Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 18.11.2004, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2004 C 3 NÚR VERINU  nýta upplýsingar úr honum til fisk- veiðistjórnunar,“ segir Sigurður. Fjárfesting í fjarskiptum SeaData hefur jafnframt hannað fylgiforrit með Afladagbók sem heitir Afurðabók, sem er í raun gæðastjórnunarforrit sem greinir nánar samsetningu og meðferð aflans um borð. Þá vinnur fyrirtæk- ið nú að hönnun þriggja fylgiforrita Véladagbókar, Skipstjórabókar og Leiðarbókar sem miðuð er að starf- semi flutningaskipa. Sigurður segir markmiðið að þróa forrit sem nái utan um allar tölulegar upplýsingar sem halda þarf til haga um borð í fiskiskipi. „Í raun fellur hugbúnað- urinn vel að öðrum sambærilegum hugbúnaði sem verið er að nota um borð í fiskiskipum,“ segir hann. Hægt er að senda upplýsingar úr Afladagbókinni til Fiskistofu og til útgerðar með flestum þeim fjar- skiptatækjum sem finnast um borð í íslenskum fiskskipum, til dæmis með Sjópósti og InMobil. Þá má tengja Afladagbókina við flest sigl- inga- og fiskleitartæki, t.a.m. koma upplýsingar um staðsetningu sjálf- krafa úr GPS-tæki skipsins. Sigurð- ur segir að íslenskar útgerðir hafi fjárfest umtalsvert í fjarskiptabún- aði undanfarin ár og að hugbúnaður á borð við Afladagbókina bæti enn frekar nýtingu þeirrar fjárfestingar án mikils aukatilkostnaðar. Áhugi erlendis Vinna við hönnun hugbúnaðarins hófst fyrir um þremur árum en sala búnaðarins hófst í mars sl. hjá R. Sigmundssyni og í maí hjá Vikmar í Færeyjum. Hann er nú um borð í fjölda íslenskra fiskiskipa og marg- ar af stærri útgerðum landsins hafa tekið hann í notkun, m.a. Samherji, Þorbjörn-Fiskanes, Vísir, Skinney- Þinganes o.fl. Sigurður segir að not- endur búnaðarins hafi lýst yfir mik- illi ánægju með hann og sala hafi aukist, bæði hérlendis og erlendis en Afladagbókin hefur einnig verið sett upp í erlendum skipum, m.a. í Færeyjum og Hollandi. SeaData hefur gert samninga við endursölu- aðila í Færeyjum, Írlandi og Hol- landi og er að ljúka við samninga í Danmörku, Noregi, í Suður-Evrópu og í Alsír. „Framtíðin er björt hjá SeaData og við stefnum á að stækka fyr- irtækið enn frekar. Hluti af þeirri stækkun mun koma frá nýjum verk- efnum sem fyrirtækið hefur þegar hafið undirbúning að en það eru heildarlausnir í rafrænni skráningu fyrir veiðieftirlitsstofnanir erlendra ríkja eða svokallaðar „fiskistofu- lausnir“ sem er gagna- og úr- vinnslusafn fyrir yfirvöld. Þar erum við að fara inn á annan markað en þann sem nær eingöngu til skip- stjóra og útgerða. Við munum setja upp og þjónusta fiskistofugátt fyrir erlend ríki sem tekur við innsendum aflaupplýsingum frá skipum,“ segir Sigurður. Fyrirtækið hefur nú þegar hafið viðræður við ríkisstjórn Alsír vegna uppsetninga á rafrænum heildar- lausnum. Þá verður fiskiskipum annarra landa gert kleyft að senda gögn beint um tölvu frá skipum og til yfirvalds. Sameining ekki útilokuð SeaData hefur síðastliðna mánuði átt samstarf við fjölda fyrirtækja í tækniiðnaðinum hérlendis sem er- lendis og útilokar ekki samstarf eða sameiningu við eitthvert þeirra. „Í þeirri vinnu okkar að fá fjárfesta að fyrirtækinu hafa margir möguleikar komið upp á borðið. Þar hafa komið að máli við okkur fyrirtæki og ein- staklingar, ýmist til að fjárfesta í okkur eða sameina við önnur fyr- irtæki. Ekkert er komið á hreint með þau mál ennþá en við stefnum að því að fá fjárfesta inn fyrir ára- mót svo hægt sé að sinna öllum þeim