Morgunblaðið - 17.11.2004, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 17.11.2004, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 2004 C 3 ÞORVALDUR Örlygsson gerði í gær munnlegt samkomulag við knattspyrnudeild KA um að þjálfa liðið áfram á næsta keppnistímabili. Það verður hans sjötta tímabil með lið KA en hann hefur stýrt því frá árinu 2000, fyrstu fjögur árin sem spilandi þjálfari en hann lagði skóna á hilluna sjálfur fyrir síðasta tímabil. KA féll úr úrvalsdeildinni í haust og Þorvaldur sagði við Morgun- blaðið í gær að farið hefði verið vel yfir stöðuna. „Niðurstaðan varð sú að halda okkar striki þó við værum vissulega svekktir yfir því að hafa misst sæti okkar í deildinni. Tíma- bilið var ekki alslæmt, við komumst í bikarúrslitin og það er enginn heimsendir að falla um deild. Mér líkar mjög vel hjá KA, þetta er fínt félag að vinna fyrir og var því ákveðinn í að halda áfram fyrst það stóð til boða.“ Leikmannamálin eru ekki komin á hreint hjá KA fyrir næsta tímabil. Þorvaldur sagði að nokkrir leik- menn væru með lausa samninga og það ætti eftir að fara betur yfir þau mál. Elmar Dan Sigþórsson er flutt- ur til Reykjavíkur og genginn til liðs við Víking og Dean Martin samdi í gærkvöld við ÍA. „Eflaust verða einhverjar breytingar. Ég á síður von á að Ronni Hartvig verði áfram vegna hans náms í Dan- mörku en vona svo sannarlega að Sándor Matus verði áfram í mark- inu og veit að hann hefur áhuga á því,“ sagði Þorvaldur Örlygsson. Þorvaldur verður sitt sjötta tímabil með KA  AÐSTOÐARMAÐUR Viggós Sig- urðssonar á heimsbikarmótinu, World Cup, er Hörður Harðarson sem var aðstoðarmaður Viggós er hann var þjálfari Hauka. Jóhannes Marteinsson er sjúkraþjálfari ís- lenska liðsins og læknir liðsins er að þessu sinni Anna Stefánsdóttir.  KEPPNISHÖLLIN í Borlänge heitir Masahallen og þar rúmast um 1.800 áhorfendur. Aðaltekjulind skipuleggjanda riðlakeppninnar er miðasala og var lagt mikið í kynn- ingarstarfsemi fyrir leikina. Þrátt fyrir það var mætingin ekki gríð- arlega mikil á leik Íslands gegn Þýskalands, um 400 áhorfendur er leikmenn voru kynntir til leiks, en þeim fjölgaði jafnt og þétt er á leið.  MIKIÐ var lagt í kynninguna. Ljósasýning, tónlist og gengu ungir handknattleiksiðkendur með leik- mönnum beggja liða inn á völlinn. Kynnir sá um að halda áhorfendum upplýstum um gang mála og sagði frá öllu sem gerðist í leiknum.  BENGT Johansson fyrrum lands- liðsþjálfari Svía var heiðursgestur á leiknum en hann sat við enda vara- mannabekkjar þýska liðsins. Jo- hansson sá um að opna heimsbik- armótið með formlegum hætti. Hann hélt tölu og klippti síðan á borða til merkis um að riðlakeppnin væri hafin á heimsbikarmótinu, sem fram fer í 10. skiptið.  ÍSLENDINGAR sáu um að skrá tölfræði leiksins, en þar voru að verki Emma Andrésdóttir og Hauk- ur Andrésson. Þau eru systkini, börn Andrésar Kristjánssonar, fyrrverandi landsliðsmanns í hand- knattleik, sem er íslenska liðinu til aðstoðar á meðan mótið stendur yf- ir. Bróðir þeirra, Kristján, lék með landsliðinu á ÓL í Aþenu í sumar. Hann er leikmaður sænska liðsins GUIF, en leikur ekki meira með lið- inu í vetur vegna meiðsla.  FLORIAN Kehrmann var valinn maður leiksins í þýska liðinu af sér- stakri dómnefnd og Róbert Gunn- arsson þótti skara framúr í íslenska liðinu. Fengu þeir afhenta viður- kenningu í leikslok.  