Morgunblaðið - 10.11.2004, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 2004 C 3
Herrakvöld Fram
verður haldið föstudaginn 12. nóvember
í veislusalnum Dúndur, Dugguvogi 12
Ræðumaður Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður.
Jóhannes Kristjánsson skemmtir.
Miðapantanir í s. 533 5600
BIRKIR Bjarnason, drengjalands-
liðsmaður í knattspyrnu, er genginn
til liðs við norska úrvalsdeild-
arfélagið Viking Stavanger. Birkir
er 16 ára gamall og skoraði 2 mörk í
7 leikjum með drengjalandsliði Ís-
lands í ár og hefur verið búsettur í
Noregi með fjölskyldu sinni und-
anfarin fimm ár. Á nýloknu tímabili
lék hann með meistaraflokksliði
Figgjo í 3. deildinni í Noregi en það
er frá nágrannabæ Stavanger.
Birkir mun væntanlega leika með
varaliði Viking í norsku 2. deildinni
á næsta tímabili, auk þess að spila
með unglingaliði félagsins.
Systir Birkis, Björg Bjarnadóttir,
er 17 ára gömul og er þegar byrjuð
að spila í norsku úrvalsdeildinni.
Hún leikur með Klepp, sem endaði í
áttunda sæti af tíu liðum í deildinni í
ár og spilaði fjóra fyrstu deildaleiki
sína fyrir félagið seinni part sumars.
Björg lék með 19 ára landsliði Ís-
lands í haust. Meðal samherja henn-
ar hjá Klepp er Dagny Mellgren, ein
fremsta knattspyrnukona heims
undanfarin ár, sem einmitt leikur
með norska landsliðinu gegn Íslandi
í dag.
Faðir þessara knattspyrnusystk-
ina er ekki ókunnur í fótboltanum.
Hann er Bjarni Sveinbjörnsson, sem
lék um árabil með Þór á Akureyri,
frá 1981 til 1996, en einnig eitt ár
með ÍBV og eitt með Dalvík. Bjarni
er markahæsti leikmaður Þórs í
efstu deild frá upphafi með 42 mörk.
Birkir er genginn til
liðs við Viking Stavanger
FÓLK
NENAD Milos hefur verið ráðinn
yfirþjálfari hjá Sundfélagi Hafnar-
fjarðar. Milos, sem er Króati, mun
fyrst um sinn sjá um þjálfun elstu
sundmannanna ásamt því að hafa yf-
irumsjón með þjálfun annarra hópa.
Milos tekur við af Þuríði Einarsdótt-
ur sem sagði starfi sínu lausu fyrir
skömmu.
DAVID Beckham er allur að ná sér
eftir meiðsli sem hann hlaut í lands-
leik Englands og Wales í síðasta mán-
uði. Hann æfði í fyrradag á fullu með
Real Madrid og er það í fyrsta sinn
sem hann hefur getað það síðan hann
meiddist. Búist er við að hann verði
klár í slaginn um helgina þegar Real
mætir Albancete.
VOSHON Lenard, skotbakvörður
hjá NBA-liðinu Denver Nuggets,
verður frá næsta hálfa árið vegna
meiðsla á hásin. Lenard fór í aðgerð á
mánudag vegna meiðslanna sem
hann varð fyrir í fyrsta leik liðsins á
keppnistímabilinu hinn 2. nóv. gegn
Los Angeles Lakers. Á síðustu leiktíð
skoraði Lenard 14,2 stig, tók tæp þrjú
fráköst og gaf tvær stoðsendingar í
leik en hann átti stóran þátt í að liðinu
tókst að komast í úrslitakeppnina í
fyrra eftir tíu ára fjarveru.
JOHN Terry, fyrirliði enska úrvals-
deildarliðsins Chelsea, hefur fram-
lengt samning sinn við félagið til árs-
ins 2009 en hann samdi við félagið
síðast árið 2003.
ENSKI landsliðsmaðurinn hefur
verið í herbúðum liðsins frá upphafi
síns ferils. Hann er 23 ára gamall en
hann samdi fyrst við liðið árið 1997 er
hann var aðeins 14 ára.
„Þetta var sameiginleg niðurstaða
viðræðna sem hafa staðið í langan
tíma. Nú er þessu ferli lokið og ég er
mjög ánægður með niðurstöðuna. Ég
hef verið hjá félaginu frá 14 ára aldri
og get ekki hugsað mér annað en að
vera hjá því þar til ferli mínum lýkur,“
segir Terry á heimasíðu félagsins.
ÍR-INGAR hafa fengið nýjan
erlendan leikmann til liðs
við sig í úrvalsdeildinni í
körfubolta, en Danny
McCall, sem stóð sig vel með
liðinu, óskaði eftir að vera
leystur undan samningi. Að
sögn Eggerts Maríusonar,
þjálfara ÍR, stóð til að
McCall léki með liðinu næstu
tvo leiki í deildinni, gegn
Haukum og KFÍ, en af því
verður ekki.
