Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.11.2004, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU  Úr verinu Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang verid@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Hjörtur Gíslason, fréttastjóri hjgi@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf.                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                                                                                                               ! "     "# $%&'   !   "     # $  R afræn skráning afladagbóka er til mikils hag- ræðis fyrir skipstjórnar- menn og Fiski- stofu og veitir útgerðum jafn- framt aukna yfirsýn yfir staðsetn- ingu og afla skipa sinna. Hugbún- aðarfyrirtækið SeaData ehf. hefur nú þróað heildarlausn til að fylgjast með og skrá afla um borð í fiskiskip- um. Afladagbókin leysir af hólmi pappírsbækur Fiskistofu. Skráning- in verður þannig rafræn en fram til þessa hefur þurft að handskrifa aflafærslur í bækurnar. Rafræna afladagbókin er samþykkt og vottuð fyrir allar tegundir veiðafæra og skipa af Fiskistofu. Rauntímaupplýsingar Til að útgerðir í landi geti fylgst með ferðum og afrakstri skipa sinna, hefur SeaData hannað hug- búnaðinn Útgerðarstjóra. Útgerðar- stjóri tekur á móti gögnum frá Afla- dagbók og greinir þau í smáatriði. Búnaðurinn safnar einnig saman gögnum frá skipum útgerðar þannig að með tímanum verður gagna- grunnurinn nákvæmari. Sigurður Rúnarsson, markaðs- stjóri og einn af eigendum SeaData, segir að hagræðið af rafrænni skráningu sé augljóst og verulegt. Skipstjórnarmenn hafi þurft að handskrifa færslur í afladagbæk- urnar og senda Fiskistofu, ýmist á faxi eða í pósti. Þar þurfi síðan að slá færslurnar inn í gagnagrunn sem ségeysilega tíma- og mannafla- frekt, enda um mikið magn upplýs- inga að ræða í hverri færslu. Þannig komi fram í hverri færslu aflamagn, fiskitegund, veiðarfæri, staðsetning, dýpi, hitastig, veður og margt fleira. Með því að slá þessar upplýsingar inn rafrænt séu skipstjórnarmenn um leið að byggja upp sinn eigin gagngrunn, þar sem finna megi hverskonar upplýsingar með skil- yrtri leit. Afrit úr Afladagbókinni er sent Fiskistofu að lokinni hverri veiðiferð en útgerð skipsins fær upplýsingarnar jafnan daglega. „Út- gerðin getur þannig fylgst með skipi sínu í rauntíma. Þetta hefur fallið sérlega vel í kramið hjá útgerðar- stjórum sem geta til dæmis fylgst með samsetningu aflans og gert ráðstafanir til að vinna hann eða selja. Eins fær útgerðin góða yf- irsýn yfir afla og staðsetningu skipa sinna á auðveldan hátt, sem hún áð- ur þurfti að afla með símtölum um borð.“ Gögnin sem send eru til Fiski- stofu fara sjálfvirkt inn í gagna- grunn stofunnar en skip sem senda afladagbókina rafrænt geta jafn- framt sótt eldri upplýsingar í gagnagrunninn, allt að 15 árum aft- ur í tímann. „Fiskistofu berst skilj- anlega gríðarlegt magn afrita úr afladagbókum. Það er tímafrekt að færa þessar upplýsingar inn í gagnagrunninn, þær vilja hrannast upp og stundum er verið að slá inn allt að sex vikna gamlar upplýsing- ar. Með því að færa þær rafrænt er verið að búa til rauntímaupplýsing- ar, og þannig verður gagnagrunn- urinn áreiðanlegri þegar verið er að