Morgunblaðið - 05.11.2004, Side 52

Morgunblaðið - 05.11.2004, Side 52
52 FÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIN A Cinderella Story er uppfærð öskubuskusaga og gerist í nútímanum. Hilary Duff leikur Sam, góðhjartaða Öskubusku, sem býr í Los Angeles. Jennifer Coolidge leikur Fionu, stjúpmömmuna vondu, sem gerir Sam lífið leitt. Fiona er háð Botox-sprautum og á erfitt með að sýna svipbrigði en það þýðir ekki að hún geti ekki orðið öskuill. Sam neyðist til þess að skúra á veitingastað föður síns, sem er lát- inn, og hlýtur vanþóknun snobbuðu krakkanna í skólanum fyrir. Hún á einn góðan vin í skólanum, listrænan nörd, sem heitir Carter (Dan Byrd). Hún á líka í rómantísku sms- sambandi við skólafélaga sem hún hefur aldrei hitt. Álfadrottningin, verndarengill hennar, er Rhonda, umsjónarmaður veitingastaðarins. Hún hjálpar Sam að finna búning fyrir hrekkjavöku- dansleik í skólanum. Á dansleiknum hittir hún prinsinn og kemst að því að hann er einn af vinsælu krökk- unum, Austin Ames. Austin er leik- inn af Chad Michael Murray, sem leikur Lucas í One Tree Hill. Skyldu þau ná saman og lifa hamingjusöm að eilífu? Frumsýning | A Cinderella Story Öskubuska í Los Angeles Ljósmynd/Ron Batzdorff Öskubuska og prinsinn: Hilary Duff og Chad Michael Murray. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Metacritic.com 23/100 Hollywood Reporter 30/100 New York Times 30/100 Variety 30/100 (metacritic) MYNDIN Pönkið og Fræbbblarnir er ný íslensk heimildarmynd í fullri lengd, sem fjallar um eins og nafnið gefur til kynna pönktímabil- ið á Íslandi og hljómsveitina Fræbbblana. Höfundar mynd- arinnar eru þeir Örn Marinó Arn- arson og Þorkell Sigurður Harð- arson. Fræbbblarnir eru taldir vera fyrsta pönkhljómsveitin og mynd- inni vindur fram frá sjónarhóli hennar. Myndin hefst árið 1978 og eru viðtöl við þá sem lifðu pönkið af og spjallað er við rokkfræðinga og tónlistarmenn sem tóku þátt í íslensku pönksenunni. Myndin er í anda Rokk í Reykjavík en þó auðvitað ólík að því leyti að Rokk í Reykjavík fjallar um samtímatónlist en í Pönkinu og Fræbbblunum er verið að líta til baka og söguleg fjarlægð til staðar. Frumsýning | Pönkið og Fræbbblarnir Pönk í Reykjavík Fræbbblarnir á pönktímanum. JOAQUIN Phoenix er í aðal- hlutverki í myndinni Ladder 49, sem segir frá slökkviliðsmanninum Jack Morrison í Baltimore. Sagan er rak- in með endurliti í fortíðina þegar Morrison festist í brennandi háhýsi. Hann fer að hugsa um upphafið í slökkviliðsstarfinu, fyrsta eldinn sem hann átti þátt í að slökkva, kynnin við aðra slökkviliðsmenn og ástareldinn sem hann ber í brjósti til fallegrar stúlku úr hverfinu, sem Jacinda Barrett leikur. Hann hug- leiðir hið nána samband, sem hann hefur myndað við slökkviliðsstjór- ann, sem John Travolta túlkar, og líf sitt almennt. Í öðrum stórum hlutverkum eru Morris Chestnut, Balthazar Getty, og Robert Patrick. Við þetta brenn- andi drama er spilað írsk tónlist og írsk-amerísk þjóðlagatónlist. Frumsýning | Ladder 49 Heitt í kolunum Joaquin Phoenix leikur slökkviliðs- manninn Jack Morrison og Jacinda Barret er Linda Morrison. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert 1/2 Metacritic.com 46/100 Hollywood Reporter 60/100 New York Times 20/100 Variety 60/100 (metacritic) Exodus-viðbótin við EVE Onlineleikinn frá CCP verður gefin út 17. nóvember næstkomandi. Not- endur EVE Online munu geta hlaðið viðbótinni niður án endurgjalds og í henni verður fjöldi nýrra at- riða; m.a. breyt- ing á notenda- viðmóti. Í fréttatilkynningu kemur fram að framleiðendur búist við að þessi um- fangsmikla viðbót eigi eftir gjörbylta þróun netleikja með alþjóðlega út- breiðslu. Á síðustu tólf mánuðum hef- ur fjöldi notenda EVE Online tvö- faldast og eru þeir nú 54.000 talsins. Hægt er að nálgast sýnishorn úr Exodusviðbótinni á slóðinni http:// myeve.eve-online.com/download/ videos/Default.asp?a=down- load&vid=134 Fólk folk@mbl.is Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. j i ll i l i . i í í . Kvikmyndir.is H.J.Mbl.  ÁLFABAKKI kl. 4 og 6. Ísl tal./ kl. 4, 6, 8 og 10.10. Enskt tal. M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Ó.Ö.H. DV  KEFLAVÍK Sýnd kl. 6. Ísl tal. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8 OG 10.20. KRINGLAN Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Taktu sporið út úr hverdagsleikanum! Það er aldrei of seint að setjatónlist í lífið aftur Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki. AKUREYRI Sýnd kl. 6. Enskt tal. Sýnd kl. 8. Mynd eftir Börk Gunnarsson H.L. Mbl.  VG. DV Sýnd kl. 8 og 10.15.Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 6. Ísl tal. NÆSLAND LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON Ó.H.T. Rás 2 Sýnd kl. 6. Einu sinni var... Getur gerst hvenær sem er. HILARY DUFF CHAD MICHAEL MURRRAY ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.15, 8, 9.15, 10.20 og 11.30.  Ó.H.T. DV Kvikmyndir.is Funheit og spennandi með Joaquin Phoenix og John Travolta í aðalhlutverki! Funheit og spennandi með Joaquin Phoenix og John Travolta í aðalhlutverki! Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um öskubuskuævintýrið sem þú hefur aldrei heyrt um!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.