Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 06.11.2004, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 2004 C 3 Fjölnir óskar eftir að ráða 2 öfluga knattspyrnuþjálfara fyrir meistaraflokka karla og kvenna. Liðin spila bæði í fyrstu deild. Upplýsingar um störfin veitir framkvæmdastjóri félagsins í síma 567 2085, Þröstur vegna mfl. kvenna í síma 660 1538 og Birgir vegna mfl. karla í síma 895 9844. Ungmennafélagið Fjölnir Manchester í beinu flugi 19.-21. nóvember Man. Utd. – Charlton Everton – Fulham Middlesboro – Liverpool ÍT ferðir, sími 588 9900, enskiboltinn@itferdir.is www.itferdir.is SLÆM byrjun Framara varð þeim að falli í fyrri leik sínum við rúm- enska félagið Uztel Ploiesti í Áskor- endabikar Evrópu í handknattleik. Lokatölur urðu 32:26 fyrir heima- menn, en leikið var í Rúmeníu en þetta var heimaleikur Fram. Ólafur Arnarsson, formaður handknattleiksdeildar Fram, sagði að leikmenn liðsins hefðu ekki al- veg verið í lagi í kollinum framan af leik. „Við byrjuðum hræðilega og vorum ellefu mörkum undir í upp- hafi síðari hálfleiks. Okkur tókst þó að vinna það til baka og hefðum með smá heppni átt að ná muninum niður í fjögur mörk í lokin. En heppnin var ekki með okkur,“ sagði Ólafur. Egidijus Petkevicius varði vel í fyrri hálfleik og hélt liðinu þá í raun á floti því hann varði 14 skot, en aðeins þrjú í síðari hálfleik. Að sögn Ólafs eru leikmenn rúm- enska liðsins stórir og sterkir, þeir léku flata vörn gegn ungu liði Fram, en Framarar léku hins vegar 5-1 vörn á móti þeim. „Við spiluðum fína vörn lengstum í leiknum. En Rúmenar eru stórir og eru með eld- fljóta hornamenn sem skoruðu grimmt úr hraðaupphlaupum á okkur,“ sagði Ólafur. Hann sagði að með góðum leik í dag, en þá mætast liðin öðru sinni, væri alveg möguleiki á að leggja þá að velli. „Við sáum í síðari háfleik að við getum þetta,“ sagði Ólafur. Slæm byrjun varð Fram að falli í Rúmeníu FÓLK  JACCUES Santin, fyrrum lands- lisþjálfari Frakka sagði í gær upp starfi sínu sem knattspyrnustjóri Tottenham og segir það af persónu- legum ástæðum, Martin Jol aðstoð- arþjálfari mun stjórna liðinu tíma- bundið þar til annar verður ráðinn.  SEX Íslendingar taka þátt í Norð- urlandamótinu í borðtennis sem haldið er í Lettlandi um helgina. Karlaliðið skipa Guðmundur E. Stephensen, Tryggvi Áki Pétursson og Matthías Stephensen en kvenna- liðið skipa Halldóra Ólafs, Aldís Rún Lárusdóttir og Kristín Hjálmars- dóttir.  SVEIT GKG, er í 15. sæti af þrjá- tíu sveitum á Evrópumóti meistara- liða í golfi sem stendur yfir í Aþenu í Grikklandi. Sveitin lék betur í gær, á öðrum degi mótsins en fyrsta hring- inn. Ottó Sigurðsson lék á 76 högg- um eða tveimur höggum yfir pari vallarins, Brynjólfur Einar Sig- marsson var á 77 höggum og Hauk- ur Már Ólafsson á 78.  BAKKEN Bears frá Danmörku vann góðan útisigur á CAB Madeira í Portúgal, 88:82, í Evrópubikarnum í körfuknattleik í fyrrakvöld en liðin eru í riðli með Keflavík og Reims. ÞAÐ verður nóg um að vera hjá nokkrum íslensku knatt- spyrnumannanna sem leika í Noregi og Svíþjóð um helgina enda verða bikarúrslitaleikir landanna háðir þá. Ólafur Örn Bjarnason, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur með Brann gegn Lyn í úrslitaleik norsku bik- arkeppninnar á Ullevål í Ósló í dag. Brann freistar þess þar að vinna sinn fyrsta stóra titil í 22 ár en félagið varð síðast bikarmeistari árið 1982. Brann hefur ekki orðið norsk- ur meistari í 41 ár. Lyn hefur beðið enn lengur eftir því að vinna titil. Óslóarfélagið varð bæði meistari og bikarmeist- ari árið 1968 en hefur ekkert afrekað síðan. Tvö Íslendingalið mætast í úrslitaleik sænska bikarsins í dag. Hjálmar Jónsson verður væntanlega á sínum stað hjá IFK Gautaborg sem mætir Djurgården í Stokkhólmi. Sölvi Geir Ottesen getur hins vegar ekki leikið með Djur- gården vegna meiðsla og Kári Árnason er ekki löglegur. Íslenskur bikarslagur í Skandinavíu Morgunblaðið/Sverrir Jónsson fer framhjá Herði Gylfasyni og gerir eitt af fimm mörkum sínum fyrir Víking í gær. ast þeim betur og nálguðumst þá hægt og bítandi.