Pappírsvin SeaData hefur þróað heildarlausn fyrir rafræna aflaskráning Með því að skila afriti úr afladagbók á raf- rænan hátt geta skip- stjórnarmenn um leið byggt upp gagna- grunn um veiðar sínar, með aðstoð búnaðar frá hugbún- aðarfyrirtækinu Sea- Data. Helgi Mar Árnason tók hús á fyr- irtækinu og forvitn- aðist um eiginleika búnaðarins. Morgunblaðið/Sverrir Frumkvöðlar Garðar Rafn Eyjólfsson, framkvæmdastjóri SeaData ehf., ásamt Þorsteini Ágústssyni, starfsmanni fyrirtækisins. SENDIHERRA Íslands í Moskvu, Benedikt Jónsson, hefur skrifað undir samstarfssamning við Alþjóðalánastofnunina, sem er hluti af Alþjóðabankanum, um út- tekt á viðskiptatækifærum í sjáv- arútvegi í Rússlandi. Fjögur ís- lensk fyrirtæki, Landsbankinn, Marel, Ísfell og Sæplast, koma að verkefninu auk utanríkisráðuneyt- isins, sjávarútvegsráðuneytisins og Útflutningsráðs Íslands. Verkefnið í Rússlandi er fyrsta samstarfsverkefni íslenskra stjórnvalda og einkafyrirtækja á Íslandi við Alþjóðalánastofnunina (International Finance Corpora- tion - IFC) af þessu tagi og því er um tilraun að ræða. Vonir standa til þess að með verkefninu verði hægt að afla upplýsinga, gagna og tengsla í því skyni að byggja upp frekari viðskipti í Rússlandi, sem að öðru jöfnu gæti reynst ill- mögulegt fyrir einstök fyrirtæki á Íslandi á eigin vegum. Frá þessu er greint í vefriti viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, Stikl- um. Auka fjárfestingar Framkvæmdastjóri IFC fyrir Mið- og Austur-Evrópu, Edward Nass- im, undirritaði samninginn fyrir hönd Alþjóðabankans, en IFC starfar með einkafyrirtækjum á áhættusömum mörkuðum þar sem erfitt getur reynst að fjármagna viðskipti á hefðbundinn hátt. Ut- anríkisráðuneytið og sjávarútvegs- ráðuneytið eru bæði aðilar að samningnum við IFC, en auk þess koma að fjármögnun verkefnisins íslensk fyrirtæki sem öll hafa lagt sig fram við að skoða viðskipta- tækifæri í Rússlandi. Verkefnið fellur undir svokall- aða PEP-áætlun (Private Enter- prise Partnership) á vegum IFC sem stofnað var árið 2000 fyrir fyrrum aðildarríki Sovétríkjanna í því augnamiði að aðstoða yfirvöld og einkafyrirtæki við að: auka beinar fjárfestingar í löndunum, stuðla að vexti lítilla og meðal- stórra fyrirtækja, og bæta við- skiptaumhverfi landanna. Tækifæri í flóknu umhverfi „Samskipti Íslands og Rússlands á sviði sjávarútvegs eiga sér langa sögu. Þær miklu breytingar sem hafa átt sér stað í efnahagsmálum Rússlands á undanförnum misser- um hafa vakið áhuga íslenskra við- skiptaaðila á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar enda hafa þeir löngum verið meðvitaðir um þá miklu möguleika sem í boði eru. Hins- vegar hefur flókið umhverfi og skortur á upplýsingum, sem snerta núverandi stöðu sjávarútvegsmála í Rússlandi og framtíðarhorfur greinarinnar, verið hindrun í vegi uppbyggingar frekari viðskipta ís- lenskra aðila á þessu sviði. Það er því mjög ánægjulegt og hvetjandi að íslensk stjórnvöld og einkafyr- irtæki hafi nú tekið höndum saman við IFC um að gera úttekt á fisk- iðnaðinum í Rússlandi“, segir Benedikt Jónsson, sendiherra Ís- lands í Moskvu í vefritinu. Edward Nassim, framkvæmda- stjóri IFC, tekur í sama streng. „Það eru stór tækifæri í rússnesk- um fiskiðnaði. Hinsvegar er í raun mjög lítið vitað um umfang fiskiðnaðarins í Rússlandi og við vonumst til að þessi úttekt komi til með að gefa gagnleg svör við mörgum spurn- ingum og leggi þannig grunninn að því að unnt verði að skapa ný við- skiptatækifæri.