ROBBIE Keane tryggði Írum sig- ur á Króötum, 1:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Dublin í gærkvöld. Eduardo da Silva var rétt búinn að jafna fyrir Króata und- ir lok leiksins en þá bjargaði Rich- ard Dunne naumlega á marklínu Íra. Íslendingar mæta Króötum tví- vegis í undankeppni HM á næsta ári.  GYLFI Þór Orrason dæmdi leik- inn í Dublin og þetta var kveðju- leikur hans sem FIFA-dómari en Gylfi er kominn að aldursmörkun- um fyrir milliríkjadómara, 45 ára gamall. Hann komst vel frá leiknum og þurfti aldrei að lyfta spjaldi. FÓLK VERANDI keppnisfyrirkomulag á Íslands- inu í handknattleik karla verður að öllum ndum lagt af frá með næsta keppnistímabili amkvæmt heimildum Morgunblaðsins verð- málið rætt á formannafundi HSÍ á næstunni. pi eru hugmyndir um að 10 lið skipi efstu d karla þar sem leikin verður tvöföld um- og úrslitakeppnin lögð af í þeirri mynd hún er í dag. Einnig hefur verið nefnt að yta keppnisfyrirkomulagi bikarkeppninnar að 8 liða úrslit bikarkeppninnar fari fram að nu Íslandsmótinu. Rætt er um að hafa bikar- pnina með þeim hætti að leikið verði á ma- og útivelli en úrslitaleikurinn fari fram í gardalshöll samkvæmt venju. innig stendur til að reyna að koma upp allt remur deildum í karlaflokki og yrðu b-lið ra félaga sem nú taka þátt á Íslandsmótinu í b-liða keppni í 2. deild. Einnig er horft til s að koma upp svæðisbundinni deild sem i þá 3. deild, og tæki við því hlutverki sem ndeildin hefur þessa stundina. að er mat þeirra sem standa að íslenskum dknattleiksliðum að hinn almenni áhorf- i hafi ekki áhuga á því keppnisfyrirkomu- sem tekið var upp fyrir ári. Í dag er leikið í mur riðlum og að þeirri keppni lokinni er dinni skipt upp í tvær deildir og síðan tekur úrslitakeppni átta liða. Afleit aðsókn hefur ð á marga kappleiki það sem af er vetri og ilji til þess að fara „þýsku leiðina“ en Þjóð- ar lögðu úrslitakeppnina af eftir aðeins eitt pnistímabil og leika nú tvöfalda umferð þar úrslit allra leikja vetrarins eru talin er ið er gert upp í lok leiktíðarinnar. Heimild- aður Morgunblaðsins segir að þeir aðilar hafi samþykkt núverandi mótafyrirkomu- séu margir hverjir farnir að gagnrýna rnig málunum sé háttað. Og því verði að pa í taumana nú þegar. Breytingar á borðinu hjá HSÍ Jaliesky Garcia kom Íslendingumyfir með fyrsta marki leiksins en eftir það náðu Þjóðverjar yfir- höndinni sem þeir héldu allt þar til að Logi Geirsson kom liðinu yfir, 21:20, er um 15 mínútur voru eftir af leiknum. Í kjölfarið kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu sem missti knöttinn hvað eftir annað frá sér og Evrópumeistararnir nýttu sér tækifærið og komust í 23:26 er skammt var til leiksloka. Þann mun náði íslenska liðið ekki að brúa. Það var hinsvegar margt jákvætt við leik íslenska liðsins í gær. Varn- arleikurinn hélt vatni, skytturnar voru ógnandi fyrir utan og línumað- urinn Róbert Gunnarsson fékk úr nógu að moða. En að sama skapi voru margir kunnuglegir þættir sem gerðu ís- lenska liðinu erfitt fyrir. Markverð- irnir Roland Eradze og Birkir Ívar Guðmundsson vörðu samtals 11 skot. Sem er einfaldlega allt of lítið í alþjóðlegri keppni. En markvarslan hefur oftar en ekki verið akkilesarhæll íslenska landsliðsins og standa þeir Roland, Birkir Ívar og Hreiðar Guðmunds- son, sem