Morgunblaðið - 27.10.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 27.10.2004, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞESSI plata er dásamlegt dæmi um jákvæðar hliðar þess að útgáfa á plötum og upptaka þeirra er orðin til muna auðveldari en áður var. Því ég efast stórlega um að þessi stór- skemmtilega plata hefði ella komið fyrir augu og eyru landsmanna. Sjó- arar á frystitogara spilandi frum- samin lög? Mark- aðsmenn myndu eflaust ekki hlaupa upp til handa og fóta til að ná samningum um slíkt ævintýri. Það er því gleðilegt frá því að segja að platan hefur nú selst í yfir 4.500 eintökum um land allt og hafa skip- verjar látið eina milljón króna vegna þessa renna til Slysavarnaskóla sjó- manna. Þá er heimildarmynd einnig í bígerð um hljómsveitina. Eins og segir, alveg dásamlegt dæmi. Aðalmálið er þó að platan sjálf stendur vel undir þessu öllu saman og gott betur en það. Það er eitthvað svo „alvöru“ að heyra sjóara, kannski nýkomna í land eftir fiskirí, skella sér inn í lítið hljóðver á Ólafs- firði og syngja með eigin nefi um brælu, kvóta og „harðsoðna há- tekjumenn“. Þessir söngvar eru beint af þorskinum (eða því sem þeir eru að veiða þarna fyrir norðan) og eru fyndnir, hressandi, skemmti- legir og þegar best lætur, heillandi. Maður hefur í raun aldrei heyrt neitt þessu líkt. Björn Valur semur skátaleg og einföld lög, svona dægiljúft, skand- inavískt ryksugurokk, ekki ósvipað því sem Danshljómsveit Friðjóns Jó- hannssonar hefur verið að fást við. Sum lögin eru vel hefðbundin, eins og t.d. „Afi“ og „Einu sinni enn“ en það eru víraðri smíðar eins og „Brælublús“ og „Breyskur“ sem gefa plötunni sérstakan blæ og „kar- akter“. Einn af athyglisverðari vinklum plötunnar (og af þeim er nóg) er að maður er á báðum áttum með lög eins og „Harðsoðinn hátekjumaður“ og „Kerlingarbúgí“. Í opnunarerindi fyrra lagsins segir t.d. „Heyrðu elsk- an, samband okkar virðist vera á misskilningi byggt/Ég hélt það væri ég sem hefði fjárhagslega afkomu okkar tryggt/Það á því ekki að vera nokkur vafi á hver mín staða er og hver ég er/Það er ég og enginn ann- ar sem er húsbóndinn hér“. Í síðara laginu segir „Ég á kerlingu í landi sem veit vel hvað ég vil […] Hún tek- ur því með þögninni – er hvergi smeyk/Þó ég hlunkist út með strák- unum og taki einn leik.“ Er hér sjálfsháð á ferðinni? Eða sönn lýsing á veruleika íslenskra sjávarplássa? Ég, sem aldrei hef migið í saltan sjó, er engu nær. En eins og til að vega upp á móti þess- um harðgeru lögum koma ljúfari smíðar sem taka á mýkri málum eins og einmanaleikanum sem fylgir því að vera úti á sjó og gleðinni við að koma loks heim ásamt hugleiðingum um fallnar hetjur hafsins og fallvalt- leika lífsins almennt. Í einu besta lagi plötunnar, „Breyskur“ fer söngvarinn á kostum í ástríðufullum flutningi þar sem öll spil eru lögð á borð. „Margoft hef ég fallið á lífsins heimsku bál/Hvað skaparanum finnst um það – er seinni tíma mál“ segir þar m.a. Þá eru hér þrjú lög sem tekin eru upp beint, „svokallaðar þriggja bjóra upptökur“ eins og segir í bæk- lingi. Þar stendur uppi rustaleg út- gáfa á lagi Tolla „MB Rosinn“ (sem hér kallast einfaldlega „Áhöfnin á Rosanum“). Í samhengi þessarar plötu öðlast lagið nýtt líf og sann- ferðugra. Platan endar svo með jóla- lagi þar sem hátíðin helga er að sjálfsögðu séð með augum sjóarans. Brælublús