Morgunblaðið - 11.12.2004, Síða 3

Morgunblaðið - 11.12.2004, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 2004 C 3 Svona hefur ekki kreppt að vörn Arsenal síðan Gus Caesar var upp á sitt „besta“. Annað áhyggjuefni hjá Wenger er að hópurinn, sem hann hefur yfir að ráða, er ekki eins breiður og oft áð- ur. Jaðarmenn á borð við Ray Parl- our, Sylvain Wiltord, Martin Keown og Nwankwo Kanu hurfu á braut í sumar og í staðinn er komin á vett- vang sveit ungmenna sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, Cesc Fabregas, Mathieu Flamini, Justin Hoyte og Robin van Persie. En eru þeir tilbúnir í slaginn á toppnum? Það leiðir tíminn í ljós. Ástæðan fyrir þessari áherslu- breytingu á Highbury er einföld, að- hald í útgjöldum. Arsenal lepur sannarlega ekki dauðann úr skel en vegna framkvæmda við nýjan leik- vang, Emirates Stadium, verður fé varið varfærnislega á næstu mánuð- um. Þessi mikla fjárfesting mun þó skila sér til lengri tíma litið. Þá lætur Arsenal sig dreyma um að veita Manchester United og Chelsea keppni um hylli dýrustu sparkenda heims. Minni sóknarþungi En það er ekki bara vörnin sem hefur bilað í næstliðnum leikjum Arsenal. Sóknin er ekki sú sama. Liðið hefur að vísu skorað þrettán mörk í síðustu sjö leikjum – sem er dágott – en þar af komu fimm í „hokkíleiknum“ fræga á White Hart Lane. Samt er þetta ekki sami sókn- arþunginn og í upphafi móts, þegar Arsenal gekk að vild inn og út um varnir andstæðinga sinna. Skrúfað hefur verið fyrir Dennis Bergkamp og José Antonio Reyes sneri fyrst aftur gegn Rosenborg eftir langa síestu. Eftir standa Robert Pires sem gert hefur níu mörk í jafnmörg- um leikjum í byrjunarliði og Thierry Henry sem kominn er með þrettán. Þetta eru tveir markahæstu leik- menn úrvalsdeildarinnar. Samt eru flestir sammála um að þeir eigi mikið inni, einkum Pires sem er hvergi nærri jafn kvikur og hann á að sér. Það er þó Henry, sjálfum Akkiles knattspyrnunnar, sem er helst legið á hálsi. Með honum stendur leikur Arsenal og fellur. Frakkinn hefur verið illa upplagður síðasta kastið, meðal annars vegna smávægilegra meiðsla sem honum gengur treglega að hrista af sér. Samt skorar hann mörk og leggur þau upp, eins og engum öðrum er lagið. Í það minnsta ekki í samtímanum. Við erum að tala um íþróttafræðilegt undur sem lyft hefur enskri knattspyrnu í áður óþekktar hæðir á umliðnum árum. Þess vegna eru orð manna á borð við Alan Hansen, fyrrverandi fyrirliða Liverpool, þess efnis að Henry sé ekki að leggja sig 100% fram, ómak- leg. Menn sem vilja láta taka sig al- varlega í sparkræðunni láta ekki slíkt út úr sér. Þó maður sé ekki allt- af viss, þá er Thierry Henry, þegar allt kemur til alls, mannlegur og þó hann hósti og hiksti kannski í fimm leikjum af fimmtíu á hverri leiktíð breytir það engu um yfirburði hans gagnvart öðrum leikmönnum deild- arinnar. Það á Alan Hansen að vera ljóst. Afburðamenn verða þó, í þessu sem öðru, að búa við óvægnari gagn- rýni en aðrir. Það veit Thierry Henry. Það skilur Thierry Henry. Sjáum hvernig hann verður stemmdur á morgun! Langt í land ennþá Leikur Arsenal og Chelsea er þýð- ingarmikill í baráttunni um meist- aratitilinn. Sérstaklega yrði það vont fyrir Arsenal að lúta í gras. Þá munaði átta stigum á liðunum. Jafn- tefli yrði ásættanlegt fyrir Chelsea en sigur gulls ígildi. Það má samt ekki gleyma því að mótið er enn ekki hálfnað, þannig að mikið vatn á eftir að renna til sjávar áður en yfir lýkur. Og það er ekki bara Chelsea sem glímir við áratugaheilkennið. Í vor verða sjötíu ár