hvíldi að þessu sinni, frammi fyrir ögrandi verkefni. Það er þeirra hlutverk að taka við af Guð- mundi Hrafnkelssyni, sem hefur leikið sinn síðasta landsleik. Það var að sjá á íslenska liðinu að hraðaupphlaupin eiga aðeins eftir að verða betri. Og ekki síst þegar Ólaf- ur Stefánsson verður til taks. Enda leikstjórnandi í fremstu röð í þessum hluta leiksins. Leikmenn íslenska liðsins nýttu sér ekki færin sem gáf- ust og voru hreinlega ekki nógu snöggir upp völlinn með knöttinn. En það er bara gaman að vita að ís- lenska liðið á slíkan leikmann uppi í erminni, auk Sigfúsar Sigurðssonar frá Magdeburg. Hornamenn liðsins náðu sér ekki á strik, Þórir Ólafsson skoraði tvívegis úr hægra horninu en Einar Örn Jónsson ekkert. Guðjón Valur Sig- urðsson komst ekki á blað og munar um minna en Logi Geirsson stimpl- aði sig ágætlega inn í leiknum. En það þarf að koma meira út úr horn- unum hjá íslenska liðinu en það má að mestu skrifa á slaka framkvæmd á hraðaupphlaupum liðsins. Róbert Gunnarsson var besti mað- ur íslenska liðsins. Barðist eins og ljón í vörn og var nánast óstöðvandi á línunni er hann fékk boltann í hend- urnar. Það verður gaman að fylgjast með kappanum í næstu leikjum. Vignir Svavarsson lék ekki mikið að þessu sinni. Markús Máni Mich- aelsson var öflugur í hlutverki hægri skyttu, nýtti færin sín vel og skoraði 4 mörk. Sömu sögu er að segja af Einari Hólmgeirssyni sem dúndraði á markið ef færi gafst til þess. Hann vakti athygli sænsku áhorfendanna í Borlänge í gær sem kunnu vel að meta þrumuskot hans. Dagur Sigurðsson var maður með sjálfstraust í gær. Hann stjórnaði leiknum vel en hefði getað nýtt skot sín betur. Líkt og fleiri leikmenn liðsins. Snorri Steinn Guðjónsson, Jaliesky Garcia, Guðjón Valur Sig- urðsson og Einar Örn Jónsson virk- uðu ekki eins frískir og aðrir leik- menn liðsins. En þeir eiga eflaust eftir að vakna til lífsins er á líður keppnina. Ljósmynd/Mattias Nääs Anna Stefánsdóttir læknir og Jóhannes Marteinsson sjúkra- þjálfari meðhöndla hér Guðjón Val Sigurðsson. Þjóðverjar of stór biti í Borlänge ÍSLENSKA landsliðið í handknattleik náði ekki að leggja Evrópu- meistaralið Þjóðverja að velli í upphafsleik heimsbikarmótsins, World Cup, í Borlänge í Svíþjóð í gær. Viggó Sigurðsson stjórnaði liðinu í fyrsta sinn frá því hann tók við sem landsliðsþjálfari. En liðið sýndi lipra spretti, sérstaklega í vörninni, en of mörg tæknileg mis- tök liðsins í sókn gerðu það að verkum að Þjóðverjar fóru með sigur af hólmi, 29:28, eftir að hafa verið yfir í hálfleik, 15:13. Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Borlänge                             ! "    # $ %&    '('    )      Í LOKAHÓFI sænska knatt- spyrnusambandsins voru það sjónvarpsáhorfendur sem völdu mark ársins og að þessu sinni komu mörk úr efstu deild karla og kvenna til greina. Að mati sjónvarpsáhorfenda var markið sem brasilíska lands- liðskonan Marta skoraði gegn Malmö fallegast en þar sýndi hin 19 ára gamli landsliðs- maður ýmsar tækniæfingar gegn varnarmönnum liðsins og plataði flesta varnarmenn liðsins upp úr skónum. Marta er þessa stundina að leika með landsliði Brasilíu, skipað leik- mönnum 19 ára og yngri, í úr- slitum heimsmeistaramótsins en hún leikur með Umeå. Marta með mark ársins í Svíþjóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.