhuga og gaman af því að fara á hestbak leyfði hann mér að koma með sér. Á hverj- um laugardegi fórum við saman og þegar tók að vora urðu reiðtúrarnir oft rúmlega þriggja tíma langir. Afi spurði mig alltaf þegar við heyrðum í fuglum hvort ég vissi hvað fugl þetta væri. Fyrst hafði ég ekki hug- mynd um það, en hann sagði mér það og ekki leið langur tími þar til ég var farin að þekkja fuglana á söng þeirra. Afi fór alltaf af baki þegar við sáum dósir og annað rusl og tók það upp. Hann þoldi ekki þegar fólk henti rusli úti í náttúrunni. Dýrin elskuðu afa og man ég alltaf eftir því þegar við fórum í hópreið í Mos- fellsbæ og afi tók báða hestana sína með, á bakaleiðinni sleppti hann öðr- um þeirra lausum og hesturinn elti afa alla leiðinni heim í hesthús. Afi var mikill íþróttamaður og spurði mig alltaf hvernig gengi í handboltanum og kom stundum að sjá mig keppa. Það var gott að vera með afa og hann kenndi mér að bera virðingu fyrir náttúrunni. Sif Ómarsdóttir. Ég ætla að skrifa nokkur orð um hann afa minn. Hann afi var ein- stakur maður og mun ég aldrei gleyma honum heldur geyma minn- ingar mínar um hann vel í hjarta- stað. Hann var mjög rólegur og skemmtilegur. Ég man svo vel þegar hann fór í göngutúra, þá tók hann alltaf upp rusl og flöskur eftir aðra. Hann kom líka oft að horfa á mig keppa, ég hafði mjög gaman af því. Hann var mjög mikill íþróttamaður og það var gaman að horfa á íþróttir með honum því hann hafði gott vit á þeim. Sjálfur var hann mikið í hand- bolta þegar hann var yngri, bæði þjálfaði og keppti með Fram. Hann var yndislegur maður og gaf okkur krökkunum alltaf eitthvert gotterí þegar við komum í heimsókn. Ég man líka er ég fór út með honum og við grófum upp plöntur sem voru að deyja og gróðursettum þær á betri stað þar sem þær gátu lifað. Þetta finnst mér lýsa afa vel því hann var umhyggjusamur jafnt um fólk, dýr og náttúru. Blessuð sé minning hans. Arna Ómarsdóttir. Kynni tókust fyrst með Hilmari og okkur hjónum í efri Fákshúsun- um í Víðidal árið 1980. Nokkrum ár- um eftir að við fluttum hesta okkar í eigið hús í Víðidalnum flutti Hilmar með hesta sína til okkar og reyndist okkur ávallt mæta vel. Hann var með traustari mönnum sem við höf- um kynnst, vandvirkur og áreiðan- legur, fastur á meiningu sinni, glett- inn undir niðri, hestamaður af lífi og sál. Við eigum góðar minningar frá útreiðartúrum í félagsskap hans í nágrenni Reykjavíkur sem og frá góðum stundum í hesthúsinu þar sem einstakt var að fylgjast með um- hyggju hans fyrir hestunum og kær- leikanum í samskiptum hans við þá. Þótt heilsuleysi hafi hrjáð hann í nokkurn tíma áttum við í honum góð- an félaga sem ekki sýndi neina upp- gjöf fyrr en í fulla hnefana. Við eig- um honum mikið að þakka sem og fjölskyldu hans fyrir samvistir hans með okkur hjónum. Við vottum Ólöfu konu hans og fjölskyldu innilega samúð. Katrín og Guðmundur. Kvaddur er góður félagi Hilmar Ólafsson. Á kveðjustundu verður gömlum félögum og vinum Hilmars innan Knattspyrnufélagsins Fram hugsað til samverustunda um langt árabil og hins mikla og óeigingjarna starfs sem Hilmar innti af hendi fyrir félag okkar. Haustið 1948 hóf ungur Ísfirðing- ur, nýfluttur til höfuðborgarinnar, að stunda handknattleik með Fram. Fáa hefði grunað þá hvílíkur happa- fengur þessi koma hans varð félag- inu. Fljótlega hóf hann að leika með meistaraflokki félagsins og þar var ekki tjaldað til einnar nætur því hann lék með félaginu í meistara- flokki í samfellt 18 ár. Verður það að teljast einstætt í flokkaíþróttum hér á landi að svo lengi sé leikið í meist- araflokki með sama félagi. Gengi Fram í meistaraflokki var misjafnt á þessum árum, best fyrstu árin og svo aftur hin síðustu. Hilmar varð sex sinnum Íslandsmeistari (bæði innan- húss- og utan) og fimm sinnum Reykjavíkurmeistari. Öll þessi ár var Hilmar Ólafsson einn af máttarstólp- um liðsins, mikill keppnismaður sem lét alltaf liðsheildina ganga fyrir. Hann var geysiöflugur varnarleik- maður og leikur hans einkenndist ætíð