síðan Arsenal varði titilinn síðast. Það gerðist 1935. Eitt- hvað verður því undan að láta í vor. Það er að segja nema þriðja liðið skjóti Lundúnarisunum ref fyrir rass. Gamlir kunningjar, Manchest- er United, þokast nú nær. Eins og þorskur á færibandi. byrt nítján stig. Tíu stiga sveifla er staðreynd. Eitthvað hresstist Eyjólfur raun- ar gegn Birmingham um liðna helgi og gegn arfaslöku liði Rosenborg í meistaradeildinni sl. þriðjudag en eru þessi annars ágætu félög eitt- hvað annað en fallbyssufóður um þessar mundir? Ljóst má vera að Arsenal er langt frá sínu besta. Hvað veldur? Nærtækasta skýringin er varnar- leikur liðsins. Honum lýsir eitt orð: Vondur. 20 mörk hefur liðið fengið á sig í 16 leikjum. Leki af því tagi leiðir ekki til meistaratignar. Vörnin, sem fékk á sig fæst mörk allra liða í fyrra, er eins skipuð en má bersýnilega illa án leiðtoga síns, Sol Campbells, vera. Sem sætir furðu því hún spjar- aði sig ágætlega án hans á liðinni leiktíð. Campbell er nú stiginn upp úr þrálátum meiðslum. Hjartsláttur og meltingartruflanir Og Arsenalvörnin saknar annars manns, Gilberto Silva. Sókndirfska Brasilíumannsins verður seint skráð í annála en hann er þeim mun dug- legri við að taka til á miðjunni. Þá er hann skallamaður góður. Það skýrir að hluta mýgrút marka sem Arsenal hefur fengið á sig í haust úr föstum leikatriðum. Það hefur verið dæma- laust að horfa á andstæðingana skjóta ítrekað upp kollinum óvald- aða á markteig. Eftir standa Leh- mann, Vieira, Touré og félagar og horfa mæðulega hver á annan: „Heyrðu lagsi, var þessi ekki með okkur í liði?“ Stuðningsmenn Arsenal fá reglu- lega hjartslátt og meltingartruflanir þegar háum bolta er spyrnt inn á teiginn í seinni tíð. Mönnum verður lítil þægð í því að sjá John Terry mæta til leiks á morgun. Hvar eruð þið nú, Tony Adams og Steve Bould? Drogba, sem fyrr segir, kominn á ról að nýju og Mateja Kezman komst á blað um liðna helgi – eftir langa mæðu. Nú bíða bjartsýnustu menn bara eftir því að Claude Makelele finni netmöskvana! Þetta er ekki árennileg sveit. Er nema von að Mourinho sé bjartsýnn og kokhraustur. Ef ekki núna, hve- nær þá? Sparkskýrendur fá ekki vatni haldið yfir leik Chelsea þessa dag- ana. Réttilega. Og heldur hafa þeir verið rakir, blessaðir, á þessu hausti, því fyrir fáeinum vikum olli Arsenal spekingum svipaðri geðshræringu. Elstu menn mundu ekki annan eins sóknarleik. Fannst varla taka því að klára mótið. Ekkert lið hefði roð við meisturunum. Svo hnaut Wayne Rooney um ósýnilegan útlim. 49 leikja hrina án taps var á enda. Afrek sem seint verður leikið eftir. Það var eins og við manninn mælt. Allur vindur var úr Arsenal. Í sex leikjum sem síðan hafa verið háðir hefur liðið aðeins fengið níu stig af átján mögulegum. Á sama tíma – síð- ustu sjö leikjum – hefur Chelsea inn- inu þegar það skóp þann ágæta ja. Langt er síðan leikmaður komið inn í úrvalsdeildina með um hvelli. Sparkunnendur a á öndinni yfir snilli hans, a, leikni, jafnvægi og spyrnu- i. Hann hefur allt sem prýtt góðan sóknarmann, rétt tví- r pilturinn. Hvernig verður eftir fimm ár eða sjö? bben hefur gjörbreytt sóknar- Chelsea. Stigin létu raunar ekki standa í upphafi móts, meðan var meiddur, en það var miklu r vaskleika varnarinnar en eysi framherjanna að þakka. r segja að liðið hafi minnt ilega mikið á Arsenal þegar ar upp á sitt fúlasta á síðasta g. ð komu Robbens opnuðust allar áttir og leikmenn Chelsea a ekki á sig skóna orðið fyrir mörk en fjögur í senn. Það er ki bara Robben sem lætur and- ngana finna til tevatnsins, en