Nýji leikmaður ÍR heitir
Theo Dixon og er 26 ára
gamall, 198 sm á hæð og
kemur frá Cleveland St há-
skólanu en lék með London
Towers 2002-03 og stóð sig
vel þar með 15,9 stig að
meðaltali og 5,4 fráköst.
Hann hóf þetta tímabil með
Chester Jets í Englandi en
er laus allra mál þar á bæ.
ÍR-ingar
fá nýjan
leikmann
-
m
sta
k-
ð-
ar
ðn-
g
gfús
dur
ann
nn.
Biel-
fyr-
15
ó
ds-
p
fyr-
ann
et-
eð á
an-
el-
pil-
á
-
ti
son
ð
Helena tilkynnti byrjunarliðið ígær og ætlar hún að beita 4:5:1
leikaðferðinni. „Það er engin laun-
ung að við ætlum
okkur að verjast af
krafti sem liðsheild.
Norska liðið hefur
pressað af krafti
gegn liðum sem þær telja sig eiga
góða möguleika gegn. Ég á allt eins
von á því að þær muni byrja vörnina
við okkar vítateig og þær ætla sér ef-
laust að ná knettinum af okkur þar ef
þær geta. En við höfum undirbúið
okkur fyrir slíkt og markmiðið er að
sjálfsögðu að fá ekki á okkur mark á
heimavelli,“ sagði Helena en norska
liðið leikur 4:3:3 og getur státað sig
af heims- og Ólympíumeistaratitli.
Um leikskipulag íslenska liðsins
sagði þjálfarinn að Katrín Jónsdóttir
og Edda Garðarsdóttir yrðu í varn-
arsinnuðu hlutverki á miðjunni.
„Við munum verða með tvo
„djúpa“ miðjumenn að þessu sinni og
það mun verða höfuðmarkmið liðsins
að sækja hratt þegar færin gefast.
Við erum með flinka sóknarleikmenn
sem geta gert ýmislegt óvænt. Föstu
leikatriðin höfum við einnig verið að
æfa en í undanförnum leikjum höf-
um við reyndar ekki fengið mörg
færi eftir horn – eða aukaspyrnur.“
Helena sagði að það væri ekki
endilega verri kosturinn að leika
fyrst á heimavelli í tveggja leikja
rimmu. „Við höfum æft mikið í Egils-
höllinni frá því að liðið kom úr góðri
æfingaferð frá Bandaríkjunum. Lið-
ið hefur nánast æft allar helgar frá
fimmtudegi og fram á sunnudag. Þar
hefur ávallt verið einn æfingaleikur
á dagskrá og leikmenn hafa sem bet-
ur fer ekki átt við nein meiðsli að
stríða. Það er jákvætt þar sem tíma-
bilið hefur verið langt hjá þeim flest-
um. Í raun höfum við ekkert spáð
mikið í það að þessi leikur er fyrri
leikurinn. Okkur líður vel á gervi-
grasinu í Egilshöllinni og þegar öllu
er á botninn hvolft þá er kannski allt
eins gott að byrja við aðstæður sem
við þekkjum mjög vel.“ Helena segir
ennfremur að hún trúi því að íslensk-
ir áhorfendur fjölmenni í Egilshöll-
ina en þar er aðstaða fyrir rúmlega
2000 áhorfendur.
„Það er mín trú að það verði vel
mætt á leikinn. Við þurfum á því að
halda og ég veit að margar stelpur
sem æfa knattspyrnu munu mæta á
leikinn. Sumar koma jafnvel langt að
og það er gott af vita af þessum
stuðningi,“ sagði Helena.
Byrjunarlið Íslands er þannig
skipað (4:5:1): Þóra B. Helgadóttir í
markinu, Íris Andrésdóttir, Erla
Hendriksdóttir, Guðlaug Jónsdóttir,
Ásta Árnadóttir – Margrét Lára Við-
arsdóttir, Edda Garðarsdóttir, Lauf-
ey Ólafsdóttir, Katrín Jónsdóttir,
Hólmfríður Magnúsdóttir – Olga
Færseth.
Morgunblaðið/RAX
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu, sem æfði í Egilshöll í gær, stendur frammi fyrir erfiðu verk-
efni síðdegis er liðið mætir Norðmönnum í umspili Evrópumótsins.
„Höfum engu að
tapa gegn Noregi“
„VIÐ verðum litli fiskurinn í tjörninni í þessum leik og ætlum okkur
að standa í Norðmönnum sem ætla sér eflaust að vinna okkur stórt
í þessum tveimur leikjum. En við höfum trú á því að geta gert góða
hluti gegn þessu liði,“ sagði Helena Ólafsdóttir þjálfari íslenska
kvennalandsliðsins í knattspyrnu en í dag fer fram fyrri leikur lið-
anna í umspili um laust sæti á Evrópumóti landsliða. Leikurinn
hefst kl. 17 og fer fram í Egilshöllinni í Grafarvogi.
Morgunblaðið/RAX
Helena Ólafsdóttir
Eftir
Sigurð Elvar
Þórólfsson
ÍÞRÓTTIR