er þegar allt er saman tekið frábærlega skemmtileg plata, hvort heldur þú ert aumur land- krabbi eða sjómaður, dáðadrengur. Arnar Eggert Thoroddsen Sjómenn, dáðadrengir TÓNLIST Íslenskar plötur Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust er að stærstum hluta skipuð áhöfninni á frysti- togaranum Kleifaberg ÓF-2 frá Ólafsfirði. Lög og textar eru að mestum hluta eftir Björn Val Gíslason, sem er 1. stýrimaður á skipinu. Útsetning og stjórn upptöku var í höndum Magnúsar G. Ólafssonar. Útgefandi er menningar- og listafélagið Beinlaus biti, Ólafsfirði. Roðlaust og beinlaust (No bone – No skin) – Brælublús  Lenny Kravitz hefur sætt ákærueftir að klósettleki hjá kapp- anum olli stórskemmdum hjá ná- granna hans í New York. Rokkarinn er kærður fyrir að hafa valdið skaða hjá nágrann- anum, eftir- launaþeganum Joel Disend, sem krefst skaðabóta upp á tæpar 23 milljónir króna. Tryggingafyr- irtækið Amica Mutual hélt því fram fyrir rétti að Kravitz hefði leyft „klósetti að stíflast af ýmiss konar hlutum“. Fyrirtækið segir sem sagt að Kravitz sé ábyrgur og vill að hann beri skaðann. Íbúðin sem um er að ræða er tveggja hæða og er í húsi á Manhattan þar sem Courtney Love á einnig íbúð.    Dave Matthews Band reynir aðbæta upp fyrir að hafa tæmt úrgang úr salerni í tónleikarútu yfir bát, fullan af ferðamönnum við Chicago-á fyrr á árinu. Hljómsveitin hefur boðist til að greiða tæpar sjö milljónir til tvennra umhverf- isverndarsamtaka, sem vinna að því að vernda Chicago-á og svæðið í kring. „Við vitum að við getum ekki tekið til baka það sem gerðist þennan dag en við vonum að þetta sýni að við viljum standa við skuldbindingar okkar ef við verðum dregnir til ábyrgðar,“ sagði í yfirlýsingu frá hljómsveitinni, sem er eftir nýjustu vandræði Lenny Kravitz ekki eina tónlistarfólkið í skítamálum. „Sem fyrsta skref, ef við yrðum dæmdir ábyrgir, viljum við biðja far- þegana á bátnum innilegrar afsök- unar sem og Chicago-borg, aðdá- endur okkar og þá sem vinna hörðum höndum að hreinsun árinn- ar.“ Talsmaður saksóknara segir að verið sé að vinna að sátt í málinu en þessi gjöf hafi ekki áhrif á málið. „Við kunnum að meta þetta en samningarnir eru byggðir á sönn- unargögnum og lögfræðilegum leið- um og við höfum ekki enn komist að niðurstöðu í málinu.“ Fólk folk@mbl.is SAGT er að Hollywood-kvikmyndir samtímans séu að verða að einni stórri samsuðu eldri og nýrri stíla, kvikmyndafrásagna og tískufyr- irbrigða. Þetta er nokkuð sem á svo sannarlega við um Hákarlasögu, nýjasta framlag Dreamworks á sviði teiknimyndagerðar, glaðbeitt æv- intýri um stóru og litlu fiskana í sjónum, sem fært er inn í samhengi bandarísks stórborgarumhverfis eins og það birtist okkur í mafíósa- myndum, hippamyndum og rapp- myndböndum. Ólíkar gerðir neð- ansjávardýra taka á sig myndir ólíkra kynþátta og þjóðfélagshópa, hákarlar eru gamaldags ítalskir mafíósar, marglyttur eru „steiktir rastafar“, skrautfiskar eru of- urgellur, og litlu fiskarnir eru blönku svertingjarnir sem búa í ófínum hverfum. Sagan fjallar um meðaljóninn, eða litla fiskinn, Óskar, sem reynir að stytta sér leið inn í hið ljúfa líf, og nýtur þar liðsinnis frið- arsinnaða hákarlsins Lennys. Ekki vantar húmorinn, áhrifarík- an söguheim, alúð við hvers kyns smáatriði og frábæra útfærslu sögu- persóna í Hákarlasögu. Mikið púður er sett í þessa þætti, en