Morgunblaðið - 10.11.2004, Side 2
ÍÞRÓTTIR
2 C MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÞJÁLFARAR meistaraflokks og
2. flokks ÍA í knattspyrnu, Ólafur
Þórðarson og Alexander Högna-
son, fara til Reading á Englandi
hinn 26. nóvember nk. Er ætlun
þeirra að kynna sér starfs-
aðferðir liðsins og að auki eru
uppi hugmyndir um að félögin
komist að samkomulagi um víð-
tækt samstarf í nánustu framtíð.
Með þeim í för verða þeir
Steinar Adolfsson og Hafliði Guð-
jónsson en þeir skipa fimm manna
ráð, ásamt Ólafi, Alexander og
Haraldi Sturlaugssyni, sem mun
leggja línurnar um þjálfun mfl.
karla og 2. flokks.
Skagamennirnir munu stjórna
einni æfingu hjá varaliði félags-
ins, Ólafur og Alexander verða í
5–7 daga á svæðinu en Steinar og
Hafliði í þrjá daga.
Í ferðinni er áætlað að reyna að
komast að samkomulagi um sam-
starf félaganna á víðari grund-
velli með möguleika á leik-
mannaskiptum í framtíðinni.
Reading spennandi kostur
Gunnar Sigurðsson, formaður
rekstrarfélags mfl. og 2. flokks
ÍA, segir að lengi hafi staðið til
að koma á slíku samstarfi. „Við
teljum Reading vera spennandi
kost af þeirri einföldu ástæðu að
félagið er ekki of stórt á alþjóð-
legan mælikvarða og að auki er
staðsetning góð hvað samgöngur
varðar. Við vitum að slíkt sam-
starf tekur mörg ár að þróa og
þetta er vonandi aðeins fyrsta
skrefið af mörgum í þessu sam-
starfi. Vonandi fáum við leikmenn
frá þeim og að sama skapi að
leikmenn frá okkur fái tækifæri
hjá þeim,“ sagði Gunnar í gær.
Reading er í fjórða sæti 1.
deildar. Knattspyrnustjóri liðsins
er Steve Coppell, sem var áður
leikmaður Manchester United, en
varnarmaðurinn Ívar Ingimars-
son leikur með liðinu og hefur
verið fastamaður þar undanfarin
ár.
Skagamaðurinn Arnar Már
Guðjónsson dvaldi hjá liðinu í átta
daga á dögunum við æfingar.
Skagamenn og enska knattspyrnuliðið
Reading hafa áhuga á samstarfi
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna
Fram – ÍBV ............................................24:34
Mörk Fram: Sigurbjörg Jóhannsdóttir 10,
Elísa Ósk Viðarsdóttir 3, Ásta Birna Gunn-
arsdóttir 3, Hildur Knútsdóttir 2, Sara Sig-
urðardóttir 2, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir
2, Arna Eir Einarsdóttir 1.
Mörk ÍBV: Alla Gokorian 10, Darinka Stef-
anovic 9, Guðbjörg Guðmannsdóttir 4,
Anastasia Datsiou 4, Zsofia Pasztor 3, Eva
Björk Hlöðversdóttir 2, Sonata Majuskatié
1, Ester Óskarsdóttir 1.
Stjarnan – FH ........................................38:27
Mörk Stjörnunnar: Kristín Guðmundsdótt-
ir 13, Kristín Clausen 7, Anna Bryndís
Blöndal 5, Ásdís Sigurðardóttir 5, Hekla
Daðadóttir 3, Elzbieta Kowal 3, Anna Ein-
arsdóttir 1, Harpa Sif Eyjólfsdóttir 1.
Mörk FH: Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 7,
Dröfn Sæmundsdóttir 6, Aníta Ýr Eyþórs-
dóttir 4, Gunnur Sveinsdóttir 4, Sigrún Gils-
dóttir 3, Bjarný Þorvarðardóttir 2, Berglind
Ósk Björgvinsdóttir 1.