“ Aðspurður sagðist Jóhann- es hafa átt von á að lítið myndi skilja lið- in að. „Ég átti von á jöfnum leik allan tímann en ekki að við myndum byrja svona hrikalega illa. Það er alltaf erfitt að baksa við að vinna upp forskot og mér fannst mínir strákar berjast frá- bærlega vel, voru t.d. tveimur færri, og þeir gerðu allt hvað þeir gátu. Við áttum auðvitað að jafna þetta þarna í blálokin en Þórsararnir spiluðu þennan leik í heildina betur en við og áttu skilið að sigra,“ sagði Jóhannes. Það var léttara yfir Árna Þór Sig- tryggssyni Þórsara eftir leikinn, enda fátt sætara en bera sigurorð af erki- fjendunum. Tæpt stóð það, þrátt fyrir góða byrjun. En hvað gerðist svo? „Við byrjuðum af krafti en svo eins og oft vill verða hjá okkur þá duttum við niður. Og við gerðum það heldur betur í dag. En við unnum í deildinni og það er mikill léttir fyrir okkur að fá þessi stig í deild- inni. En ef ég gæti svarað því hvers vegna við dettum svona mikið niður eft- ir hlé, þá værum við í góðum málum,“ sagði Árni Þór. „Þetta er eitthvað sál- rænt hjá okkur og við þurfum að vinna okkur út úr því fyrir komandi átök. Þurfum lágmark átta stig í viðbót og stefnum ótrauðir á það.“ Árni sagðist hafa verið orðið svartsýnn þegar KA fékk tækifæri til að jafna í blálokin. „Sigur er sigur en þetta var ennþá sæt- ara svona,“ sagði Árni Þór. ekki lengra, þótt ekki hafi munað miklu í blálokin. Mareks Skabeikis, markvörður Þórs- ara, var langbesti maður vallarins og kórónaði frammistöðuna með því að verja vítakastið í lokin. Ótrúlegur markvörður, sem ver nánast undan- tekningarlaust á þriðja tug skota í leik. Aigars Lazdins var traustur og fór langt á reynslunni. Skoraði öll sín 9 mörk fyrir hlé en eftir hlé spilaði hann Sindra Viðarsson í vinstra horninu frían hvað eftir annað. Sindri kom frískur af bekknum, eftir að Þorvaldur Sigurðs- son fyrirliði meiddist, og gerði 5 mörk eftir hlé. Goran Gusic skoraði 8 mik- ilvæg mörk og er óðum að hressast eftir rólega byrjun í haust. Árni Þór Sig- tryggsson var í strangri gæslu allan leikinn og lét ekki fara mikið fyrir sér. Halldór Jóhann Sigfússon var besti maður KA í leiknum og sá eini sem lék af eðlilegri getu í sókninni allan tímann. Michael Pladt átti spretti en hvarf þess á milli en miklu munaði fyrir KA að fyr- irliðinn Jónatan Magnússon er búinn að vera veikur. Lék ekki nema hluta leiks- ins og lét lítið að sér kveða. Varnarleik- ur KA hrökk í gang í síðari hálfleik og þar fóru fremstir Þorvaldur Þorvalds- son og Hörður Fannar Sigþórsson. En leikur liðsins í fyrri hálfleik varð því að falli og Jóhannes Bjarnason þjálfari tók undir það. „Við vorum bara ekkert með í leikn- um í 20 mínútur. Svo fórum við að verj- veimur fleiri, og náðu að tryggja sér ítakastið afdrifaríka, sem áður var ýst. Lokamínúturnar voru reyndar ekki ýsandi fyrir leikinn. Þórsarar komu miklu ákveðnari til leiks og náðu strax góðu forskoti. Sóknarleikurinn var ár- ngursríkur og mikil barátta í vörninni. Þar fyrir aftan átti Mareks Skabeikis nn einn stórleikinn og varði 15 skot yrir hlé. Lið KA var hikandi í öllum sín- m aðgerðum og mátti þakka fyrir að munurinn var ekki nema 6 mörk í hléi, 6:10. Fyrstu fjórar mínútur seinni hálf- eiks héldu Þórsarar uppteknum hætti g staðan var orðin 19:11, þegar and- tæðingarnir tóku loksins við sér. KA- menn ætluðu greinilega ekki að láta rkifjendurna rassskella sig og skoruðu mörk í röð á 6 mínútum. Munurinn allt einu bara tvö mörk og allt gat gerst. Nær komust KA-menn þó ekki að sinni g næsta korterið hélt Þór 2-3ja marka orskoti, með erfiðismunum þó. KA minnkaði muninn loks niður í eitt mark jórum mínútum fyrir leikslok en komst abeikis hetja órs gegn KA u Þórsarar og svartsýnustu KA- egar fjórar sekúndur lifðu af leik var 28:27 Þór í vil og Halldór Jó- st fyrir KA. Lettneski landsliðs- ði sér hins vegar lítið fyrir og varði sem utan, ærðust af fögnuði. m var í höfn. ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.