Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Síða 12

Sunnudagsblaðið - 25.11.1962, Síða 12
í FRAKKLANDI gerðist nýlega atburður, sem vakti hcimsathygli. Fjörutíu og sjö ára kona og tuttugu og sjö ára maður gengu í hjóna band. Það var þó ekki aldursmunurinn, sem vakti athygli fólks á atburðinum, heldur hitt, að brúðurin var hin heimsfræga söngkona Edith Piaf, sem Frakkar hafa livað eftir annað afskrifað sem dauðans eign — en hefur jafn- harðan risið af beði sínum og sungið sinni hásu rödd, svo að áheyrendur hafa fallið í stafi. Meira en 200 lögreglumenn voru á verði við kirkjuna, þegar athöfnin fór fram og dugði vart til, því að þrátt fyrir varúðarráðstafanir lá við að altarið í kirkjunni félli, er aðdáendur frú Piaf réðust inn til að votta lienni liollustu. Ektamakinn, var fyrir giftinguna lengst af hárgreiðslumaður, en gerðist einkaritari Edith Piaf fyrir nokkrum mánuðum — nú og af því eru nú afleiðingarnar komnar í Ijós. Á mynd- inni sjást þau hjónin frammi fyrir biskupi við athöfnina í grísk-kaþólsku kirkjunni í París. ÞAÐ VIRÐIST ekki mikil ástæða til mynda- töku, þó að lítill drengur tali í síma, en að þessu sinni er þó svo. Drengurinn á myndinni Micliael hefur verið mállaus allt frá fæðingu. Fjölmargar tilraun- ir hafa verið gerðar til að hjálpa drengnum, en allt virtist vonlaust. Málleysi drengsins hafði mikil áhrif á líf fjölskyldunnar og hans eigið Iíf var óhamingjusamt, hann varð innhverfur og einrænn. Loks frétti fjölskyldan um danska lækninn Christian A. Volf, sem getið hefur sér mikið orð í Bandaríkjunum fyrir lækningar á mállausum börnum. Drengurinn var sendur til hans og nú er svo komiö að hann getur talað — ekki vel en svo, að fjölskylda hans á auðvelt með að skilja hann. Og víst má telja, að hann muni ná fullri færni. Á myndinni er drengurinn að tala við móður sína í síma — hann hefur aidrei talað í síma fyrr. ;oa 12 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.