sagan sjálf nær sér hins vegar ekki almennilega á strik, þar er markið er einfaldlega ekki sett nógu hátt. Íslenska talsetn- ingin er víða vönduð, en á stundum vantar þó upp á nægilega yfirlegu við það kefjandi verkefni að „þýða“ hinn fjölmenningarlega og slang- urkennda menningarheim „stór- borgarinnnar“ yfir á sannfærandi ís- lensku. Hákarlasaga er því ágætis skemmtun, en nær ekki sömu hæð- um og Dreamworks-skrautfjöðrin Skrekkur, eða Pixar-skrautfjöðrin sem hér er óneitanlega sótt dáldið til, þ.e. Leitin að Nemo. Óskar söguhetjan „svarta“ og „steiktu rastafararnir“ – þrír af furðufiskum Hákarlasögu. Rapp í und- irdjúpunum Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Leikstjórn: Bibo Bergeron og Vicky Jen- son. Handrit: Rob Letterman og Damian Shannon. Bandaríkin, 90 mín. Hákarlasaga (Shark Tale)  Heiða Jóhannsdóttir ROKKKÓNGURINN Elvis Presley er tekjuhæstur látinna stjarna og þénar u.þ.b. 40 milljónir dala árlega, eða 2,7 milljarða króna. Aðdáendur Kóngsins hafa haldið áfram að kaupa varning hans og hafa verið duglegir að heimsækja dánarbú hans. Annar á lista Forbes.com yfir tekjuhæsta látna fræga fólkið er höfundur myndasagnanna Smáfólksins (Peanuts) Charles Schulz. Höfundur Hringadróttinssögu JRR Tolkien lenti í þriðja sæti en þessir þrír skipuðu einnig sama lista Forbes síðast. Tekjur Presleys renna til Elvis Presley Enterprises, sem er í eigu dóttur hans Lisu Marie. Búist er við að tekjur fyrirtækisins eigi jafnvel enn eftir að aukast því til stendur að setja á markað fatalínu í hans nafni og framleiða söngleik sem settur verður upp á Broadway. Alla jafnan dregur þó verulega úr tekjumætti flestra, jafnvel fræga fólksins, eftir það þeir falla frá, að sögn talsmanns Forb- es.com. „Fáir útvaldir halda þó áfram að græða eftir þeirra dag, sumir jafnvel meira en á meðan þeir lifðu.“ John Lennon er fjórði á umræddum lista yfir tekjuhæstu látnu stjörnurnar og George Harrison heitinn er ekki langt und- an. Aðrar liðnar stjörnur sem koma við sögu á lista Forbes eru kvikmyndastjörnurnar Marilyn Monroe og James Dean, rapp- stjarnan Tupac Shakur, söngvarinn Frank Sinatra og Freddie Mercury, en þessi liðni söngvari Queen kemur í fyrsta sinn inn á listann, einkum vegna vinsælda söngleiksins We Will Rock You sem troðfyllir nú leikhús víða um heim. Fólk í fréttum | Forbes fylgist með tekjum hinna liðnu Elvis ríkastur látinna stjarna Reuters Hvað sögðu þeir að ég þénaði mikið? Presley er ennþá gróðalind þótt hann sé horfinn yfir móðuna miklu. Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Mjáumst í bíó! Kr. 450 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. Sýnd kl. 4. Ísl. tal.Sýnd kl. 6. Síðasta sýning. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6. Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 16 ára. B.i. 16 ára. Bakvið martraðir hans leynist óhugnalegur sannleikur Ó.H.T Rás 2 DENZEL WASHINGTON MERYL STREEP Frá leikstjóra Silence of the Lambs THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID kl. 5, 8 og 10.50. B.i. 16 ára. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens Sýnd kl. 6 og 10.10. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA.  DV V.G. DV S.V. Mbl. 28.10.04 28.10.04 THE HUNT FOR THE BLOOD ORCHID ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR...ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.