Staðan:
Haukar 8 8 0 0 251:178 16
ÍBV 9 7 0 2 279:228 14
Stjarnan 9 6 1 2 268:220 13
Valur 8 5 0 3 199:189 10
FH 9 3 2 4 251:267 8
Fram 9 2 1 6 213:254 5
Grótta KR 8 2 0 6 196:208 4
Víkingur 7 2 0 5 162:177 4
KA/Þór 7 0 0 7 145:243 0
Þýskaland
Post Schwerin – Essen ..........................27:28
Magdeburg – Flensburg .......................32:39
KÖRFUKNATTLKEIKUR
1. deild kvenna
Keflavík – KR.........................................81:56
Stig Keflavíkur: Reshea Bristol 18, Birna
Valgarðsdóttir 16, Anna María Sveinsdóttir
13, María Erlingsdóttir 11, Rannveig Rand-
versdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 8,
Marín Karlsdóttir 4, Svava Stefánsdóttir 2.
Stig KR: Gréta Grétarsdóttir 13, Eva Grét-
arsdóttir 10, Helga Þorvaldsdóttir 9,
Georgia Kristiansen 7, Hrefna Gunnars-
dóttir 6, Lilja Oddsdóttir 4, Sigrún Skarp-
héðinsdóttir 3, Halla Jóhannesdóttir 2,
Hólmfríður Sigurðardóttir 2.
Staðan:
Keflavík 5 5 0 389:283 10
ÍS 5 4 1 348:270 8
Grindavík 5 3 2 260:277 6
Njarðvík 4 1 3 212:243 2
Haukar 4 1 3 228:268 2
KR 5 0 5 259:355 0
Bikardráttur
Í gær var dregið í 32–liða úrslitum í bik-
arkeppni KKÍ & Lýsingar, karlaflokki:Val-
ur – UMFG, KR b –Valur b, KR – Hamar/
Selfoss, HHF – Ármann/Þróttur, Ljónin –
Dalvík, Leiknir – Breiðablik, Höttur – ÍA,
Drangur – Haukar, Keflavík b – Stjarnan,
Reynir S. – Tindastóll, Þór Þ. – Fjölnir,
Skallagrímur – ÍR, ÍS – UMFN, Keflavík –
Snæfell, Þróttur Vogar – KFÍ, Breiðablik b
– Þór Ak.
Í kvennaflokki var dregið í fyrstu umferð:
UMFN – KR, Keflavík b – Keflavík, KFÍ –
Breiðablik, Ármann/Þróttur – UMFG.
Haukar, ÍS, Tindastóll og Laugdælir
sitja hjá og fara beint í 8 liða úrslit.
KNATTSPYRNA
England
Deildabikarkeppnin, 16 liða úrslit:
Arsenal – Everton .....................................3:1
Quincy Owusu-Abeyie 25., Arturo Lupoli
52., 85. – Thomas Gravesen 8. – 27.791.
Burnley – Tottenham................................0:3
Robbie Keane 31., 52., Jermain Defoe 58. –
10.639.
Cardiff – Portsmouth................................0:2
Aiyegbeni Yakubu 47. (vsp.) 55. – 13.555.
Watford – Southampton...........................5:2
Bruce Dyer 39., James Chambers 52., 62.,
Heidar Helguson 66., Hameur Bouazza 84.
– Dexter Blackstock 84., Brett Ormerod 88.
– 13.008.
2. deild:
Blackpool – Wrexham................................2:1
Bristol City – Tranmere ............................4:0
Skotland
Deildabikarkeppni, 8 liða úrslit:
Dundee Utd. – Hibernian..........................2:1
Livingston – Motherwell ...........................0:5
Þýskaland
Bikarkeppni, 16 liða úrslit:
Arminia Bielefeld – Karlsruhe .................4:0
Bayern M. (áhugam.) – Braunschweig ....3:2
Hannover – Dortmund ..............................3:1
Werder Bremen – Eintracht Trier ..........1:0
KNATTSPYRNA
Evrópukeppni landsliða:
Egilshöll: Ísland – Noregur ......................17
HANDKNATTLEIKUR
1. deild kvenna:
Ásvellir: Haukar – Víkingur......................18
Íslandsmót karla, norðurriðill:
Ásvellir: Haukar – FH...............................20
KÖRFUKNATTLEIKUR
Evrópubikarkeppni karla:
Keflavík: Keflavík – Madeira ...............19.15
Í DAG
FÓLK
GRAEME Souness, hinn litríki
knattspyrnustjóri Newcastle, var í
gær kærður af enska knattspyrnu-
sambandinu fyrir ósæmilega fram-
komu gagnvart dómara og aðstoð-
armönnum í leik Newcastle og
Fulham í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu á síðasta sunnudag.
