Sunnudagsblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 25.06.1961, Blaðsíða 2
MNS og kunnugt er af fréttum er Bergur Lárusson frá Kíaustri farinn við fimmta mann austur á sandi í leit að Indíafari því, sem sem strandaði á Skeiðarár- sandi árið 1667. Indíafar þetta villtist hingað norður í stormi og myrkri en fórst við sand ana með öllu því gulli og ger semum, sem á því var. Lengi fram eftir öldum lifðu sögu sagnir um strand skipsins með hvaða hætti það varð, auðæfin, sem í því voru, skipverjana og dauða þeirra, koparinn í skipinu og aðfarir nálægra búandmanna. Svo segir um skipsstrand þetta í Fitjaannál, 1667; ,,Á þessu hausti brotnaði hol- lenzkt skip við Skeiðarár- sand hjá Öræfum austur, á nóttu, í stormi og myrkri. Það kom frá Aust-Indien, en villt ist hingað. Flutti bæði gull og perlur, silfur og kopar, kattun, silki og lérept yfir- fljótanlegt, og margkyns- dregna dúka og ábreiður. Var mælt að kostað hefði 43 tunn ur gulls. Mæltu allir, að aldrei hefði þvílíkt skip (með svo dýrmæta áhöfn) við ísland komið, síðan það var fyrst byggt. Mikið fordjarfaðist af góssinu. Menn komust af nokkrir á skipbrotunum og bátunum, en margir dóu í sjóvolki, og þegar á land kom af kulda og frosti, því langt var til byggða, svo ekki lifðu eftir af tveirn hundruðum fólks, (sem á skipinu voru) nema nærri 60. Sigldu sumir til Eyrarbakka og annars stað ar, þar þeir gátu, en nokkrir voru um veturinn hér á landi epiirliggjandi á Seltjarnar- nesi og Kjalanesi að saman- töldum útlenzkum í Kjalarnes þingi 60 ails. Þeir hollenzku fluttu varninginn að austan. 'Var mælt, að þeir hefðu haft silki til undirgirðinga og heptunga á hestum sínum eða fengu þeim, er það vildu, fyrir annað traustara, bönd, beizli, íslöð og undirgirðing- ar. Þetta fé köliuðu Danskir vogrek og væri því konungs- fé. Voru sýslumenn fyrir aust an skyldaðir að flytia varning inn til Bessastaða, hver um sína sýslu og svo var gert. Haldið var, að margur yrði þá fingralangur fyrir aust- j an“. í Kjósarannál sama ár seg ir svo um þetta mál, m. a.: Um haustið rak upp i Ör- æfum austan á Skeiðarár- sandi á nóttu í stormi eitt stórt hollenzkt skip, nýkomið frá Östindien, fraktað með lérept, silki, kopar, silfur, gull, dýmætar jurtir og eðal steina. Fordjarfaðist mestur hluti góssins, en menn kom ust margir lífs á land á bátn um og skipbrotinu, en af því veðrið var kalt, en yfrið lang ur vegur til byggða, þeir og einnig drukknir af brenni víni, hvert þeir höfðu drukk ið, þá á land komu, þá dóu svo margir, að ekki lifðu eftir meira en 60, en á skipinu höfðu verið 200 manns“. í Árbókum Espólíns segir svo: „Skip mikit steytti fyrir austan land, þat var hollenzkt ok Indíafar, hafði á brott ver it 7 ár, ok var á heimleid, en setti nordr um sakir ófriðar- ins, ok braut við Sólheima- sand; menn flestir komust rétt ritit), þá er þat fór úr Indíum: klukkukopar einn hefdi verit barlestin, enn á höfn gull og perlur, silki, skarlat pell ok purpuri, katt ún ok lérept ærit, ok mörg dýrindi, einnin demantar ok karbínkular, desmerkettir ok margt annat; vissu menn engi dæmi um jafnmikinn aud hér at landi kiminn, sem þat er upprak smámsaman, enn sýslumönnum var tilsagt að flytja þat allt til Bessastada, því Danir kölludu þat vogrek ok konungsfé. Þeir, sem á vist voru höfdu silki til undir girdinga ok heptinga á hest- um sínum, — eda létu af hendi fyrir annat traustara“. Af þessu segir í fleiri ann álum frá þessum tíma, — en ekkért er þar sagt frábrugðið frá því, sem hér er að ofan ritað. En fvrir því eru þessar brjár heimildir tilfærðar, að hver segir meiri sögu en orð in ein greina, — og við get um að gamni okkar reynt að geta í eyðurnar, — bótt slík wmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm B. , jj p HÉR SRGIR frá Indíafarinu, sem strandaði á Sólheima- §§ | sandi árið 1667. Bergur Lárusson frá Klaustri er nú vlð ■ ‘ fimmta mann að gnafa í sandinn og leita leifa þessa sk'ips, fí á sem hlaðið var gulli og gersemum í slíkum mæli, að talíð , H var að aldrei hefði auðugra skip brotið Við ísland síðan ; ' landið byggðist. 