Duff, Eiður Smári Guðjohn- Tiago, Frank Lampard og a að segja varnarjaxlinn John y liggja ekki á liði sínu. Þá er Arsenal. José Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea. Akkiles knattspyrnunnar“, Thierry Henry, miðherji Arsenal. orri@mbl.is MARGIR merkir leikmenn hafa komið við sögu beggja félaga, Arsenal og Chelsea, í gegnum tíðina. Nægir þar að nefna George Graham, Al- an Hudson, Tommy Baldwin, John Hollins, Dav- id heitinn Rocastle og Emmanuel Petit. Senni- lega er þóenginn jafn dáður í herbúðum beggja og Ted Drake. Hann var markakóngur hjá Ars- enal og lykilmaður í því liði félagsins sem síðast varði Englandsmeistaratitilinn, 1935, og knatt- spyrnustjóri í eina skiptið sem Chelsea hefur orðið hlut- skarpast, 1955. Drake er af mörgum tal- inn mesti markaskorari sem klæðst hefur búningi Arsenal. Hann kom til félags- ins frá South- ampton fyrir 6.500 sterl- ingspund í mars 1934. Hann skoraði sjö mörk í tíu leikjum fram á vor en fékk eigi að síður ekki verð- launapening vegna reglna um fjölda leikja. Það bætti Drake sér upp árið eftir þegar hann skoraði 42 mörk í 41 deildarleik, þegar Arsenal vann titilinn þriðja árið í röð. Það er merkilegt að félagið hefur ekki varið titilinn síðan – í 70 ár. Þessi ár- angur, 42 deildarmörk, er enn félagsmet. Kappinn gerði sjö þrennur þennan vetur. Sjö mörk í átta skotum Og Drake var ekki hættur. 14. desember 1935 skoraði hann öll sjö mörk Arsenal í 7:1- sigri á Aston Villa. Hann skaut átta sinnum á markið í leiknum – áttunda skotið hafnaði í þverslánni. Þetta met stendur ennþá í efstu deild. Drake varð bikarmeistari með Arsenal 1936 – skoraði sigurmarkið gegn Sheffield United – og Englandsmeistari í annað sinn 1938. Keppni í ensku knattspyrnunni lá niðri á ár- um seinni heimsstyrjaldarinnar og Drake gekk í flugherinn. Liðin héldu þó áfram að kljást óopinberlega. Í leik af því tagi árið 1944 varð Drake fyrir slæmum meiðslum í baki og ferli þessa mikla markaskorara var lokið. Drake gerði alls 136 mörk í 184 leikjum fyrir Arsenal. Það tók hann aðeins 108 leiki að skora 100 mörk fyrir félagið og er það met. Til sam- anburðar má nefna að það tók Thierry Henry 181 leiki að ná sama áfanga og Ian Wright 143 leiki. Meistaratitill hjá Chelsea Drake sagði ekki skilið við leikinn góða, heldur sneri sér að knattspyrnustjórn. Fyrst hjá Reading frá 1947-52 en síðar Chelsea. Drake tók við stjórntaumunum á Stamford Bridge sumarið 1952 og lofaði að gera Chelsea að meisturum innan þriggja ára. Mörgum þótti það hraustlega lofað. En Drake lofaði ekki upp í ermina á sér og vorið 1955 stóð hann með pálmann í höndunum. Drake lagði mikla áherslu á unglingastarf hjá Chelsea og ól upp menn á borð við Jimmy Greaves, Peter Bonetti, Bobby Tambling og Terry Venables. Hinir ungu og vinnusömu leik- menn Chelsea gengu undir nafninu Drake- andarungarnir, en þeir náðu ekki að fylgja meistaratitlinum eftir og þegar Jimmy Greaves var seldur til AC Milan á Ítalíu 1961 fór að halla undan fæti. Greaves gerði 124 mörk í 157 deild- arleikjum fyrir Chelsea. Drake lét af störfum hjá Chelsea 1961, en þá tók Tommy Docherty við. Drake skaut aftur upp kollinum sem þjálfari hjá Fulham 1965 og síðar sem aðstoðarknattspyrnustjóri hjá Barce- lona 1970. Drake lauk starfsferlinum hjá Ful- ham. Fyrst sem varaliðsþjálfari og loks fékk hann þann starfa að leita uppi efnilega leik- menn. Ted Drake átti sæti í stjórn Fulham þar til hann lést árið 1995, 82 ára að aldri. Góði dátinn Drake Ted Drake ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.