Morgunblaðið - 10.11.2004, Page 1
2004 MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER BLAÐ C
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
KEFLVÍKINGAR TRÚA AÐ ÞEIR GETI NÁÐ LANGT/ C4
HELGI Bragason, körfuknattleiksdómari, hef-
ur ákveðið að leggja flautuna á hilluna en frá
þessu var greint á heimasíðu Körfuknattleiks-
sambands Íslands í gær. Helgi er einn af reynd-
ustu dómurum landsins. Helgi hóf ferilinn sem
dómari haustið 1987 en fyrsti leikur hans í úr-
valsdeild var viðureign Breiðabliks gegn Val í
Digranesi 22. janúar árið 1988. Fyrir keppn-
istímabilið hafði Helgi dæmt 301 leik í efstu
deild á Íslandi.
FIBA prófið tók Helgi árið 1992 í Osló í Nor-
egi. Fyrsta FIBA verkefnið var Evrópukeppni
drengjalandsliða sem fram fór í Belgíu í júní
1992. Í desember sama ár voru svo fyrstu leik-
irnir í Evrópukeppnum félagsliða í Frakklands
með Englendingnum Trevor Pountain. FIBA
ferlinum lauk hjá Helga síðastliðið vor og hefur
hann nú ákveðið að hætta alveg að dæma.
Helgi leggur
flautuna á hilluna
Rúnar Arnarson, formaður knatt-spyrnudeildar Keflavíkur,
sagði við Morgunblaðið í gær að
vissulega hefði nafn Guðjóns verið
nefnt í sambandi við þjálfarastarfið
eins og fleiri þjálfara en bætti því við
að Guðjóni hefði ekki verið gert til-
boð. „Það er ekkert launungarmál að
Guðjón hefur komið til tals hjá okkur
og ef svo fer að hann gefi það frá sér
að komast að erlendis þá munum við
skoða málin,“ sagði Rúnar við Morg-
unblaðið.
Forráðamenn Grindvíkinga hafa
hins vegar ítrekað beðið eftir svörum
frá Guðjóni og farið er að gæta vax-
andi óþolinmæði í röðum þeirra.
Eins og fram hefur komið hætti Mil-
an Stefán Jankovic hjá Keflvíkingum
eftir tímabilið og réð sig sem aðstoð-
arþjálfari hjá Grindavík með það fyr-
ir augum að starfa undir stjórn Guð-
jóns. Á dögunum gaf Lúkas Kostic
Grindvíkingum afsvar en Grindvík-
ingar leituðu til hans ef svo færi að
Guðjón tæki ekki tilboði þeirra.
„Ég bíð enn og ég trúi ekki öðru
en að Grindavík sé kostur númer eitt
hjá Guðjóni, fari svo að hann fái ekki
starf erlendis. Ef Guðjón ákveður að
fara til Keflavíkur þá er hann að
ganga á bak orða sinna gagnvart
mér og ég mun tafarlaust segja af
mér og hætta öllum afskiptum af
knattspyrnu,“ sagði Jónas Þórhalls-
son formaður knattspyrnudeildar
Grindavíkur við Morgunblaðið í gær-
kvöld.
Morgunblaðið náði tali af Guðjóni í
gærköldi en hann var þá nýlentur í
London eftir stutt stopp heima á
Fróni. Guðjón sagðist eiga fund í dag
með formanni félags á Englandi en
vildi ekki gefa upp frá hvaða félagi
hann væri.
Aðspurður hvort hann væri að
taka við Keflavíkurliðinu sagði Guð-
jón: „Það er ekkert að frétta af mér.
Ég veit ekki til þess að Keflavík sé
búin að ráða þjálfara og þess vegna
eru kannski þessar vangaveltur
sprottnar upp. Ég talaði við Grinda-
vík fyrir nokkru síðan en staðan er
óbreytt. Ég er að skoða mál hér ytra
og á fund með formanni eins félags á
morgun sem ég hef áður rætt við,“
sagði Guðjón. Um þá staðreynd að
Grindvíkingar væru orðnir óþreyju-
fullir eftir svari sagði Guðjón:
,,Ég skil það ósköp vel en ég hef
ekki tekið neina ákvörðun um hvað
ég tek mér fyrir hendur. Ég er ekk-
ert að fara á taugum yfir þessu og
menn verða bara að bíða.“
Morgunblaðið/RAX
Guðjón inni í mynd-
inni hjá Keflavík
ÍTALSKA knattspyrnufélagið
Torino og franska félagið St. Et-
ienne hafa boði Grími Birni
Grímssyni, 17 ára KR-ingi, til æf-
inga hjá sér eftir áramótin. Grím-
ur Björn æfði með unglingaliði
ítalska félagsins Empoli í lok
október og lék þar æfingaleik, og
eftir hann kom ósk frá Torino um
að hann kæmi til félagsins sem
fyrst.