af hugsun og yfirvegun. Á fyrstu árum innan Fram æfði Hilmar einnig knattspyrnu og lék um tíma með meistaraflokki félagsins. Samhliða keppni í meistaraflokki hlóðust á Hilmar margvísleg fé- lagsstörf fyrir Fram, bæði við stjórnun og þjálfun. Hann varð for- maður handknattleiksnefndar fé- lagsins árið 1950 og átti síðar setu í nefndinni um langt árabil. Hann átti einnig setu í aðalstjórn Fram um nokkurt skeið. Upp úr 1960 hóf hann þjálfun á vegum Fram og þjálfaði í nokkur ár alla kvennaflokka félags- ins í handknattleik. Eftir að hann hætti keppni tók hann við þjálfun meistaraflokks karla og urðu þeir bæði Íslandsmeistarar og Reykja- víkurmeistarar undir hans stjórn. Öll þess störf fyrir Fram vann hann af miklum dugnaði og einstakri sam- viskusemi. Hilmar var góður félagi, jafnan glaðvær og hress. Við félagar hans og samverkamenn innan Fram minnumst nú og þökkum margar góðar og ánægjulegar samveru- stundir. Eftirlifandi eiginkonu hans, Ólöfu Ragnarsdóttur, börnum hans og fjölskyldum þeirra eru sendar hug- heilar samúðarkveðjur með óskum um velgengni um ókomin ár. Sveinn H. Ragnarsson. HILMAR ÓLAFSSON Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur, móður og ömmu, GUÐRÚNAR ÞÓRDÍSAR BJÖRGVINSDÓTTUR, Asparfelli 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 11 E og líknardeildar í Kópavogi. Gísli Tómas Ívarsson, Ásta Finnbogadóttir, Ásta Guðrún, Elva Björk, Helena Sif og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI JÓN GUÐBJARTSSON fyrrverandi stöðvarstjóri, Ljósafossi, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju föstudag- inn 29. október kl. 10.30. Halldóra Salóme Guðnadóttir, Sigurður Ingi Sveinsson, Íris Bryndís Guðnadóttir, Jón Birgir Jónsson, Kristjana Samper, Baltasar Samper, Ásgeir Guðnason, Bryndís Símonardóttir, Sigþrúður Þórhildur Guðnadóttir, Árni Mogens Björnsson, Ragnheiður Gunnhildur Gaihede, Ove Gaihede, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Okkar ástkæri, STEFÁN H. INGÓLFSSON verkfræðingur, Melbæ 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstu- daginn 29. október kl. 13.00. Kristín Ísleifsdóttir, Stefán Orri Stefánsson, Steinar Örn Stefánsson, Sólveig Stefánsdóttir, Þórður Halldórsson, Jökull Halldór Þórðarson, Una Guðrún Jónsdóttir, Ingiríður Jónsdóttir, Rúna Soffía Geirsdóttir og fjölskylda. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og vinkona, DÓRA HALLGRÍMSDÓTTIR húsmóðir, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 17. október síðastliðinn, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstudaginn 29. október kl. 13.30. Jósep H. Sigurðsson, Eva B. Lárusdóttir, Magnús E. Sigurðsson, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Sigríður A. Sigurðardóttir, Jóhannes Guðnason, Hjörtur Þ. Sigurðsson, Margrét E. Kristinsdóttir, Rósa D. Sigurðardóttir, Árni Ó. Friðriksson, Kolbeinn V. Sigurðsson, Anna B. Reinaldsdóttir, Hugrún G. Sigurðardóttir, Lárus Konráðsson, Hallgrímur S. Svavarsson, Gunnþór I. Svavarsson, Guðrún Árnadóttir, barnabörn og Gylfi Garðarsson. Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, BRAGI LEÓPOLDSSON, Völvufelli 12, Reykjavík, lést á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi sunnudaginn 24. október. Baldur Leópoldsson, Freyja Leópoldsdóttir, Ólafur Leópoldsson Ólöf Ingimundardóttir, Herdís Leópoldsdóttir, Guðmundur Jón Skúlason og fjölskyldur. Elsku dóttir okkar, stjúpdóttir, systir, barna- barn og barnabarnabarn, ÞÓRDÍS BJÖRK ASPAR, f. 13. mars 1991, lést á heimili sínu í Þrándheimi þriðjudaginn 26. október. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á að láta Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, sími 588 7555, njóta þess. Hermann Haukur Aspar, Brynja Björk Birgisdóttir, Sigurveig Halldórsdóttir, John Arve Viset, Ágústa Hlín Aspar, Hallur Hermannsson Aspar, Stígur Hermannsson Aspar, Helena Svavarsdóttir, Reynir A. Eiríksson, Unnur Hermannsdóttir, Jón B. Aspar, Fjóla Þorbergsdóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.