hugmyndum sem búið er að vinna forvinnu að og klára þau verk- efni sem fyrirtækið er komið með,“ segir Sigurður. nnan kvödd gu hema@mbl.is Tækniþróun SeaData hefur þróað hugbúnað, Útgerðarstjóra, en hann get- ur á grundvelli upplýsinga Afladagbókar sýnt á korti staðsetningu skipa sem útgerðin gerir út, ásamt aflamagni þeirra og siglingaferlum. Hægt er að fá í kortarýninn veðurkort, sjólagskort og sjávarhitakort. greiða fyrir samstarfi einkaaðila frá báðum ríkjum á sviði veiða, vinnslu og markaðssetningar sjáv- arafurða. Ekki hefur hins vegar tekist að nýta samninginn, eins og vonir stóðu til, til þess að auka viðskipti landanna á sviði sjávarútvegs. Með PEP-áætluninni er m.a. gerð tilraun til þess að efla þessi viðskiptatengsl og skoða með markvissum hætti tækifæri sjáv- arútvegsins og tengdra greina í Rússlandi. Aðkoma IFC felst í framlagi stofnunarinnar sem er um 25% af kostnaði verkefnisins og nær m.a. yfir kostnað við al- menna umsjón, vinnu við þróun, uppsetningu og eftirlit með fram- kvæmd verkefnisins og við úttekt og mat á verkefninu sjálfu. Kostn- aður við ráðningu og vinnu ut- anaðkomandi sérfræðinga og ráð- gjafa er greiddur af íslensku aðilunum. Í úttektinni verður m.a. farið yfir reglu- og lagaramma sjávarútvegsins í Rússlandi sem tekið hefur miklum breytingum á undanförnum misserum. Þá verða skilgreindir þeir markaðir sem nýst geta þeim aðilum sem taka þátt í verkefninu og leitast við að greina einstök viðskiptatækifæri fyrir þá aðila sem að verkefninu koma. Ísland gengur hér í hópi með ellefu öðrum þjóðum sem styðja verkefni undir hatti PEP-áætlun- arinnar innan IFC. Sem stendur eru 30 önnur PEP-verkefni í gangi í ellefu löndum og eru þau studd af stjórnvöldum í Austurríki, Kan- ada, Finnlandi, Þýskalandi, Japan, Hollandi, Noregi, Svíþjóð, Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum. Rússlandsmarkað vegi með Alþjóðalánastofnuninni ÞEIR félagar Höskuldur og Sæ- mundur á Guðbjörgu Kristínu RE voru að landa afla dagsins í vikunni og var hann ekkert til að hrópa húrra yfir, aðeins 1.800 kg á 20 bala og mest ýsa. En þeir sögðu að ýsan væri smærri núna en áður, ætli smærri ýsan hlaupi ekki á grunnið undan vestanáttinni sögðu þeir, en línan var lögð inni í Hvalfirði. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Ýsan hleypur á grunnið SJÓMÆLINGASVIÐ Landhelg- isgæslunnar, Sjómælingar Íslands, hefur gefið út sjávarfallaalmanak og sjávarfallatöflur fyrir árið 2005. Almanakið sýnir sjávarfallabylgj- una á myndrænan hátt. Breyting frá degi til dags og hlutfallsleg stærð hennar við stórstraum og smá- straum kemur greinilega fram á línuriti. Hverjum sólarhring er deilt niður í tveggja klukkustunda bil og er sjávarhæðin sýnd í metrum miðað við „núllið“ (meðalstórstraums- fjöru). Með hjálp línuritsins má því áætla sjávarstöðuna á hverjum tíma. Sé þörf á meiri nákvæmni koma töfl- urnar í góðar þarfir en í þeim er tími og hæð flóðs og fjöru gefinn upp ná- kvæmlega. Stórstreymt er einum til tveim dögum eftir nýtt eða fullt tungl en smástreymt einum til tveim dögum eftir fyrsta og síðasta kvartil. Í almanakinu er sýnt hvenær kvart- ilaskipti tungls verða. Sjávarfallatöflur, sjávarfalla- almanök og sjókort fást hjá Áttavita- þjónustunni í Reykjavík. Almanak sjávarfalla RAÐ- AUGLÝSINGAR Bátar/Skip Til sölu neta- og togveiðiskipið Straumnes RE 7. Selst með haffærnisskírteini og veiðarfærum. Upplýsingar í síma 898 7584.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.