Sunnudagsblaðið - 28.07.1963, Blaðsíða 1

Sunnudagsblaðið - 28.07.1963, Blaðsíða 1
f „Það er naumast, að þessar kerling- ar geta kysst og- sleikt hvor aðra.“ „Uss, þetta er ekkert. Þeir kunna þettw betur* hann Krúsi og hann Kastró." ' „Ha, ha, — hum.“ • Klukkan er tæpt átta að morgni. Hlýtt solskin og margt fólk á ferli. Töskur og l>okar eru bornir úr bíium og hvert'a jkfnóðum í farangursgeymslur Vestfjaröa- iÉiðarbílsins, sem bíður óþolinmóður íerð- aír á stæðinu við B.S.Í. Bíllinn er nýr og tíiá várt á milli sjá hvorir eru hreyknari af farkostinum — farþegamir eða bíl- stjórarnir. „Jæja, ert þú að fara vestur,“ „Það er líkast til, maður. Ég fer ‘ all'taf vestur í sumarfriinu." ■ Fólkið þyrpist í bílinn. Skimar um loft dg veggi. Það er mikið brosað og hlegið. Mikil sól í fólkinu, engu síður en úti. „Andskoti laglegur bíll.“ „Já glæsileg t£k, maður.“ Innan skamms er allt fullt af kátu fólki. Brosandi andlit utan við gluggana ná sam- bandi við brosandi andlit innan þeirra. Ástúðarbylgjan, sem fer á milli manna ei- heitari en sólin. Þannig á það líka að vera. , Hurðum síðustu farangursgeymsl- unnar er skellt. „Jónas, J ó n a s. Hvar í f jandanum er nú strákurinn." Og Jónas kemur og á hæla lionum bil- stjórarnir F,inar Steindórsson og Eggert Karlsson. Það er bjart á Skúlagötunni og úr sæli mínu við framrúðuna þarf ég ekki annað en að líta norður um flóann til þess að sjá þá sjón, að við ekkert verður líkt nema opinberun. Snæfellsjökull blasir við, ólýsanlegur með öllu. Svo fagur or hann. „Saa dejligt, saa dejiigt.“ í framsætinu við dyrijar sitja dönsk kona og islenzk vinkona hennar, rosknar konur, þær brosa og tala fjörlega saman. Danska konan brosir og bendir og ég verð ástfanginn af einlægu brosi hennar á svipstundu. Svo barnslega hreint bros er sömu ættar og ójarðnesk fegurð Snæfells- jökuls. Gulli betra, öllu betra. Mjúk tónlist í viðtæki bílsins, mjúkar raddir — kliður mjúkra radda. Við renn- um inn á Vesturlandsveg. „Á OFANVERÐUM DÖGUM KONU- FÖGRS KOM SKIP í LEIRUVÁG. ÞAR VÁRU- Á ÍRSKIR MENN. MAÐR HÉT ANDRÍÐR, UNGR OG ÓKVÁNGAÐR, MIKILL OG STERKR. ÞAR VAR Á - KONA SÚ. ER HÉT ESJA, EKKJA OK’ MJÖK AUÐIG. SÁ MAÐR ER NEFNDR KOLLI, ER ÞAR VAR A SKIPI MEÐ ÞEIM. HELGI (BJÓLA) TÓK VIÐ ÞEIM 5 ÖLLUM. KOLLA SETTI HANN NEÐR í KOLLAFJÖRÐ, EN MEÐ ÞVÍ AT ÖR- LYGR VAR GAMALL OG BARNLAUSS ÞÁ GAF HANN UPP LAND OK BÚ, OK TÓK ESJA VIÐ. SETTIST HÚN ÞÁ AT ESJUBERGI. ALLIR ÞESSIR MENN VÁRU KALLAÐIR SKÍRÐIR, EN ÞÓ VAR, ÞAT MARGRA MANNA MÁL, AT ESJA VÆRI FORN Í BRÖGÐUM." Það eru djúpir skuggar undir Esjunni og vegurinn grófur. Við Móa á Kjalarnesi eru gæsir í stórhópum á túninu. Hvitar gæsir í túni gylltu af sóleyjum og fíflum. Yfir Brautarholti á Kjalarnesi ber Snæfellsjökul enn við himinn. „ÞÁ VAR SKÓGI VAXIT ALLT KJAL- A-RNES, SVÁ AT ÞAR AÐEINS VAR RJÓÐR, ER MENN RUDDU TIL BÆJA EÐA VEGA .... REISTI ANDRÍÐR BÆ í BRAUTINNI OK KALLAÐI BRAUT- ARHOLT, ÞVÍ AT SKÓGRINN VAR SVA ÞYKKR, AT HONUM ÞÓTTI ALLT ANN- AT STARFAMEIRA. ANDRÍÐR SETTI ÞAR REISULIGT BÚ SAMAN.“ Skjóttir hestar bíta í þýfðum móum. Netjuský eru á austurlofti. Þungur bakki fjarri tO norðurs. Við ökum um slóðir mikilla atburða. „Þeir hafa góð bú hér á Kjalarneshni“ „Það eru nú nokkuð aðrir lands- hættir hér en á Vestfjörðum." „O, já.“ Muna nú fáir Búa Andríðsson í Brautar- holti og fóstru hans Esju að Esjubergi. ‘ Mætti þó rifja upp...... „BÚI VAR KALLAÐR EINRÆNN í UPPFÆÐSLU. HANN VILDI ALDRI BLÓTA OK KVEÐST ÞAT ÞYKJA LÍTIL- MANNLIGT AT HOKRA ÞAR AT. HANN VILDI ALDRI MEÐ VÁPN FARA, i HELDR FÓR HANN MEÐ SLÖNGU EINA OG KNYTTI HENNI UM SIK JAFN AN.“ „Jónas, J ó n a s. Vertu ckki að þvælast fram í bíl, strákur.“ Hún er lítil vexti, konan, og rýr. Munu áður hafa hrópað stórvaxnari konur und- ir Esju og ef til vill skapmeiri. Mér verður hugsað til Esju kerlingar, er hún tekur við Búa fóstra sínum. hinum ; óguðlega, er hann hefur brennt hofið á Hofi og drepið Þorstein Þorgrímsson. • Urðu þeir atburðir allir með ósköpum. „HANN SÁ AT MAÐR KOM ÚT ; SNEMMA AT HOFI í LÍNKLÆÐUM. SÁ SNERI OFAN AF HLIÐINU OK GEKK STRÆTI ÞAT, ER LÁ TIL HOFSINS. KENNA ÞÖTTI BÚI, AT ÞAR VAR ÞOR- ; STEINN. BÚI SNERI ÞÁ TIL HOFSINS .....BÚI GEKK ÞÁ INN í HOFIT. HANN SÁ, AT ÞORSTEINN LÁ Á GRÚFU ; FYRIR ÞÓR. BÚI FÓR ÞÁ HLJÓÐLIGA ÞAR TIL, AT HANN KOM AT ÞOR- STEINI. HANN GREIP ÞÁ TIL ÞOR-

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.