Morgunblaðið - 29.11.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.11.2004, Qupperneq 4
ÍÞRÓTTIR 4 B MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ALGJÖR hörmung,“ sagði Alan Curbishely, knattspyrnustjóri Charlt- on, um leik sinna manna gegn Chelsea á laugardag eftir 4:0-tap liðsins, en þetta er aðeins annar heimaleikur Charlton sem liðið tapar á leiktíðinni. Curbishely ætti að kannast við að liðið fái á sig fjögur mörk í leik en þetta er í fjórða sinn sem slíkt gerist á leiktíðinni. „Þetta var versta byrjun á leiknum sem við gátum fengið en í lok fyrri hálfleiks náðum við að halda í við Chelsea. En þetta var búið eftir að við fengum á okkur tvö mörk með skömmu millibili eftir hornspyrnur. Eftir það reyndum við aðeins að forða okkur frá því að fá enn meiri skell,“ sagði Curbishely en hann hrósaði Hermanni Hreið- arssyni fyrir sitt framlag í síðari hálfleik. „Hermann á við bakmeiðsli að stríða og fann fyrir því á þriðjudaginn. Hann æfði ekkert með okkur það sem eftir lifði vikunnar og gat ekki einu sinni skokkað daginn fyrir leikinn. Hann sagði mér að sér liði betur þegar við mættum til leiks en ég taldi best að hafa hann á varamannabekknum að þessu sinni. En það sem Her- mann gaf af sér á síðustu 25 mín- útum leiksins var meira en allir leikmenn liðsins gáfu af sér allan leikinn. Hann vann fleiri skallaein- vígi og návígi og var á við marga í þeim efnum. Við þurfum meira af slíku í þessu liði,“ sagði Curbishely á heimasíðu félagsins eft- ir leikinn. Hermann kom inn á sem varamaður á 63. mín- útu í stöðunni 4:0 og náði ekki að leika gegn Eiði Smára Guðjohnsen að þessu sinni en Eiður fór af leikvelli á 61. mínútu. FORRÁÐAMENN enska úrvalsdeildarliðsins Bolt- on hafa ákveðið að sekta framherja liðsins El- Hadji Diouf sem nemur tveggja vikna launum eftir að landsliðsmaðurinn frá Senegal hrækti á Arjan de Zeeuw leikmann Portsmouth í gær. Diouf hefur beðið forráðamenn liðins og stuðningsmenn Bolt- on afsökunar. Sektin er sú hæsta sem forráðamenn Bolton gátu leyft sér þar sem leikmaðurinn er á láns- samningi frá Liverpool. Sam Allardyce knattspyrnustjóri liðsins sendi frá sér tilkynningu vegna málsins: „Félagið hefur ekkert umburðalyndi í atvikum sem þessum og leikmaðurinn fær því þyngstu refsingu sem völ er á. Bolton hefur ávallt lagt mikla áherslu á að ímynd félagsins sé fjölskylduvæn og atvikið þar sem El-Hadji Diouf kom við sögu skilur eftir beiskt bragð í munni. Við teljum að leikmaðurinn hafi ekki hagað sér með réttum hætti og það sem hann gerði verður aldrei liðið hjá leikmönnum liðsins.“  REAL Madrid og Barcelona fögn- uðu bæði sigri gegn minni spámönn- um í spænsku 1. deildinni í knatt- spyrnu um helgina. Börsungar höfðu betur á útvelli gegn Getafe, 2:1. Marques og Deco gerðu mörk Barcelona.  REAL MADRID hristi af sér slyðruorðið og burstaði Levante, 5:0 á heimavelli sínum, Santiago Berne- bau. Ronaldo skoraði fyrsta markið á 43. mínútu og staðan 1:0 í hálfleik. Madridarliðið gerði svo út um leik- inn í byrjun seinni hálfleiks þegar það skoraði þrívegis á fimm mínútna kafla. Luis Figo, Ronaldo og David Beckham voru þar að verki og loka- orðið átti svo Michael Owen sjö mín- útum fyrir leikslok.  DAVID Taylor framkvæmdastjóri skoska knattspyrnusambandsins er sannfærður um að nýr þjálfari verði í brúnni þegar liðið leikur gegn Þjóð- verjum 7. desember nk. Fyrrum þjálfari skoska liðsins Rangers og enska úrvalsdeildarliðsins Everton, Walter Smith, er líklegastur til þess að fá starfið.  CHRIS Coleman knattspyrnu- stjóri enska úrvalsdeildarliðsins Ful- ham segir að hann vilji frekar falla úr keppni í deildabikarnum og ná þess í stað stigum í úrvalsdeildinni. Fulham tapaði þriðja leik sínum í röð um helgina gegn Blackburn sem var fyrir leikinn í fallsæti. Coleman gagnrýndi leikmenn sína harðlega eftir leikinn og sagði þá ekki sýna nógu mikla baráttu en leikmenn Blackburn hafi hinsvegar verið mun betri á öllum sviðum íþróttarinnar.  „UM leið og allir okkar leikmenn verða heilir heilsu á ný munum við fara að vinna leiki og klifra upp töfl- una,“ sagði Steve Wigley, knatt- spyrnustjóri Southampton, eftir að liðið gerði 2:2 jafntefli gegn Crystal Palace á heimavelli sínum á laugar- dag.  SOUTHAMPTON hefur aðeins unnið einn leik af síðustu 13 frá því að Wigley tók við sem knattspyrnu- stjóri í upphafi leiktíðar. Liðið var eftir leikinn í þriðja neðsta sæti, fall- sæti, en Norwich og WBA eru þar fyrir neðan. „Við erum nógu góðir fyrir úrvalsdeildina og munum halda sæti okkar,“ bætti Wigley við en ut- an við liðið þessa stundina eru þeir Antti Niemi, Marian Pahars, Matt Oakley og Michael Svensson.  