Morgunblaðið - 29.11.2004, Side 5

Morgunblaðið - 29.11.2004, Side 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 29. NÓVEMBER 2004 B 5 EVERTON sýndi styrk sinn á ný er liðið náði 1:1 jafntefli gegn Newcastle United á sunnudag. Craig Bellamy kom heimamönnum yfir strax í upphafi leiksins en írski landsliðsmaðurinn Lee Carsley jafnaði í síðari hálfleik með skoti beint úr aukaspyrnu. Everton er í þriðja sæti deild- arinnar, 6 stigum á eftir Chelsea, sem er í efsta sæti. En Newcastle er í 10. sæti. Undir lok leiks- ins sóttu leikmenn Newcastle hart að marki Everton og ítalski varnarmaðurinn Alessandro Pistone bjargaði nánast á marklínu skoti frá Bel- lamy.  Jermain Defoe og Frederick Kanoute skor- uðu mörk Tottenham sem lagði Middlesbrough í gær á White Hart Lane en Tottenham hafði tap- að sex deildarleikjum í röð fyrir leikinn. Middles- brough hafði hinsvegar ekki tapað í síðustu sex leikjum sínum í deildinni. Franck Queudrue varn- armanni Middlesbrough var vísað af leikvelli rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Everton sótti stig á St. James Park ALLT bendir til þess að enski landsliðsmaðurinn Sol Campbell muni skrifa undir nýjan samning við Arsenal en undanfarin misseri hefur leikmaðurinn verið sagður á förum til stórliða á meginlandi Evrópu. Samkvæmt enskum fjölmiðlum eru viðræður Arsenal og leikmanns- ins á lokastigi en núgildandi samningur hans rennur út næsta sumar en Campbell er þrítugur að aldri. „Það er eitthvað sem dregur mig að þessu félagi, ákveðnir töfrar, sem skína í gegn allt frá öllum aðilum félagsins. Stjórninni, knattspyrnustjóranum, leik- mönnum og sérstaklega frá stuðningsmönnum liðsins. Ég elska þetta félag og hvers vegna ætti ég að fara eitthvað annað?,“ segir Campbell við News of the World. „Samningaviðræður okkar ganga mjög vel, góð- ir hlutir gerast hægt og ég er mjög ánægður hjá félag- inu.“ Campbell kom til Arsenal í júlí árið 2001 og hefur verið kjölfesta í vörn liðsins, sérstaklega eftir að Tony Adams hætti að leika með liðinu. Allt bendir því til þess að Campbell verði í herbúðum Arsenal til loka ferilsins. Sol Campbell vill semja Reuters ri Guðjohnsen fagnar marki sínu gegn Charlton. r , 3 ms- ik. - ..11 ....9 ....8 ....7 ....6 ....6 ....6 ... 6 ... 6 ....6 ....6 ....5 ....5 ....5 ....5 ð k Benitez, knattspyrnustjóri Liver-pool, hrósaði leikmönnum liðs- ins í hástert í leikslok. „Þetta var góður leikur af okkar hálfu en við þurftum að leggja okkur fram í 90 mínútur. Uppskeran var líka ríkuleg og við getum verið stoltir af árangri okkar. Ég er ánægður með Mellor, hann átti í höggi við tvo varn- armenn frá upphafi til enda. En hann hætti aldrei að reyna að skora mark og það tókst honum. Ég ákvað að vera aðeins með einn framherja og Harry Kewell, Steven Gerrard og Florent Sinama-Pongolle studdu vel við bakið á Mellor. Gerrard lék sérstaklega vel í því hlutverki sem hann hafði að þessu sinni. Það eru margir meiddir í okkar liði og menn þurfa að taka að sér ný og krefjandi verkefni. Markmiðið var að setja pressu á leikmenn Arsenal frá upphafi. Þeir náðu aldrei tökum á leiknum og það gekk flest allt upp í okkar leikaðferð,“ sagði Benitez. Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal var ekki sáttur við tapið og sagði liðið vera í lægð. Patrick Vieira fékk að líta gula spjaldið í leiknum og missir því af leik liðsins gegn Chelsea í deildinni. „Ég hef ekki sérstakar áhyggjur af því hvað Chelsea er að gera. Ég hef meiri áhyggjur af gengi okkar. Núna verðum við að snúa bökum saman og finna lausnir á vandamálum okkar,“ sagði Wenger sem aðeins hefur upp- lifað tap í deildinni tvívegis í síðustu 55 leikjum, en þetta er annað tap liðs- ins í síðustu 6 leikjum í úrvalsdeild- inni. Mellor hetja Liverpool RAFAEL Benitez hafði ástæðu til þess að gleðjast í gær er Liverpool lagði meistaralið Arsenal að velli, 2:1, en það var Neil Mellor sem skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Xabi Alonso skoraði fyrra mark Liverpool en Patrick Vieira jafnaði fyrir Arsenal sem er nú 5 stigum á eftir Chelsea.  BAYERN München er í efsta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í knatt- spyrnu eftir 4:2 sigur liðsins gegn nýliðum Mainz. Bayern München endurheimti efsta sætið um síðustu helgi eftir 18 mánaða bið. „Ég er að sjálfsögðu ánægður með sigurinn en við áttum í erfiðleikum áður en við skoruðum fyrsta markið. Og í síðari hálfleik náðum við góðum köflum en við erum enn ekki búnir að ná þeim stöðugleika sem við viljum í leik okkar,“ sagði Felix Magath þjálfari Bayern.  