Souness á yfir höfði sér sekt og
keppnisbann.
ROBBIE Fowler, sóknarmaður
Manchester City, gæti átt á hættu
að vera dæmdur í leikbann. Þegar
hann hitaði upp í leik Manchest-
erliðanna um helgina mun hann
hafa sýnt stuðningsmönnum Unit-
ed eitthvert merki með fingrunum
sem fór fyrir brjóstið á þeim.
ALEX Ferguson, knattspyrnu-
stjóri United, mun hins vegar ekki
verða skammaður fyrir ummæli sín
eftir leikinn um Graham Poll dóm-
ara. Þá sagði Ferguson að hann
hefði sleppt tveimur vítaspyrnum
sem lið hans hefði átt að fá – hefði
hreinlega ekki þorað að dæma
vegna umræðunnar um vítaspyrn-
una sem liðið fékk gegn Arsenal á
dögunum. Þessi ummæli þóttu ekki
það alvarleg að sambandið þurfi að
ræða þau frekar.
ANTTI Niemi, markvörður
Southampton, leikur ekki með lið-
inu næstu þrjár vikur að minnsta
kosti. Hann er meiddur á hné.
PER Joar Hansen hefur verið
ráðinn þjálfari norska meistaraliðs-
ins Rosenborg. Hansen er 39 ára
gamall og hefur verið aðstoðar-
þjálfari liðsins um nokkurn tíma.
Hann tekur við af Ola By Rise sem
knúinn var til þess að segja starfi
sínu lausu á dögunum. Hansen lék
um tíma með Rosenborg í lok ní-
unda áratugar síðustu aldar.
MICHAEL Phelps, bandaríski
sundkappinn, sem vann til sex gull-
verðlauna á síðustu Ólympíuleik-
um, hefur verið ákærður í Mary-
landríki fyrir að aka undir áhrifum
áfengis. Kappinn ók yfir á rauðu
ljósi og stöðvaði lögreglan hann
fyrir það. Í ljós kom að hann var
undir áhrifum og getur fengið árs
fangelsisdóm og 540 dollara sekt,
verði hann fundinn sekur.
ANDRI Karvelsson, sem hefur
leikið með úrvalsdeildarliði ÍA í
knattspyrnu, hefur ákveðið að taka
sér ársfrí frá knattspyrnuiðkun
vegna anna í námi. Andri leggur
stund á flugnám og ætlar varnar-
maðurinn að einbeita sér að nám-
inu næsta árið. Andri spilaði sinn
síðasta leik með Skagamönnum í
sumar gegn Keflavíkingum í 16.
umferð.
ANDRI lék 12 leiki með Skaga-
mönnum á síðustu leiktíð í Lands-
bankadeildinni en hann var lykil-
maður í U-23 ára liði Skagamanna
sem varð Íslandsmeistari. Alls hef-
ur Andri spilað 49 leiki fyrir hönd
ÍA í efstu deild.
Hughes lék sem miðvallarleik-maður til að byrja með, en var
síðan færður aftur í vörnina sem
bakvörður. Þegar hann tók við fyr-
irliðastöðunni 1973 af Tommy Smith
lék hann eftir það sem miðvörður við
hliðina á Phil Thompson – var lyk-
ilmaður í hinu sigursæla liði Liver-
pool, sem varð Evrópumeistari 1977
með því að leggja Borussia Mönc-
hengladbach að velli í Róm, 3:1.
Hann tók einnig við Evrópubikarn-
um tveimur árum síðar þegar Liver-
pool lagði belgíska liðið FC Brugge á
Wembley, 1:0.