WIGLEY er talinn vera í „heit- asta“ sætinu í ensku úrvalsdeildinni þessa stundina. „Ég hef engar áhyggjur af starfi mínu, stjórnarfor- maðurinn hefur stutt vel við bakið á mér og við erum farnir að ræða sam- an um framtíð félagsins.“ Wigley hefur dvalið erlendis að undanförnu þar sem hann hefur verið að skoða leikmenn á meginlandi Evrópu. FÓLK Terry samdi við Chelsea fyrirskemmstu til fimm ára og segir Mourinho að Terry sé hverrar krónu virði. „Terry er oft mættur á réttu staðina í horn- og aukaspyrn- um, en ég verð líka að hrósa þeim sem koma knettinum á réttu stað- ina, án þeirra skorum við ekki mörk. Terry er góður skallamaður en er ekki hugmyndaríkur leikmað- ur sem brýtur upp varnir andstæð- inga okkar. Það sem einkennir hann er sigurvilji, hann gerir allt til þess að vinna og berst eins og ljón. Hann hefur áhrif á samherja sína og get- ur leitt af sér góða hluti. Samning- urinn sem gerður var við hann er í raun ótrúlega góður, en ástæðan er sú að við teljum að Terry eigi það skilið og hann er mjög mikilvægur hlekkur í þessu liði. Fyrir nokkrum vikum sagði ég við hann að hann væri hverrrar krónu virði og ég get aðeins sagt já- kvæða hluti um hann. Það er líka mikilvægt fyrir leikmenn að vera í góðu jafnvægi utan vallar og Terry mætir jákvæður til vinnu og í leiki til þess að gera enn betur. Það segir mér aðeins eitt – líf hans er í góðu jafnvægi,“ segir Mourinho en hann trúir því að liðið geti haldið forskoti sínu á Arsenal og spáði hann liðinu sigri gegn Liverpool. „Markmiðið er að landa meist- aratitlinum, en það er einnig mik- ilvægt að vera í efsta sætinu sem lengst. Við teljum það ekki vera álag sem fylgir því, það er meira álag á þeim liðum sem þurfa að elta okkur og mega ekki við því að mis- stíga sig.“ Chelsea hefur skorað fjögur mörk á útivelli í þremur síðustu deildarleikjum sínum en Mourinho segir leikinn gegn Charlton langt frá því að hafa verið auðvelt verk- efni. „Við áttum í erfiðleikum í 10– 15 mínútur undir lok fyrri hálfleiks í stöðunni 1:0 og við þurftum að hafa mikið fyrir því að fá ekki á okkur mark. En byrjunin á síðari hálfleik gat ekki verið betri, og eftir að við komumst í 3:0 var markmiðið að halda boltanum og nýta svæðin sem opnuðust,“ sagði Mourinho. Eiður Smá Reuters John Terry, fyrirliði Chelsea, fagnar öðru marki sínu. JOSE Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hrósaði fyrirliðanum, John Terry, eftir 4:0-sigur liðsins gegn Charlton á útivelli þar sem Terry skoraði tvívegis með þriggja mínútna millibili í upphafi síðari hálfleiks en áður hafði Damien Duff komið Chelsea yfir á 4. mínútu eftir sendingu frá Eiði Smára Guðjohnsen. Íslenski landsliðsfyrirlið- inn skoraði fjórða mark liðsins á 59. mínútu og fór síðan af leikvelli mínútu síðar fyrir Didier Drogba. Er ánægður með Terry EIÐUR Smári Guðjohnsen hefur skorað 6 mörk í ensku úrvalsdeildinni til þessa og er hann markahæsti leikmaður liðsins. Næstur kemur Damien Duff með 4 mörk. Alls hefur Eiður Smári skorað 14 mörk á tímabilinu, 6 í ensku úrvalsdeildinni, 1 í deildabikarkeppninni, 1 í Meistaradeildinni með íslenska landsliðinu í undankeppni heim meistaramótsins og 1 mark í vináttulandslei Markahæstu leikmenn ensku úrvalsdeild- arinnar eftir leiki helgarinnar eru: Thierry Henry, Arsenal .................................. Andrew Johnson, Crystal Palace................... Robert Pires, Arsenal ...................................... Milan Baros, Liverpool .................................... Henrik Pedersen, Bolton................................. Aiyegbeni Yakubu, Portsm............................. Nicolas Anelka, Man. City ............................... Jimmy Floyd Hasselbaink, Middlesbrough... Jose Antonio Reyes, Arsenal........................... Craig Bellamy, Newcastle............................... Eiður Smári Guðjohnsen, Chelsea ................. Alan Shearer, Newcastle ................................ Jermain Defore, Tottenham ........................... Luis Boa Morte, Fulham.................................. Andy Cole, Fulham........................................... Eiður með sex mörk Alan Curbishely hrósar Hermanni Hreiðarssyni Hermann Hreiðarsson Bolton sektar El-Hadji Diouf

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.