RALF Rangnick knattspyrnu- stjóri Schalke heldur áfram að ná því besta út úr liðinu en Schalke hefur náð 24 stigum af 27 mögu- legum, en um helgina vann liðið Arminia Bielefeld 2:1. Og að sjálf- sögðu voru rúmlega 60.000 áhorf- endur á heimavelli Schalke.  FYRIR ári var Werder Bremen efst þegar blásið var til fimm vikna vetrarleyfis í þýsku deildinni. Og það hefur verið venjan að það lið sem er efst fyrir vetrarfrí nái að halda þeirri stöðu þegar keppni lýk- ur í maí. Það eru tvær umferðir eftir af þýsku deildinni fram að vetrar- fríi.  HERNAN Crespo skoraði fjórða mark sitt á átta dögum fyrir AC Mil- an en Crespo tryggði liðinu 1:0 sig- ur gegn Chievo á sunnudag. Crespo tók sæti Andrei Shevchenko í byrj- unarliðinu en Shevchenko er meidd- ur. Þetta var fyrsta deildarmark Crespo á leiktíðinni en hann er á láni frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea.  CAGLIARI vann Lazio á útivelli 3:2 og er í fjórða sæti deildarinnar. Það var fyrrum leikmaður Chelsea sem tryggði Cagliari sigur. Gian- franco Zola, skoraði þriðja mark sinna manna á 70. mínútu.  RÓMA skoraði fjögur mörk á úti- velli gegn Siena og skoraði Vinc- enzo Montella tvívegis og Fran- cesco Totti skoraði einnig tvö mörk.  KYLFINGURINN Stephen Dodd frá Wales sigraði á atvinnumanna- móti sem fram fór í Kína og var upphaf keppnistímabilsins á Evr- ópumótaröðinni. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 38 ára gamli Dodd sigrar á atvinnumannamóti en ann- ar varð Daninn Thomas Björn, þremur höggum á eftir Dodd sem lék á samtals 12 undir pari.  ARRON Oberholser frá Banda- ríkjunum vann Shinhan-golfmótið sem fram fór í S-Kóreu en Miguel Angel Jimenez frá Spáni og heima- maðurinn Kevin Na voru jafnir í öðru sæti. Oberholser endaði á 4 undir pari, tveimur höggum betri en næstu menn. Padraig Harrington frá Írlandi endaði í 11. sæti á mótinu. FÓLK Hendrie var að leika á ný meðVilla eftir að hafa tekið út leik- bann en hann lenti í útistöðum við Danny Mills, bakvörð City, og virtist Hendrie skalla Mills. Var Riley ekki í vafa um brotið en sjónvarpsupptökur sýna að Hendrie snerti Mills aldrei. „Mike Riley er góður dómari og ég hvet hann til þess að skoða atvikið og senda skýrslu um málið. Ég vona einnig að hann hafi hugrekki til þess að segja að hann hafi haft rangt fyrir sér,“ sagði O’Leary, en enskir fjöl- miðlar greina frá því að hann hafi sagt ýmislegt við Danny Mills á leið þeirra í búningsherbergin eftir leik- inn en Mills lék undir stjórn O’Lear- ys er þeir voru hjá Leeds United „Leikmenn á borð við Danny Mills og Lee Hendrie eru þannig gerðir að þeir vilja vera þar sem átökin eiga sér stað á vellinum. En það var engin snerting í þessu tilfelli og ef Riley ætlar að fara dæma það sem hann heldur að hafi gerst þá verða ekki margir leikmenn eftir inni á vellinum í leikslok. Ég er vissulega ekki ánægður með hvernig Lee brást við en ég stend samt sem áður við bakið á honum og tel að hann hafi ekki átt að fá rautt spjald.“ Shaun Wright-Phillips fór á kost- um í leiknum í liði City og skoraði síð- ara markið af um 20 metra færi. „Ég á varla til lýsingarorð til þess að lýsa honum,“ sagði Kevin Keegan, knatt- spyrnustjóri City, eftir leikinn. „Hann hefur líklega æft þetta í laumi frá því á föstudag því ég hef aldrei séð hann skjóta með vinstra fæti með þessum hætti. Hann var gagnrýndur í fyrra fyrir að skora ekki nóg af mörkum og núna hefur hann bætt sig á því sviði. Það eru ekki margir leik- menn í heiminum sem eru betri en hann í því að brjóta upp varnir með einstaklingsframtaki. Að mínu mati er það aðeins tímaspursmál hvenær hann kemst í byrjunarlið enska landsliðsins og þegar hann verður kominn þangað tekst engum að bola honum úr því sæti. Hann á eftir að verða enn betri.“ Það var Jon Macken sem skoraði fyrra mark City og var þetta fyrsta markið í ensku úrvalsdeildinni sem hann skorar. City hefur nú unnið tvo leiki í röð en það hefur ekki gerst frá því í apríl árið 2003. David James varði vítaspyrnu frá Juan Pablo Angel og fékk Angel tækifæri til þess að skora á ný er hann náði frákastinu en hann skaut yfir markið af stuttu færi. O’Leary ósáttur við Mike Riley AP Mike Riley er hér búinn að vísa Lee Hendrie af leikvelli gegn Manchester í gær. Hann og Gavin McCann mótmæla. DÓMARINN Mike Riley er ekki efstur á jólakortalista Davids O’Learys, knattspyrnustjóra Aston Villa, eftir 2:0-tap liðsins gegn Manchester City á laug- ardag en O’Leary telur að Riley hafi gert afdrifarík mistök í leiknum er hann vísaði Lee Hendrie af velli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.