Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Síða 2
P Þannig var tízkan nm 1925, blúndur og leggingar, flatur barmur og perlufestar niður á
r maga. Dúfan á myndinni tiiheyrir ekki beinlínis tízkunni, en vel mætti ímynda sér, að hún væri
þarna til að friðmælast við heiminn vegna tízknnnar (Sbr, friðardúfu Picassos og Krústjovs).
Það skyldi þó ekki eíga fyrir okkur að liggja að svipuð tizka verði alls ráðandi í heimi kvenna
á ný.
leg áhrif á mig. Svo varanleg, að þegar ég
röskum þremur árum síðar byggði mér
hús, hér austur á landi, þá byggði ég
einlyft steinhús með steyptri plötu, sem
er mun þykkari en húsameistarar telja
nauðsynlegt og hafði risið yfir henni þar
að auki svo lágt.að það er ekki manngengt.
Mikið var ég búinn að vorkenna þessu
kærustupari, þá fátækt, að eiga aðeins
eina plötu á fóninn sinn og ekkert
nema mín krónisku blankheit, kom í veg
fyrir að ég keypti aðra plötu, til að gefa
því til íilbreytingar.
Mér datt þetta í hug hérna um kvöldið,
þegar ég heyrði „lagið“ leikið í útvarpið
undir titlinum gömul vinsæl lög, og ekk-
ert, nema mín krónisku blankheit, kom f
veg fyrir að ég tæki mig til og bryti út-
varpið mitt. Það er nefnilega dýrt að fá
sér nýtt útvarpstæki. Ég varð því að
sleppa því að fremja þennan hetjuskap.
Það hafa ekki allir efni á því að drýgja
hetjudáðir, ekki einu sinni í þessu róm-
aða góðæri.
Ég veit það nú, að auðvitað hefur par-
ið átt fleiri plötur, sjálfsagt 50 eða 100
og mikið hefði það hlegið og mikið
hefði það vorkennt mór, hefði ég komið
ljómandi af mannkærleika arkandi með
nýja plötu, til að gefa því, af því að það
a?tti bara eina, — því það var bara þessl
eina plata, sem var í tízku þennan vetur,
og aðeins öðrum megin. .•
Svona vitkast maður með aldrinum.
Sigurður Ó. Pálsson.
fylgjast með þróun þessarar endurreisn-
arstefnu næstu misserin.
Þegar ég var í skóla hér fyrir nokkrum
árum suður í hcnni Reykjavík, bjó ég
einu sinni í herbergi, er svo var ástatt
um, að kærustupar bjó í herberginu
fyrir ofan.
Þetta kærustupar átti grammófón og
eina plötu, sem það snéri aldrei við.
Um það leyti, sem ég kom heim síðari
hluta dagsins, eftir að hafa setið á ein-
liverju kaffihúsanna frá því um nón,
ásamt skólafélögum mínum og verið gáf-
aður í andlitinu við að bjarga heims-
menningunni, — kom parið lieim úr
vinnu sinni, setti plötuna sína á fóninn,
fór að spila lagið sitt og stappa í gólfið í
lakt við lagið.
Þegar ég fór í mat rétt fyrir kl. 7, var
parið að spila lagið sitt og stappa í
gólfið.
Þegar ég kom úr mat, var parið að
spila lagið sitt og stappa í gólfið. Þetta
var í gömlu timburhúsi.
Þegar ég fór út síðla kvölds, til að
bjarga meiru af heimsmenningunni á ein-
hverju kaffihúsanna, var parið að spila
lagið sitt og stappa í gólfið.
Og þegar ég kom heim um miðnættið,
til að draga sængina upp fyrir höfuð, var
parið enn að spila lagið sitt og stappa í
gólfið.
Ég vissi aldrei hvenær það hætti, ég var
sofnaður áðui'. Svona gekk það allan
veturir.n. Þetta spilverk hafði mjög varan-
frá Hvíladal) var í tízku um það leyti,
sem kreppulánasjóður var í blóma. Nú
or þaö sungið í sífellu. Svo segja menn
að unga fólkið beri ekki virðingu fyrir
þjóðlegri arfleifð.
Það verður væntanlega fróðlegt að
Kæri Högni!
Þessa dagana skellur bókaflóðið yfir
Tandið, og finnst sumum nóg um. Satt er
Jpað, að ýmsar bækurnar eiga kannski
í.ítinn rétt á sér, en sannarlega fer vel á
Jpví, að við höfum fremur of mikið en of
lítið af þeim á boðstólum. Iðulega er
Ktaðhæft, að bækurnar á jólamarkaðinum
séu eins konar húsgögn. Þetta stafar af
því, að fjórar af hverjum fimm bókum
)nunu keyptar til gjafa. En ekki rýrir það
gildi bókanna. Og mér finnst vel við eiga,
að islendingar séu mesta bókagjafaþjóð í
heimi á grundvelli höfðatölureglunnar.
)Það met eigum við skilyrðislaust.
Og svo eru íslenzkar bækur orðnar svo
fagrír og góðir gripir, að undrum sætir.
Bókagerðinni hefur fleygt fram hér á
landi síðustu árin. Þá er átt við hlut prent-
smiðjarma og bókbandsvinnustofanna. —
Framíarirnar á því sviði eru óumdeil-
anlegar og íslenzkar bækur orðnar sam-
Reppnisfærar við erlendar bækur um
jprentun, bókband og annan ytri búning.