Hughes, sem lék 62 landsleiki fyr-
ir England – 23 leiki sem fyrirliði,
lék 665 leiki með Liverpool á árunum
1967 til 1979 og á þessum árum varð
liðið enska meistaratitilinn fjórum
sinnum, fagnaði sigri í Evrópu-
keppni meistaraliða tvisvar, varð
sigurvegari í UEFA-keppninni
tvisvar og einu sinni enskur bikar-
meistari. Þá varð Liverpool einu
sinni meistari meistaranna í Evrópu.
Hughes, sem var kjörinn knatt-
spyrnumaður ársins í Englandi árið
1977, var seldur til Wolves 1979 á 90
þús. pund. Hann fagnaði sigri í deild-
arbikarkeppninni með Úlfunum
1980 eftir að þeir lögðu hið sigursæla
lið Nottingham Forest að velli á
Wembley, 1:0. Það með tryggði hann
sér bikar sem hann náði ekki með
Liverpool, sem tapaði einmitt fyrir
Forest í úrslitaleik deildabikar-
keppninnar á Wembley 1978.
Emlyn Hughes reyndi fyrir sér
sem knattspyrnustjóri hjá Rother-
ham um tíma eftir að hann lagði
skóna á hilluna, en það starf hentaði
honum ekki.
Hughes gerðist starfsmaður hjá
BBC sjónvarpsstöðinni 1984 til 1987.
Eftir að hann hætti þar var hann
mjög virtur ræðumaður í hinum
ýmsu veislum – þótti orðheppinn.
AP
Emlyn Hughes lyftir Evrópubikarnum á loft í Róm 1977.
Sigursæll
fyrirliði er
fallinn frá
EMLYN Hughes, einn litríkasti leikmaður Liverpool – fyrrverandi fyr-
irliði liðsins og enska landsliðsins, lést í gær, 57 ára. Hann hafði í
fimmtán mánuði háð mikla baráttu vegna æxlis við heila. Hughes
hóf að leika með Blackpool sem táningur og lék hann aðeins 29 leiki
með liðinu. Ástæðan. Jú, Bill Shankly, fyrrverandi knattspyrnustjóri
Liverpool, hreifst mjög af leik hins 19 ára leikmanns, sem var sterk-
byggður. Hughes var keyptur 1967 til Liverpool á 65 þús. pund.
MAGDEBURG mistókst að tylla sér á topp
þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær-
kvöld þegar liðið tapaði á heimavelli fyrir
meisturum Flensburg, 39:32, að viðstöddum
7.500 manns. Sigfús Sigurðsson lék sinn fyr
leik í tæpa tvo mánuði, eða frá því hann var
skorinn upp vegna brjósk
loss í baki, en hann lék síð
ustu sjö mínúturnar og va
fagnað gríðarlega af stuð
ingsmönnum Magdeburg
þegar hann kom inná. Sig
náði ekki að skora og held
ekki Arnór Atlason en ha
sat á bekknum allan tíma
Stefan Kretzschmar og B
ecko gerðu 7 mörk hver f
ir heimamenn en Daninn
Lars Christiansen gerði 1
fyrir Flensburg, þar af 6 úr vítaköstum.
Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari var á
meðal áhorfenda í Bördelandhalle en Viggó
hefur undanfarna daga skoðað íslensku land
liðsmennina og tilkynnir fyrsta landsliðshóp
sinn á föstudaginn sem leikur á World Cup.
Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 3 mörk
ir Essen sem marði Post Schwerin, 28:27.
„Það var ánægjulegt að sjá Fúsa aftur. Ha
er verkjalaus og honum líður öllum miklu be
ur. Það liggur fyrir að hann verður ekki me
World Cup en svo sjáum við til með Túnis í j
úar,“ sagði Viggó.
Viggó segist ánægður með það sem hann
hefur séð til Íslendinganna. ,,Ég sá Markús
Mána og Petterson spila mjög vel með Düsse
dorf á móti Wallau og Róbert Sighvatsson sp
aði fantavel með Wetzlar á móti Minden. Þá
virkaði Garcia í mjög góðu formi með Göpp-
ingen í leiknum sem ég sá með honum á mót
Grosswallstadt svo þetta lítur bara vel út,“
sagði Viggó sem ætlar að skoða Loga Geirss
með Lemgo gegn Nettelstedt í kvöld.
Sigfúsi
vel fagnað
Sigfús
Sigurðsson