Grímur Björn, sem hefur leikið
11 leiki með drengjalandsliði Ís-
lands undanfarin tvö ár, dvaldi
einnig um skeið hjá Heerenveen í
Hollandi í síðasta mánuði og lék
þar æfingaleik með unglingalið-
inu.
Tveir hjá Heerenveen
Með Heerenveen leika tveir af
samherjum hans úr drengjalands-
liðinu, Ari Freyr Skúlason úr Val
sem hefur leikið þar í hálft annað
ár og Arnór Smárason frá Akra-
nesi sem gerði fimm ára samning
við Heerenveen á þessu ári.
Grímur til
Torino og
St. Etienne
HEIÐAR Helguson hélt upp-
teknum hætti með liði Watford í
ensku knattspyrnunni í gær.
Heiðar skoraði eitt af mörkum
Watford sem burstaði Southamp-
ton í 3. umferð deildabikarkeppn-
innar, 5:2. Þar með hefur Heiðar
skorað sjö mörk í síðustu sjö
leikjum en markið skoraði Heiðar
með glæsilegu viðstöðulausu
skoti úr teignum eftir sendingu
frá landa sínum, Brynjari Birni
Gunnarssyni.
Sprækt unglingalið Arsenal
hafði betur gegn Everton, 3:1, á
Highbury en gestirnir stilltu upp
sínu sterkasta liði. Thomas
Gravesen kom Everton yfir á 8.
mínútu en
Quincy Owusu-Abeyie jafnaði
metin á 25. mínútu og hinn 17
ára gamli Ítali Arturu Lupoli
bætti tveimur mörkum við fyrir
Arsenal í seinni hálfleik og þar
við sat en Arsene Wenger gerði
ellefu breytingar á liði sínu sem
gerði jafntefli við Crystal Palace
um síðustu helgi.
Tottenham átti ekki í vandræð-
um með að leggja Burnley að
velli. Robbie Keane skoraði tví-
vegis og félagi hans í framlínunni
Jarone Dafoe skoraði eitt.
Heiðar með
sjö mörk í
sjö leikjum
ÍSLENSKA kvennalandsliðið
í knattspyrnu verður í sviðs-
ljósinu síðdegis í dag er leikið
verður gegn Norðmönnum í
fyrri rimmu liðanna í umspili
Evrópumótsins.
Leikurinn fer fram í Egils-
höll í Grafarvogi kl. 17 í dag
en síðari leikurinn verður í
Valhöll í á laugardag.
Helena Ólafsdóttir lands-
liðsþjálfari valdi byrj-
unarliðið í gær og er það
þannig skipað: Þóra B.
Helgadóttir er markvörður.
Varnarmenn: Íris Andr-
ésdóttir, Erla Hendriks-
dóttir, Guðlaug Jónsdóttir og
Ásta Árnadóttir.
Á miðjunni Margrét Lára
Viðarsdóttir, Edda Garð-
arsdóttir, Laufey Ólafsdóttir,
Katrín Jónsdóttir, Hólm-
fríður Magnúsdóttir og Olga
Færseth verður ein í fremstu
víglínu.
Hér á myndinni fyrir ofan
má sjá íslenska landsliðið á
æfingu í Egilshöll í gær.
Íslenska
liðið
hvergi
bangið
■ Höfum engu að.../C3
GUÐJÓN Þórðarson er nú sterklega orðaður við þjálfarastarfið hjá
bikarmeistaraliði Keflavíkur en eins og fram hefur komið gerðu
Grindvíkingar Guðjóni tilboð fyrir nokkrum vikum en bíða enn eftir
svari við því tilboði. Heimildir Morgunblaðsins herma að vænt-
anlegir bakhjarlar Keflavíkurliðsins, sem kynntir verða til sögunnar
á aukaaðalafundi knattspyrnudeildar Keflavíkur annað kvöld, hafi
verið í viðræðum við Guðjón á undanförnum dögum og þá hefur
Morgunblaðið heimildir fyrir því að stjórnarmenn Keflavíkurliðsins
hafi viðrað þessa hugmynd við Guðjón fyrir nokkrum vikum.