)En útgefendur og höfundar vanda sig ekki
alltaf eins og skyldi. Stundum er því lík-
ast, aö gleymst hafi að lesa prófarkir af
bókum, sem eru gullfallegar að ytra út-
liti og seijast dýru verði. Astæðan mun
oft sú, að höfundurinn hafi raunveru-
lega aldrei lokið verki sínu.
Samt eru framfarirnar á þessu sviði
greinilegar frá því sem áður var, þó að
þetta sé svartur blettur á íslenzkri bóka-
útgáfu og þurfi endilega að hverfa. Akki-
lesarhæll hennar er hins vegar þýðing-
arnar. Þær eru yfirleitt til skammar.
endur og þýðendur, sem auðga íslenzk-
ar bókmenntir að fallegum barnabókum
á heimsmælikvarða göfgandi listar. Sömu-
leiðis væri nokkurt íhugunarefni að sýna
einhverja opinbera viðurkenningu þeim
islenzkum höfundum, sem frumsemja
snjallar barnabækur.
Oft er talað um þýðingu skólanna fyrir
æsku landsins og framtíð þjóðarinnár^
Vissulega gegna þeir miklu hlutverki. En
er ekki líka ástæða til að hyggja að þeim
bókakosti, sem unga fólkinu er feng-
inn í hendur, og reyna að tryggja, að
hann verði gull í lófa? , j
Með beztu kveðju.
Helgi Sæmundsson.
Orsök þess ófremdarástands er eink-
um sú, að íslenzkir útgefendur tíma ekki
að borga sæmileg verkalaun fyrir þýð-
ingar. Þess vegna fást helzt til þýðinganna
andlegir jarðvöðlar, sem afkasta ein-
hverjum ósköpum á kostnað gæðanna.
Nú mega það kallast stórtíðindi, þó að við
beri, að einhver úrvalsrit heimsbókmennt-
anna komizt fyrir sjónir íslenzkra les-
enda í viðunandi þýðingum. Þá eiga í
hlut þýðendur, sem vinna af öðrum á-
stæðum en launanna vegna, eða útgef-
endur gleyma nízkunni einstaka sinnum.
Voðalegastar eru þýðingar barnabók-
anna, sem hrúgast upp á jólamarkaðin-
um ár hvert. Þar er eklcert hirt um mál
og stíl af flestum þeim, sem telja sig
þess umkomna að sjá æsku landsins
fyrir skemmtilegu, þroskandi og fróðlegu
lcsefni. Og þýðendurnir og útgefendurn-
ir vita upp á sig skömmina. Þýðenda er
sjaldnast getið að þessum barnabókum.
Mennirnir vHja ekki láta á sig sannast,
að þeir hafi unnið verkið.
Eg er yfirleitt ekki fylgjandi því, að
stjórnarvöldin láti íslenzka bókaútgef-
endur lúta boði og banni, en hér er um
undantekningu að ræða. Mér virðist sjálf
sagt mál, að lögskipa eigi og verði, að
þýðenda allra bóka sé getið og útgef-
endur látnir sæta þungum viðurlögum,
ef út af er brugðið í því efni. Jafnframt
er rík ástæða til að verðlauna þá útgef-
LAUN DYGGÐARiNNAR
ERU VANÞAKKLÆTI
ÞAÐ var einu sinni ungur rit-
stjóri, sem vildi endilega auka
upplag dagblaðsins síns. „Við verð
um að ná til æskunnar", sagði
hann við ritstjórnarfulltrúann sinn.
Hvað er það nú, sem æskan hefur
lielzt áhuga fyrir?
Ritstjórnarfulltrúinn horfði
feimnislega yfir til einkaritara
ritstjórans, sem var lögulegasta
hnáta. Svo beygði hann sig að rit-
stjóranum og livíslaði einhverju í
eyra hans.
„Auðvitað, — að sjálfsögðu —
það er auðvitáð deginum ljósara“,
sagði ritstjórinn og lyftist allur í
stólnum. Svo bætti hann við og
varð kankvís á svip: „Það hafa
allir áhuga fyrir því, — bæði ung-
ir og gamlir, ha, ha, — en þér liaf-
ið alveg á réttu að standa, svo
sannarlega, það er alltaf forsíðu-
efni“.
Svo varð mikil breyting á blað-
inu. Ungir menn á ströndinni,
myndarlegir menn í fallcgum bif
reiðum, stúlkur í Bikini-baðfötum,
nektardansmeyjar og fegurðar-
drottningar, gengu ljósum logum
í blaðinu. Og sögur þeirra fylgdu
með. Ungfrú fyrirsæta, sem hafði
konungleg laun, vegna síns fagra
yfirborðs, í stað þess að vera við
afgreiðslu í búð. Hún Anna, sem
hafði lagt Litlu-Asíu að fótum sér,
vegna síns fagra ljósa hárs.
Nektardansmærin, — Sú eina í
heimi, sem jafnframt var magist-
er í samanburðarmálfræði. Elsku
litli rokksöngvarinn, sem allar
skrifstofustúlkur urðu vitlausar í
o. s. írv.
Upplag blaðsins jókst að mun.
Ritstjórinn varð kampakátur. Dótt
ir hans, sem var 17 ára og á leið
út í lífið, breytti algjörlega áætl-
unum sínum.
„Hvað ætlar þú að taka þér
fyrir hendur?" spurði pabbi henn
ar. Frh. á 11. síðu.
g SUNNUDAGSBLAÐ — ALÞÝÐUBLAÐIÖ