Sunnudagsblaðið - 10.09.1961, Side 1
mWWWWHWW%MWWWWWWWWWI/WMWWiWWWMmMHWWWWWi»Mft1
MENN fljúga út í geiminn. Það er varla nema tímaspursmál, þar til
flogið verður til annarra hnatta. En flug Gagarins og Titovs er varla
hænufet á mælikvarða alheimsins, sem er stærri en við getum skilið
eða skynjað. — Danski stjörnufræðingurinn Paul Bergsöe hefur ný-
lega gefið út bók um stjörnufræði, Alheimurinn og við. Meðfylgjandi
grein er úr þeirri bók.
WMWIWMiWWMM%*MiWW%WMWW»»IWMMWWWWWWWMWWWWWIWWWWWW1
SÓLIN er miðpúnktur sólkerfis okkar. Við snúumst í kringum hana, — en höldum, að við séum miðpúnktur veraldarinnar, og
sólkerfið með hinum mörgu plánetum sé gífurlega stórt. En lítið á stöðu sólarinnar í v etrarbrautinni, sem mynduð er af 200 millj”
örðum stjarna! Og vetrarbrautin er ein af milijörðum annarra vetrarbrauta.
Á EINUM mannsaldri verð-
um við ekki vör við neina
teljandi breytingu á hinum
óteljandi sólum, sem vetrar-
brautina mynda. En skyn-
semi okkar og vísindi segja
okkur, að allt sé þetta breyt-
ingum undirorpið, í rauninni
er þetta alltaf að breytast, sí
og æ, breyling á breyting of-
an.
Yið fáum ágæta hugmynd
um hin tvö ólíku tímaskeið,
hið líffræðilega og hið stjarn
fræðilega með því að taka
okkur stóra bók í hönd og
hugsa dálítið um hana. Bókin
þarf að vera mjög stór eins
og t. d. alfræðiorðabók Saló-
monsens upp á 1000 þéttskrif
aðar síður með smáu letri.
Við skulum gera okkur í hug
arlund, að í þess,a bók sé
skráð saga jarðarkringlunn
ar frá upphafi fram til okkar
daga, en það er nokkurn veg-
inn vitað um aldur hennar,
•— hún hefur þrjá til fjóra
milljarða ára að baki. Bókin
er gerð á þann hátt, að jafn-
löng tímabi] taka jafnt rúm
í bókinni Hvar í bókinni
rekumst við á eitthvað, sem
við þekkjum?
Við verðum að fletta fyrstu
800 síðunum án þess að finna
nokkuð um fyrstu steinmynd
anir. Við vitum ekkert um
það, hvenær lífið hófst, við
vitum aðeins, að það var tii
fyrir 700 milljón árum. Það
er leiðinlegt, að við skulum
ekkert geta lesið um þetta í
bókinni. Það gæti verið
gaman. Þar er þó rúm fyrr
líffræðilega þróunarsögu
jafnlanga eða lengri en við
þekkjum til, og sem nær há-
púnkti við tilkomu manns-
ins, — homo sapiens.
Eftir er sem sagt síðasti
fimmtungurinn af stóru bók
inni upp á 1000 síður, þessari
tilbúnu sögubók, sem var
skrifuð eftir þeirri óvenju-
reglu, að jafnlöng tímabil
tóku jafn langt rúm.
En okkar eigin tímar? Já,
hvar er „öldin okkar“? Ef átt
er við sögu síðustu aldar, er
hæpið, að við finnum nokk-
urn istað, þar sem á hana er
minnzt. Eins og þessi bók er
gerð tekur ein lína yfir
80.000 ár, eitt orð tekur yfir
5000 ár, og einn bókstafur
táknar þannig 1000 ár.
Með öðrum orðum: — Til-
komu mannsins verður að
ieita í 10 síðustu línum bók-
arinnar. Síðasta ísöld og
í myndum rústa eða minja, -
verður því að leita í síðasta
orðinu í þessari stóru bók.
Og okkar tímar? — Tíma-
bilið frá dögum víkinganna
til dagsins í dag? — Saga
þessa tímabils er skráð í síð-
asta bókstaf síðasta orðsins í
síðustu ltnunni. Saga okkar
sjálfra og atómaldarinnar
fær ef til vill rúm í örlitlu
broti af síðasta púnktinum.
Frá upphafi mannsins til
endaloka er alheimurinn
samur við sig. Og þar sem
sólin og jörðin, frá stjarn-
fræðilegu sjónarmiði séð, —
hafa enga sérstöðu meðal
hinna óteljandi milljarða
sólna og sólkerfa og plá-
netna, sem við ekki þekkjum,
verðum við að gera ráð fyrir,
að það séum ekki aðeins við,
sem njótum þeirra forrétl-
m
steinöldin á sögu sína í síð-
ustu fjórum orðunum, ]ýs-
inguna á öllum þeim tíma,
sem saga mannsins hefur var
að og í allan þann tíma, sem
eitthvað hefur skilið eftir sig
Þessar smá hugsanatilraun
ir hafa vonandi varpað
nokkru ]jósi á hrikaleik
geimsins, — alheimsins, sem
við öll tilheyrum sem auð-
mjúkir borgarar.
inda að lifa, heldur finnist
úti í geimnum jurtir, dýr og
skynigæddar verur á lífvæn
legum hnöttum einhvers
staðar. Og við hljólum að
skilja, að þannig heldur það
áfram eftir að síðasta mann-
veran á móður jörð hefur
lokað augum sínum. Lífið má
deyða, — en lög náttúrunnai'
eru eilíf.
Og spiirningin:
ER LÍF Á
ÖÐRUM HNÖTTUM?
Stjarnfræðileg afstaða
hlýtur að svara til afstöðut
jarðar í sólkerfinu okkar.
Þetta er auðvilað til að tak-
marka möguleikana. Vi&
megum nefnilega ekki
gleyma því, að stjörnur og
sjáifsagt einnig plánelur em
mjög misjafnar hvað viðkem
ur stærð, hitastigi og öðrum
eðlisfræðilegum aðsiæðum.
En þótt að við af þessum á-
stæðum verðum svo varkár
að ásetla, að aðeins ein
hverjum þúsund stjörnum af
tvö hundruð milljörðum
stjarna sem mynda velrar-
brautina hafi svipaðar að-
stæður og okkar sól, þá eru
samt sem áður tvö hundruð
milljónir eftir.
Ef við förum nú að brjóta
heilann um,hvaða króíur verð
ur að gera til þess að líf geti
kviknað og haldizt við á plá-
netum þessara úlvöldu sólna
þá komumst við fyrst «S
þeirri niðurstöðu, að hita-
sligið verði að vera einhvers
staðar á milli 0—70 gráður á
Celsius. Hitastigið hér cg
hvar f geimnum er annars
gífurlega mismunandi eða
upp í mörg milljón stig niður
í mínus 273 gráður.
í annan stað verður að-
setja það skilyrði, að þetta
hitastig haldizt allan þann*
tíma, sem líður frá kvikning:
lífs þar til þróunin er komin
á það stig að fram koma æðri
plöntur og dýr.
Hér á jörðinni er álitið, að-
sú þróun taki um það bil átta
hundruð milljón ár. Þetta
skilyrði dxegur að sjálfsögðui
talsvert úr möguleikum plán-
etna hinna tvö hundruð millý
óna sólna. Við getum ekki.
gert okkur í hugarlund hve
mikil sú takmörkun er, em
Framhald á 2. síðu.
SÓLIN
VETRARBRAUTIN