1 Sögusagnirnar sögðu, að þá hefði „margur gerzt fingra- I g Iangur fyrir austan“ og riðið hratt til strandar ... • J ............. ............ tíma ekki vílað það fyrir sér að hirða það, sem sjórinn færði til lands, — með hvaða hætti, sem það annars kom. Sumir sögðu, að karlarnir hefðu gert það „að gamni sínu“ að leiða hest með lukt fram og aflur um sandana og villt þannig fyrir skipunum úti fyrir. Skipin sigldu upp á sandinn, — en skipsgóssið upp, enn dóu mjög margir, er á land komu, því þeir voru í silkiklæðum einum, — 300 voru alls á því skipi, enn 50 komust til bygda; þeir komu sér í skip með Dönum um haustið, er lifdu, enn sumir skiptust milli manna til vetr arvistar. Svo sögðu menn, at þat, sem helzt var á því skipi hefdi virdt verit fyrir 3 ok 40 tunnur gulls (ef þat er ar tilgátur hafi þann mikla galla, að enginn veit með vissu, hvort getið er rétt eða ekki. í Fitjaannál er þess sérstak lega getið, og þó svo meistara lega stuttlega, að haldið hafi verið, „að margur yrði fingra langur fyrir austan“. — Þetta segir annállinn, — en sögusagnirnar sögðu, að bænd ur þar eystra hefðu á þessum lenti í höndum bænda, — af skijpsbrotsmönnunum sagði fátt. í Kjósarannál er þess getið, að skipbrotsmenn hafi margir hverjir dáið, þar eð langur vegur var til byggða, „þeir og einnig drukknir af bennivíni, hvert þeir höfðu drukkið, þá á land komu“ . . . Það lítur út fyrir, að ein- hverjir hafi verið til að taka á móti þeim, sem komu í land,---og þá haft með sér það, sem vænlegast var að bera á borð fvrir sjóhrakta út lendinga, sem lítil þörf var á að væru til frásagna eða krafa. Sögurnar sögðu, að stýrimaðurinn — eða einhver þeirra háttsettari hafi fund- izt dauður í fjörunni skömmu eftir strandið. Baugfingur hægri handar hafði verið höggvinn burtu, — og þá .hafði blætt úr sárinu. .... í Árbókum Espólíns er þess sérstaklega getið í strandsög- unni, — að skipverjar hafi verið á silkiklæðum. — Það var sem sagt um silkið, er skip verjar fluttu með sér í land, að þeir hafi skipt á því og öðru því, sem traustara var. Einhverjir héldu, að Öræfa- bændur hafí ætlað sér að nota siikið í rúmfot, en þá hafi brakað svo mikið í því, að slíkt þótti ónotandi, — var þá silkið fléttað í reipi, sem þóttu allra reipa bezt austur þar. Hvernig þetta í rauninni alit var, — hvernig það gerð ist og hvað síðar varð, VEIT nú enginn maður. En nú eru menn farnir að leita Indíafarsins í sand- inum. Kunnugir segja, að lít i] von sé til, að þeir kornizt yfir mikil auðæfi, — jafnvel þótt þeir finni skipið, — en það er einnig allsendis óvíst. Ragnar Stefánsson, bóndi í Skaftafelli, segir, að skips- flakið hljóti að vera á 10—12 metra dýpi, — svæðið, sem um sé að ræða sé geysistórt, öll Skaftafellsfjaran, sem er ailt að 20 km. að lengd. Nú er ekki að fullu vitað, hvar strandlengjan lá á þessum tíma, — en Ragnar segir, að sögusagnir hermi, að skipið hafi staðið upp úr sandinum allt fram undir aldamótin 1700. Gull er varla að finna í skipinu lengur, en kannski kopar. Að eitthvað hafi verið gruggugt í strandi skipsins, og .”að margur yrði fingra- langur fyrir austan” virðist þessi gamla vísa vitna betur um en flest annað, — en vís- una kunni Ragnar í Skafta- felli. FJestir aðrir fengu nóg fældist hrafn og refurinn. Út er kominn um allan skog indíanski þefurinn. Sumir segja, að sagt hafi verið í eina tíð, að ekki hafi allir legið kyrrir í sandinum. — En hver þekkir slíkar sög- ur nú? Kannski hefur verið guðað á skjáina þar eystra, þegar úti var köld og dimm nótt., — þegar stormurinn gnauðaði í þekjunni og silki- klæddum útlendingum leidd ist í köldum sandinum? — Kannski hefur þá verið brölt upp á húsþekju og kallað inn: ”Komdu með gullið mitt, Gunna!” En þau orð hafa efa laust, ef sögð voru, verið á útlenzku og kæfzt í gnauði vindsins. 2 Suooydagsblaðið

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.