“ Framhald af rammasamningi Fyrir fjórum árum var undirrit- aður rammasamningur milli Ís- lands og Rússlands um sjávarút- vegsmál þar sem ríkin tvö skuldbundu sig meðal annars til að Ný sókn hafin á R Íslensk fyrirtæki og stjórnvöld í samstarfsverkefni í sjávarútv OPTIMAR Ísland ehf. hefur gert samning við York Fishery um að Optimar Ísland ehf. muni framleiða allar ísþykknivélar handa York samsteypunni. York er, í gegnum York – Inham B.V., einn af frumkvöðlunum í hönnun og sölu á ísþykknivélum. Eru ísþykknivélar frá þeim m.a. í íslenskum skipum. Hugmyndin að samvinnu þessara félaga er að York nýti sér framleiðsluþekkingu og reynslu Optimar Íslands og að Optimar Ísland nýti sér hið yf- irgripsmikla sölukerfi, reynslu og markaðsþekkingu risans á kæli- markaðnum. York er eitt af Fortune 500 félögum í USA, þar sem höfuðstöðvar þeirra eru. Hjá fyrirtækinu starfa um 23.000 manns og eru þeir með eigin útibú í 125 löndum. Innan York samsteyp- unnar eru m.a. sameinuð hin heims- þekktu fyrirtæki SABROE, FRICK og GRAM. „Við erum mjög hreyknir af því að York skyldi hafa áhuga á því að starfa með okkur. Þetta er búin að vera löng lota, en liðið er meira en eitt ár síðan þeir komu hér fyrst í heimsókn, og síðan hefur tekið við langt tímabil funda og prófanna. Þeir hafa þrælprófað okkar vélar og við höfum staðist prófin og kröf- ur þeirra. Samningurinn gengur út á það að við framleiðum fyrir þá ís- þykknivélar sem merktar verða með sameiginlegu vörumerki okk- ar beggja, SABROE Optim-Ice, en vörumerkið SABROE er heims- þekkt í kælibransanum. Margir kannast við ísbjörninn í Sabroe merkinu. Við höldum áfram að markaðs- setja undir okkar vörumerki líka, en einbeitum okkur að þeim lönd- um þar sem við höfum verið að selja, en látum nýja markaði í þeirra sölukerfi. Við getum því ekki annað en verið bjartsýnir á framtíð okkar fyrirtækis,“ segir Guð- mundur Jón Matthíasson fram- kvæmdastjóri hjá Optimar Ísland ehf. Framleiðir ísþykknivélar fyrir York Fishery VIÐSKIPTADEILD Við- skiptaháskólans á Bifröst og Menntafélagið hafa skrifað undir samning um nám á háskólastigi í rekstri og stjórnun fyrir skip- stjórnendur. Markmið þessa náms er að bjóða upp á fjarnám á há- skólastigi samhliða starfi í rekstri og stjórnun sem gefur nýja möguleika á að byggja ofan á fyrri þekkingu og eykur mögu- leika á starfsvali og starfsum- hverfi. Nám sem nýtist þátttak- endum hvort heldur er í núverandi starfi eða til áfram- haldandi starfsþróunar. Námið er ætlað skipstjórnar- og vélstjórn- armönnum sem hafa lokið námi úr vélskóla, stýrimannaskóla eða sambærilegum skólum sem og mönnum með sambærilega menntun sem uppfylla skilyrði fyrir þátttöku í háskólanámi. Námið er alls 30 háskólaein- ingar. Þeir sem ljúka þessu námi fá það metið sem áfanga til BS- gráðu í viðskiptafræði við við- skiptadeild Viðskiptaháskólans á Bifröst og geta lokið því námi í staðnámi við deildina. Stjórnendum skipanna býðst nám í háskóla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.